Tíminn - 15.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1947, Blaðsíða 2
z TlMlNN, fimmtudagmn 15. mal 1947 88. blað Þorbjörn Björnsson, Geftaskarði: Tryggingalöggjöfin nýja Fimmtudayur 15. maí Pólitískt verkfall Það var haustið 1945. Þá hóf göngu sína hér í bænum nýtt rit, sem nefndist Útsýn. Það flutti ýmsar snjallar greinar, m. a. eiha eftir Jón Blöndal hag- fræðing um útreikning dýrtíð- arvísitölunnar. Hann sýndi þar fram á, að vísitalan væri ekki eins rétt og skyldi, enda miðuðu sumar ráðstafanir þáv. stjórnar bfint að því að skekkja hana. Ýmsir munu hafa vænzt þess, að forkólfar sósíalista, sem þá eins og 'nú töldu sig málsvara launþeganna, létu þessar upp- lýsingar ekki sem vind um eyr- un þjóta. Sú varð samt raunin. Þjóðviljinn minnist ekki á grein Jóns einu orði. Síðan þetta gerðist, eru nú liðin iy2 ár. Og nú er vitnað næstum daglega í Þjóðviyanum í þessa grein Jóns Blöndals. Nú er dýrtíðarvísitalan kölluð í Þjóðviljanum oft á dag „vísitala eymdarinnar." Nú er blásið þar í bumbur og boðað til verkfalls vegna þess m. a., að ekkert sé að marka vísitöluna. Hvernig má það ske, að for- kólfar sósíalista höfðu ekkert að athuga við vísitöluna 1945, þrátt fyrir upplýsingar Jóns Blöndals, en boða nú til verkfalls, þar sem ekkert sé að marka vísitöl- una? Ástæðan er augljós. Árið 1945 sátu forkólfar sósíalista í ríkis- stjórn. Þeir vildu ekki setja stól- ana í hættu né ergja samstarfs mennina með öðrum eins smá- munum og vísitölunni. Nú eru þeir oltnir úr stjórninni, en vilja ólmir komast þangað á ný. Og þá er vísitalan orðin mál málanna og hún m. a. notuð sem tilefni til að láta verkalýðssam- tökin gera verkföll. En tilgang- urinn með verkföllunum er þó engan veginn sá, að láta leið- rétta vísitöluna, hel^ur að skapa upplausn og glundroða, er gæti hafið einhverja af for- kólfum sósíalista í ráðherrastól- ana á ný. Svo er það hér um slóðir, að hvar sem tveir hittast eða til mannfunda dregur, af hugsandi mannfólki, þá sveigjast hugir manna æ til sömu umræðu og viðfangs. Það er tryggingarlög- gjöfin nýja, með sínum mörgu tilbrigðum og ýmsum fáránleg- heitum, sem efst ber í umræðum manna. Ber þar að sama brunni með allra skoðanir, að með tryggingalöggjöfinni nýju séu firn mikil og varhugaverð um margt stigin að fótum mikils hluta hinnar ísl. þjóðar, enda virðist svo hér, sem varðbergs- menn um velferðarmál islenzkr- ar þjóðar, hafi hent þær hugs- anavillur og handaskol með lagasetningu þessari, að furðu gegnir. Því ver og slysalegar hef- ir hér til tekizt, þar sem um er að ræða mannréttinda- og menningarmál, sem í öllu mátti til góðs gengis stefna þjóðar- heild, hefði með meiri gætni, víðtækari skilningi, og umfram allt meiri réttlætishyggju verið á haldið. Það mun hver sæmi- $ lega þenkjandi manneskja geta viðurkennt, að þjóðfélagslega skyldu ber til fjárframlaga og hjálpar til handa þeim, sem elli- lúi, örorka, veikindi, slys og önn- ur lífsóhagræði sækja heim á ýmsan hátt. Það er skylt að hjálpa þeim, sem höllum fæti standa í Jparáttu lífsins. Það skilst mér líka að ætti að vera meiningin með þessari lög- gjöf, en þar virðist ýmsu öfugt snúið. Þar er víða ráðist á hina lægstu garða, en ofan á hlaðið þar, sem áður var uppbyggt. Það er tekið frá þeim, sem ekkert hafa og fært í hendur allsnægta. Margur vesall og veikbyggður verður óstuddur að ganga, en hinum sterka er sýnd útrétt hönd. Þannig er það og skulu síðar færð rök að. Þegar hin nýja löggjöf var í burðarlið, voru ýmsir hinna pólitísku skúma all gleiðmynnt- ir í spádómum sínum um verð- andi ágæti þessa nýskapnaðar, sem fljótlega mundi á legg risa. Einn lét þau orð falla í útvarps- ræðu, að hvergi á Norðurlöndum mundi að kostum fyrirfinnast slík tryggingalöggj öf. Hitt mun þó sanni nær, að hvergi í veröldu hittist slík tryggingalöggjöf að ýmsum end- emum og foráttu rangsleitni, gagnvart stórum hluta íslenzkra þegna, og mun nú mörgum þeim, er eygja þóttust frá „vona- skörðum“ bætt lífskjör og öryggi, finnast magrar steikur og mjóar úr eldi koma. — Nú vil ég, innan þeirra þröngu marka, sem mín persónulegu kynni ná til, nefna nokkur dæmi um misstig og stórgalla nefndr- ar löggjafar. Slík dæmi, eða svipuð, er ég hér nefni munu í fjöld finnast um landsbyggð þvera." Annars er lagabálkur þessi víða svo óskýrt orðaður, og loðmollulegur að óþægt er um glögg skil. Ellilaun. Hér í námunda við mig þekki ég 3, bændur, 67 ára að aldri. Á bænda vísuy eru allir þessir búendur þaulefnaðir, með hrossheilsu og geta sinnt fullu starfi á heimili sínu og utan þess. Þessir menn fá allir fuli ellilaun. Aðrir þrír bændur á sama svæði á aldrinum 53 til 58 ára, eru eignalitlir, með mikið ágengið vinnuþol, verða þó ekki metnir til lægsta örorkuflokks. Þessir menn njóta einskis, en verða að borga hið háa trygg- ingargjald fyrir sig og konur sínar. Einn búanda þekki ég svo fátækan að sveitarstjórn hrepps hans hefir ekki treyst honum til að bera meira'en kr. 70,00 í út- svar. Hann er ekkjumaður, á 3 börn innan tvítugs en yfir 16 ára aldur. Þau vinna öll heima. Fyr- ir þau og sig er hann skyldur til að borga á einu ári samkvæmt þessari tryggingalöggjöf rétt um kr. 2000,00. Hvar á hann að taka þá upphæð? Annar búandi, sterkefnaður sjtur á sjálfseign, einni beztu jörð héraðsins. Hann hefir tekið tvo frændur sína gamla til umsjár til æviloka þeirra (próventumenn). Þessir menn lögðu báðir með sér miklu hærri fjárfúlgur en svo að líkur séu til að þeir fái upp étið til æviloka sinna. Með þessum tveim próventumönnum fær bú- andi full ellilaun. Örorka. Þar virðist svo undir högg að sækja með matið, að furðu gegnir. Tvo menn þekki ég, annan alveg rúmliggjandi, hinn fullkominn örorkumann að allra dómi, sem til þekkja og algert óvinnufær. Hvorugur þessara manna gerir sér nokkra von um örorkubætur. — ✓ Barnalífeyrir. Honum er svo kynduglega út- deilt að undrum sætir. Tvo þekki ég heimilisfeður, annar er stór- efnamaður, býr á ættaróðali, glæstu og nytjaríku. Hann á 8 börn innan fermingaraldurs. Með 5 þeirra fær hann barna- lífeyri, eða um hálft fimmta þúsund kr. árlega. Annar bú- þegn skammt frá er bláfátækur og berst í bökkum. Býr á örreytis leigukoti. Sá á 3 börn. Hann fær ehgan barnalífeyri. Barnsfæðingastyrkur. Þá- fer nú skörin að færast upp í bekkinn, þegar lausbeizl- uðúm skrallkvendum í Reykja- yík og víðar, sem eiga börn með Pétri í ár en Páli að ári, er veitt- ur mun ríflegri fæðingarstyrkur, en heiðarlegum og heimabundp- um giftum konum, sem ala börn sín með fullum sóma. Auk þess mættu það vituð sannindi öll- um, sem það vita vilja, að engar konur þjóðfélagsins hafa jafn erfiða heimilislega aðstöðu til barnsfæðinga, sem sveitahús- freyjur og veldur þar um mestu strjálbýli og fólksfæð í sveitum, og útilokaðir möguleikar til að- fenginnar hjálpar, og hjúkrun- ar um barnsburð. Meira að segja er þetta svo bágt orðið víða um byggðir landsins, að yfirsetu- konur fyrirfinnast ekki, — enda er svo hér um slóðir og mun víðar vera um dreifða byggð, að fara verður með konur um langa vegu til sjúkrahúsa, undir læknishendi til að fæða þar börn sín. Erfiðleikar og kostn- aður við slíkar heimanferðir sveitahúsmæðranna mætti öll- um ljós vera, en svo virðist hér, sem oftar, að sljóvt reynist það auga löggjafans, er til sveitanna horfir, og verður þess æði víða vart í löggjöf þessari. En það er nú önnur saga. Slysatryggingar. Þá kastar nú fyrst tólfunum þegar slysatryggingarnar troða fram, þar sem ríkið er látið slysatryggja allan hinn hálaun- aða embættismannalýð, og fram- leiðandi til lands og sjávar verð- ur að borga kr. 300,00 til 400,00 , á ári í slysatryggingu fyrir hvert mannssprek, karl eða konu sem | vettling getur valdið, og hjá honum vinnur árlangt, og ekki nóg með það, þeir verða að borga slysatryggingu fyrir það fólk, sem frá þeim fór 14. maí 1946, stráheilt og Það fólk hefði þó engar bætur hlotið gegnum löggjöf þessa þó slasazt hefði. Og enn betur er á hert, þegar búendur sem oft sakir frændsemi eða kunnings- skapar, tóku sl. sumar reykvíska liðléttinga, sem lítið gátu og ekkert kunnu til verklegheita og leyfðu þeim að leika sér með hrífu á túnum sínum og létu heita að þeir ynnu fyrir fæði, — fyrir 'þann lýð má bóndinn greiða úr sínum vasa slysatrygg- ingargjald. Nú er það tvennt vitað: í fyrsta lagi að í langsamlega flestum tilfellum er landbúnað- arvinna hollt og áhættulítið starf, og þar sem helzt er hættu að finna við þau störf, verður bóndi og húsfreyja að ganga fram fyrir skjöldu. Slík raun tilhéýrir ekki hinum tryggða lýð, sem í raun og veru er sagt til verka milli þeirra stundar- marka, sem pólitískir gapuxar hafa upp kveðið og framleið- andinn fær í engu breytt. í öðru lagi heyra allir hróp þau er fjöllum fara hærra og eru með sannindum of miklum, að engin framleiðsla til lands og sjávar beri sig með aðkeyptri vinnu. Samt er slysatryggingarpinkl- inum bætt á bak framleiðand- ans. Hann kann að verða ein- Hús í smíðum (Niðurlag á útvarpsræðu Skúla Guðmundssonar við umræðu um fjárhagsráð í neðri deild Alþing- is mánud. 12. maí 1947). í næsta mánuði verður lýð- veldi okkar þriggja ára. Sú lýð- veldisbygging, sem hér hefir verið að rísa á þessum þrem ár- um, kemur mér þannig fyrir sjónir, í fám orðum sagt: Hús í smíðum. Hljómar í viðum liefils raust og sagar kliður. Háa stiga á stafni og hliðum stíga smiðir upp og niður. Hamrar og axir höggva og sníða. Höllin á að fríkka og stækka. Rfni safna ýtar víða. Enn skal t u r n i n n breikka og hækka. \ Yfirsmiður, æruverður, aldar prýði, iíkur jarli, öllu stjórnar, aldrei verður orða- og ráðafátt þeim karli. Tæmist vorar timburhlöður, En hvernig skyldi það vera með þyngdarlögmálið? Ætli að það haldi ekki gildi sínu, þrátt fyrir alla nýsköpun vorra daga. Og mun þess þá ekki ærin þörf að skjóta stoðum undir bygging- una, í stað þeirra, sem kippt héfir verið í btirtu? Er það ekki einmitt það verk, sem ríkis- stjórnin nýja, og fjárhagsráðið, þarf fyrst og fremst að vinna? hverjum fullþungur. Sjálfur framleiðandinn er ótryggður, fær samt e. t. v. fyrir náð að tryggja sig og konu sína, sjái hann sér einhverja leið til að gréiða hið háa slysatryggingar- gjald. Þó bregður nú sanngirn- in, skilningurinn og vitsmun- irnir fyrst upp skjánum, þegar dauður framleiðandi er látinn borga slysatryggingu fyrir dauð- an starfsmann sinn. — Skal hér nú staðar numið; þó mætti margt fleira nefna at- hugavert við löggjöf þessa og ekki þarf í efa að draga ef fram vindum sem nú horfir með ó- sanngirni og álöguþunga sem nefnd löggjöf skapar, þá mun ekki einasta margur heimilis- (Fravihald á 4. slöu) tæknin bjargar, nýrra daga. stálhraust. Allar hallar undirstöður upp í turninn smiðir draga. Það verkfall, sem forsprakkar sósíalista hafa í undirbúningi, er því eingöngu pólitískt verkfall. Það er ekki sprottið af rieinum áhuga forgöngumannanna fyrir bættum kjörum verkamanna. Það má gleggst marka af af- stöðu þeirra til visitölunnar árið 1945. Sjálfir vita þeir líka vel, að atvinnuvegirnir þola ekki hærra kaupgjald, og verkamenn myndu því síður en svo græða á nýjum kauphækkunum, því að uppskeran myndi verða meiri eða minni stöðvun atvinnulífs- ins. En þeir eru ekki að hugsa um verkamennina, heldur um tapaða ráðherrastóla, sem þeir vilja komast aftur í. Valdhöfum og atvinnúrekend- um landsins er ljóst, að verði ekki spyrnt fótum við nú, er allt viðnám gegn dýrtíðinni úr sög- unni. Verkamönnum verður líka alltaf betur og betur ljóst, að hér er verið að leiða þá á villigötur. Full ástæða er því til að ætla, að þetta tilræði sósíalista við atvinnuvegina heppnist ekki. En verknaður þeirra er samt hinn sami. Þeir hafa sýnt, að þeir láta hagsmuni verkamanna og samtök þeirra alveg víkja, þegar pólitískar hagnaðarvonir Sósíal- istaflokksins eru annars vegar. Sú reynsla ætti að verða verka- mönnum dýrmætur leiðarvísir við val trúnaðarmanna sinna framvegis. Þórariim Þórarinsson: t ' Dagur í Wasn.in.gton Framhald. Þinghúsiff. Þegar við höfðum skoðað Arlingtongrafreitinn, snæddum við hádegisverð í boði íslenzka sendiráðsins, en síðan var hald- ið til þinghússins, sem er veg- legasta og stærsta þinghús ver- aldarinnar. Því hefir verið val- inn staður á hæð, sem upphaf- lega var ætlazt til, að yrði mið- depill borgarinnar. Þetta hefir þó breytzt nokkuð í seinni tíð, því að borgin hefir ekki getað vaxið jafn mikið í allar áttir. Þinghúsið er þó sem fyrr eins konar hjarta borgarinnar og sú bygging, sem hæst ber og mestan svip setur á borgina. Það eru liðin 154 ár síðan bygging þinghússins var hafin. Um tuttugu árum síðar, var það, sem þá var búið að byggja, eyði- lagt að mestu. Bretar og Banda- ríkjamenn áttu þá í stríði og tókst Bretum að ná Washington eftir að hafa lagt allmikinn hluta hennar í rúst. Árið 1863 var þinghúsið fyrst komið í það horf, sem það er nú í. Það yrði langt mál að lýsa þessari miklu byggingu, enda fá menn eins góða hugmynd um hana af myndum. En það gefur nokkra hugmynd um stærð hennar, að hún er rúmlega 750 feta löng, 375 feta breið, og hvolfþakið yfir miðbyggingunni er 285 feta hátt. Á hvolfþakinu er 19 feta há myndastytta, sem á að tákna frelsisgyðjuna. Þinghúsið aff innan. Þinghúsið greinist í miðbygg- ingu. og hliðarálmur. Fulltrúa- deildin er í annarri álmunni, en öldungadeildin í hinni. Að aust- an eru aðalinngangar í báðar álmurnar og eins í miðbygging- una. Þeir eru mjög íburðar- miklir, fleiri eða færri högg- myndir við alla þeirra og hurðir stórar og myndskreyttar. í aðalbyggingunni er hring- salurinn (Rotunda) mesti salur- inn, en hann er undir hvolfþak- inu. Þvermál hans er 97 fet, en hæð 190 fet. Á veggi hans hafa verið málaðar átta stórar mynd- ir af frægum atburðum úr landnámssögu og frelsisstríði Bandaríkjanna. Allmiklu ofar eða í 65 feta hæð hafa verið málaðar samfelldar myndir, er ná umhverfis allan salinn. Eiga Miðhluti þinghússins í Washington. Myndina tók Sigurður Ólason hri. i tilefni af því, að einn íslenzkur þingmaður, Sigurður Bjarnason, var meö í förinni. Sést hann á miðri myndinni. þær að sýna ýmsa merka atburði úr sögu Bandaríkjanna. í sjálfri hvelfingunni er stór mynd, sem á að tákna upphaf Washingtons. Málverk þessi eru eftir helztu málara Bandaríkjanna á þeim tíma, er þau voru gerð. Þá eru þarna myndastyttur af dáðustu leiðtogum Bandaríkjanna eða þeim Washington, Lafayette, Jefferson, Hamilton, Jackson, Lincoln, Grant, Garfield og Baker. -í miðbyggingunni er einnig National Statury Hall, sem fyrr meir var samkomusalur ■ fujl- trúadeildarinnar. Þanfeað hefir hverju fylki verið gefinn kostur á að senda tvær myndastyttur. Skulu þær vera af mönnum, sem þau telja sér mesta sæmd að. Nokkuð einkennilegt fannst mér, að Louisiana hafði sent þangað myndastyttu af stjórn- málamanninum alræmda, Huey P. Long, er var myrtur 1935, 42 ára gamall. Hann var þá búinn að vera einræðisherra í Louisi- ana síðan 1928, og einkenhdist stjórn hans jafnt af fjárglæfr- um og miklum framkvæmdum. Hann var orðinn öldungadeild- armaður, þegar hann var myrt- ur, og ýmsir spáðu honum því, að hann ætti eftir að verða for- seti Bandaríkjanna. Mesta sölu- bókin, sem kom út í Bandaríkju- unum á síðastl. ári, var skáld- saga, er byggðist á æviferli hans. Annars eru þarna saman komn- ir margir fremstu karlmenn Bandaríkjanna á sviði stjórn- mála, vísinda og lista, en aðeins ein kona. í öðrum sölum hússins og á göngum er einnig fjöldi myndastytta Alle eru um 100 myndastyttur í húsinu, auk fjölda brjóstmynda og mál- verka af öndvegismönnum Bandaríkjanna. Þá eru og víða táknmyndir, höggnar eða mál- aðar. Myndarbragur og íburður má ekki meiri vera, en vissulega er hann gott vitni um sögulega rækt Bandaríkjamanna. Þá er í miðbyggingunni einn frægur salur enn, The Old Senate Chamber, þar sem öld- ungadeildin hélt fundi sína til 1860, en síðan var hann dómsal- ur hæstaréttar frá 1860—1935. Fundur í fulltrúadeildinni. Við skoðunuðum þrjá áður- nefnda sali í þinghúsinu og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.