Tíminn - 21.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1947, Blaðsíða 2
TÍMIIVN. miðyUtudagÍnn 21. maí 1947 91. blað Miðv.dayur 21. maí Eignakönmmin Frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignakönnun, er lengi hefir verið beðið eftir, hefir nú verið lagt fram. Mun Alþingi hafa það til meðferðar næstu daga, en sennilega verður .afgreiðslu þess lokið fyrir mánaðamótin. Það kemur ekki á óvart, þótt frv. þetta hljóti ýmsa misjafna dóma, því að ráðstafanir eins og þessar njóta aldrei almennra vinsælda. Þær koma alltaf nokk- uð hart við einhverja og fyrir það verður aldrei að' fullu girt, að einn sleppi betur en annar. Möguleikarnir til að ala á tor- tryggni gegn slikum lögum eru því talsverðir, enda verða þeir vafalaust notaðir til hins ítrasta af andstæðingum þeirra. Við nánari athugun munu þó flestir komast að þeirri nið- urstöðu, að þessar ráðstafanir eru nauðsynlegrar. Það er vitan- legt, að fé hefir verið dregið undan sköttum í stórum stíl. Þetta hefir skapað hið full- komnasta ranglæti gagnvart þeim mörgu skattgreiðendum, er talið hafa rétt fram, þar sem þeir hafa orðið að greiða hærri skatta og útsvör en ella. Ef slíkt ástand væri látið haldast áfram, væri öllum réttargrundvelli kippt undan skattalöggjöfinni í framtíðinni. Þess vegna er ó- hjákvæmilegt að ráðast í að- gerðir til þess að reyna að koma þes$um málum á heilbrigðari grundvöll til frambúðar. Al- menn eignakönnun er fyrsta sporið í þá átt. . Það leiðir af sjálfu sér, að eignakönnunarfrv. ber þess svip, að það er samkomulag ólíkra flokka. Frá sjónarmiði Fram- sóknarmanna er það næsta hæpið, að menn geti keypt sér eins konar syndakvittunarbréf, ^eins og á miðöldunum, er njóti skattfríðinda og ekki séu fram- talsskyld. Þetta er ekki heldur gert fyrir þá smáu, því að þeir hafa ekki bolmagn til að festa fé sitt í eins langan tíma og hér er gert ráð fyrir. Bót er það i máli, að skattfríðindin falla niður eftir 5 ár og bréfin verða framtalsskyld, ef lagður verður á sérstakur eignaskattur, sem mörgum mun þykja eðlileg dýr- tíðarráðstöfun, ef afurðaverð og kaupgjald verður lækkað. Frá sjónarmiði Framsóknarmanna var sú leið álitin réttmætari að taka vægt á smærri yfirsjónum, sem flestar eru þannig tilkomn- ar, að menn hafa talið fram fullar tekjur, en vanrækt að telja fram allar eignir. Inn á þetta sjónarmið hefir líka verið gengið, þar sem 15 þús. kr. van- talin eign verður ekki skatt- skyld, og tiltölulega lágar greiðslur þangað til vantaldar eignir hafa komizt yfir 45 þús. kr. Fyrir þá smáu er það áreið- anlega miklu heppilegra að nota sér þessa leið en bréfaleiðina. Fyrir þá, sem kunna að telja frv. ekki nógu strangt og ræki- legt, er vert að gera sér ljóst, að ekki hefði betur til tekizt, ef sósíalistar hefðu verið með í ráðum. Áki Jakobsson lýsti því yfir við 1. umr. frumvarpsins í neðri deild, að -hann væri mót- fallinn almennri eignaköiyiun. Það hefði ekki átt að láta hana ná til launþega og annara, sem ekki þættu líklegir til að vera stórsekir. Hver og einn getur séð, að slík eignakönnun, sem aðeins hefði náð til nokkurs hluta af skattþegnunum, hefði ekki orðið VETTVRNGUR ÆSKUNNAR MALGAGN SAMRANDS UNGRA FRAMSÓKNARMArVrVA. RITSTJÓRI: JOrV UJALTASON. Laun kvenna Löngum hefir verið litið á konur sem óæðri þióðfélags- þegna. Þróunin hefir þó gengið í þá átt á allra siðustu öldum, að þær hlytu jafnrétti á við karla sem þjóðfélagsþegnar. Áður fyrr var þeim með öllu meinað að taka þátt í lagasetn- ingu. íslendingar eiga heiður- inn af því að vera með fyrstu þjóðum heims, sem viður&enndu rétt þeirra til \>ess. Hér fengu konur kosningarétt og kjörgengi til alþingis árið 1915. Þó að þróunin hafi hér orðið mjög hagstæð konum i þessu efni fer þó víðs fjarri, að þær hafi hlotið jafnrétti á við karla á öllum þeim sviðum, sem sann- girni mælir með því, að þær eigi rétt á. Vitanlega eru þeir ann- markar * á, frá náttúrunnar hendi, að konur geta aldrei náð jafnrétti við karla í öllu. Hins vegar vil ég drepa hér á a'triði, sem ég tel sjálfsagt að tekið verði til jákvæðrar úrlausnar af stjórnarvöldum landsins. Eru það launamál kvenna. Víðast hvar um heim fá kon- ur miklum mun minni laun en kariiy, þó að um gersamlega hliðstæða vinnu sé að ræða. Hið sama hefir einnig verið hér á landi fram á þenna dag. Ekki stafar þetta þó af því að konur séu afkastaminni eða óvand- virkari en karlar yfifleitt. Til dæmis er það undarlegt, að stúlka, sem vinnur á skrifstofu við hlið karlmanns, er vinnur nákvæmlega sams konar vinnu, skuli fá mun minna kaup. Ekki stafar þetta af því, að skrif- stofustúlkur skorti á hæfni til starfans, því að viðurkennt er, að eigi séu þær síður liprar til þessa starfa en karlar. Hér ríkja því önnur sjónarmið en tillit til afkasta eða vandvirkni Þetta annarlega sjónarmið ríkir víðar en aðeins þegar um skrif^tofufólk ræðir. Tökum til dæmis fiskvinnu, pökkun á fiski. Víða eru stúlkur fengnar til þess. Hvað er eðlilegra en að þeim sé greitt sama kaup og körlum? Ef engar stúlkur fengj- ust til þess myndu karlar verða að vinna þetta verk. Ekki fá þeir (Framhald á 4. síðu) annað en kák og glundroði, með allar smugur opnar til þess að koma eignum undan. En gott dæmi er þetta um réttarfars- hugmyndir Áka og flokksbræðra hans að vilja láta lögin ná til manna eftir því, hvernig þeir skiptast í stéttir og flokka, en ekki að láta þau ná jafnt til allra. Annars verður það ekki dæmt af lögunum fyrst og fremst, hvernig eignakönnunin fer úr hendi. Reglugerðarákvæði og val trúnaðarmanna munu ráða öllu meira. Takizt þetta vel get- ur það bætt úr ýmsum ágöllum, sem á lögunum kunna að verða. Eigi eignakönnunin líka að koma að notum, þurfa að fylgja á eftir fleiri ráðstafanir til að tryggja rétt framtöl og koma i veg fyrir skattsvik í framtíðinni. Ríkisstjórnin mun líka þegar hafa undirbúið endurskoðun skattalaganna með þetta fyrir augum og ættu tillögur um nauðsynlegar endurbætur á þeim að geta legið fyrir næsta þingi. Myndin hér að ofan er af Menntaskólanum á Akureýri. Þar er nú * í smíðum mjög myndarlegt heimavistarhús fyrir nemendur, skammt frá skójanum. Nokkur orð um nýsköpun Þegar stjórn Ólafs Thors og sósíalista hóf feril sinn, var áferðarfalleg stefnuskrá samin um framfara- og þjóðnytja- mál. Dugði ekki minna en skíra framkvæmdirnar fyrirfram og kalla nýsköpun atvinnulífsins. Nú átti að tryggja atvinnú- vegina. Aldrei framar skyldi at- vinnuleysi vofa yfir. Alls staðar skyldu koma fullkomnustu tæki til að vinna úr auðlindum landsins. Stríðsgróðanum — þá- verandi 500 miljónunum, skyldi óskipt varið í nýsköpunina. Vissulega snotur stefnuskrá, ef hún hefði verið framkvæmd. Ekki byggði „nýsköpunarstjórn- in" stefnu sína á traustu bergi. Hvergi var minnzt á aðgerðir gegn vaxandi dýrtíð í landinu. Blöð stjórnarinnar rituðu þá, miklar lofgreinar um ágæti dýr- tíðar. Það var kallað versta aft- urhald, að vilja reisa alhliða framfarir í atvinnulífi á traust- um fjárhagsgrundvelli innan- lands. Nú er sopið seyðið af dýrtíð- arstefnunni, » Hvernig gekk svo nýsköp- unin? Stjórnin gekkst- fyrir nokkrum skipakaupum. Nýju togararnir virðast prýðilegir, en örlagarík mistök urðu á Sví- þjóðarbátunum. Stærsta ný- sköpunarhúsið var svo óvanct- lega smíðað, að þakið hrynur undan nokkrum snjó fyrs'ta veturinn, sem það stendur. Ekki fara sögur af þvi, að nokkur islenzkur kotbóndi hafi verið svo óforsjáll að reisa ekki skemmu sína fokhelda eða svo trausta, að þakið þyldi snjó- þunga. Þeir voru engir búmenn í „nýsköpunar st j órninni". Hagfræðingarnir skiluðu áliti um dýrtíðarstefnuna og öng- þveitið, sem af henni hefir leitt. Þeir sýndu þar fram á, að þorrin væri 500 milj. innstæðan, sem not'a átti til endursköpunaí at- vinnulífsins. Þeir sýndu þar, að litlum hluta hennar hafi vérið varið til nýsköpunar. Hitt tór í súginn á ýmsan annan hátt, án þess, að þjóðin hefði gagn af, en oflangt er hér að rekja. Hag- fræðingaálitið ber því sannastan vott. Slík hefir stefnan verið í reynd. í landbúnaði átti einnig að gæta nýsköpunar. Stór orð voru um það höfð, en minna varð úr framkvæmdum. Nokkuð var flutt inn af heyvinnuvélum eins og áður. Jeppar voru fluttir inn. Fyrst var hreppabúnaðarfélög- um fengin úthlUtun þeirra, Nýbyggingarráð tók hana þó brátt í síhar hendur. Eitthvað er gruggugt við þaö. Nú eru hundruð landbúnaðarjeppa skrásettir i Reykjavík og notaðir til skemmtiferða ríkisfólks. Virð ist lítil nýsköpun í því fyrir lanc'.búnaðinn. Með þeim jepp- um, sem komizt hafa til bænda, vantar fylgihluti, svo að mjög skortir á, að fullkomin not fáist af þeim ennþá. Á þessu þarf bót-að ráðast. Höfuðskilyrði þess, að aukin ræktun verði er, að nægilegur á- burður fáist. Á stríðsárunum og fram að þessu hefir áburður flutzt mjög af skornum skammti Af þessu hefir leitt, að kyrkingur hefir~komið í ræktun alla. Það hefir enga þýðingu að leggja fé í stórfellda ræktun, þó að rækt- unarvélajr séu góðar, ef ekki fæst áburður til að ávöxtur spretti af starfinu. Eigi nýbrotið land að verða tún, þarf mikinn áburð. Eigi það að verða kál- garður þarf meiri áburð. • Það er lahgt síðan fyrst bar á góma að reisa íslenzka á- burðarverksmiðju. Ef við hefð- um vélar í verksmiðjuna, ætti bkkur engin skotaskuld að verða úr því að vinna áburðarefnin. Einu sinni meðan „nýsköpun- arstjórnin" sat að völdum kom til umræðu á Alþingi, frumvarp um innlenda áburðarverksmiðju- Þá var nýsköpunaráhuginn ekki meiri en svo, að stjórnin tfelldi frumvarpið. Treysti hún sér virkisgarð til að verjast bak við. Kvað hún áburð, sem hér væri hægt að framleiða hættulegt sprengiefni. Ekki fara nejnar sögur um sprengingar af völd- um þessarar áburðartegundar. Nokkrir sekkir hafa á síðustu árum flutzt til bænda og gefizt afburða vel. Röksemdir stjórnarinnar fyrr- verandi eru því úr lausu lofti gripnar í þessu efni. Með því að koma á fót áburð- arverksmiðju hér á landi spar- ast bæði erlendur gjaldeyrir og lestarrúm flutningaskipa, en af hvorugu höfum við gnægtir. Bændur gætu haldið áfram að yrkja jörðina, slétta móa, ræsa mýrar, öruggir um að nýrækt- in falli ekki í órækt vegna á- burðareklu. íslendingar geta orðið og eiga að verða sjálfum sér nógir á flestum sviðum. Með því að fella frumvarp um áburðarverksmiðju, kippti „ný- sköpunarstjórnin" fótunum und an nýsköpun landbúnaðarins. Við þörfnumst stórstígra fram- (Framhald á 4. siðuj Dýrtíð'ui qg námsfólkib Sumir þeirra, sem réttlæta vilja verðbólgustefnu síðustu ára, hafa haldið því fram, að verkamenn græddu á vexti dýr- tíðar. Þetta er raunverulega mesta firra. Á gengistíma verð- bólgustefnunnar héldust kaup- gjald og verðlag að mestu í hendur. Verkamenn fengu að vísu aukna taónutölu fyrir vinnu sína, en þurftu ekki síður aukinn kr.ónufjölda fyrir nauð- synjar sínar. Þeir græddu ekki á verðbólgunni. Það voru aðrir sem græddu á verðbólgunni. Það voru ekki þeir, sem unnu með afli handa sinna. Það voru braskararnir, þeir sem ávöxtuðu fé — stund- um eigið, en stundum lán — í alls konar gróðavænlegum fyrir- tækjum, — oft heildsölu. Nú segir almannarómur, að 80 miljónerar séu í Reykjavík einni. Það væri fróðlegt að vita, hverj- ir þeirra hafi grætt það á hand- afli sínu!! Það eru fleiri en verkamenn, sem ekki hafa grætt á verð- bólgunni. Það er ekki hægt að kalla það stétt manna, en það er allríflegur hópur æskunnar í landinu, skólariemendur. Tökum til dæmis stúdenta, sem nám stunda við Háskólann. Þeir greiða 450 kr. i fæði á mán- uði hverjum, þó að þeir hafi með sér mötuneyti og reiknað sé með kostnaðarverði. Þá greiða þeir 125 kr. í húsaleigu, sem fá vist á stúdentagörðunum. Þeir, sem ekki hljóta vist þar, þurfa sumir að búa við okurleigu úti í bæ. Ennfremur greiða þeir 75 kr. á mánuði í þjónustugjald. Hér eru fastir liðir teknir í lág- marki. Lægsta fastagjald á mánuði hverjum er því 650 kr. Þefcta er samtals 5200 kr. yfir 8 mánuði ársins. Auk þessa þurfa þeir að leggja sér til fatnað all- an og námsbækur að minnsta kosti. Föt kosta nú 6—700 kr., skór 80—90 kr., námsbækur og víj?indabækur í námsgreininni allt að 1000 kr. og þar yfir, ým- islegt annað, svo sem skyrtur (30—40 kr. stk.), bindi (15 kr.), frakki (500 kr.) o. fl. fer upp í 1500 hjá þeim, sem engan mun- að veitir sér, svo sem kvikmynd- ir, dansleiki eða þess háttar. Stúdent, sem fær sér náms- bækur, ein föt, frakka og skyrt- ur og mat til að seðja hungur sitt, en veitir sér engan munað, get- ur þannig ekki komizt af með minna en 10000 kr. yfir náms- tímann. Fæstir eiga völ á svo drjúgum sumartekjum, að þær hrökkvi nærri fyrir þessum föstu gjöldum. Helzt hefir verið leitað á síldarmiðin. Þau eru stopul og hafa brugðizt hrapa- lega nú síðustu 2 ár. Margir hafa komið nálega slyppir eftir tveggja mánaða vinnu. Hina 2 mánuðina vinna þélr verka- mannavinnu, sem ekki gefur of fjár í aðra hönd nettó. Oft hafa stúdentar þannig aðeins 4—5 þúsund krónur eða minna eftir sumarið. Hrekkur það vart fyrir helmingi lágmarksútgjalda. Þó að sumir fái styrk nokkurn frá ríkinu er þó óhjákvæmilegt að' leita lána eða vinna með nám- inu, sem eðlilega lengdi það að mun. Flestir velja fyrri kostinn, ef nokkurs staðar er lán að fá. Treysta þeir þá á ríflegar tekjur að námi loknu. En þær geta brugðist til beggja vona, að minnsta kosti fyrst í stað. Það er ekki heldur glæsilegt að stofna til gífurlegra skulda á verðbólgutímum. Þó að hér sé dæmi tekið af stúdentum gildir það hliðstætt um aðra skólanemendur, t. d. í menntaskóla, gagnfræðaskóla, samvinnuskóla og hverjum öðrum hliðstæðum skóla. Á meðan vísitalan ^var á hraðri uppleið, -urðu stúdentar að afla sér fjár að sumri til við lægri vísitölu en var um veturinn, þegar fénu var eytt. Þannig hef- ir þessi hópur æskumanna orðið enn harðar úti en t. d. verka- menn, sem gátu unnið ársins hring. Ríkisstjórn sú, sem nú situr, hefir gefið allfögur fyrirheit um ákveðna og markvissa stefnu gegn vaxandi dyrtíð. Nú má heita að vísitalan standi í stað. Það er gott, ef ríkisstjórninni tekst að halda henni í skefjum'. Betra væri þó, ef henni miðaði smám saman niður á við, vegna erl°nda markaðarins. Bezt væri þó, að henni lánaðist að koma fjárhag þjóðarbúsins í heild í farsælt horf. J. Hj. Fyrirlestraferð Wallace Henry Wallace, fyrrum vara- forseti Roosevelts Bandarikja- forseta, hefir nýlega lokið ferða- lagi í Evrópu. Heimsótti hann meðal annars Bretland og Norð- urlönd. Hélt hann víða fyrir- lestra um utanríkismál. Gagn- rýndi hann í ræðum sínum þá öldu tortryggni, sem risið hefir milli Rússlands og Bandaríkj- anna nú eftir styrjöldina, og virðist magnast því lengra sem liður. Brýndi hann fyrir mönn- um, hvert stefndi, ef svo væri fram haldið. En ekki taldi hann styrjöld óumflýjanlega, en horf- ur versnandi meðan slík tor- tryggni efldist milli voldugra stórvelda. Kvað hann þessa tor- tryggni ekki öðrum aðilja að kenna einungis. Rússar væru að vísu yfirgangssamir, en Banda- rikin beittu ek'ki réttri stefnu til mótvægis. Kvað hann þau hafa horfið frá stefnú þeirri, er Roosevelt hélt fram, en það var stefna, sem byggði á gagn- kvæmu trausti stórveldanna. Með þeirri stefnu vár mörkuð leiðin til friðar. í anda þeirrar stefnu er bandalag sameinuðu þjóðanna stofnað. Sumir þingmenn í Bandaríkj- unum urðu svo reiðir, er þeir heyrðu gagnrýnda stefnuna, að þeir báru upp þingsályktun um að höfða mál á hendur Wallace fyrir landráð. Ekki mun hún þó hafa hlotið fylgi. Eftir að Wallace kom heim til Bandaríkjanna hefir hann haft við orð að stofna nýjan, frjálslyndan flokk, ef sér tæk- ist ekki að sveigja utanrikis- stefnu demókrataflokksins í það horf, sem hún var, þegar Roose- velt var forseti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.