Tíminn - 20.05.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1947, Blaðsíða 4
(■RAMSÖKNARMENN! Munið að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK S krifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsirui v/ð Lindargötu Sími 6066 20. MAÍ 1947 90. blað Etgnakömmiiarfrv. (Framhald af 1. slðu) andi skattþegns, og skal þá um það fara seni hér segir: Af eigB- allt að 25000 krónum, sem sannanlega hefir verið til orðin fyrir 1. jan. 1940, og þá og síðan hefir verið undan framtali dregin, skal ekkert gjald greiða. Af eign, sem til hefir orðið eftir 1. jan. 1940 og dregin hefir verið undan framtali, skal ekk- ert gjald greiða af fyrstu 15000 krónunum, af 15000—25000 kr. greiðist 5%, af 25000—35000 kr. greiðist 10% og af 35000—45000 kr. greiðist 15%. Af því, sem umfram kann að vera, greiðist skattur samkvæmt næstu máls- grein. Ofangreind ákvæði skulu ekki vera því til fyrirstöðu, að skatt- þegn geti, ef hann kýs það held- ur, talið fram til skattyfirvalda, áður en mánuður er liðinn frá framtalsdegi, undandregnar eignir og greitt vangoldinn skatt vegna undandráttarins, sam- kvæmt gildandi skattalögum, án skattsekta. Skattþegn, sem þannig telur fram, skal njóta hagræðis þess, sem um getur í 2. og 3. málsgrein þessarar greinar. Nú skýrir maður af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt frá eignum sínum á hinu sér- staka framtali samkvæmt þess- um kafla, og skal þá eign sú, sem hann þannig dregur undan, falla, óskipt til ríkissjóðs. Hver sá, sem af ásetningi gef- ur rangar, villandi og ófull- komnar upplýsingar um eignir sínar á hinu sérstaka framtali, svo og hver sá, sem af ásetningi lætur undan fallast að telja fram á réttum tíma, skal sæta sektum allt að 200000 krónum. Sömu refsingu skal sá sæta, sem gerist sekur um hlutdeild í slíku broti. Ákvæði, er varða framkvæmd laganna Framkvæmd laga þessara skal falin sérstakri nefnd, sem fjár- málaráðherra skipar. Nefnist hún framtalsnefnd, og skal skipuð 3 mönnum og 3 til vara. Skattyfirvöldum ber að aðstoða nefndina samkvæmt ákvæðum laga þessara svo og nánari fyr- irmælum nefndarinnar og fjár- málaráðherra. Framtalsnefnd hefir yfirum- sjón með hinu sérstaka fram- tali, sem í lögum þessum greinir, og þeim aðgerðum, sem ákveðn- ar eru í II.—V. kafla laganna um innköllun bankaseðla, skrán- ingu á innstæðum og verðbréf- um og öðrum ráðstöfunum til sannprófunar eignaframtali. Þá stýrir nefndin rannsóknum bæði varðandi hið sérstaka framtal og undandrátt frá skatti á fyrri árum. Kostnaður af framkvæmd langanna skal greiddur úr rík- issjóði. Framtalsnefnd hefir allan sama rétt sem ríkisskattanefnd er veittur samkvæmt skattalög- unum til þess að krefjast skýrslna af einstökum mönnum, félögum eða stofnunum og til rannsóknar á efnaha# framtelj- enda. Til þess að framkvæma réttarrannsóknir varðandi framtöl eða önnur efni, sem lög þessi taka til, skal, ef þess gerist þörf, skipa sérstaka rannsókn- ardómara samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laga nr. 85/1936. í sambandi við framkvæmd laga þessara er bönkum og öðr- um lánsstofnunum svo og öllum opinberum aðilum skylt að veita framtalsnefnd og skattayfir- völdum alla þá aðstoð og upp- lýsingar, sem um er beðið og unnt er að láta í té, og í því formi, sem óskað er. Framtalsnefnd getur falið sérstökum mönnum eða mats- nefndum að framkvæma mat á vissum eignum eða tegundum eigna, svo sem vörubirgðum, byggingum, skipum, vélum, tækjum o. s. frv. til að sann- reyna, hversu mikið fé hefir verið í þær lagt. Matsgerð þeirra getur aðili, innan viku frá því að honum varð um hana kunn- ugt, skotið til yfirmats 3 dóm- kvaddra manna, og er mat þeirra fullnaðarmat. Skylt er að veita matsmönnum aðstöðu til þess, að mat geti orðið fram- kvæmt. Framtalsnefnd hefir heimild til, án dómsúrskurðar, að láta fulltrúa sína rannsaka vöru- birgðir einstakra manna og fyr- irtækja og bókhald þeirra. Þeir, sem starfa að fram- kvæmd laga þessara, eru háðir þagnarskyldu samkvæmt 50. gr. laga nr. 6 frá 1935. Fjármálaráðherrann setur, eftir tillögum framtalsnefndar, nánari reglur um framkvæmd laga þessara. Ákveða má, að brot gegn fyrirmælum reglugerðar- innar varði sömu refsingu sem brot gegn ákvæðum laganna. Ef nokkur sá, sem skyldur er að gefa skýrslur eða upplýsingar samkvæmt lögum þessum eða reglugerð samkvæmt þeim, verð- ur ekki við því, þegar þess er krafist af þar til bærum aðila, þá getur fjármálaráðherrann gert honum að greiða dagsektir, allt að 500 krónur fyrir hvern dag, unz skyldunni er fullnægt. Fjármálaráðherrann getur, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, veitt undanþágur frá einstökum ákvæðum laga þessara, ef framtalsnefnd mælir með því. Landhelgisbrjótur . . . (Framhald af 1. siðu) Komu skipverjar á Finnbirni þá bráðlega auga á íslenzkan togbát, sem var að veiðum í landhelgi, og skipaði skipstjór- inn á Finnbirni brezka skip- stjóranum að halda til Vest- mannaeyja. Náði Finnbjörn togbátnum eftir n'okkurn elt- ingaleik og skipaði honum að fara til Vestmannaeyja. Lagði svo varðbáturinn aftur af stað v'estur á bóginn til Vest- mannaeyja, en ekki hafði hann siglt lengi, er skipverjar sáu annan togbát að veiðum í land- helgi. Var sá bátur einnig tek- inn og skipstjóra hans skipað að halda til Vestmannaeyja. Var síðan haldið til Eyja með þessa tvo landhelgisbrjóta og bjóst skipstjórinn á Finnbirni við því, að brezki togarinn væri þá kom- inn þangað. En svo var þó ekki. Þegar Finnbjörn kom til Vest- mannaeyja, var skipverjum á honum tjáð, að brezki togarinn hefði alls ekki þangað komið. Hafði hann siglt brott eftir við- skilnaðinn við Finnbjörn, þrátt fyrir gefin loforð skipstjórans, og þótt öll skilriki skipsins væru um borð I Finnbirni. Þegar til Vestmannaeyja kom, gerði skipstjórinn á Finnbirni þegar í stað aðvart um skips- hvarfið. Voru þá þegar gerðar víðtækar ráðstafanir til að finna togarann. Var flugvél send af stað í leitina, en skyggni var slæmt og tókst henni ekki að finna togarann, þrátt fyrir nokkra leit. Þá gerði land- helgisgæzlan ráðstafanir til að ná í togarann með því að setja sig í samband við brezkt her- skip, sem hér var statt. Reyndi það að komast í samband við togarann, en árangurslaust. — Aðfarir brezka togarans hafa verið tilkynntar í heimalandi hans og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að senda hann hingað aftur um hæl, er hann kemur til Englands. Harðir jjarðskjálftar . (Framhald af 1. síðu) að ganga ellefu á sunnudags- kvöldið, sagði Helgi Ágústsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Árnes inga, er tíðindamaður Tímans átti tal við hann. Héldu þeir síðan áfram með nokkru milli- bili næturlangt. Ég vaknaði fimm sinnum um nóttina, og yfirleitt held ég, að þeim, sem eru þeim mun svefnþyngri, hafi ekki orðið svefnsamt. Klukkan sjö í fyrramorgun kom snarpur kippur, þó ekki svo harður, að hlutir köstuðust til. Laust fyrir tólf kom einnig haröur kippur. — Ekki held ég, að neinar skemmdir hafi orðið af völdum jarðskjálftanna austan Ölfusár. Kaupfélög! Getum afgreltt nú þegar MJÓLKURSIGTI veujulega stærð. Ennfremur vattbotna ýmsar stærðir. Samband ísl. samvinnuf élaga ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Gjamla Síc Skipting þjóðarteknanna (Framhald af 2. síðu) svona? Nei. Langt frá því. Það er alveg óþarft. Það er vel hægt að koma á það meiri mennin^ar- brag, ef menn, nógu margir, að- eins vilja og vinna að því. Hér er nóg af hagfróðum mönnum, sem geta reiknað út þjóðartekjurn- ar ár hvert og komizt að niður- stöðu um það, hvað mikið sé til skipta milli landsmanna. Og það er hægt að setja sanngjarn- ar reglur um skiptingu þjóðar- teknanna , ef menn aðeins vilja gera það, og fara síðan eftir þeim. í launalögunum er ríkis- starfsmönnum skipt í milli 10 og 20 launaflokka, eftir gildi starfanna. Þannig er hægt að hafa þetta um fleiri. Ef forvíg- ismenn stéttanna vilja á annað borð koma sér saman, og frem- ur stuðla að friði en ófriði í landinu, þá hljóta þeir að geta náð samkomulagi um það^. hvernig tekjuhlutföllin eigi að vera hjá hinum ýmsu starfs- hópum, t. d. hjá sjómönnum, landverkamönnum, embættis- mönnum og kaupsýslumönnum; hvað bændíurnir þurfi að fá fyrir sínar vörur, til þess að tekjur þeirra verði réttlátar í samanburði við tekjur annarra, hvað húsameistararnir og aðrir byggingamenn eigi að fá mikið fyrir að byggja hús af ákveðinni stærð á hverjum tíma, til þess að tekjur þeirra verði i eðlilegu samræmi við tekjur annarra, o. s. frv. — Þegar þetta hlutfall væri ákveðið, ættu svo tekjur stéttanna að fylgja því,og breyt- ast eftir heildartekjum þjóðar- innar á hverjum tíma. Þessi til- högun kæmi í stað þess vísi- tölufyrirkomulags, sem nú gild- ir, sem fæstir munu telja að sé viðhlítandi til frambúðar. Þegar þessi nýja skipan væri komin á, væri það allra hagur, þegar vel árar og þjóðartekj- urnar vaxa, og þá myndu líka allir bera byrðarnar, í eðlilegum hlutföllum, þegar verr gengur.’ Ég held því ekki fram, að þetta sé vandalaust, en fram- kvæmanlegt er það ef vilji er fyrir hendi. Og það væri áreið- anlega stórum hollara og þarf- ara viðfangsefni fyrir stétta- samtökin í landinu, að reyna að ná samkomulagi um slíka lausn málanna, heldur en það meira og minna neikvæða nagg, sem þau standa nú í, oft og einatt. En einmitt á því, hvernig stétt- irnar í þjóðfélaginu beita sam- tökum sínum og valdi mun það fyrst og fremst velta, hvort hér verður stefnt inn í nýja Sturl- ungaöld eða í áttina til réttarr ríkis, sem samboðið er siðuðu fólki, þar sem reynt er að leita sanngirni og beita henni við lausnir allra mála. BARNABOLTAR Flugmodelefni, Þríhjól, Hlaupahjól, Rugguhestar, Hjólbörur, Dúkkuvagnar, Dúkkukerrur, Kubbar, Bílar, Skip o. fl. Grimaður um njósnir (Hotel Reserve) Spennandi, ensk njósnamynd, gerð eftir sögu Eric Amblers. Aðalhlutverk: James Mason Lucic Mannheim Herbert Lom Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Wtjja Síi (vlð Shúlaqötu) f heljargreipum Afar spennandi og viðburðarík ley nilögreglumy nd. Aðalhlutverk: Rolf Wanka Adina Mandlova. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. '///t/rf/ </i‘//////f/ K. EINARSSON & BJÖRNSSON Fólksbíll model 1931—1940 óskast til kaups. Aðeins góður bíll, sem alltaf hefir verið í einkaeign kemur til greina. Tilboð, sem tilgreini aldur, tegund, verð umdæmisnúmer og helzt mynd, sendist afgreiðslu Tímans fyrir 16. þ. m. merkt: „Einkabíll.“ Vinnið ötullega fyrir Títnann. fJtbreiðiS Tímann! Þrjár bækur (Framhald af 2. síðu) Konuminning: Þú sigldir ei vítt um hugans höf, en hjarta fékkstu í vöggugjöf, — hjarta með heitu blóði. Af veraldarauði ei varstu rík; þó varstu um gjafmildi sólu lík, — þar áttirðu alltaf í sjóði. Annars er bezt að lesa þessi kvæði í heild. í þessu stutta máli verða ekki þreyttar rökræður um trú Grét- ars Fells, en flestir munu fallast á að sú trú sé fögur og göfug- mannleg. Kveðskapur hans mætti vel hafa þessi einkunnar orð: Presturinn minn er sérhver sá, sem mig gerir betri. Hann yrkir kvæði sín af al vöru, einlægni og góðvild og því ná þau tökum á hugum lesend- anna. Judas Makkabeus (FramhalA af 3. siðu) merkilegur atburður í menning arlífi þjóðarinnar. Sönghöllin er braggi suður á Melum o. s. frv. Engu að síður var ráðist í að flytja verkið og það fór vel. R. Ifjatnatbíc Hleðal flökkufólks (Caravan) Afar spennandi sjónleikur eftir skáldsögu Lady Eleanor Smith. '.Twtáai Stewart Cranger, Jean Kent, Anne Crawford Dennis Price Robert Helpman. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ærsladraugurinn Gamanleikur eftir NOEL COWARD. Leikstjóri: HARALDUR BJÖRNSSON. Sv.iln» í kvöld kl. 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2. i dag. <► o < i (i (» (> (» (» (» (► <► (► < ► (» (► (► ( ► ( ► (► Þökkum hjartanlega framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands, St. „Víking“ nr. 104 og ýmsum öðrum félagsdeildum og einstaklingum, bæði utan Reglu sem innan, fyrir margs konar aðstoð og samúð í sambandi við andlát og jarðarför Sigríðar Halldórsdóttur. Bergþóra Jóhannsdóttir, Sigriður A. Jóhannsdóttir, Kristján Guðmundsson, Gísli Jónsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Skarphéðinn Jóhannsson, Sig. Kári Jóhannsson Jóhann Ögm. Oddsson. UPPBOÐ Opinbert uppboð verður hald- ið hjá Tungu við Suðurlands- braut fimmtudaginn 29. þ. m. kl. 3 e. h. Seldir verða eftir beiðni lög- reglunnar í Reykjavík þrír óskilahestar, brúnn ca. 11 vetra, mark: sneitt aftan hægra, sýlt og hófbiti aftan vinstra, Stein- grár, gamall, mark: blaðstýft framan, biti , aftan hægra og Steingrár ca. 3 vetra, mark- laus. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. Drekkið Maltko! SKIPAUTG6KÐ RIKISINS 11 ESJA” hraðferð vestur og norður til / Akureyrar föstudaginn 23. þ. m. Flutningi veitt móttaka á þriðjudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á miðvlkudag. Verð fjarverandi um sex til átta vikna skeið. Læknarnir Gunnar Benjamíns- son og Gísli Pálsson gegna læknisstörfum fyrir mig á meðan. Jónas Sveinsson læknir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.