Tíminn - 15.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.05.1947, Blaðsíða 3
88. blað Tt>IIW. fimmtudagiim 15. maí 1947 3 DANAUMINXDíGí Ragnheiður Björnsdóttir Sanrbæ á Vatnsnesi Hinn 8. apríl andaðist í Landsspítalanum hér, frú Ragn- heiður Björnsdóttir, eftir langa og erfiða legu af- krabbameini. Hún var jarðsungin 15. þ. m. af séra Jakob Jónssyni í graf- reitnum í Fossvogi, að viðstödd- um allmörgum ættingjum og vinum. Frú Ragnheiður var fædd að Ósum á Vatnsnesi 14. maí 1890. Foreldrar hennar voru merkis- hjórtin Hólmfríður Benedikts- dóttir á Ósum, Björnssonar frá Lundi, og Björn Jóhannesson, Þórðarsonar frá Sigríðarstöðum. Eru báðar þessar ættir kunn- ar, traustar og stórbrotnar, sakir dugnaðar, ráðdeildar og mannkosta. 18 ára fluttist Ragnheiður að Kárastöðum í sömu sveit með foreldrum sínum, og dvaldi hjá þeim, að þeim tíma fráskildum, er hún fór til mennta, þar til er hún giftist árið 1914, eftirlif- andi manni sínum, Guðjóni Guðmundssyni frá Ytri-Kára- stöðum. Búskap byrjuðu þau hjón á Syðri-Reykjum í Miðfirði árið 1915. En 1919 keyptu þau Saur- bæ á Vatnsnesi, og hafa þau bú- ið þar æ síðan og bætt og prýtt þá jörð, svo að hún er nú með bezt setnu jörðum sveitarinnar. ' Sjö börn eigmlðust þau hjón, 5 syni og 2 dætur. Eru 5 búsett hér í bænum, en 2 bræður heima í Saurbæ. Ragnheiður var sérlega um- hyggjusöm, sem eiginkona og móðir, enda naut hún óskoraðs trausts og virðingar sinna nán- 'ustu og allra, er til þekktu. Hún var hreinlynd kona, glöð og ró- leg í viðmóti, einlæg, hispurslaus og prúð, bæði í tali og fram- göngu. Dagsverk Ragnheiðar voru oft ærið stór og vinnudagurinn langur, enda var hún bæði mik- ilvirk og velvirk. Hugsaði hún jafnan meira um það, að annast svo heimili sitt og börn, að til fyrirmyndar væri, en að hafa sjálf annalítinn starfsdag. Á heimili þeirra hjóna ríkti komum á fundi í báðum þing- deildum. Mikil mannaferð var í húsinu og munu menn ekki síð- ur hafa komið til þess að skoða húsið en að sækja þingfundi. Við komum fyrst í fulltrúa- deildina. Þar eiga nú sæti 435 þingmenn, allir kosnir í ein- menningskjördæmum, er hafa til jafnaðar yfir 300 þús. íbúa. Kjördæmaskipunin er endur- skoðuð á 10 ára fresti og kjör- dæmum þá breytt í samræmi við breytingar, sem orðið hafa á bú- setu landsmanna. Kjörtímabilið er tvö ár. Fundarsalur fulltrúadeíildar- innar er stærsti þingsalur í heimi. Hann er 139x93 fet að fermáli og 30 feta hár. Forseta- stóllinn er á allháum palli, er stendur undir miðri suðurhlið- inni, en neðar á pallinum sitja embættismenn deildarinnar. Þingmenn sitja á smáhækkandi bekkjum^ er mynda hálfahringi um forsetastólinn. Þeir hafa engin borð. Áheyrendasæti eru á svölum, sem eru umhverfis all- an þingsalinn. í loftið eru mál- uð^ skjaldarmerki allra Banda- ríkjafylkjanna. Þegar við komum í fulltrúa- deildina, var fundi að ljúka. Heldur var fámennt í deildinni. Einn þingmaðurinn stóð í ræðu- stólnum, sem er framundan for- setapallinum, og virtist hann ætíð hin íslenzka gestrisni í sinni beztu mynd. Þar var aldrei hugsað um fyrirhöfnina, sem því var samfara, að láta gestin- um finnast, að hann væri eigin- lega heima hjá sér, en það vita allir, að er sú bezta tilfinning, er gestur getur orðið var við. Þeir eru orðnir margir, sem að garði hafa borið hjá þeim, og munum vér öll ljúka upp einum munni um þær móttöku,r. Þar sem annars staðar voru þau hjón samhent, þó hlutverk hús- móðurinnar sé þar ætíð mikið þýðingarmeira og erfiðara. Vér, sem áttum því láni að fagna að kynnast frú Ragnheiði um aldarfjórðungsskeið, sem næstu nábúar, og njóta vináttu hennar, vitum vel, að hún var einlæg trúkona, þótt hún gerði lítið að því að hrópa um það á strætum og gatnamótum, en öll hennar störf og framkoma sýndu, að einkunnarorð hennar voru: „Ver dyggur, ver sannur, því Drottinn þig sér.“ —> Við þessi þáttaskipti í tilver- unní þökkuð vér þér fyrir allar liðnar samverustundir, og full- viss þess, að þ^gar vér, sem enn um stund dveljum á þessu til- verustigi, komum að heimsækja þig, munum vér fá að njóta á- nægjulegs náb.ýiis við þig, á full- komnara tilverusviði, þar sem erfiðlelka jarðlífsins gætir ekki. Guðs friður fylgi þér. H. Th. vera að halda ræðu. En sjaldan heyrðist til hans, því að samtím- is töluðu einir fjórir eða fimm þingmenn aðrir, er stóðu í sæt- um sínum. Slíkt myndi- ekki þykja góður fundarbragur hér, en á Bandaríkjaþingi er það fastur siður, að þannig sé gripið fram í fyrir aðalræðumannin- um. í þetta skipti var rætt um smámál og er því líklegt, að stundum verði kliðsamt í full- trúadeildinni, þegar um stórmál er að ræða. Eftir þingfundinn veitti for- seti fulltrúadeildarinnar, Joseph W. Martin, okkur stutt viðtal í einkaherbergi sínu. Hann var áður leiðtogi republikana í deildinni, en varð forseti eftir kosningasigur þeirra í haust. Hann er dökkur á brún og brá og getur bersýnilega verið mesta hörkutól, ef á þarf að halda, og sennilega þarf hann þess oft í forsetastólnum. í öldungadeildinni. Þegar við komum í öldunga- deildina, var að hefjast þar at- kvæðagreiðsla. Ef Roosevelt hefði lifað, hefði Trumán átt að sitja þar í forsetastólnum, því að varaforseti Bandaríkjanna er' jafnframt forseti öldungadeild- arinnar, þótt ekki hafi hann þar atkvæðisrétt. En nú eru Banda- (Framhald á 4. síðu) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund — Þarna kemur fjórða koffortið, sagði húsbóndinn. Hvað á þetta að þýða? — Það er bezt að húsbóndinn opni það — þá sér hann það sjálfur, stundi Hildigerður hásum rómi og flýtti sér að eldavélinni til þess að verma sig. Húsbóndinn opnaði koffortið, og hvað sáum við ekki? í því lágu niðursuðudósir, sultukrukkur og saftflöskur í röðum, dagblöð vafin utan um hverja dós og flösku og gras á milli laganna. Húsbóndinn mælti ekki orð frá vörum. Hann góndi bara blístrandi á þetta. búsílag, sem mágkonu hans hafði gengið úr greipum á siðustu stundu. Hildigerður spígsporaði við eldavélina, bólgin af monti. Ég sá, að hún var 4 þann veginn að hefja langan fyrirlestur. — Það hittist þannig á, byrjaði hún, að ég kom að henni snuddandi í kjallaranum, rétt áður en hún byrj- aði illindin fyrir skattinn hérna í eldhúsinu. Ég var svo á höttunum þarna niðri annað veifið, því að mig lang- aði til þess að yita, hvað hún væri að gera, og þá fann ég þýfið. Koffortið er ekki alveg fullt, og mig grunar, að hún hafi safnað í það smám saman, þegar hún kom því við, án þess að mikið bæri á, og svo þegar hún fékk kastið, eins og húsbóndinn heyrði sjálfur, qg ég sá, að henni var alvara að rjúka burt, þá var það hún Hildi- gerður, sem laumaðist niður í kjallara og lokaði dyrun- um innan frá. Hún kom þrisvar niður og hamaðist á hurðinnk og í seinasta skiptið gat ég ekki haldið niðri í mér hlátrinum, svo að það krimti eitthvað í mér, og þá heyrði ég, að húmsagði: — Bölvuð drósin, sagði hún, ætli ég viti ekki sosum, hvur þetta er, sagði hún. — E-há, sagði húsbóndinn. Hildigerður hefir farið að öllu eins og bezti spæjari. Hafi hún mitt innilegasta þakklæti fyrir. Þar með var lokið viðburðaríkum kafla í sögu Grund- arheimilisins. Þin f Anna Andesson. FJÓRTÁNDI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Nýir stó^viðburðir gerast daglega. Og nú er fjölgað á Grund. Ég segi þér bráðum, hvernig því víkur við. Hildigerður lifir í ástardraumúm og blómgast eins og kartöfluspíra, sem loks hefir komizt í birtu. Hún bíður eftir biðlinum, en Arthúr er dálítið svifaseinn. — Það liggur ekkert á, Anna, segir hann, í hvert skipti sem ég læt í ijós undrun mína yfir því, að hann skuli ekki láta til skarar skríða. Ég er farin að verða óþolinmóð, því ég vil gjarna vera í opinberunargildinu áður en ég fer héðan. Því hefi ég fastráðið, að húsbóndinn skuli halda opinberunargildi. Ég ætla að fara inn í skrifstofuna til hans, horfa niður fyrir tærnar á mér, stinga höndunum undir svuntuna og segja eins sakleysislega og ég get: — Heyrið þér, húsbóndi — það er auðvitað kjána- legt af mér að vera að tala um það, sem mér kemur ekki við — en gæti ekki húsbóndinn gert eitthvað til hátiðabrigða, þegar Hildigerður og Arthúr opinbera? Það þyrfti ekki að kosta svo mikið, og hann þarf ekki að hafa áfengi á borðum, því Arthúr bragðar aldrei þess háttar. Svo ætla ég að líta á hann svo sárum bænaraugum, að hann verði bókstaflega að bráðnu vaxi. Ég hefi margæft mig fyrir framan spegilinn í herberginu minu, og fax-i Arthúr ekki að hleypa af, er ég smeyk um, að ég ofþjálfi mig í hlútverkinu. Þetta var um Hildigerði. Sjálf er ég svellandi af hreysti og lífsgleði- og yndi, og sólin hefir gert mig brúnni en nokkurn Indíána. Hildigerður segir líka, að ég sé eins og „Sígónastelpa." Eins og.þú veizt hefi ég aldrei verið séi’lega björt yfii’litum, og það er sjálfsagt þess vegna, sem Hólm liðsforingi hefir skýrt mig svörtu Grundarrósina. Hólm liðsforingi er nefnilega hinn nýi vinur húsbóndans — gamall fánaberi, sem fengið hefir liðsforingjanafnbót og er allt í öllu hér í sókninni, ægilegur veiðikóngur og áreiðanlega methafi í þeirri list að láta bjór og grogg hverfa fljótar en auga verði á fest. Á æskuárum sínum var hann orðlagðasti kvennamaðurinn í sjö kirkjusóknum, en lýtur nú stjórn aðsópsmikillar ráðskonu. Hann er samt enp kátur og gamansamur, ef hann fær góðan mat og sérsteklega þó, ef hann fær góðan drykk, þveröfugt við það, sem hann kvað vera heima hjá sér, og þá veizfcu hvernig karlfuglinn er. í gær var sterkjuhiti, en Hólm og húsbóndinn lögðu samt af stað í veiðiferð með úttrolSinn malpoka, sem í var gnægð nestis, svo að þá mun hvorki hafa svengt né þyrst. Heima á Grund gekk allt sinn vanagang. Við Hildigerður sátum í kjallarastiganum, þar sep helzt var ofurlítill svali, og klufum baunir, sem átti að sjóða niður — stórar fallegar og matarmiklar baunir. Bauna- uppskeran hérna á Grund er svo mikil, að ég veit varla, hvað ég á við það allt að gera. AUGLÝSING Um skoöun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með bifreiða- eigendum, að skoðun fer fram frá 19. maí til 31. júli þ. á„ að báðum dögum meðtöldum, svo-sem hér segir: Mánudaginn Þriðjudaginn .. Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Þriðjudaginn ., Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn * . Þriðjudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðj udaginn . Miðvikudaginn Fimfntudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðj udaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn . Mánudaginn Þriðjudaginn . Miðvikudaginn Fimmtudaginn Ennfremur fer þann dag fram skoðun á öllum bifreiðum, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar á landinu. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar til bifreiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg 1 og verður skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—5 e. h. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar samkvæmt ofanrituðu, skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amtmannsstíg og skipað þar í einfalda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skírteini sín. Komi í ljós, al^ þeir hafi ekki fullgild öku- skírteini, (verða þeir látnir sæta ábyrgð og bifreiðarnar kyrrsettar. Þeir sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðir, skulu koma með þau á sama tíma, þar eð þau falla undir skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögum, og bifreiðin tekin úr umferð af lögreglunni hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi (umráða- maður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á í’éttum tíma, ber honum að koma á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjöld og vátrygging- ariðgjöld ökumanna fyrir tímabilið 1. apríl 1946 til 31. marz 1947 verða innheimt um leið og skoðun fer fram. Séu ið- gjöldin ekki greidd við skoðun eða áður, verður skoðunin ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hvei’ja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á þvi, að umdæmismerki bifreiða skulu ávalt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bif- reiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaákoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli Tollstjóriim oj* lögreglnstjórinn í Rvík Reykjavík, 14. maí 1947. Torfi Hjartarson Sigurjón Sigurðsson — settur — 19. maí R. 1—100 20. — — 101—200 21. — — 201—300 22. — — 301—400 23. — — 401—500 27. — — 501—600 28. — — 601—700 29. — — 701—800 30. — — 801—900 2. júní R. 901—1000 3. — — 1001—1100 4. — — 1101—1200 5. — — 1201—1300 6. — — 1301—1400 9. — — 1401—1500 10. — — 1501—1600 11. — — 1601—1700 12. — — 1701—1800 13. — — 1801—1900 16. — — 1901—2000 od rH — — 2001—2100 19. — — 2101—2200 20. — — 2201—2300 23. — — 2301—2400 24. — — 2401—2500 25. — — 2501—2600 26. — — 2601—2700 27. — — 2701—2800 30. — — 2801—2900 1. júlí R. 2901—3000 2. — —»3001—3100 3. — — 3101—3200 4. — — 3201—3300 7. — — 3301—3400 8. — — 3401—3500 9. — — 3501—3600 10. — — 3601—3700 11. — — 3701—3800 14. — — 3801—3900 15. — — 3901—4000 16. — — 4001—4100 17. — — 4101—4200 18. — — 4201—4300 21. — — 4301—4400 22. — — 4401—4500 23. — — 4501—4600 24. — — 4601—4700 25. — — 4701—4800 28. — — 4801—4900 29. — — 4901—5000 30. — — 5001—5100 31. — — 5101 o. þ.yf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.