Tíminn - 14.05.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 14.05.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ) I.ITSTJÓRASKRIFSTOFUR: | EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A j Símar 2353 og 4373 . AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ' OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: j EDDUHÚSI, Llndargöt.u 9 A ) Slml 2323 31. árg. Reykjavík, miðvikudagiim 14. maí 1947 87. blalS ERLENT YFIRLIT: Br.auð eða líkkistur Ægilegur matarskortur í Vestur- Þýzkalandi Síðastl. föstudag lögðu verkamenn í Hamborg og Hannover niffur vinnu og fóru í kröfugöngur um götur borganna undir merkjum, sem einkum var á letrað: Látið okkur fá brauð eða líkkistur. Hernámsstjórn Bretá lét þetta framferði verkamannanna af- skiptalaust með öllu, enda var yfirlýst af hálfu þeirra, að þeir myndu ekki gera nema eins dags verkfall að þessu sinni til að krefjast aukins matarskammts. Af hálfu hernámsstjórnarinnar er líka fullkomlega viðurkennt, að þessar kröfur hafi við fyllstu rök að styðjast. Þótt matvælaástandið sé slæmt í Hamborg og Hannover, er það þó talið verra á ýmsum öðrum stöðum brezka hernáms- svæðisins, einkum þó í Ruhr- héraðinu. Þar hefir kolafram- leiðslan hrapað úr 237 þús. í 221 þús. smál. á dag og er matvæla- skortinum einkum kennt um. í Dússeldorf hafa 400 verkalýðs- leiðtogar hótað að leggja niður trúnaðarstörf sín innan 10 daga og leggja alla ábyrgð á herðar hernámsstjórnarinnar, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til úr- bóta innan þess tíma. í ýmsum borgum er óttast að loka verði fyrir gas og rafmagn vegna veik- inda starfsmannanna af völdum matarskortsins. Af hálfu hernámsyfirvald- anna er síður en svo reynt að dylja matvælaskortinn. Paken- ham lávarður, sem er ráðherra Þýzkalandsmála, hefir nýlega verið á ferð í Þýzkalandi og lét svo ummælt eftir heimkomuna, að matvælaskorturinn væri hræðilegur. Þá hafa yfirhers- höfðingjar Breta og Banda- ríkjamanna í Þýzkalandi, Ro- bertson og Clay, sent stjórn- inni í Washington ófagra lýs- ingu á skortinum og skorað á hana að gera tafarlausar ráfÞ- stafanir til úrbóta. Matvælaskorturinn hefir lengi verið svo mikill á brezka her- námssvæðinu, að borgarbúar liafa yfirleitt ekki fengið hinn lögboðna matarskammt. Til þessa <?ru taldar liggja aðallega tvær ást,§eður. Önnur er sú, að bændur selji allmikið af afurð- um sínum á svörtum markaði. Hin er sú, að dregið hefir úr innflutníngnum. Brezka her- námssvæðið hefir tiltölulega minnsta landbúnaðarfram- leið.slu af hernámssvæðunum í Þýzkalandi. Áður fékk það land- búnaðarvörur frá Austur-Þýzka- landi, en þar ráða Rússar nú og flytja afurðirnar aðallega aust- ur til sín. Bretar hafa reynt að hjálpa eftir megni og því við- haldið hinum stranga matar- skammti hjá sér. En þeir geta ekki veitt eins mikla hjálp og skyldi, þótt þeir væru allir af j vilja gerðir. Það eru aðalkröfur Þjóðverja, að komið sé i veg fyrir svarta ERLENDAR FRÉTTIR Brezku konungshjónin og pi'insessurnar komu heim úr Afríkuferð sinni í fyrradag. Óhemju manhfjöldi fagnaði þeim, þegar þau komu til Lond- on. Dean Acheson hefir látið af störfum sem aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, en við hefir tekið Robert A. Lawett bankastjóri. Þýzkur dómstóll hefir nýlega dæmt Hjalmar Shacht, sem sýknaður var í Núrnberg, í 8 ára hegningarvinnu. Schacht hefir ákveðið að áfrýja dómnum. Finnar hafa nýlega fengið 10 milj. dollara lán í Bandaríkjun- um. Hafa þeir þá alls fengið þar 25 milj. dollara lán. markaðinn og innflutnirigurinn sé aukinn. Það síðarnefnda veltur einkum a Bandaríkja- mönnum, sem eru færastir um að veita hjálp. Verður að telja sjálfsagt, að þeir bregði vel við, bví að hér er sízt minna í húfi on í Grikklandi. Ef Þjóðverjar verða látnir hungra og þjást, er það líklegra til að skapa vísir að nýjum ófriði en flest annað. Fátt er og líklegra til að auka gengi kommúnista, enda jókst þeim talsvert fylgi í þingkosn- ingum, er nýlega fóru fram á hernámssvæði Breta. Roosevelt forseti skildi það manna bezt, að ekki yrði komið á friðvæn- legu ústandi í heiminum, ejf heilar þjóðir væru látnar hungra. Því beitti hann sér fyrir stofnun UNNRA, sem Banda- ríkjamenn hafa nú illu heilli látið leggja niður, því að þeim fannst hún of útgjaldasöm fyrir sig. í ýmsum löndum Austur- Evrópu, einkum Rúmeníu og Ungverjalandi, er matvæla- skortur talinn litlu eða engu minni en í Þýzkalandi. Rússar hafa flutt þaðan landbúnaðar- afurðir í stórum stíl, en mikill hluti þess, sem þeir hafa skilið eftir er seldur á svörtum mark- aði. Fregnir eru hins vegar nokkuð óljósar frá þessum lönd- um, því að þau eru austan við „járntjaldið“ og hernáms- stjórnirnar þar vilja ekki láta það . fregnast, sem miður fer, eins og Bretar leyfa óhikað í Þýzkalandi. Það er einn munur- inn á vestrænu og austrænu lýðræði. Sala bifreiða innanlands Frv. frá firem þing- mönnum Þrír þingmenn, Hannibal Valdimarsson, Hermann Jón- asson og Brynjólfur Bjarna- son, hafa nýlega lagt fram frv. um sölumeðferð bifreiða innanlands. Tilgangurinn með frv. er að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi svartan bílamarkað. Aðalefni frv. er þetta: Hvert gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi, sem' hér eftir verður veitt fyrir bifreið, skal bundið því skilyrði, að ríkið eitt eigi kauprétt að bifreiðinni, ef eig- andi hyggst skrá hana á annars nafn eða selja hana. Verð slíkrar bifreiðar skal miðast við kaupverðið að frá- dreginni hæfilegri upphæð fyrir skemmdum og sliti og ákveðst með mati af bifreiðaskoðun rík- isins á hverjum stað. Þær bifreiðar, sem ríkið þann- ig eignast, skulu seldar á fyrr- nefndu matsverði að viðbætt- (Framhald á 4. síðu) Fjárráð Fiskimálasjóðs verða stórlega aukin Starfsadferbir ofbeldismanna í Palestinu Nei — þetta á ekkert skylt við Heklugos. Þessi mynd er nefnilega austan úr Gyðinga hafa kveikt í olíugeymum Shellfélagsins í Haifa, og nú logar glatt. kolsvarta reykjarmekkina, sem stíga upp af Palestínu. Ofbcldismenn úr flokki Tveir brezkir varðmenn horfa á bálinu. Deildir og starfsgreinir K. E. A. eru orðnar þrjátíu Frá aðalfundi félagsins Kaupfélag Eyfirðinga hefir enn á seinasta ári aukið allmikið framkvæmdir sínar og einnig hefir vörusala félagsins aukizt. Aðalfundur KEA var haldinn á Akureyri dagana 7. og 8. þ. m. Hefir Tímanum borizt frásögn af fundinum frá fréttaritara sfnum a. Akureyri. Aðalfundinn sátu 196 fulltrú- ar frá 21 félagsdeild, auk félags- stjórnar, framkvæmdastjóra og endurskoðenda, sem eru sjálf- kjörnir á fundinn. Auk hinna kjörnu fulltrúa sátu fundinn all margir aðrir félagsmenn. Fundurinn hófst með því, að formaður félagsins, Einar Árna- son Eyrarlandi, skýrði frá störfum félagsins og fram- kvæmdum. En deildir og starfs- greinar KEA eru nú um 30 að tölu. Heildarvörusala síðastl. árs hjá þessum deildum ásamt sölu innlendra afurða, sem teknar hafa verið í umboðssölu, nam um 55 miljónum króna. Hefir verzlunin því aukizt allmikið á árinu frá því árið áður. Sameignarsjóðir félagsins höfðu aukizt allmikið á árinu, og nam sú aukning 530 þús. kr. Stofnsjóðsaukning nam 305 þús. Nemur stofnsjóður þá samtals um þremur miljónum króna. Fundurinn samþykkti tillögur félagsstjórnar um 8% arðsút- hlutun til félagsmanna af á- góðaskyldri vöruúttekt, og 6% af brauðúttekt og 6% af úttekt í lyfjabúð félagsins. Framkvæmdir á árinu. Fyrir aðalfundinum lá ýtarleg skýrsla um störf félagsins. Sam- kvæmt yfirliti framkvæmda- stjóra, Jakohs Frímannssonar, eru þessar, meðal annars, fram- kvæmdir félagsins á seinasta ári: Keyptur meirihluti hlutafjár í vélaverkstæðinu Odda h. f. Haf- in bygging nýrrar smjörlíkis- verksmiðju og keyptar vélar til hennar. Er fyrirhugað að nota gamla verksmiðjuhúsið fyrir efna- og sælgætisgerð framveg- is. Samþykkt að láta gera frysti- hólf í frystihúsinu á Dalvík til afnota fyrir félagsmenn þar. Ákveðið að stækka hraðfrysti- húsið í Hrísey. Samþykkt að fé- lagið greiði 40% af ^ielm hluta, er bændum er skylt að greiða í Eyjafjarðarsýslu vegna snjó- moksturs með vélýtum, en 20% af Svalbarðsstrandarvegi að Fnjóská. Sæðingarstöð SNE að Grísabóli styrkt með 24 þús. kr. framlagi af ágóða af sölu setu- liðseigna. Auk þess, sem hér er talið, hefir félagið byggt geymsluhús og haldið áfram stórbygging- unni við Hafnarstræti 91 (Jerúsalem). Nýi Akureyrartogar- inn kom í gær Hinn nýi togari þeirra Ak,- ureyringa, Kaldbakur, kom til Reykjavíkur frá Englandi í gær. Tíffindamaður blaðsins hafffi tal af skipstjóran- um, Sæmundi Auffunssyni, skömmu eftir aff skipiff hafði lagzt að bryggju. Kaldbakur EA 1 er þriðji togarinn af þeim 30 sem samið var um smíði á í Englandi. Skip þetta er alveg eins og Ingólfur Arnarsoá, en honum var lýst jýtarlega hér í blaðinu á sínum ! tíma. Skipið er 642 br. lestir að 'stærð og er með 1200 hestafla aðalaflvél Skipið reyndist vel á leiðinni (Framhald á 4. síöu) 4 börn Eskelands- bræðra farast í snjóflóði Um páskaleytið urðu allmiklir mannskaðar af völdum snjó- flóða í Noregi. Eitt átakanleg- asta slysið var þó er þrír ungir menn og tvær stúlkur fórust í páskaleyfi sinu. Sumt af þessu fólki, sem þarna fórst, mun kunnugt ýms- um íslendingum, er dvalið hafa í Noregi. Voru það tveir synir Eskelands skólastjóra í Voss, Lars og Halle, og tvö börn Öystens Eskelands, bróður skólastjórans, Kari og Arve. Frændsystkin þessi voru um tvítugt. Sarakoraulag um frv. Eysteins Jónssonar Á seinasta þingi flutti Ey- ^teinn Jónsson frumvarp um stórfelda eflingu Fiskimála- sjóffs. Frv. var mjög fálega tekiff af þáv. stjórnarflokk- um, sem svæfðu þaff í nefnd. Þegar þingið kom saman á síffastl. hausti, flutti Eysteinn frv. aftur og hefir það verið lengstum síffan í sjávarút- vegsnefnd n. d. Á gær var lagt fram álit frá nefndinni, sem hefir orffiff sammála um meg- inatriðin í frv. Eysteins og leggur til, aff þaff verffi sam- þykkt með nokkrum breyt- ingum. Tekjur sjóðsins. Það> var eitt meginatriðið í frumvarpi Eysteins, að auk út- flutningsgjalds þess af sjávar- afurðum, sem nú rennur í Fiski- málasjóð, skuli rikið leggja hon- um til næstu 10 árin a. m. k. 1.5 milj. iy:. á ári. Þá er sjóðs- stjórninni veitt 10 milj. kr. lán- tökuheimild. Nefndin leggur til, að fram- lag ríkisins til sjóðsins skuli vera 5Ú0 þús. kr. á ári næstu tíu árin, en auk þess skuli hann fá x/2% útflutningsgjald af síldarafurð- um. Hingað til hefir sjóðurinn aðeins fengið útflutningsgjald af öðrum fiskafurðum en síld- arafurðum. Má gera ráð fyrir, að þessir tveir nýju tekjustofnar tvö- til þrefaldi tekjur sjóðsins frá því, sem þær hafa verið undanfarin ár. Styrkir úr sjóðnum. Nefndin leggur til, að ákvæðin um styrkveitingár úr sjóðnum verði orðuð sem hér segir: „Fiskimálasjóður veiti styrki til: a. Hafrannsókna. b. Rannsókna á fiskigöngum og fiskistofnum. c. Tilraunir til að veiða með nýjum aðferðum eða nýjum veiðarfærum. d. Tilrauna við verkun og (Fravihald á 4. siðu) Byggingarsamvinnufélag Reykja- víkur hefir 61 íbúö í smíðum Fclagatala er mi nokkuð á áttunda hundrað Affalfundur Byggingarsamvinnufélags Reykjavíkur var hald- inn síffastl. föstudagskvöld. Félagiff er nú aff láta ljúka viff smíði 38 íbúða viff Barmahlíff, en hefir auk þess í smíffum 23 sænsk hús I Kleppsholti. Bauff Guðlaugur Rósinkranz, formaffur félags- ins, blaffamönnum aff skoffa framkvæmdir félagsins um helgina og skýrði fyrir þeim starfsemi þess. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur var stofnað sam- kvæmt lögum, er sett voru að frumkvæði Framsóknarmanna. Tók félagið þegar til starfa á hsama ári og það var stofnað, 1933, og hefir nú alls lokið við, eða er að ljúka við, smíði 122 íbúða handa félögum sínum. Félagsmenn eru nú 764, en gera má ráð fyrir, að nokkrir af þeim séu annað hvort búnir að eign- ast hús, eða kæri sig ekki um að byggja að svo stöddu. Þó eru mjög margir félagsmenn, sem bíða eftir íbúðum og skipta þeir hundruöum. Hins vegar er það mjög takmarkað, hvað félagið getur ráðist i að byggja. Það hefir mjög háð starfsemi (Framliald á 4. síðu) Guðlaugur Rósinkranz.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.