Tíminn - 13.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.05.1947, Blaðsíða 2
TlMINN, þriðjnclagiim 13. maí 1947 86. blað Kemst upp um strákinn Tuma Þjóðviljinn tekur því með lít- illi ánægju, að viðskiptaráð hefir nýlega í samráði við rík- isstjórnina lækkað verzlunará- lagningu á fjölmörgum vöruteg- undum. Ef blaðið hefði viljað vera sjálfu sér samkvæmt, hefði það átt að fagna þessari ráð- stöfun, þar sem það þykist bera hag neytenda fyrir brjósti, en vitanlega kemur lækkunin þeim fyrst og fremst til góða. í stað þess að fagna, hreytir Þjóðvilj- inn ónotum í ríkisstjórnina og gerir lítið úr lækkuninni. Hér kemst vissulega upp um strákinn Tuma. Barátta sósíalistaforingjanna gegn nýju tollunum og verk- fallsundirróður þeirra í því sam- bandi, stafar ekki af því, að þeir séu að hugsa um hag verka- manna. Það, sem fyrir þeim vakir, er eingöngu flokkslegur á- vinningur. Þeir vilja sýna, að ekki sé hægt að stjórna landinu án þeirra. Þeir vilja skapa at- vinnuvegunum slik kjör, að stöðvun þeirra verði ekki umflú- in. Slíkt neyðarástand telja þeir vænlegast til framgangs byltingarhugmyndum sínum. Það er þetta, sem vakir fyrir þeim með uppsögn Dagsbrúnar- samninganna og verkfallshót- ununum. Þetta og ekkert annað. Af þessu er* það líka sprottið, hve fálega sósíalistaforingjarnir taka lækkun verzlunarálagning- arinnar og hafa hana á horn- um sér. Þeir sjá, að hún færir verkamönnum heim sanninn um, að ríkisstjórninni er alvara að berjast gegn dýrtíðinni og draga úr milliliðakostnaðinum eftir megni. Sú vitneskja mun gera verkamenn enn deigari en ella til að fylgja lokaráðum sósíalistaforkólfanna. Það mun og sýna verkamönn- um vel hina raunverulegu um- hyggju sósíalistaforingjanna fyrir hagsmunum verkalýðsins, að meðan Áki og Brynjólfur sátu í ríkisstjórninni, gerðu þeir ekk- ert til að fá verzlunarálagning- una lækkaða. Þvert á móti þvældist ríkisstjórn þeirra gegn öilum slíkum ráðstöfunum. Þá fyrst fékkst verzlunarálagning- in lækkuð, þegar stjórn þeirra hafði hrökklazt frá völdum. Fyrir flokk, sem þannig hagar sér, ætti að vera þýðingarlítið að koma til verkamanna og þykjast bera hag þeirra fyrir brjósti. Hann getur kannske villt á sér heimildir í bili, en ekki til langframa. 400 atkvæða- tap sósíalista í Dagsbrún á 1 y2 ári, sýnir vel, að verkamenn eru farnir að sjá gegnum blekkinga- vefinn. Fyrst mun þó fylgis- hrun þetta hefjast fyrir alvöru, þegar verkamönnum verður al- mennt ljóst, hvílikan ábyrgðar- leysis- og ævintýraleik for- sprakkar sósíalista hyggjast nú að leika með verkalýðsfélög landsins. Verkamenn munu skilja, að það er ekki í þeirra þágu, sem sósíalistaforsprakk- arnir reyna nú að nota völd sín þar til að stöðva síldveiðarnar og leiða hrun yfir atvinnuvegi landsmanna. Það er gert til að þjóna pólitiskum metnaði og valdabrölti sósíalistaforkólf- anna, en fyrir verkalýð lands- ins getur það ekki haft annað en tekjumissi og erfiðleika í för með sér. iíiaúaHqi n s Spegillinn og Ófeigur. Spegillinn og Ófeigur komu báðir út í þessari viku. Þessi blöð laga sig nú hvort eftir öðru. Bæði eru þau með „svarta lista“ og eru upptök þeirrar framleiðslu hjá Ófeigi, eins og í deilumálum kommúnista og ríkisstjórnarinnar og greiðir ekki atkvæði. Bregður hann sér jafnvel yfir í hliðarherbergin, ef honum þykir þungt að sitja hjá. Halda sumir, að þetta stafi af því, að honum sé sárt að formann sinn. Þeir eru skýin, en Ólafur stjarnan. Ekki skal Mbl. leitt í rökflækjur með því að spyrja það, hvernig stjörnur sómi sér milli skýja að degi til, en þær sjást þá ekki með berum augum. En mikinn gerir það nú Færeyingar eiga tugmiljonir inneignir erlendis Samt eig’a þcir orðið 35 togara Tíðindamaður Tímans hitti Vigfús Guðmundsson að máli í gær og spurði hann frétta úr utanförinni, sem hann er nýkominn úr. Fer hér á eftir frásögn Vigfúsar — sunnan úr Ölpum og af lífi næstu frændþjóðar oítkar, Færeyinga. allir vita, en svartir listar eru nú mjög í tízku hjá vissum manntegundum. Hins vegar kveðst Ófeigur birta mynd að þessu sinni, og er það nýjung, en Spegillinn hefir verið mynda- blað frá upphafi. Pappír og frá- gangur allur er miklu vandaðri í Speglinum og er sá munur eins og á viðhafnarútgáfu og óvand- aðri vasaútgáfu. Hittast tveir seigir. Nokkuð munu vera skiptar skoðanir um það, hvor stall- bræðranna sé skemmtilegri eða betri, Ófeigur eða Spegillinn. Spegillinn er öllu nákvæmari og fjölorðari í frásögnum um Heklugosið en Ófeigur um stjórnarmyndunina. En tví- mælalaúst á Ófeigur beztu skrítluna, þar sem ritstjóri hans segist halda, að hann verði nú að skrifa stjórnmálasögu íslands síðustu 30 árin sjálfur, svo að nákvæmt og hlutdrægnislaust verði sagt frá. Gamall námsmaður. J. J. er nú farinn að æfa sig í vélritun í Ófeigi og er ekki vonum fyrr, svo sem handrit hans eru rómuð í prentsmiðjum. Hitt er ekki tiltökumál, þó að vélritunin sé með ýmsum við- vaningsbrag í byrjun, t. d. sé skrifað Larusson, því að maður- inn hefir stundað annað meir en nákvæmni og er nú tekið að förlast. Auk þess hefir J. J. m. a. tekið æfingar í prósentureikningi i þessu hefti. Á friðstóli. Það hefir vakið athygli og skemmtun meðal pallagesta þingsins undanfarið, að þm. Suður-Þingeyinga situr löngum á friðstóli við atkvæðagreiðslur greiða atkvæði gegn Katrínu bekkjarnaut sínum og- borð- dömu, en aðrir telja, að hon- um sé andleg ofraun að greiða atkvæði eins og Framsóknar- menn. Ólafur Ijósvíkingur. Ólafur Thors er nú farinn að hafa eins konar Ófeigsdálka í Mbl. Þar birtast öðru hvoru fjarstæðukenndar lofgreinar um hinn heilaga Ólaf Thors og hina blessuðu stjórn hans og er það engu líkt, nema jarteiknalýs- ingum í helgra manna sögum og lýsingum trúaðra á stjórn hins mikla föður í Kreml, í hvers hendi vor vesali jarðarhnöttur hverfist. Eru þar sögð ýmiss konar stórmerki, svo sem þau, að er sá kvittur kom upp, að Ólafur Thors kynni að fara úr ráðherrastóli, formyrkvaðist fjármálahiminn íslendinga um hæstan dag og peningar allir hurfu úr umferð ' og erlendur gjaldeyrir fannst ekki í bönkun- um. Er svo að sjá, að ýmsir Mbl,- menn trúi því, að þau ósköp muni standa þar til Ólafur kem- ur aftur til valda, hvort sem það verður á hinum efsta degi eða fyrr. Sjálfum er Ólafi Thors svo bjart fyrir augum, að hann sér hvergi ský á lofti fyrir geisla- baugnum um höfuð sitt og kalla menn hann því sín á milli Ólaf birting eða Ólaf ljósvíking. Skýin og stjarnan. Mbl. lýsir því í forystugrein í þessari viku, að þeim, sem nú tali um erfiðleika á íslandi, gangi aðeins til öfund við hina miklu morgunstjörnu þjóðar- innar, Ólaf Thors. Þegar þeir Bjarni Benediktsson og Jóhann Jósefsson mæla alvarleg varnaðarorð til þjóðarinnar, þá er það einungis af öfund við mun flokksbræðra sinna, þegar sumir eru lýsandi hnettir, en aðrir ský. Annars má minnast þess hér, að þær stjörnur, sem lengstum hafa vakið mest umtal og at- hygli, eru halastjörnur, en eðli þeirra, uppruni og ferill er tal- inn vera með óvenjulegum og sérstökum hætti. Siðferði samstarfsmanna. Framsóknarmenn taka nú þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæð- ismönnum og Alþýðuflokks- mönnum. Ráðherrar þessara flokka hafa nýlega gefið sam- hljóða yfirlýsingu á því, hvernig ástand og horfur eru í höfuð- atriðum í fjármálalífi ríkis og þjóðar og atvinnulífi. Þrátt fyrir þetta heldur Mbl. því alltaf fram öðru hverju, að Tíminn gleðjist yfir öllu, sem miður fari, og því aðeins minnist hann á það. _ Þessum ógeðslegu aðdróttun- um heldur blaðið áfram jafn- framt því, sem það bregður Tím- anum um tryggðarof, ef eitt- hvað er talað um þá erfiðleika, sem mynduðust undir fyrrver- andi stjórn. Vitanlega er það alltaf álita- mál hvað heppilegt sé að segja á hverjum tíma, þó að satt sé, en svo mikið er víst, að hér er þó ekki nema smáflís í auga Tímans móts við bjálkann hjá Mbl. Tíminn hefir rætt mál- efnalegar staðreyndir, sem sum- um mönnum eru viðkvæmar og óþægilegar, en Mbl. belgir sig tíðum með getsakir og fyllyrð- ingar um svívirðilegt og glæp- samlegt hugarfar hjá Tíma- mönnum. Undan þessu þarf þó ekki að kvarta hér, því að það verður þeim þyngst í skauti, sem að sóðaskapnum standa, eins og svarti listinn hans Jónasar. Yfirleitt allt ágætt að frétta, kvað Vigfús. Annars hefi ég get- ið um margt það helzta, sem fyrir augun bar, í ferðapistlum mínum, þótt í þá ýmsa hafi slæðst meinlegar prentvillur, svo sem t. d. að gera 600 rúm úr 60 í háfjallahótelinu í Ölpunum o. s. frv. ísland ferðamannaland. Það er hressandi að ferðast. Og ennþá er ég þeirrar skoðun- ar að við íslendingar eigum að greiða fyrir að ísland geti orðið ferðamannaland. En til þess að svo geti orðið þarf tvennt sérstaklega: Stærri, fleiri og betri gestaheimili og verðlag í landinu svipað og hjá öðrum þjóðum. Þriðjæ atriðið er líka mjög nauðsynlegt: Meiri landkynn- ing. Yfirleitt sést ekkert um ís- land á ferðamannamiðstöðvum erlendis, þótt grúi sé þar af myndum og lesmáli frá flestum öðrum löndum. Snotra smábæklinga um ís- land vantar þar tilfinnanlega. Og þá vantar auðvitað líka tiifinn- . anlega við Keflavíkurflugvöll- inn hér heima. Sá fjöldi manna, sem kemur aðeins þar við á ís- landi, þarf að fræðast um að ísland hefir mörg önnur og fegri svipbrigði heldur en Reykjanes- skaginn hefir að bjóða. Duttlungar veðurfarsins. Hvernig var tíðarfarið ytra? í Ölpunum var það yndislegt, hitar og blíður og tún hvann- græn um páska. En í Danmörku var núna í apríllokin sifellt leiðinlegt, kuldahraglandi oft og mjög lítið farið að grænka. Það var orðið meira grænt í Færeyjum núna heldur en 1 Danmörku. Já, hvernig hafa þeir það í Færeyjunum? Ágætt, fannst mér. Færeying- ar eru eins og allir vita næstu nágrannarnir okkar og skyld- astir um mál o. fl. Er þeirra of sjaldan getið i íslenzkum blöð- um. Ýmislegt er þó athyglisvert í Færeyjum. Barátta Færeyinga gegn verðbólgunni. í striðslokin var visitalan í Færeyjurn orðin 283 stig. En þá ákváðu Færeyingar að stöðva verðbólguna. Og nú eru þeir búnir að koma vísitölunni niður 1 242 stig eða hafa lækkað hana um rúmlega 40 stig á meðan óstjórnin okkar hér stórhækk- aði hana. Þegar erlend vara stórhækk- aði í verði, sögðust Færeyingar hætta að flytja hana inn. Fá íslendingar m. a. að kenna á þessu. í Færeyjum höfðum við allmikinn markað fyrir niður- suðuvörur, osta, kex o. fl. En þegar verðið stórhækkaði fyrir skömmu á þessum vörum, þá lokaðist um leið markaður fyrir þær. Þeir hafa auklff skipastólinn, en ekki étiff upp inneignirnar. Fjárhagur eyjabúa er ágætur. Sögðust þeir_ hafa átt 60—70 miljónir króna (danskra) í bönkum erlendis í stríðslok, og ættu það ennþá. Þó eru þeir búnir að koma togaraflota sín- um upp í um 35 skip. Hafa þeir m. a. keypt nokkra nýviðgerða togara af íslendingum. Sögðu þá ágæta fyrir sig, þótt þeir væru víst ekki nógu finir fyrir ís- lendinga, bættu sumir við. Fá- eina nýja togara láta þeir smíða í Bretlandi og var sá fyrsti þeirra — Nolseyj ar-Páll — ný- kominn til Þórshafnar. Eru þeir 170 feta langir eða aðeins 5 fet- um styttri en okkar nýju tog- (Framhald á 4. síGu) Þórarinn Þórarfnsson: Dagiir í Wash.in.gton í marzmánuði síffastl. fóru sjö íslendingar til New York í boffi flugfélagsins AOA í tilefni af því, aff þaff var aff hefja reglu- bundnar ferðir milli Evrópu og Ameríku meff viffkomu á íslandi. Auk þess bauff félagiff þessum gestum sínum í skyndiferff til Washington. í greininni hér á eftir eru raktar nokkrar endur- minningar úr þeirri för. íslendingar eins og affrir menn. Klukkan er 8 að morgni. Við erum staddir 1 mörg þúsund feta hæð á leið frá New York til Washington. Flugvélinni skilar hratt áfram. Við höfum þegar farið fram hjá mörgum stór- borgum, en annars hefir útsýn- in verið tilbreytingalítil. Land- ið er slétt og ber hvarvetna merki um mannshöndina. Þar sem borgunum sleppir, taka við akurlönd með snotrum bænda- býlum og skógarrjóðrum hér og þar. í för með okkur er einn af forstjórum AOA, sem hafði boð- ið okkur vestur og sá að öllu \eyti um ferðalag okkar til Washington. Þegar farþegunum er borið bréfspjald með ýmsum upplýsingum um flugvélina og ferð hennar, lætur hann bæta því við, að sjö íslendingar séu í henni. Ég veiti því athygli, að ýmsir fara að skima í kring- um sig og eiga víst von á að sjá annarlegar persónur. En þessi leit þeirra ber sýnilega ekki árangur. íslendingar eru eins og annað fólk. Það er ógerningur að þekkja þá úr. Fyrir 150 árum. Á leiðinni rifja ég það upp, sem ég vissi um Washington. Fyrir rúmum 150 árum voru óbyggðir mýrarflákar, þar sem höfuðborg mesta stórveldis heimsins stendur nú. Margar af stórborgum Bandaríkjanna kepptust um að verða aðseturs- staður stjórnarinnar og bæði New York og Philadelpia höfðu verið það um1 skeið. Helztu leið- togar Bandarikjanna með Georg Washington í fararbroddi vildu hins vegar byggja nýja höfuð- borg frá grunni, þar sem hægt væri að koma við fullkomnasta skipulagi, er eingöngu væri miðað við það hlutverk, sem slíkri borg er ætlað. Borgar- stæðið skyldi ekki valið með til- liti til þess, að þar gæti risið upp mikill iðnaður eða verzlun, því að slíkt gat haft óheppileg og truflandi áhrif á stöðu höf- uðborgarinnar. Borgin skyldi þó liggja vel við samgöngum og vera miðsvæðis I hinu nýja ríki, sem þá náði aðallega yfir aust- urströnd Bandarikj anna. Þetta sjónarmið sigraði. Árið 1791 var borgarsmíðin hafin. Árið 1800 flutti stjórnin þangað. Þá voru þar aðeins nokkur hús og að- koman lítt glæsileg. Borginni hafði þá verið valið nafn eftir fyrsta forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt var réttnefndur faðir hennar. Hafa ekki kosningarétt. Það var eitt af ráðum Georgs Washingtons, að höfuðborgin skyldi ekki tilheyra neinu sam- bandsfylkjanna, þar sem hún gat haft óeðlilega mikil áhrif á stjórn þess fylkis, sem hún var í. Fylkin Maryland og Virginia voru þvi fengin til þess að láta ríkinu landssvæði í té, er síð- an voru sameinuð í eitt hérað. sem nefnt var Columbia (eftir Columbus). í þessu héraði, sem lýtúr í einu og öllu yfirstjórn ríkisins, var höfuðborginni val- in staður. Það var jafnframt á- kveðið, að hvorki íbúar höfuð- borgarinnar né héraðsins skyldu hafa kosningarétt við þing- kosningar eða_ forsetakosning- ar. Búseta þeirra í höfuðborg- inni og grennd hennar var tal- inn veita þeim svo mikið óbeint vald, að jafngilti fullkomlega kosningaréttinum. Þessi skipun hélzt enn í dag og er ekkert tal- að um að breyta henni, þótt mörg hundruð þúsund manna séu þannig svift kosningarétti og þeirra á meðal allir helztu stjórnendur og embættismenn ríkisins. Þeir fá ekki einu sinni að kjósa bæjarstjórn. Það er þingið, sem gegnir hlutverki bæjarstjórnar í Washington, en borgarstjórarnir eru tilnefndir af forsetanum og öldungadeild- inni sameiginlega. Þótt íbúar Washingtons séu þannig full- komlega sviptir öllum kosn- ingarétti, verða þeir að greiða sömu skatta og eru háðir svip- uðum kvöðum og aðrir lands- menn. Washington úr lofti. Eftir eins klukkutíma flug er tilkynnt, að nú sé Washington framundan, og innan stundar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.