Tíminn - 17.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINK ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKTJRINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hi. r.ITSTJÓRASKRDTSTOFOR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRn?STOFA: EDDUHÖSI, Lindargöut 9 A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 17. maí 1947 89. blað ERLENT YFIRLIT-. Stjórnarkreppan í Finnlandi llíni hefir hlotizt af óheilindum kommúnista Stjórnarkreppunni í Finnlandi, sem staðið hefir á annan mánuð, hefir nú lyktað með því, að forsetinn hefir ákveðið að efna til þingkosninga. Munu þær sennilega fara fram í næsta mánuði og er nú verið að gera víðtækar ráðstafanir til tryggingar því, að þær geti farið friðsamlega fram. Tildrög stjórnarkreppunnar eru vaxandi kaupkröfur af hálfu verkamanna. Ýms félög, sem hafa lotið yfirstjórn kommún- ista, byrjuðu í vetur að segja upp samningum og hótuðu með verkföllum, ef ekki yrði fallizt a kröfur þeirra um kauphækk- anir. Jafnaðarmenn undu þessu illa og tilkynntu forsætisráð- herranum, að þeir álitu slíkt brot á samningnum um stjórn- arsamvhyiuna. Kommúnistar svöruðu með því, að þeir vildu gjarnan hafa samvinnu við jafnaðarmenn um samræmingu kaupgjaldsins með hækkun. fyrir augum, en jafnhliða yrðu gerðar ráðstafanir til að halda verðlaginu niðri. Þegar hér var komið, lýsti þriðji stjórnar- flokkurinn, bændaflokkurinn, yfir því, að hann teldi mál þessi komin í það óefni, að hann áliti sér ekki fært að taka þátt í stjórnarsamvinnunni lengur og drægi því ráðherra sína til baka. Pekkala forsætisráðherrá, sem nánast tilheyrir flokki komm- únista, þótt hann teljist ekki formlega til hans, baðst þá lausjiar fyrir allt ráðuneyti sitt. Gerðist það snemma I síðastl. mánuði. P9>asikivi forseti fór ^ess fyrst á leit við aðalforstjóra Finn- landsbanka, að hann tæki að sér stjórnarmyndun. Hann er ungur maður, 36 ára gamall, er tilheyrir Framsóknarflokknum svonefnda, en það er flokkur Ryti fyrrv. forseta. Hann til- heyrði þeim armi flokksins, er var andstæður styrjöldinni við Rússa, og hefir hann því verið vel séður af þeim. Kommúnistar lýstu líka yfir í fyrstu, að þeir gætu vel sætt sig við stjórnar- i'orustu hans, .en rétt á eftir var ráðist á hann í rússneska blaðinu Pravda. Daginn eftir, að grein þessi birtist í Pravda, lýstu kommúnistar yfir því, að þeir myndu ekki fara i stjóm undir forustu hans. Síðan hefir það gengið þannig, að einhver stóru flokkanna hefir jafnan neitað að styðja það forsætis- ráðherraefni, sem forsetinn hefir bent á. Niðurstaðan hefir því orðið sú, að forsetihn hefir talið sig nauðbeygðan að efna til þingkosninga, þótt hann hafi lýst því yfir, að það myndi vevða sér mjög ógeðfellt. Það ræður tvímæíalaust mest um þessi málalok, að samstarfs- flokkar kommúnista í fráfar- andi ríkisstjórn telja þá hafa starfað af miklum óheilindum og vilja því helzt ekki hafa sam- starf við þá. Það kann og að hafa ráðið nokkru, að kosning- ar í verkalýðsfélögum og kaupfélögum virðast benda til, að fylgi kommúnista sé í rénun. Vafasamt þykir þó, að komm- únistar veroi útilokaðir f rá þátt- töku í þeirri ríkisstjórn, sem vejður mynduð eftir kosning- arnar. Eins og fjárhagsmálum landsins og aðstöðu fress í utan- ríkismálum er háttað, myndu kommúnistar geta reynzt mjög háskalegir í stjórnarandstöðu. Setji þeir hins vegar lítt að- gengileg skilyrði fyrir stjórnar- þátttöku sinni, er þó talið lík- legt, að hinir flokkarnir freisti heldur að hafa þá utanborðs. Frá hópgöngu danskra húsmæbra De Gaulle flutti eina af ræð- um sínum, þar sem hann ham- aðist gegn hinni nýju stjórnar- skrá Frakka, á sunnudaginn var. Hann er nú búinn að halda all- margar slíkar ræður síðan hann hóf þessa nýju sókn sína um páskaleytið. Hin nýju samtök hans hafa þegar náð mikilli þátttöku-og ýmsir telja ekki ó- likleyt, að hann hafi möguleika til að komast til valda á ný, ef stjórn Ramadiers misheppnast. Aðrir óttast, að þá geti komið til blóðugra átaka milli áhangenda hans og kommúnista og . verði erfitt að spá um úrslitin. Fram- tíð Frakklands virðist velta mjög á því, að núv. stjórnar- samstarf miðflokkanna heppn- ist. Á myndinni hér að ofan sést de Gaulle vera að flytja eina af ræðum sínum. ERLENDAR FRETTIR Öldungadeild Bandaríkja- þings hefir samþykkt að veita 350 miljónir dollara til hjálpar- starfsemi, þar sem hungurs- neyðin er mest. Framlag þetta er óháð lánveitingunum til Grikkja og Tyrkja. Stjórn Bandaríkjanna hefir lofað að greiða fyrir auknum matvælaflutningum til Þýzka- lands. í Palestínu voru unnin ýms minnjháttar skemmdarverk um seinustu helgi. Einn óaldar- flokkur Gyðinga hefir hótað að hengja hvern þann brezkan herrriann^ saim hann nær í. Á aukaþingi sameinuðu þjóð- anna hefir Gromiko lagt til, að Palestína verði sjálfstætt ríki með jöfnum rétti Araba og Gyð- inga. Náist hins vegar ekki sam- komulag milli þessara aðila, verði henni skipt í tvö ríki og ráði Arabar. öðru, en Gyðingar hinu. Konur í Kaupmannahöfn efndu nýlega til hópgöngu að Kristjánshöll. Báru þær dúka mikla með áletrunum og áskorunum til stjórnarvaldanna um Iagfæringar á ýnisu, sem miður fer þar í landi. Á fremsta dúkinn hér á myndinni er letrað: Við höfum rúlluskauta, en engin lök. En það þykir d önskum húsfreyjum að vonum einkennileg stjórnvizka hjá innflutnings- yfirvöldum landsins. Mjólkureftirlitiö aukið með nýrri reglugerð Edvard Friðriksson mjólkurfræðingur ráðinn eftirlitsmaður í tilefni af þeirri fregn, að Eysteinn Jónsson heilbrigðimálaráð- herra hafi vikið Sigurði Péturssyni gerlafræðingi fyrirvaralaust úr embætti, gaf ráðherrann skýrslu um þetta mál utan dagskrár í neðri deild í gær. Vantraustið: Sósíalistar vildu ekki útvarp! Vantrauststillaga sósíalista var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Það vakti athygli, að sósíalistar óskuðu ekki eftir útvarpsumræðum um tillöguna, enda munu þeir vera búnir að fá nóg af slíku. Af hálfu sósíalista töluðu þeir Einar Olgeirsson og Lúðvík Jós- efsson og voru heldur daufir í dálkinn. Forsætisráðherra varð einn fyrir svörum. Kvað hann þessa tillögu eltki koma á óvart, því að sósíalistar hefðu boðað hana strax, þegar stjórnin var mynduð, án þss að þeir hefðu haft nokkuð sérstakt við stjórn- arsáttmálann að athuga. Einar Olgeirsson rökstuddi vantraustið einkum með þeirri forsendu, að stjórnin myndi ekki verffa nógu skelegg við auð- kýfingana, en ástandið væri slíkt í þeim málum eftir tveggja ára stjórnarþátttöku sósíalista, að 100 félög og einstaklingar ættu f jórðunginn af öllum eign- um Reykvíkinga. Atkvæðagreiðslan um tiUög- una fór þannig, að hún var felld með 39:10 atkvæðum. Tveir þingmenn (Pétur Ottesen og Skúli Guðmundsson) voru ekki i bænum, en einn (Fáll Zóphón- íasson) greiddi ekki atkvæði. Fimm þingmenn, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni (Her- mann Jónasson, Gylfi Þ. Gísla- son, Hannibal Valdimarsson, Jónas Jónsson og .Tón Pálma- son), gerðu sérstaka grein fyrir atkvæði sínu. Sósíalistar einir voru með tillögunni. Þaðerkominntímitil að hefjast handa um skógrækt á íslandi Aðalatriðin í skýrslu ráðherr- ans v£>ru þessi: Sigurður Pétursson er skip- aður starfsmaður atvinnudeild- ar Háskólans og heldur þvi starfi áfram. Það er byggt á fullkomn- um misskilningi, að honum hafi verið vikið úr því. Hann mun vinna þar framvegis sömu störf og áður, en það mun m. a. vera verkefni hans þar að rannsaka þau mjólkursýnishorn, sem þangað eru send. Jafnhliða aðalstarfi sínu í at- vinnudeildinni hefir Sigurður annast upptöku mjólkursýnis- Skógræktarfélag íslands fékk horna hér í bænum sem auka- rikisútvarpið að nokkru leyti til' starf. Þegar ég tók við starfi sinna afnota í fyrrakvöld. Fluttu heilbrigðismálaráðherra, hafði þar ræður Bjarni Ásgeirsson verið gefin út ný heilbrigðis- landbúnaðarráðherra, Stefánsson ritstjóri, Valtýr reglugerð, þar sem ákveðið var, Hákon. að héraðslæknar önnuðust þetta Bjarnason skógræktarstjóri óg verkefni. Ennfremur var ákveð- Guðmundur Marteinsson verk-1 ið í reglugerðinni, að ráðherra fræðingur. En auk þess las Andrés Björnsson upp úr endur- minningum séra Ásmundar Gíslasonar frá Hálsi. Var út- varpsefni þetta bæði hvetjandi og skemmtilegt. Tilraunum okkar íslendinga um skógrækt hefir nú þokað á það stig, að tímabært er orðið að hefjast handa um stórfelldar framkvæmdir. Því verður ekki lengur á móti mælt, að hér má rækta skóg með góðum árangri — ekki'aðeins til mikils fegurð- arauka, heldur einnig til nytja. En til þess þarf fé, eindreginn vilja og talsverða þrautseigju. Hvar eru nú allir þeir, sem 'tal- að hafa svo fagurlega um skóg- ræktardrauma sina á undan- förnum áratugum, ef enn á að halda að sér höndum árum saman? Hver er sá aðili, er hefir úrræði og manndóm til þess að tryggja skógræktinni nauðsynlegt starfsfé? skipaði eftirlitsmann, er væri heilbrigðisyfirvöldunum til að- stoðar á þessu sviði, bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Mér bárust tilmæli frá ýmsum aðil- um, m. a. Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, að láta þetta ekki verða aukastarf, þar sem hér væri um svo mikið verkefni að ræða, og féllst ég á þá skoðun. í samræmi við það réði ég Þór- hall Halldórsson mjólkurfræð- ing til að taka þetta starf að sér, en honum barzt tilboð um annað starf, sem hann kaus heldur. Réði ég þá Edvard Frið- riksson mjólkurfræðing til að gegna þessu starfi. Aukastarf Sigurðar Péturs- sonar féll raunverulega niður með setningu nýju reglugerðar- innar, þar sem héraðslæknum var falin upptaka sýnishorna af mjólk. Hins vegar mun Sigurður halda áfram aðalstarfi sínu, sem er m. a. efnagreining mjólkur- sýnishornanna. Með hinni nýju skipan er ráðgert að auka og fullkomna mjólkureftirlitið, þar Edvard Friðriksson. sem yfirumsjón samkv. hinni nýju reglygerð er falin manni, sem rækir það sem aðalstarf. Fjársöf nunardagur Mæðrastyrksnefndar er á morgun Minnizt starís mæðra- styrksnefndarinnar Á morgun er hinn árlegi fjársöfnunardagur mæðra- styrksnefndar. Þann dag er þess vænzt, að Reykvíkingar minnist þess,. sem mæðra- styrksnefnd hefir gert fyrir f jölmargar reykvískar mæður á liðnum árum, og láti af hendi rakna nokkra fémuni við nefndina. Mæðrastyrksnefnd skipa tutt- ugu konur, fulltrúar allra kven- félaganna í Reykjavík. Átti tíð- indamaður Timans í gær tal við eina nefndarkonu, frú Stein- unni Bjartmarz. — Mæðrastyksnefnd hefir starfað um alllangt skeið, mælti (Framhald á 4. siöu) Búnaðarsamb. Suðurlands hefir komið á jarðræktar- og húsa- geröarsamþykktum Frá aðalfuncli sambandsins Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var nýlega haldinn að Selfossi. Á fundinum voru rædd mörg áhugamál bænda og kom fram á fundinum mikill áhugi fyrir auknum framkvæmd- um á sviði landbúnaðarins á grundvelli laganna um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir. í, sem a margt ólært Bókabrenna í s'ag'n- fræðaskóla Reyk- víkinga Þau fáheyrðu tíðindi gerðust á þriðjudagskvöldið var, að. nemendurnir í neðri bekkjum gagnfræðaskóla Reykvíkinga söfnuðust saman við skólahúsið með námsbækur sínar í dönsku. Kveyktu þeir bál á lóðinni bak við skólahúsið og báru dönsku- bækurnar á það, þegar allir voru komnir á vettvang, er þátt tóku í þessari_ bókabrennu. Þetta munu spánýir siðir hér á landi-og virðist vera leyfilegt að álykta sem svo, að þessu æskufólki veiti ekki af að nema og mannast. Aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands sátu 45 kjörnir full- trúar, auk stjórnar, ráðunauta og gesta. Formaður sambandsin, Guð- mundur Þorbjarnarson á Stóra- Hofi, lagði fram reikninga sam- bandsins og skýrði frá starf- semi þess á seinasta ári, en hún var allumfangsmikil. Á árinu var sambandssvæðinu skipt niður í jarðræktarsvæði og tveim mönnum bætt í stjórn þess, sem nú er skipuð fimm mönnum, 2 úr Árnessýslu, 2 úr Rangárvallasýslu og einum úr Vestur-Skaftafellssýslu. Hjalti Gestsson frá Hæli hefir verið ráðinn búfjárrræktar- ráðunautur sambandsins. Á aðalfundinum voru samþykkt- ar húsagerðarsamþykktir fyrir búnaðarsambandið. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar eru 116.800 krónur. Helztu tekjur eru 65 þús. kr. frá Bún- aðarmálasjóði 32 þús. kr. frá Búnaðarfélagi íslands, 15.500 kr. frá bílnaðarfélögum sambands- (FramhalcL á 4. síðu) Eignakönnunar frumvarpið lagt fram um helgina Að því er Tíminn hefir frétt mun frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um eignakönnun verða lagt fram á Alþingi á morgun eða inánndaginn kemur. Samkvæmt frv. munu ríkis- skuldabréf til 25 ára með 1% vöxtum eiga að vera til sölu í nokkrar vikur, eftir að frum- varpið hei'ir hlotið samþykki þingsins, og er þeim, sem brot- legir hafa gerzt við skattalögin Iieimilað að kaupa þessi bréf fyrir það fé, er þeir hafa dregið undan skatti. Þegar þessi frest- ur er liðinn, mun rikisstjórnin láta fara fram eignakönnun, þegar henni þykir bezt henta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.