Tíminn - 08.05.1947, Page 1

Tíminn - 08.05.1947, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 31. árg. Reykjavík, fimmtudaglnn 8. maí 1947 : ITSTJÓRASKRIFSTOFUR,: J, EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A ' símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFRTOFA: EDDUHÚSI, Lindargöw 9 A Siml 2323 85. blað Frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðieikhúsið Breytt um form álagningar á mörgum vörnm, bæði í heildsölu og’ smásölu. % Eins og áður hefir veriff skýrt frá, hefir ríkisstjórnin nýlega lagt fram frumvarp til laga um þjóðleikhús. Frumvarpið er flutt í tilefni af því, að þjóðleikhúsið verður sennilega fullgert um næstu áramót og rekstur þess ætti því að geta hafizt á næsta ári. Aðalefnið í frumvarpi stjórnarinnar hljóðar á þessa leið: Hlutverk þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið skal vera ríkis- stofnun og lúta yfirstjórn menntamálaráðherra. í þjóðleikhúsinu skal iðka leiklist og þær listgreinar aðr- ar, sem tengdar eru leiksviði. Starfsemi þessa skal leikhúsið rækja svo, að hún verði sem öflugust stoð íslenzkri menn- ingu. Höfuðhlutverk leikhúss- ins skal vera að: 1) flytja íslenzka og erlenda sjónleiki og enn fremur söng- leiki og leikdansa eftir því sem við verður komið; 2) vera til fyrirmyndar um meðferð íslenzkrar tungu; 3) halda skóla til eflingar ís- lenzkri leikmennt. Þjóðleikhúsið skal og annast flutning leikrita í ríkisútvarp- inu. Það skal enn fremur, eftir því sem við verður komið, flytja sjónleiki utan Reykjavíkur og vinna að eflingu leiklistar hvar- vetna á landinu. Stjórn og starfsliö þjóðleik- hússins. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra og skrifstofu- stjóra. Enn fremur skipar mennta- málaráðherra fimm menn í þjóðleikhúsráð, fjóra samkvæmt tillögum fjögurra fjölmennustu stjórnmálaflokkanna á Alþingi, en einn samkvæmt tillögu fé- lags íslenzkra leikara. Ráðherra skipar einn þeirra formann ráðsins. Hlutverk þjóðleikhús- ráðs er að hafa eftirlit með starfsemi og rekstri þjóðleik- hússins, bæði fjárhag þess og efnisvali. Leita skal tillagna þjóðleikhúsráðs um allar meiri- háttar ákvarðanir, er stofnun- ina varða. Þjóðleikhússtjóri ræður fasta leikara ’til fimm ára í senn og gerir við þá ráðningarsamninga, enda samþykki þjóðleikhúsráð og menntamálaráðherra fjölda þeirra og ráðningarkjör. Skylt skal þeim að taka endurgjalds- laust þátt í flutningi þeirra leikrita, er þjóðleikhúsið skuld- bindur sig til að láta ríkisút- varpinu í té. Þjóðleikhússtjóri ræður og aðra starfsmenn, en leita skal hánn samþykkis leikhúsráðs og menntamálaráðherra, að því er snertir fjölda þeirra og ráðn- ingarkjör. ERLENDAR FRETTIR Miðstjórn franska jafnaðar- mannaflokksins hefir samþykkt að styðja stjórn, sem Ramadier myndar með miðflokkunum. í hinni nýju stjórn Ramadiers verða ráðherrar úr jafnaðar- mannaflokknum, katólska fram- sóknarflokknum og radikala flokknum. Óttast er, að öldungadeild Bandaríkjaþings felli .friðar- samninginn við Ítalíu, en hann nær ekki samþykki nema % hlutar deildarinnar greiði at- kvæði með honum. Marshall hefir eindregið skorað á deild- ina að samþykkja samninginn, því að annað myndi gereyði- leggja álit Bandaríkjanna er- lendis. I reglugerð, er menntamála- ráðherra setur, skal mælt fyrir um verkefni starfsmanna þjóð- leikhússins hvers um sig og ann- að, er að stjórn og fyrirkomu- lagi leikhússins lýtur og þörf þykir að setja um fastar reglur. Laun fastráðinna starfs- manna skulu ákveðin í launa- lögum. Þangað til það verður gert, skulu þau ákveðin af menntamálaráðherra með hlið- sjón af ákvæðum launalaganna. Leikhúsráð skal vera ólaunað. Ýms ákvæði. Við þjóðleikhúsið skal starfa leikritanefnd, og eiga í henni sæti þjóðleikhússtjóri, fulltrúi frá leikhúsráði og fulltrúi frá fastráðnum leikurum, og skulu hinir tveir síðarnefndu kjörnir til þessa starfa til tveggja ára í senn. Nefndin skal ræða þau leikrit, er þjóðleikhússtjóri hyggst taka til sýningar, og skulu fulltrúar leikhúsráðs og leikara vera honum til aðstoð- ar við val leikrita. Við þjóðleikhúsið skal starfa leikskóli. Þjóðleikhússtjóri ræð- ur kennara og annað starfslið hans. Um rekstur hans skal kveða á í reglugerð. Náið samstarf skal vera milli þjóðleikhússins og rikisútvarps- ins, eftir því sem ráðherra kveð- ur á um. Þjóðleikhúsinu skal skylt að láta ríkisútvarpinu í té til flutnings ákveðinn fjölda leikrita á hverju leikári. Skulu þjóðlAikhússtjóri og formaður útvarpsráðs velja leikritin í sameiningu og gera samning um flutning þeirra í upphafi hvers leikárs. Þegar leikhúsið er ekki notað til leiksýninga, má nota það til hljómleikahalds og kvikmynda- sýninga. Rekstur þjóðleikhússins. Frumvarpinu fylgir greinar- (Framhald. á 4. síðu) Blaðaraennska Þjóðviljinn birtir tvær for- ustugreinar í gær. Síðari grein- in er um ósæmilega blaða- mennsku hinna blaðanna, eink- um í sambandi við morðmálið. í fyrri greininni er hins vgar einn af andstæðingum sósíal- ista fimm sinnum uppnefndur Sæmundur kex, og virðist það eiga að vera honum til niðrunar, að hann vinnur í kexverksmiðju. Verkamenn munu bezt dómbær- ir um, hvaða nafn beri að gefa slíkri blaðamennsku. Þó tckur ekki betra við, þegar litið er á forsíðu Þjóðviljans í gær, því að þar er birt ljósmynd af bréfi, sem blaðið segir, að Eysteinn Jónsson hafi sent Dagsbrúnar- mönnum. Ljósmyndinni er þannig hagað, að undirskrift- inni á bréfinu er sleppt. Ástæð- an er sú, að þar stendur allt annað nafn en nafn Eysteins Jónssonar, og það er því full- 1 ♦♦ komnasta fals hjá blaðinu, að bréfið sé frá honum. Blað, sem þannig hagar sér, ætti vissulega ekki að þítkjast geta. kennt öðr- um blaðamennsku, því að það eykur aðeins athyglina á þeirri sorpblaðamennsku, seni er aðal- einkenni þess. » Verðlagsráð lækkar álagningu á helztu vörum -Q Tkorvaldsensmátverk von Amertings Þannig lítur málverkið af Thorvaldsen út. Þessi mynd var tekin af því í Stokkhólmi i fyrrahaust. 100 ára gamalt Thorvaldsens- málverk í eigu islendings Viðtal við eigandann, Helga Zoega, er boðið hefir fsað málverkasafni ríkisins. íslenzka ríkinu hefir nýlega verið boðið til kaups fágætt lista- verk. Er það meira en hundrað ára gamalt málverk af Bertel Thorvaldsen, eftir austurríska málarann Frederich von Amer- Iing. Málverk þetta er nú geymt í Stokkhólmi, en íslenzkur kaup- sýslumaður, Helgi H. Zoéga, fann það, er hann var á ferðalagi um Mið-Evrópu. Tíðindamaður Tímans hitti Helga Zoéga að máli í gær og spurðist fyrir um þetta mál- verk. Honum sagðist svo frá: — Það er siður minn, þegar ég er á ferðalagi erlendis, að koma í fornmunaverzlanir og svipast um eftir gömlum og fá- gætum gripum. Það var í ein- um slíkum leiðangri, sem ég rakst á málverk von Amerlings af Bertel Thorvaldsen. Ég keypti þetta málverk og kom því til Svíþjóðar, og þar er það nú. Ég fékk sænskan listfræðing, dr. fil. Gustaf Lindgren, sem er aðalráðamáður Svía um kaup listaverka handa opinberum söfnum, til að skoða málverkið. Hann taldi ótvírætt, að von Amerling hefði málað þetta málverk í Róm um 1842. En þá málaði hann fáein málverk af Thorvaldsen. Er eitt þeirra í eigu Liechtenssafnsins í Vín og annað er geymt í Friðriksborg- arslöti. En ekkert slíkt málverk er í sjálfu Thorvaldsenssafninu í Höfn. Amerling varð heims- frægur eítir að hann hafði mál- að þessar myndir af Thorvald- sen. Nú hefi ég boðið íslenzka rík- inu þessa mynd til kaups, því að ég vil umfram allt, að hún komizt í eigu íslendinga, ef ég farga henni á annað borð. Ekki er þó afráðið enn, hvað um myndina verður, en það væri ánægjulegt að vita áf þessu málverki í safni okkar íslend- inga. Eldingu slær niður í hús í gærdag, skömmu fyrir mið- aftan, tóku hér i Reykjavík að heyrast dunur miklar með stuttu millibili. Varð mörgum bilt við ■ og þusti fólk út úr verzlunum ’ og skrifstofum víða í miðbæn- ! um. Er jafnvel sagt, að sumum j hafi dottið Hekla í hug, — hald- ið að gos væru nú tekin að magnast af meiri kyngi en nokkru sinni fyrr,,— og rennt augum i austurátt. Sú varð þó ekki raunin og brátt sáust eld- ingar. Varð þá öllum ljóst, að hér var aðeins um þrumuvéður að ræða, en óvenjulega aðsóps- mikið, eftir því sem við eigum að venjast hér. Slökkviliðið var kallað út um kl. 6, að húsinu númer 14 við Seljalandsveg. Hafði eldingu slegið þar niður. Kona var þar heima með ung börn. Varð henni æði bilt við, sem von var, er hún sá eldblossa á raftengli. á einum veggnum i herbergi því. sem hún var stödd í. Var svo að sjá í svip sem eldur léki um , allan vegginn, en hann hvarf jafn snögglega aftur og varð eldur ekki laus í húsinu. Við athugun kom í ljós, að eldingu hafði slegið niður í raf- magnsleiðslu rétt við húsið, en rafleiðslur eru þarna ofanjarð- ! ar. Talið er að rafleiðslan í hús- I inu sé með öllu eyðilögð. ’Verð á sumum neyzluvörum lækkar, þrátt fyrir nýju tollana Verð á ssiinum ncyzluvörum lækkar, þrátt fyrir nýju tollana. Verðlagsráð hefir nú ákveðið verulega lækkun á álagningu á fjölmörgum vöruflokkum. Eru þetta framhaldsráðstafanir í sam- bandi við tollahækkunina á dögunum, og með þeim að fullu tryggt, að tollahækkanir lenda ekki á almenningi, heldúr verður verzl- unargróðinn skertur sem þeim nemur, og í sumum tilfellum mun þessi ákvörðun hafa beina verðlækkun í för með sér. Einkum bitna þessar ráðstafanir þó á heildsölunum, enda hefir gróði þeirra verið langmestur undanfarin ár, svo að réttlátt er, að þeir færi fyrstu og þyngstu fórnirnar. Jafnframt því, sem álagning er yfirleitt lækkuð, er breytt að nokkru leyti um form álagning- ar, hvað snertir allmarga mikil- væga vöruflokka, svo sem mat- vöru, skófatnað og byggingar- efni, til heilbrigðari hátta en verið hefir. Hingað til hefir á- kveðinn hundraðshl. verðs verið lagður á vörurnar, þannig að gróði kaupsýslumanna hefir ver- ið þeim mun meiri, sem varan var dýrari í innkaupi. Nú er meginhluti álagningarinnar færður í það form, að leggja má ákveðna krónutölu á ákveð- ið vörumagn. En nokkur hluti álagningarinnar er þó enn hundraðshluti af verðinu eins og áður var. En með þessu er þó að verulegu leyti dregið úr þeirri freistingu, sem fégjörnum innflytjendum var að flytja inn sem dýrastar vörur, meðan gamla fyrirkomulagið hélzt. Eini gallinn á þessu tvískipta fyrir- komulagi er sá, að því fylgir aukin skriffinnska. En eigi að síður er ávinningur að þessu — Aðalfundur Fram- sóknarfél. Ölfusinga Samþykkt gerð um rafmagnsmál Ölfns- Inga. Framsóknarfélag Ölfusinga hélt aðalfund sinn í Hveragerði síðastliðinn sunnudag. Félags- svæðið er Ölfushreppur og Hveragerðishreppur. í stjórn fé- lagsins voru kjörnir: Engilbert Hannesson bóndi, Bakka, for- maður, Hermann Eyjólfsson lireppsstjóri, Gerðakoti, ritari og Bergþór Bergþórsson vkm., Hveragerði, gjaldkeri. Með- stjórnendur: Halldór Gunn- laugsson kaupm., Hveragerði, og Þorlákur Sveinsson bóndi, Sand- hól. í fulltrúaráð Framsóknar- félags Árnessýslu voru kjörnir Engilbert Hannesson og Berg- þór Bergþórsson. Af hálfu miðstjórnar Fram- sóknarflokksins mættu á fund- inum Jörundur Brynjólfsson og Daníel Ágústínusson, og höfðu þeir framsögu um stjórnmála- viðhorfið. Umræður urðu tals- verðar, og var meðal annars rætt um raforkuframkvæmdir, og kom fram mikill áhugi fyrir þeim á fundinum. Var sam- þykkt áskorun til hreppsnefnd- ar Ölfushrepps, að hún beiti sér fyrir j#/í, að undirbúningur verði hafinn að því að koma rafmagni inn á hVert heimili sveitarinn- ar, svo fljótt sem mögulegt er. Framsóknarfélag Ölfusinga er fjölmennt og vaxandi félag ög hefir ýms ný áform um starf- semi sína. byrjunarspor í áttina til skyn- samlegri álagningarhátta, þótt lækkun álagningarinnar skipti mestu máli eins og sakir standa. Álagning á matvöru lækkar til muna. Áður en þessar nýju álagning- arreglur gengu í gildi, var heild- söluálagning á helztu matvörur 10% og smásöluálagning 30%. Nú er þessu breytt á þann veg, að heildsalar mega leggja fimm krónur á hver hundrað kíló- grömm, . auk 3,5% á kaupverð vörunnar. Með þessum hætti lækkar heildsöluálagning á hveiti í 7,8%, rúgmjöli í 8%, haframjöli i 7,7%, strásykri í .7%, molasykri í 6,4% og kaffi í 6,6%. Smásölum verður leyft að leggja tuttugu og tvær krón- ur á hver hundrað kílógrömm, auk dálítils hundraðshluta. í stað hinnar gömlu 30% álagn- ingar verður því álagningin raunverulega 25,6% á heiti, 26,2% á rúgmjöli, 25,1% á haframjöli, 27,5% á strásykri, 24,6% á molasykri og 16,6% á kaffi. Ýmsar vörutegundir lækka í verði. Síðustu hveitisendingar, sem (Framhald á 4. síðu) Litmynd, sem beðið er með eftirvæntingu í haust - kemur á markaðin: kvikmynd, sem spáð hefir ver ið mikilli sigurför um heiminr Hún er að mestu leyti tekin Tanganyiku, sem fyrir fyn heimsstyrjöld var þýzk nýlendí og fjaliar aðallega um barátt una gegn hinni ægilegu pálg Afríku, svefnsýkinni. Inn í þett aðalefni er svo vafið á listræn an hátt svipmyndum úr lífi o stríði Svertingja í Suðurálfu. Myn þessi heitir á ensku „Me of two Worlds“. Hér birti: mynd af tveimur Svertingjun er leika i henni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.