Tíminn - 20.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1947, Blaðsíða 2
2 TfmiVJV. þriðjudagum 20. maí 1947 90. blað Skipting þjóðarteknanna Kafli úr útvarpsræðu Skúla Ouðmundssonar á Alfmgi 12. þ. m. við Leiðin: sem verkalýðs- samtökin eiga að fara Sósíalistaforsprakkarnir halda áfram tilraunum sinum til þess að koma af stað allsherjarverk- falli í von um, að það skapi glundroða og upplausn, sem hefji þá aftur til valda. Um hag verkamanna eru þeir ekki að hugsa, því að þeim er mætavel ljóst, að verkamenn munu ekki græða á kauphækkunum. Reynslan hefir sannað það nægilegar vel, að kauphækkan- irnar myndu óðara leiða til auk- innar dýrtíðar, sem gerði þær að engu. Eina uppskera verkalýðs- ins af kauphækkununum yrði sú, að atvinnuvegirnir myndu stöðvast og verkamenn yrðu þanníg sínir eigin böðlar. Verkamönnum er líka alltaf að verða þetta ljósara með hverjum degi, sem líður. Mikill meirihluti verkalýðsfélaga landsins hefir alveg hunzað þá áskorun, er stjórn Alþýðusam- bandsins sendi þeim bréflega 23. f. m., að segja upp kaupsamn- ingum vegna nýju tollanna. Nðkkur hafa svarað eindregið neitandi, eiris og Baldur á ísa- firði, er samþykkti með öllum atkvæðum gegn einu á fjöl- mennum félagsfundi „að mót- mæla því eindregið að verka- lýðssamtökunum sé misbeitt með því að stofna til pólitískra verkfalla í þeirra nafni og tel- ur verkalýðsfélagið Baldur sér óviðkomandi vinnudeiiur og verkföll, sem þannig er stofnað til.“ Aðeins fá félög, þar sem sósíalistar hafa getað boðað til fámennra laumufunda, hafa orð ið við áskorun Alþýðusambands stjórnarinnar. Frægast dæmið í þeim efnum er verkalýðsfélagið í Borgarnesi, er samþykkti á fiindi, þar sem aðeins sjö menn voru mættir, að segja upp samn- ingum. Þetta sýnir vel, að verkamenn hafa óbeit og andúð á þessu pólitíska verkfallsbrölti sósíal- istaforkólfanna og þeim muni fullkominn ógerningur að koma á allsherjarverkfalli. Þeir gætu kannske komið á verkfalli á ein- staka stað, en þau munu aldrei standa lengi. Fátt virðist lík- legra en að fyrirskipun frá sós- íalistum um allsherjarverkfall i samúðarskyni myndi leiða til klofnings verkalýðssamtakanna. Hið pólitíska verkfall, sem sósíalistaforkólfarnir eru að reyna að efna til, er þararig dauðadæmt fyrirfram, ef; ekki koma til annarleg öfl, sem; leysa þá úr snörunni. Ástæðan-er fyrst og fremst sú að verkamönnum er farið að skiljast hið rétta eðli Sósialistaflokksins.. Fyrir for- kólfum hans vakir ekki að bæta kjör verkamanna, heldur að beita þeim fyrir hinn pólitíska vagn sinn. Þetta hefir aldrei verið augljósara en nú. Hitt er annað mál, að kjör verkamanna eru á ýmsan hátt þannig, að umbóta er þörf. En leiðin til þess er ekki að hækka kaupið, auka þannig dýrtíðina og stöðva atvinnuvegina. Það, sem þarf að gera, er að lækka framfærslukostnaðinn. Sú ráð- stöfun stjórnarinnar að lækka verzlunarálagninguna er spor í þá átt. .Þessu geta verkamenn fylgt enn betur eftir með því að fylkja sér í kaupfélögin og tryggja sér þannig hagstæðasta verzlun. Þá verður ríkisvaldið að greiða fyrir því eftir megni, að 3. umr. um fjárhagsráð Önnur grein þessa frumvarps kveður á um skipun fjárhags- ráðs og hlutverk þess. Þar er svo fyrir mælt, að ráðið skuli m. a. miða störf sín við það, „að öllum vinnandi mönnum, og þó sérstaklega þeim, er stunda framleiðsluvinnu til sjávar og sveita, séu tryggðar réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, en komið í veg fyrir óeðlileg sér- réttindi og spákaupmennsku." Þetta er vel maelt, og ef fjár- hagsráðinu auðnast að stuðla verulega að því, sem hér er nefnt, þá held ég að það hljóti að fá góð eftirmæli, þegar þar að kemur, þó að stötf þess verði vafalaust að einhverju leyti að- finnsluverð, eins og önnur mannanna verk. En vitanlega er hið væntanlega fjárhagsráð ekki einhlítt í þessu efni. Það hefir ekki þessa siðabót að öllu á sínu valdi, heldur verða hér margir fleiri að koma til, og leggja fram sitt lið, ef þetta takmark á að nást. Þetta ákvæði 2. gr. er í fullu samræmi við það, sem segir í öðru stjórnarfrum- varpi, sem nú liggur fyrir þess- ari deild, frv. um framleiðsluráð landbúnaðarins. Þar er því sleg- ið föstu, að afurðaverð til bænda á innlendum markaði eigi að miðast við það, að þeir hafi tekjur, sambærilegar þeim, sem aðrar vinnandi stéttir njóta. Þessi ákvæði í 2 stjórnar- frumvörpum er ekki hægt að skilja á annan veg «n þann, að ríkisstjórnin vilji stefna að rétt- komið verði upp heppilegu og ódýru íbúðarhúsnæði og lækka þannig einn stærsta útgjalda- liðinn. Verkálýðsaamtökin eiga að snúa sér að þessum og slík- um verkefnum af fyllsta kappi og fylgja þvi fast eftir. að þar sé ekkert látið ógert til úr- bóta. Það er eina færa leiðin til að tryggja góða afkomu verkamanna og annara lands- manna, eins og málum er nú komið. látri skiptingu þjóðarteknanna yfirleitt, en þess er brýn þörf og ástæða til að fagna því, að fjár- hagsráðið á að miða störf sín við þetta. Þó að þetta sé þannig orð- að, að sérstaklega skuli tryggja þeim mönnum, er stunda fram- leiðslustörf til sjávar og sveita, réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, þá er ljóst, að til þess að það mark náist, verða tekjur þeirra að vera í eðlilegu og sanngjörnu hlutfalli við tekj- ur annarra manna í landinu. Að öðrum kosti eru þær ekki rétt- látar. ÞingsályktunartiIIagan. Ég vil, í þessu sambandi og af þessu tilefni minnast með fáein- um orðum á þingsályktunartil- lögu, sem ég bar fram i sam- einuðu Alþingi fyrr á þessu þingi. Efni hennar er nátengt því ákvæði frv. sem ég hefi hér gert að umtalsefni, og vænti ég þess því að hæstvirtur forseti telji ekki óviðeigandi þótt ég geti hennar litílsháttar hér um leið. Tillagan er um hlut- fallstölur tekna hjá þjóðfélags- stéttunum, og er á þingskjali 304. Efni hennar er það, að rík- isstjórnin skuli skipa 6 manna nefnd, til þess að gera tillögur um hlutfallstölurnar. Er þar lagt til, að félagasamtök fjölmenn- ustu stéttanna í þjóðfélaginu hafi rétt til að velja einn mann hvert í þðssa nefnd. Náist sam- komulag um tekjuhlutfallið, verði síðan unnið að þvl, ,að koma tekjuskiptingunni í þjóð- félaginu í samræmi við það. Þessari tillögu minni var vísað til allherjarn. sþ. til athugunar og hefir nefndin nýlega skilað áliti um hana. Kemur þar fram, að nefndarmenn voru ekki eitt sáttir í málinu, en urðu þó sammála um að leggja til, að tillögunni yrði vísað til ríkis- stjórnarinnar til athugunar. Get ég eftir atvikum sætt mig við þá meðferð á því máli. Aðalatriðið tel ég það, að sem flestir vilji íhuga þetta mál og fallast á að Halldór Krisíjánssoii: Þrjár Ijóbabæku . Svartar morgunfrúr / Nokkur kvæði eftir Karl !I ísfeld. Stærð: 73 bls. Verð .. í f kr. 60,00 í skinnbandi, kr. Jf 40,00 í rexinbindi. / fellsútgáfan. Tveir þriðjungar bókarinnar eru þýdd ljóð, en einn þriðji frumsaminn. Þó eru þau öll þannig valin og meðfarin, að einhver sameiginlegur svipur er yfir }>eim. Karl ísfeld er orðhagur mað- ur. Rímið á bók hans er lipurt og fágað. Hún er því þægilegur og ljúfur lestur þeim, sem er nautn að mýkt máls og ríms. En tilkomumikill skáldskapur er þar torfundinn. Fyrsta kvæðið í frumsamdá' Bergvatnsins gljáa, birkilaufið græna, blikandi rönd af lygnum, fjörrum sæ, Bók-rislágar burstir rétt við fljótsins bakka, reykinn, sem liðast upp frá tyrfðum bæ. Konu með hrífu, karlmann orfi sveifla, kviklegan smala vappa um heiðalönd. Sumarsins önn að iðju langa daga, orka í herðum, vinnubrúna j hönd. | | Það er ekki á allra færi, þó að hagorðir séu, að ná þessu ein- falda og yfirlætislausa kvæði. hlutanum heitir: Handan jöklá'.|Ef Karl ísfeld getur ort meira á borð við þetta, þá ætti hann að gera það. Ég held t. d. að Skútukarl sé kvæði, sem hvert góðskáld væri fullsæmt af. Hokinn sit ég og hærugrár, hrumur og ellilúinn. Siglan er felld og segli um rár sveipað, róðurinn búinn. Þótt bilað sé ræði, brottn ár, Þar segir svo m. a.: Dreymir mig löngum dalinn handan Jökla, daggstirnda morgna, hvítra fossa róm, fífil í varpa, fjólu í grænum slakka, [freknótta telpu á bryddum sauðskinnsskóm. tbyrðingur allur fúinn, rétt sé að stefna að því, að koma á meira réttlæti í skiptingu þjóðarteknanna, en ekki hitt, hvaða aðferðir þar eru við hafð- ar, þótt ég hins vegar telji mikils vert, og líklegast til árangurs, að sem flest stéttarsamtök fáist til að gefa málinu gaum og beita sér fyrir sanngjarnri lausn þess. Og get ég því betur sætt mig við þá meðferð á tiilögu minni, að henni verði vísað til hæstv. rík- isstjórnar, þar sem stjórnin hef- ir einmitt í þessu frv. um fjár- hagsráð lýst þeim vilja sínum að koma á meira réttlæti í þessu efni, og lagt fyrir ráðið að vinna að því, að tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu verði komið í heil- brigðara og réttlátara horf. Við lifum á öld stéttarsam- taka og stéttabaráttu. Hver stétt fyrir sig reynir að ná til sín sem ríflegustum hlut, og er þess þá ekki ætíð gætt -svo vel sem skyldi, að jafnvægi þarf að haldast í þjóðfélaginu ef vel á að fara. Ef einstakar stéttir eða hópar manna draga til sín meira verðmæti en þjóðarbúskapurinn í heild þolir, og meira en sann- gjarnt er í samanburði við aðra, þá er komið á óheillabraut. Skipting þjóðareknanna má ekki fara eftir því, hvað ein- staklingar eða stéttir geta til sín togað, í skjóli þeirrar aðstöðu eða þess valds, sem þeim hefir skapazt. í stað slíkrar togstreitu þarf að koma réttlæti og sann- gjörn lausn málanna, að beztu manna yfirsýn, þar sem nægi- legt tillit er haft til þjóðarheild- arinnar, og helzt þarf þetta að gerast með samkomulagi stétt- anna. Dæmið um fiskibátinn. Ég nefndi áðan bónda, sem þarf að gera margs konar um- bætur í búskap sínum, og að- ferðir hans við það. Nú ætla ég að taka annað dæmi. Við skul- um hugsa okkur fiskibát, sem fer i róður og aflar vel. Bátsverj- ar skipta aflanum þegar í land er komið, eins og siður var í reynt hef ég margt um æviár, sem út eru í buskann flúin. Svona kveðskapur er skemmti- legur, þó að finna megi stund- um á honum svipmót annarra skálda. Ljóðakver eftir Þóri Bergsson. Stærð: 112 bls. 21X14 sm. Verð: kr. 50,00 í alskinni 28,00 í skinn- bandi. Helgafell. Þórir Bergsson er kunnur höf- undur, sem unnið hefir sér vin- sældir og viðurkenningu með smásögum sínum. Þessi kvæði eru honum samboðin, en munu engu auka við frægð hans. Þau sýna það eitt nýtt, að maðurinn getur líka rímað. Þau bjóða góð- an þokka, látlaus og mild, bæði um efni og form. í þeim er ang- urvær klökkvi en undir býr þó bjartsýn lífstrú: En vitum, þar sem virðist fölnað allt, og visin lauf og dáinn sumarljómi og vonlaus auðn og ömurlega kalt er undirbúið næsta vor og blómi Ýms þessara kvæða eru eins konar smásögur og oft vel sagð- ar jsvo að ekki missir marks. Má þar nefna kvæðin Hinn her- leiddi, í kirkjugarði og Kominn gamla daga, og eftir þeim regl- um, sem þar um gilda. Þeir fara í annan róður næsta dag, en þá afla þeir þriðjungi minna en fyrri daginn. En þegar að því kemur að skipta í fjörunni, þá vandast málið. Einn hásetinn heimtar að fá jafnmarga fiska í sinn hlut og daginn áður, þó að aflinn sé nú þriðjungi minni. „Mér kemur það ekkert við, hvort mikið eða lítið aflast,“ segir hann, „mér veitir ekkert af þessu, og þetta vil ég hafa.“ Þá kemur annar til sögunnar, ekki vægari í kröfvftn. „Ég vil fá jafrimarga fiska í minn hlut nú og í gær,“ segir hann, „og svo vil ég fá einn fisk í viðbót núna, vegna þess að nýlega hafa verið hækkaðir tollar. Ég verð að gera gagnráðstafanir, og þess vegna heimta ég einum fiski meira en í gær. Hvort mikið eða lítið afl- ast, það kemur ekki nj,ál við mig.“ Og svo er hnakkrifizt út af skiptunum. Þið segir nú e. t. v., góðir há^ls- ar, að slíkt og þvílíkt komi ekki fyrir hjá sjómönnunum, enda væri þetta óbjörgulegt úthald. Rétt mun það, að það gerist ekki, bókstaflega, í sjóferðum. En er þetta ekki dágóð mynd af okk- ar nýendurreista og sjálfstæða lýðveldi? Landið er báturinn og landsfólkið áhöfnin. Heildartekjur þjóðarinnar eru vitanlega misjafnlega miklar frá ári til árs, og er margt, sem þeim mismun veldur. Tíðarfar er ekki altaf jafn hagstætt fyrir framleiðslustarfsemina. Upp- skera og aflabrögð er hvort tveggja ótryggt og breytingum háð. Þá hafa markaðsástæður í viðskiptalöndunum mikil áhrif á efnalega afkomu okkar. Hvernig er hægt að hugsa sér að heilar stéttir í þjóðfélaginu, hvort sem það eru nú embættis- menn ríkisins, kaupsýslumenn, daglaunamenn eða einhverjir aðrir, geti haft fastákveðnar og óhreyfanlegar tekjur? En þó eru til hópar manna í landinu, sem hugsa og tala á þessa leið: „Okkur kemur það ekkert við, hvernig þjóðartekjurnar breyt- ast, hvernig aflast þetta eða hitt árið, eða hvernig ykkur gengur að selja framleiðsluna. Við þurf- um að fá okkar ákveðnu laun, og við gerum kröfu til þess að fá þau. Við sættum okkur ekki heim, merkileg kvæði. Skáldið kann að bregða upp glöggum og eftirminnilegum myndum í stuttu máli. Þetta kver mun halda nafni Þóris Bergssonar á lofti ásamt smásögum hans. Hér fer ljóð- raapn maður og glöggur og ég hygg að hugsandi lesanda muni finnast, að höfundi hafi tekizt að þjóna fegurðinni í samræmi við það, sem hann segir í einu kvæðinu: Hver dagur nýr er gjöf, sem Drottinn gefur, að gera lífið stórt og fullkomið. Ljóðin í þessu kveri fegra og auðga. Grös. Ljóð og stökur eftir Grétar Fells. Stærð: 236 bls. 18X12 sm. Bókin skiptist í 5 flokka: Ýms kvæði, í gamni og hálfkæringi, Ástakvæði, Andleg kvæði og Eftirmæli. E. t. v. er bókin þvl merkari, sem aftar kemur í hana og síð- ustu hlutarnir tveir munu vera nýstárlegastir og > sérstakastir meðal íslenzkra Ijóða. í andlegu kvæðunum eru t. d. þessi erindi: Hræðstu ei, maður, þinn dauðadóm. Draumarnir halda völdum. Veröldin öll er viðkvæmt blóm, Dáiiarmlimiiig: Sigurður Ólafsson gjaldkeri Sjoinaniia- félags Reykjavíkur Sigurður Ólafsson, gjáldkeri og ráðsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur lézt hér í bænum 4. maí síðastliðinn eftir stutta legu. Jarðarför hans fór fram í gær að viðstöddu miklu fjöl- menni. Sigurður var f. 25 marz 1895 að Reyni í Mýrdal og var því að- eins 52 ára gamall. Hugur hans hneigðist snemma að sjó- mennsku og var hann meðal annars togarasjómaður um nokkurt skeið. Gjaldkeri Sjó- mannafélags Reykjavíkur var hann óslitið frá 1928 og ráðs- maður þess jafnlengi. Hann var einn af ötulustu baráttumönn- um Alþýðuflokksins í Reykjavík og gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir hann. Átti t. d. oft sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, sem varafulltrúi, í stjórn Sjó- mannafélags íslands og ýmsum nefndum. Sigurður var ötull að hverju sem hann gekk, heill og traustur í störfum sínum svo af bar. Hann var karlmannlega vaxinn, en yfirlætislaus í framkomu, og gekk að hverju starfi með ein- stakri trúmennsku. Hann mið- aði ekki störf sín við ákveðinn tíma og oft mun hann hafa tekið hjólið sitt, er aðrir hvíld- ust, til þess að vinna að mál- efra^n þess félags, er hahn helg- aði alla krafta sína. Hann var málstað slnum trúr, drengilegur og traustur 1 samskiptum og öðlaðist því vináttu og álit langt út fyrir raðir samherja sinna og sj ómannastéttarinnar. D. við neitt öryggisleysi í þeim efnum.“ Svo risa deilur, þar sem rifizt er um hvern spón og bita, sem til fellur á þjóðarheimilinu, og minna þær aðfarir oft einna helzt á hrafnahóp í kringum hrossskrokk. Hér þarf siðabót. En er það nú alveg óhjá- kvæmilegt að hafa þjóðfélagið (Framhald á 4. síðu) sem vaggast á öldum, vaggast á eilífðaröldum. Léttvæg gleði og léttvæg þraut skai litlu börnunum falla í skaut. Því meiri gleði, sem manni er tryggð, því meiri og dýpri er líka hans hryggð. Af þóttafullum þursasálum við það er sjaldan gælt, sem- verður ekki á vogarskálum vegið eða mælt. Þær skoða heiminn ei sem undur en aðeins dauða vél. — Þær rífa hverja rás í sundur og — reikna sig í hel! Eftirmælin eru hvert öðru fallegra og margt er þar vel sagt. Ég gríp hér til dæmis þessar hendingar: Sigurður Kristófer Pétursson: Brunninn er upp á arni Drottlns mildi álagafjötur sá, er líf þitt batt. Einar H. Kvaran: Þér skáldsins eldur I blóði brann svo birti um auðnir og klungur. Þitt mál í farvegi raka rann, sem rólegur straumur — en þungur. Þar tókust í hendur hreystin og mildin, hitinn og kuldinn, vitið og snilldin. (Framhald á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.