Tíminn - 14.05.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1947, Blaðsíða 4
tRAMSÓKNARMENN! Murúð að koma í flokksskrifstofuna 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 14. MAÍ 1947 87. blað œnum í dag. Sólin kemur upp kl. 4.23. Sólarlag kl. 22.24. Árdegisflóð kl. 1.10. Síðdegisflóð kl. 13.45. í nótt. Næturakstur annast bifreiðastöðin Litla bílastöðin, sími 1380. Nætur- læknir er í læknavarðstofunni, simi 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. / Útvarpið í kvöld. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Samvinna skóla og kirkju (séra Gísli Brynjólfs- son). 20.55 Tónleikar: íslenzkir söng- menn (plötur).. 21.15 Upplestur: Úr „Austantórum" eftir Jón Pálsson (Guðni Jónsson skólastjóri) 21.35 Harmonikulög (plötur). 22.00 Préttir. 22.05 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrár- lok. Túliníusarmótið, sem fram fór í seinustu viku fór .á þann veg að K.R. vann. Bridge-keppni milli Breta óg íslendinga, sem fór fram í Reykjavík dagana fyrir helgina, fór á þá leið að íslendingar unnu með miklum yfirburðum. Höfðu þeir 7720 stig yfir. Fyrirliði íslendinga var Árni M. Jónsson. Forseti Frakklands hefir nýlega sæmt herra Alexander Jóhannesson prófessór riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar, og hef- ir sendiherra Frakka hér afhent hon- um heiðursmerkið. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman 'í hjónaband í Dómkirkjunni'af sr. Sig- urbirni Einarssyni, Ingibjörg Magnús- dóttir, Þórsgötu 9, og Hermann Þor- steinsson, skrifstofumaður hjá S. í. S. í Kaupmannahöfn. Sala bifreiða iiiuaiilaiids (Framhald af 1. síðu) um kostnaði, sem á það hefir fallið, vegna eigendaskipta, geymslu, flutnings eða þess háttar. Stofnun sú, sem á hverjum tíma veitir innflutnings og gjaldeyrisleyfi fyrir bifreiðum, annast einnig úthlutun bifreiða þeirra, er ríkið á þennan hátt verður ^jgandi að. í greinargerð frv. segir: Tilgangur frumvarpsins er sá að reyna að binda endi á hinn hneykslanlega „svarta mark- að,“ sem átt hefir sér stað með bifreiðar á undanförnum árum. Það er alkunna, að bifreiðar, sem keyptar hafa verið inn fyrir 15—20 þúsund krónur, hafa þráfaldlega verið seldar aftur manna á milli fyrir 50—60 þús- und krónur. Þannig hefir það viðgengizt, að þeir, sem orðið hafa þeirrar náðar aðnjótandi að fá innflutnings- og gjaleyris- leyfi fyrir bíl, hafa með einni bílsölu tekið 30—40 þúsund króna ágóða svo að segja fyrir- hafnarlaust, en það er, eins og menn vita, álíka upphæð og verkamaðurinn fær fyrir tveggja til þriggja ára daglegt strit í sveita síns andlitis. Sumir hafa selt leyfin þegar í stað, og dæmi munu þess, að jafnvel háttlaunaðir embættis- menn hafa í skjóli aðstöðu sinn- ar fengið bíla tvisvar eða þrisvar sinnum og selt þá síðan aftur með slíkum ofurgróða sem að ofan greinir. Það er smánarblettur á þjóð- félaginu, að slíkt og þvílík^ okur skuli geta átt sér stað. Og sýnist vera sjálfsagt, að gerðar verði ráðstafanir þegar í stað til þess að slíku fári linni. Þar sem bifreiðar eru skráð eign, ætti að vera auðvelt að framkvæma löggjöf eins og þessa, og um þörfina á að stöðva bílaokrið verður varla deilt. Ástæðan til þess er svo brýn, íið Alþingi ætti að hraða afgreiðslu málsins sem mest má verða og gera frumvarp þetta að lögum strax á þessu þingi. :: „Farmall” Höfum fyrirliggjandi á „FARMALL64 dráttarvélar Ljósaútbúnað með tilheyrandi startara og geymurn KEÐJUR — REIMSKÍFUR Samband ísl. samvinnuféiaga :: Fáið vegabréfsáritanir í tæka tíð Utanríkisráðuneytið vill brýna það fyrir þeim ferðamönnum, sem hafa hugsað sér að ferðast til landa, sem krefjast vega- bréfsáritunar, að koma umsókn- um sínum á framfæri í tæka tíð. Hefir það oft og tíðum valdið ráðuneytinu og sendiráðum ís- lands erlendis miklum erfið- leikum, er menn hafa komið á síðustu stundu til að koma slíku í lag. Það tekur venjulega a. m. k. einn mánuð að útvega slíka áritun, því að umsóknin er er venjulega send til heima- landsins til athugunar. Hvað einstök lönd snertir, svo sem Sviss, er nauðsynlegt að reikna með tveggja mánaða fresti. íslendingar þurfa ekki vega- bréfsáritun til Danmerkur, Noregs jjé Svíþjóðar. Verið er að vinna að því að afnema árit- anir til annarra landa einnig. Einfaldast er að sækja um á- ritun hjá fultrúa viðkomandi lands hér á landi. Hafi ríkið engar stjórnarfulltrúa mun ut- anríkisráðuneytið greiða fyrir umsókn, en því aðeins að það fái málið í hendur. í tæka tíð. Fjárráð Fiskimálasjóðs (Framhald af 1. síðu) vinnslu sjávarafurða. e. Markaðsleita fyrir sjávar- afurðir. f. Annarra rannsókna og nýj- unga í þarfir sjávarútvegsins. Öll styrktarstarfsemi sjóðsins skal vera í samráði við ríkis- stjórnina.“ Þessi tillaga nefndarinnar er mjög í samræmi við tilsvarandi ákvæði í frv. E. J. Lánveitingar úr sjóðnum. Nefndin leggur til, að ákvæðin um lánveitingar úr sjóðnum verði orðuð sem hér segir: „Fiskimálasjóður má veita viðbótarlán gegn síðara veðrétti til stofnunar alls konar fyrir- tækja, er horfa til eflingar fisk- veiðum og hagnýtingu sjávaraf- urða, og séir lán þessi einkum veitt til þeirra staða, þar sem er tilfinnanleg vöntun slíkra fyrir- tækja, en lítið fjármagn fyrir hendi. Hvert þessara lána má ekki fara fram úr 25% af stofn- kostnaði fyrirtækisins og ekki að viðbættum lánum með betra veðrétti nema meiru en 85% af stofnkostnaði. Engin lánveiting má nema yfir 150.000 kr. Láns- kjörin séu þau sömu og hjá Fisk- veiðasjóði íslands.“ Þessi tillaga nefndarinnar er í aðalatriðum samhljóða tilsvar- andi ákvæðum í frv. E. J., þó einkum það ákvæði hennar, að þeir staðir sitji fyrir lánum, þar sem vöntun er á atvinnufyrir- tækjum,' en lítið fjármagn er fyrir hendi. Þá leggur nefndin til, að fLski- málanefnd verði skipuð fimm mönnum í stað þriggja nú. Nýi Akureyrar- togarinn (Framhald af 1. síðu) heim. Veður var að vísu gott og reyndi því lítið á sjóhæfni skipsins. Ganghraði þess var nokkuð á tólftu mílu á heim- le(iðinni og voru vélarnar þó fremur gparaðar heldur en hitt. Var skipið 3 sólarhringa og 15 klst. á leiðinni hingað frá Hull. Kaldbakur er eign útgerðar- félags á Akureyri og er bærinn hluthafi í því. Framkvæmdar- stjóri félagsins er Guðmundur Guðmundsson. Er ætlunjn að gera skipið út frá Akureyri að sem mestu Ipyti og fer það þang- að, sennilega á morgun, eftir að hér hafa verið sett í það lifrar- bræðslutæki. Verður þeim svo endanlega komið fyrir fyrir norðan, en að því búnu mun skipið þegar leggja út á veiðar. Bygglngarsamvinnu- félag Reykjavíkur (Framhald af 1. síðu) félagsins að undanförnu, hve illa hefir verið séð fyrir því af hinu opinbera, að byggingar- samvinnufélög fengju lán út á ríkisábyrgð þá, sem heitið, er í lögum, og jafnvel stundum staðið á sjálfri ríkisábyrgðinni. Þannig hefir legið við borð, að framkvæmdir við bygginí?arnar í Barmahlíð og í Kleppsholti hafi stöðvazt, en svo varð þó ekki vegna þess, að félagsmenn tóku þann kostinn að taka sjálf- ir á sig nokkuð af þeim fram- lögum, er ríkisvaldið hefir heitið þeim í áðurgreindum lögum. Eins og kunnugt er voru í fyrra samþykkt ný lög, um aðstoð við byggingarsamvinnufélög og byggingarfélög verkamanna. Bar Hermann Jónasson fram þá tillögu fyrir hönd Framsóknar- manna, að Byggingarsamvinnu- félög yrðu látin njóta sömu kjara og byggingarfélög verka- manna, en aðrir flokkar snerust gegn þeirri tíllögu, af því að samvinnufélög áttu í hlut. Hitt er svo annað mál, að þessi lög hafa að undanförnu reynst næsta haldlítið pappírsgagn, eins og bezt sést á reynslu Bygg- ingarsamvinnufélags Reykja- víkur við byggingar þær, sem nú starida yfir. Allar íbúðir, sem Byggingar- samvinnufélag Reykjavíkur hefir byggt eru rúmgóðar og vandaðar íbúðir. íbúðirnar í Barmahlíð eru 109 ferm., auk kjallara. Á hæðinni eru fjögur herbergi og eldhús, auk lítillar borðstofu inn af eldhúsi, sem gera má að sérstöku herbergi. Áætlað kostnaðarverð þessara íbúða er 165 þúsund krónur. Sænsku húsin 23 sem félagið á í smíðum í Kleppsholti eru af tveimur stærðum. Stærri húsin eru um 140 ferm. auk kjallara, en minni húsin um 90 ferm. auk kjall»ra, en þeir eru steyptir. Áætlað kostnaðarverð húsanna er 160 á þeim stærri en 120 þús. fyrir þau minni. Bygging þess- ar)i húsa er vel á veg komin, og ættu þau öll að verða tilbúin til íbúðar á þessu ári. Þá hefir félagið frá þvi snemma á seinasta ári í undir- búningi einn byggingaflokk i viðbót. Borguðu þeir félagsmenn sem í honum ætluðu að vera, inn á reikning félagsins í fyrra og er félagið búið að festa kaup á timbri til þeirra húsa, en enn- þá hefir ekki fengist loforð frá bæjaryfirvöldunum fyrir lóðum undir húsin. Má það þó furðu- legt heita, þar sem alltaf er verið að úthluta lóðum til ein- staklinga og braskara, sem gera sér húsnæðisvandræði fólks að féþúfu, með því að byggja ó- vönduð hús og selja þau fyrir óhæfilega hátt verð. Er engu líkara en bæjaryfirvöldin vilji stuðla sem mest að þessari okr- arastarfsemi með því að tefja fyrir framkvæmdum félagssam- taka, svo sem Byggingarsam- vinnufélags Reykjavjkur. Enn furðulegra má þetta teljast, þegar litið er- á það að Sauðárkrókur fær kaupstaðarréttindi í gær voru afgreidd frá Al- þingi lög þess efnis, að Sauðár- krókur skuli verða kaupstaður. Sýslumaöur Skagaf j arðarsýslu verður bæjarfógeti Sauðár- krókskaupstaðar. Sveit og bær (Framhald af 2. síðu) Reykjavíkur. Þá fluttu tveir þingmenn Framsóknarflokksins tillögu um það, að gerðar skyldu ráðstafanir til að tryggja kenn- araskólanum hentugt land við jarðhita í sveit með það fyrir augum, að þar yrði' reist hús handa skólanum þegar þörf gerðist og fé yrði veitt til þess í fjárlögum. Velja skyldi staðinn með tilliti til þess að þar yrði jafnframt heimavistarskóli handa börnum í einu eiða fleiri skólahverfum. Þessi tillaga fann ekki náð fyrir augum annarra flokka. Formaður Framsóknarflokks- ins hefir flutt á tveim þingum frv. um iðnskóla í sveit. Þar er svo fyrir mælt, að stofna skuli skóla í húsasmíði og húsgagna- og búsáhaldagerð fyrir þá, er stunda vilja þær iðnir í sveitum og kauptúnum. Skal það vera heimavistarskóli nægilega stór til að taka á móti 50 nemendum árlega. Þingmenn úr þrem flokkum hafa sameinazt um það tveim sinnum að vísa þessu þarfa máli frá. Af þessu stutta yfirliti má nokkuð ráða um viðhorf flokk- anna. mörg hundruð lóðir sem úthlut- að hefir verið upp á síðkastið, liggja enn óhreyfðar og margir þeirra, sem á sínum tíma fengu veitingu fyrir þeim, búnir að fyrirgera rétti sínum til bygg- ingar á þeim. Mun þar sama sagan, að þessar lóðir bíði eftir því, að braskararnir byggi á þeim. Aðalfundur Byggingarsam- vinnufélagsins vítti hafðlega þessa framkomu bæjaryfirvald- anna. Stjórn Byggingarsamvinnufé- lags Reykjavíkur skipa nú Guð- laugur Rósinkranz formaður, Pétur Jónsson gj^ldkeri, var hann kosinn á fundinum í stað Elíasar Halldórssonar, sem ver- ið hefir gjaldkeri í síðastl. 9 ár en baðst nú eindregið undan endurkosningu. Meðstjórnend- ur eru Ólafur Jóhannesson prófessor, Þorsteinn. Sigurðsson kaupmaður og Guðmundur Gíslason byggingarmeistari. (jantla Síc Kona um borð. (En kvinna ombord) Spennandi sænsk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu Dagmar Edqvist. Aðalhlutv. leika: Karin Ekelund og Edvin Adolphsson, (er léku í kvikmyndinni „Sjötta skotið"). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. ' - Výja Síé (við Sfcúlnwötu) MÓÐIR MÍN Fögur og hugðnæm söngvamynd með Benjamino Gigli Aukamynd: KJARNORKA (March of Time) Sýndu kl. 9. Baráttan um villihestana Spennandi „Cowboy“-mynd með kappanum Tex Ritter. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 7. ~fjatnarbíó ilnltu mér, slepptu mér (Hold That Blonde) Fjörugur amerískur gaman- leikur Eddie Bracken Veronica Lake Bönnuð innan 16 ára. Sýning kl. 5, 7 og 9. LEIKFELAG REYKJAyÍKUR: Ærsladraugurinn Gamanleikur eftir NOEL COWARD. Leikstjóri: HARALDUR BJÖRNSSON. Sýning í kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2. í dag. Barnaleiksýning Álfafell Sýning á morgiin kl. 4. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. Jarðarför konunnar minnar Sigríðar Halldórsdóttur fer fram frá Fríkirkjunni, föstudaginn 16. þ. m., og hefst með bæn frá heimili dóttur hennar, Grundarstíg 5, kl. 1. e. h. Á leið til kirkju verður stanzað í Templarahúsinu og þar flutt nokkur kveðjuorð. Kranzar eru afbeðnir. Þeir sem hefðu hugsað sér að minnast hinnar látnu á einhvern hátt, gerðu það bezt með því, enda að hennar skapi, að minnast Minningarsjóðs Sigurðar sál. Eiríkssonar regluboða. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir mina hönd, barna minna og tengdabarna. Jóhann Ögmundur Oddsson. Auglýslng Samkvæmt fyrirmæluin frá ríkisstjóru- inni auglýsist hér mcð: Allir þeir, sem leigt hafa setuliði bandamanna lönd, og Sölunefndin hefir ekki gert upp við, skulu fram- vísa kröfum sínum til Sölunefndar setuliðseigna eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Kröfur, sem ekki hafa borizt nefndinni fyrir þann fíma, verða ekki teknar til greina. Sölunefnd setuliðseigna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.