Tíminn - 15.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1947, Blaðsíða 1
RTTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÍJTGEFANDI: FRAMSÓKNARPTiOKKDRINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMDDJAN EDDA hi. ItlTST JÓRASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A Slmar 2353 og 4373 AFGREEÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRD7STOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu ÐA Simi 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 15. maí 1947 88. blað ERLENT YFIRLIT: Samningar Færeyinga og Dana Lögþingið er sainmála um tillögur af hálfu Faereyinga Fyrir nokkru síðan er komin til Kaupmannahafnar færeysk sendinefnd, sem mun ræða við fulltrúa dönsku stjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna um framtíðarstöðu Færeyja og Danmerkur. Færeyska nefndin hefir meffferðis tillögur, sem helztu stjórnmála- flokkar Færeyinga hafa orðið sammála um. Verður að telja lík- legt, að Danir fallizt á þær og þannig fáist bundinn endir á þessi viðkvæmu deilumál þeirra og Færeyinga. Fer verðlag að lækka í Bandaríkjunum? Viðskiptafréttir þaðan Síðan Truman hélt síðustu ræðu sína, þar sem hann hvatti iðnfyrirtækin til að lækka verð- lagið, hefir orðið talsvert verð- fall á ýmsum vörum í Banda- ríkjunum, einkum vefnaðarvör- um og útvarpstækjum pg ýms- um heimilisvélum. Þá hefir ný- lega orðið talsvert verðfall á kaffi í Bandaríkjunum. Það var um 20. apríl, sem Truman hélt áðurnefnda ræðu. * Smásöluverzlun varð nokkru minni í Bandaríkjunum i marz- mánuði síðastl. en í næsta mán- uði á undan. Þykir þetta benda til að draga muni smám saman úr viðskiptunum þar, ef verðlag lækkar ekki. Vísitala heildsöluverðs I Bandaríkjunum lækkaði um þrjú stig í aprílmánuði síðastl. Lækkunin var einkum á mat- vælum. Bílaframleiðslan í Bandaríkj- unum náði hámarki slnu í apríl- mánuði síðastl. Alls voru þá framleiddir 315 þús. bilar og 112 þús. stórir vörubílar. ERLENDAR FRETTIR Stjórnmálanefnd sameinuðu þjóðanna hefir lagt til að Pal- estínunefndin verðl skipuð full- trúum ellefu ríkja eða frá Kan- ada, Tékkóslóvakíu, Iran, Hol- landi, Peru, Svíþjóð, Uruguay, Guatemala, Júgóslavíu, Ástralíu og Indlandi. Rússar vildu, að stórveldin fengju fulltrúa í nefndinni, en Bretar og Banda- ríkjamenn vildu það ekki. Enn er ekki búið að ákveða starfssvið nefndarinnar, en um það hefir verið mikill ágreiningur. Gasjjeri forsætisráðherra ítalíu hefir beðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Ástæðan er sú, að hann telur hyggilegast, að reynt sé að mynda þjóðstjórn til lausnar sívaxandi fjárhags- vandræðum. Hann hefir vérið forsætisráðherra síðan í des- ember 1945. Truman forseti hefir enn ekki getað staðfest lögin um lán handa Grikkjum og Tyrkjum, því að öldungadeildin hefir ekki viljað fallast á breytingar, sem fulltrúadeildin gerði. Sameigin- leg nefnd frá deildunum vinnur nú að því að koma á samkomu- lagi. Ráðstefna var í gær haldin í London um matvælaástandið í Þýzkalandi'. Erfiðleikar eru á framkvæmd efnahagsjegrar sameiningar hernámssvæða Breta og Bandarikjamanna, þar sem Bretar aðhyllast skipu- lagðan þjóðarbúskap, en Banda- ríkjamenn óheft einkaframtak. Tillögur þær, sem Lögþingið í Færeyjum varð sammála um í vetur að leggja til grundvall- ar nýjum samningum við Dani, munu vera í höfuðatriðum pess- ar: 1. Löggjafarvaídið er hjá Lög- þina.i Færeyinga. 2. Færeysk ríkisstjórn, sem er kjörin af "Lögþinginu, staðfest- ir lögin. Stjórnarformaðurinn, sem verður kallaður lögmaður, undirritar lögin. 3. Dönsk lög, sem varða sam- eiginleg málefni Dana og Fær- eyinga, öðlast ekki lagagildi á Færeyjum, nema Lögþingið veiti samþykki sitt til þess. 4. Færeyska ríkisstjórnin er ábyrg fyrir Lögþinginu og ann- ast framkvæmdavaldið í Fær- eyjum að öllu leyti. 5. Færeyska stjórnin hefir rétt til aðfylgjast með samningum við erlend ríki, sem varða Fær- eyinf a sérstaklega. í vissum til- fellum hefir stjórnin líka rétt til að gera slíka samninga. 6. Færéyski fáninn skal verða siglingafáni Færeyinga. 7. Færeyskan verður viður- kennd þjóðtunga Færeyinga, en danska skal einnig kennd í skólunum og má nota hana jöfnum höndum. Af hálfu Lögþingsins mun ekki hafa verið fullkomlega gengið frá þvi, hvaða mál eigi að vera áfram sameiginleg með Dönum. Þó er talið sjáífsagt, að utanriky^mál verði áfram sam- eiginleg með þeim undanþágum, sem að framan eru greind. Mynt verður og sennilega sameiginleg áfram. Dómsmál og ýms fjár- hagsmál (t. d. tollar) munu og sennilega verða sameiginleg áfram að einhverju leyti. Er ekki ósennilegt, að Færeyingar verði samningaliprari um þessi málefni en ella, ef þeir fá því framgengt, að engin dönsk lög öðlist gildi í Færeyjum, án sam- þykktir Lögþingsins. Konungur- inn verður vitanlega sameigin- legur áfram. Það stjórnarfyrirkomulag, sem Færeyingar virðast hugsa sér, virðist ekki ósvipað því, sem (Framhald á 4. síðu) Svona er amhorfs á HeLgoLandi mmmm, -' Kommúnistar tapa í Svíþjóð Nýlega er lokiS stjórnarkosn- ingu í félagi málmiðnaðar- manna í Stokkhólmi. Kommún- istar náðu þessu félagi á vald sitt f yrir nokkrum árum og hlauzt af þvi hið langvinna verkf all 1945, er lauk með raun- verulegum ósigri málmiðnaðar- manna eftir að það hafði valdið Svíum tjóni, er nam hundruðum milj. króna. Úrslit kosninganna nú urðu þau, að kommúnistar báru sigur af hólmi með 8487 atkv., en jafnaðarmenn fengu 8025 atkv. í fyrra fengu komm- únistar 8748 atkv., en jafnaðar- menn 5276 atkv. Tölur þessar sýna glöggt, að fylgi kommún- ista er í síturför, enda er það segin saga í lýðfrjálsuin löndum að kommúnistum helzt aldrei lengi á þeim völdum, sem þeir ná í verkalýðsfélögunum. Þegar verkamenn kynnast þeim betur, hætta þeir að li'ita blekkjast. Þannig er nú umhorfs á Helgolandii. Þótt eyðileggingin sé mikil, hafa sprengingarnar samt ekki verið eins áhrifamiklar og af var látið í fyrstu. Mikið af húsum stendur enn uppi, þótt þaii séu meira og minna löskuð, og víst myndu þau þykja vel íbúðarhæf í sumum borgum álfunnar, þar sem tortímingin var mest og húsnæðisskorturinn er sárastur. Uppmokstur úr Rifshöfn verður hafinn í sumaí Viðtal við Sigmund Símonarson kaupfélags.stj. Sigmundur Símonarson kaupfélagsstjóri á Sandi hefir dvalið hér í bænum undanfarna daga í ýmsum erindagerðum hreppsins. Hefir hann m. a. rætt við Eystein Jónsson flugmálaráðherra um flugvallarmál kauptúnsins og við Emil Jónsson samgöngumála- ráðherra um hafnargerð í Rifi. Fékk hann loforð samgöngumála- ráðherra fyrir því, að gerð yrði tilraun með uppmokstur úr Rifs- foöfn í júlímánuði næstkomandi. Fjórir aljnngismenn fara til Finnlands Boðíð á afmælishátíð finnska þingsins Finnska þingið hefir boðið 4 þingmönnum héðan af íslandi •til Helsingfors. Fara ' þar fram hátíðahöld hinn 23. maí í tilefni af því, að fjórutíu ár eru liðin síðan finnska þingið var sam- einað í einni málstofu og upp tekið hið frjálslegasta kosninga- fyrirkomulag. Áður, var finnska þfingið eins konar sÆéttaþmg, þar sem aðalsmenn, prestar, borgarar og bændur áttu sæti, en aðallinn og biskuparnir drottnuðu. Þingmenn þeir, sem til Finn- lands munu fara, eru Bernharð Stefánsson, Barði Guðmundsson, Einar Olgeirsson og Jóhann Hafstein. Með þeim fer Helgi Hjörvar, þingfréttastjóri útvarps ins, og verður hann ritari þing- mannanna. Hver er maðurinn ? Hver er maðurinn? munu ýmsir spyrja. En ef betur er að gáð, munu vafalaust margir þekkja hann. Þetta er nefni- lega Truman Bandaríkjaforseti. Myndin er tekin éinhvern tíma síðustu" vikurnar, þegar mestur styr hefir staðið um hann vegna fjárveitinganna til Tyrkja og Grikkja. Hann er hér að tala fyrir málinu — og gerir það ekki aðeins með munninum, heldur einnig með hreyfingum sínum. Hátíðahöld Norð- manna 17. maí Hátíðahöld Norðmanna á þjóðhátíðardegi norsku þjóðar- innar 17 maí, verða með svipuðu sniði í Reykjavík og að undan- förnu. Gunnar Axelsson for- maður félags Norðmanna i Reykjavík skýrði blaðinu í gær frá tilhögun hátíðahaldanna. í mörg undanfarin ár hafa Norðmenn hér haldið þjóðhá- tíðardag sinn hátíðlegan. Hafa hátíðahöld þeirra jafnan farið mjög vel fram, verið skemtileg og sett svip sinn á bæinn. Fjöldi íslendinga hefir jafnan tekið þátt í þessum hátíðahöldum og vottað með því hinum norsku frændum vináttu sína. Má segja að nú treystist með hverju ár- inu sem liður vinarböndin milli þessara frændþjóða, þegar þær báðar eru orðnar frjálsar. Hátíðahöldin hefjast með því á laugardaginn, að kl. 9.30 koma Norðmenn saman við gröf fall- inna Norðmanna suður í Foss- vogi og geta þeir sem vilja fengið að koma þangað með blóm. Klukkan 11—13 eru norsk og norsk-íslenzk börn boðin til norsku sendiherrahjónanna að Fjólugötu 15. Síðar um daginn eða kl. 16—18 tekur norski sendiherrann Anderssen Rysst og kona hans á móti öðrum gest- um. Margir vilja eignast bifreið 2000 umsóknaeyðu- blöð sótt á hálfum sjöunda tíma Það virðast ætla að fást marg- ir kaupendur að Renault-bif- reiðunum, sem ríkisstjórnin sel- ur. Klukkan hálf-tiu í gærmorg- un komu i bréfapóststofuna í Reykjavík þrír þykkir bunkar af eyðublöðum þeim, sem um- sækjendur eiga að útfylla. Kl. háif-eitt var ekkert eftir af þeim. Litlu síðar var bætt við, en ekki ent'ist það nema til kl. fjögur. Þá voru tvö þúsund eyðu blöð farin, allt í Reykjavík eina. Jafnframt voru þá þrotin öll eyðublöðin, sem sölunefnd rík- isstjórnarinnar hafði látið prenta. Á nú að gefa „aðra útgáfu' út af eyðublöðum þessum, tvö til þrjú þúsund eintök, og vonar nefndin, að það nægi. Þessi seinni útgáfa kemur í bréfapóst stofuna hér í Reykjavík á morg un. Fyrir nokkru var haldinn al- mennur hreppsfundur á Sandi, þar sem rætt var um atvinnu- mál kauptúnsins, en allmikið atvinnuleysi var þar á síðastl. hausti og eru horfur á, að það endurtaki sig nú. Á fundinum voru samþykktar ýmsar álykt- anir um þessi mál. Jafnframt var þeim Sigmundi og Einari Bergmann falið að fara suður og fylgja þeim eftir við ríkis- stjórnina. Uppmokstur úr Rifshöfn. Tíminn átti viðtal við Sig- mund í gær og lét hann vel yfir erindislokum. Samgöngumála- ráðherra gaf ákveðið loforð um, að hið nýja dýpkunarskip ríkis- ins, sem er væntanlegt á næst- unni, skuli látið gera tilraun með uppmokstur úr Rifshöfn í júlímánuði næstk. Sú athugun ætti að leiða þa?| í ljós, hversu kostnaðarsamt muni verða að gera höfn í Rifi. ' Flugvöllurinn á Gufuskálamóðu. Þá gaf flugmálaráðherra lof- orð um, að þegar skyldi látin fara fram athugun á skilyrðum fyrir flugvöll á Gufuskálamóðu, sem er 6—7 km. frá Sandi. Fyrv*. stjórn hafði lofað slíkri athugun, en ekki orðið úr fram- kvæmdum. Flugvallarskilyrði á Gufu- skálamóðu eru hih ákjósanleg- ustu. Steindór Hjaltalín lenti þarna á lítilli flugvél í vetur. Eftir beiðni Sigmundar gerði Steindór nýlega tilraun til að lenda þar á stærri flugvél (fjög- urra manna) og tókst það ágæt- lega. Flugmaður var Ásgéir Pét- ursson. Steindór var með í flug- vélinni, en Sigmundur flaug með þeim suður. Sandarar eru mjög þakklátir Steindóri fyrir að hafa leitt þannig í ljós, að þarna er svo að segja tilbúinn flugvöllur frá náttúrunnar hendi. Mun ekki þurfa að gera nema tiltölulega litlar lagfær- ingar til þess, að hann verði fullnægjandi stærri flugvélum. Sandur býr n* við mjög erfiðar samgöngur og myndi það verða mikilvæg úrbót, ef flugferðir gætu hafizt þangað. Miklarframkvæmdir Reykjaskóla Frá starfi skólans í vetur og vor Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði var sagt upp 7. þ. m. Um líkt leyti hófst þar námskeið, sem mun standa fram að hvíta- sunnu, en þá hefst þar annað námskeið. í vetur voru 93 nemendur í skólanum, 40 í eldri deild og 53 í yngri deild. Skólinn gat ekki tekið við fleirum og þurfti að neita nokkrum umsóknum um skólavist, er honum bárust í fyrrasumar. Fæðiskostnaðúr pilta varð í vetur kr. 9.70 á dag, en fæðis- kostnaður stúlkna kr. 8,60. Auk þess greiddu nemendur kr. 105 í skólagjald, að viðbættu vísitölu- álagi. Á námskeiðunum, sem haldin verða i vor, eru kenndar smíðar, handavinna, sund og leikfimi. Á fyrra námsskeiðinu, sem stendur nú yfir, er 70—80 nem- endur. Þátttakendur eru ungt fólk úr Stranda- og Húnavatns- sýslum. Tundurduf 1 gerð óvirk Samkvæmt upplýsingum frá Skipaútgerð ríkisins hefir Har- aldur Guðjónsson frá Reykja- vík nýlega gert óvirk 4 tundur- dufl, sem ráku á eftirgreindum \ stöðum ý Melrakkasléttu: Núps- kötluland, Oddsstaðafjöru, Sig-| urðarstaðafjöru og í Vogi hjá Rauf'arhöfn. Allt voru þetta seg- ulmögnuð brezk dufl, nema Vogsduflið, er virtist vera þýzkt. Kommúnistar bera f ram vantraust á ríkisstjórnina Þingmenn kommúnista hafa borið fram í neðri deild van- traust á núverandi ríkisstjórn. Vantrauststillaga þessi verður sennilega rædd á morgun. Guðmundur Gíslason skólastjóri. í sumar verða miklar fram- kvæmdir á Reykjum. Fullgerð verður sjósundlaug, sem er 25x8 m., og sundskýli, sem er við hana. Þá verður byggð vestur- álma skólahússins. Á efri hæð hennar verður íbúð skólastjóra, en á neðri hæð íbúð fyrir kenn- ara og nemendur. Var óhjá- kvæmilegt að auka húsrúm skólans vegna framhaldsdeild- arinnar (gagnfræðadeildarinn- ar), er hafin verður næsta haust. í haust eru liðin 10 ár síðan Guðmundur Gíslason varð skólastjóri Reykjaskólans. Hefir skólanum vegnað vel undir stjórn hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.