Tíminn - 21.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1947, Blaðsíða 3
91. blað TÍMIM, miðvfkiidagiim 21. mai 1947 3 Tveir dómar Eftir Helga Benedlktsson Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 110/1943 uppkveðinn 3 maí 1944. ' „Héraðsdóm hefir uppkveðið Kristinn Ólafsson, dómari sam- kvæmt umboðsskrá. Með um- boðsskrá 14. apríl 1942 var hér- aðsdömarinn í máli þessu skip- aður til þess að rannsaka kær- ur, er fram höfðu komið um botnvörpuveiðar 10 vélbáta í landhelgi í nánd við Vest- mannaeyjar, og fara með og dæma mál gegn þeim, er sak- sóttir kynnu að verða. Dómarinn hóf síðan rannsókn út af sakargiftum þessum sam- eiginlega og ósundurgreint að því er varðaði alla bátsformenn þá, er hann dró inn í málið, enda þótt ekki væri það sam- band á milli þeirra athafna, er formönnum var sök á gefin, að sú aðferð ætti við. Þá er rann- sókninni einnig áfátt um ýms fleiri atriði, svo sem það, að þrátt fyrir neitun kærða um sök, hefir ekki verið tekin skýrsla af neinum bátsverja hans og engin samprófun kærðá og vitna farið fram. Ekki hefir verið rannsakað, hvers konar veiðarfæri kærði hafði í báti sínum 17. og 26. marz 1942, og Okki hefir staður sá, þar sem kærendur telja kærðan hafa verið að botnvörpuveiðum nefnda daga, verið markaður á uppdrætti. í þinghaldi 22. júní 1942 til- kynnti dómarinn kærða, „að rannsókn málsins væri væntan- lega lokið að öðru en því, að kærendur myndu staðfesta framburð sinn.“ Eftir það hefir dómarinn þinghöld 27. júní, 1. júlí og 7 ágúst 1942, er málið var tekið til dóms. Kærði var ekki við- staddur neitt þessara þinghalda, en þar eru m. a. lögð fram skjöl, er hann varða, og er honum ekki gefinn kostur á að kynna sér þau. Aldrei var kærða tilkynnt málshöfðun né- greind kæruat- riði, og ekki var hann um það spurður, hvort hann óskaði að fá verjanda í málinu, enda kom engin vörn íram af hans hendi. Samkvæmt framansögðu eru þeir megingallar á málstilbún- að og rannsókn máls í héraði, að orka verður ómerkingu dóms og málsmeðferðar þar, og ber að vísa málinu að nýju heim í hérað.“ Forsaga málsins. Veturinn 1942 voru margir togbátar líærðir fyrir veiðar í landhelgi við Vestmannaeyjar. Bæjarfógetinn kom kærunum af sér, en fulltrúi hans fékk „at- vinnubótavinnu við að fást vlð kærurnar." Af málum þessum heyrðist svo lítið þar til í árslok 1942, þá komu til innheimtu sektardóm- ar á formenn þriggja báta, sem sektaðir höfðu verið, hver um fast að þrjátíu þúsund krónur. Málsmeðferðin. Er bátaeigendur fóru að kynna sér mál þessi, að um vorið og sumarið höfðu farið fram í hálfgerðu pukri einhver réttarhöld, án þess þó að skip- stjórunum væri gert ljóst hvað um var að vera, enda engir rétt- arvottar hafðir, en sumt af lög- regluþjónum bæjarins, kona, vinnukona og tengdafaðir setu- dómarans skrifubu svo undir sem vottar, án þess að hafa verið viðstödd. Málunum áfrýjað. Hinir dómfelldu áfrýjuðu dómunum og kærðu alla máls- meðferð og kröfðust opinberrar rannsóknar, en kæran fékkst aldrei takin fyrir og seint gekk að fá málin tekin fyrir 1 Hæsta- rétti. Tylliboð setudómarans. Þegar hér var komið hóf setu- dómarinn göngu á milli hinna dómfelldu, og bauð þeim fulln- aðarkvittun gegn 500 króna greiðslu, og síðar algerða náðun, ef þeir féllu frá áfrýjun og kæru, en tók fram að hvorugt þetta kæmi til mála yrðu málin iávin fara fyrir Hæstarétt og enduðu þar með sektardómi. Þáttur Friðþjófs Johnsen. Þegar hér var komið, hafði Friðþjófur Johnsen héraðs- dómslögmaður samið kæru dag- setta 10. febfúar 1943, er síðan var lögð fram i Hæstarétti, en kæru þessari var beint til dóms- málaráðuneytisins og dóms- málaráðherra, sem þá var Einar Arnórsson. í kæru þessari segir meðal annars: „Með kæru dagsettri 31. marz 1942 kærðu nokkrir trillubáta- formenn að 10 botnvörpubátar hefðu verið að veiðum í land- helgi dagana 17., 25. og 26. marz T5.á. Síðan mun hafa verið fyrir- skipuð rannsókn og líklega málshöfðun. Einhver rannsókn mun hafa farið fram og þann 13. ágúst s.l. kveðinn upp dóm- ur í máli valdstjórnarinnar .... og dæmdur til þess að greiða kr. 29500.00 sekt í Landhelgis- sjóð íslands, en til vara 7 mán- aða varðhald .... Ég tel að margvíslegar misfellur h»fi átt sér stað við rannsókn og með- ferð máls þessa gegn mér. Leyfi ég mér að kæra meðferð þess fyrir hinu háa dómsmálaráðu- neyti .... Ég á að hafa mætt í réttarhaldi hjá rannsóknardóm- aranum þann 9. júní. Ég kann- ast ekki við að neinn rannsókn- arréttur hafi verið yftir mér settur af nefndum rannsóknar- dómara dag þennan. Hins vegar átti ég tal við Kristinn Ólafsson á heimili hans um þetta leyti, en þar voru engin réttarvitni þó í dómsgerðunum standi að Jóh. J. Albertz (lögreglu- þjónn) og Páll Jónsson hafi verið þarna réttarvitni. Einnig segir að ég hafi verið með í rétt- inum dagbók skipsins, þetta er einnig rangt .... Sama er að segja um svonefnt réttarhald 22. júni s.l. Hér er sagt að réttar- vottar séu Guðm. Sig. og Jóh. J. Alberz. Þegar ég átti tal um mál þetta við K. Ó. í annað skipti var það einnig á heimili hans, en þar voru engin réttarvottar við og ég kannast ekki við að neinn réttur hafi verið settur þar yfir mér. Ekki sést heldur að dóm- arinn hafi tilkynnt mér um málshöfðun. Ekki er mér heldur gefinn kostur á að fá mér skip- aðan verjanda I væntanlegu máli gegn mér .... 1. júlí s. á. vinnur vitnið Ásgeir K. Ólafsson drengskaparheit að framburði sinum og segir að Helgi Jónat- ansson hafi verið skipaður til að gæta hagsmuna minna .... mér tjáð vill Helgi ekki kannast við að hafa verið beðinn að gæta þarna hagsmuna minna né gert það. Ekki sést heldur samprófun vitna og þess, sem talið er bókað eftir mér .... Samkvæmt dómsgerðunum kvað setudómarinn dóminn yfir mér 13. ágúst 1942, en talið er að málið hafi verið dómtekið 7 s. m......Ég hefi ástæðu til þess að ætla að dómarinn hafi hvorki verið hér í bænum þann 7. né '13. ágúst s.l. Vottar að dómsuppkvaðningu eru sögð vera þau Jóh. Jónsdóttir og J. Jónsson og mun hér líklega vera átt við eiginkonu og tengda- föður dómarans .... Loks vil ég benda á, að vitni þau, sem staðfesta framburð sinn, eru öll náin skyldmenni, tveir eru bræður og það þriðja er föður- bróðir hinna tveggja.“ Dómur Hæstaréttar í málinu nr .126/1944, uppkyeðinn 12. desember 1945: „Héraðsdóm hefir upp kveðið Sigfús M. Johnsen, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum ásamt sjó- dómsmönnunum Páli Þorbjarn- arsyni og Lúðvík N. Lúðvíkssyni. Með hæstaréttardómi 19. maí 1943 var héraðsdómur í máli þessu uppkveðinn 29. júní 1942, ómerktur svo og meðferð máls- ins frá 31. október 1941, og mál- inu vísað heim í hérað til lög- legrar meðferðar og dómsálagn- ingar að nýju. Ástæður til ó- merkingar þessarar voru m. a. þær, að aðiljar höfðu andstætt fyrirmælum 9. kafla laga nr. 85/1936 fengið fresti á vlxl og skipzt á alls sex skriflegum greinargerðum auk greinargerða samkv. 105. og 106. gr. sömu laga. Málið var tekið til meðferðar að nýju á dómþingi 18. nóvember 1943, er háð var af Freymóði Þórsteinssyni, fulltrúa bæjar- fógeta, ásamt sjódómsmönnun- um. Var þá ákveðinn skriflegur málflutningur. Átti dómarinn eftir að sameiginlegur frestur til gagnasöfnunar hefði verið veitt- ur, að sjá um, að málið yrði rekið samkvæmt 110. gr. laga nr. 85/1936, þannig að stefnanda yrði veittur kostur á að flytja tvisvar sókn og verjanda tvisvar vörn. í stað þess tók dómurinn við af stefnanda dómsgerðum fyrra málsins í heild, þar á meðal hinum sex fióknarskjöl- um og varnar, er ómerkt höfðu verið. Eftir það tekur dómarinn við af aðiljum sex greinargerð um og bókunum, þremur af hálfu hvors. Er þessi meðferð málsins svo brýnt brot á ákvæð- um 110. gr. laga nr. 85/1936, að varða verður ómerkingu héraðs- dóms og málsmeðferðar frá og með þinghaldi 18. nóvember 1943 og ber aJð vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsuppsögu að nýju. Máls- kostnaður fyrir hæstarétti falll niður. Vegna framangreindrar lög lausrar meðferðar málsins á nýjan leik verður samkvæmt 3 mgr. 34. gr. laga nr. 85/1936 að dæma formann sjódómsins, Sigfús M. Johnsen, og fulltrúa hans, Freymóð Þorsteinsson, til 50 króna fésektar hvorn. Þá verður að dæma Friðþjóf G. Johnsen héraðsdómslögmann, er málið flutti af hendi stefn- anda í héraði, til 50 króna fé sektar fyrir hlutdeild í rangri meðferð málsins samkv. 3. mgr. 34. gr. nefndra laga, sbr. 22. gr. laga nr. 19/1940 analogice. Fé- sektir þær, er að ofan greinir, skulu renna í ríkissjóð, og skal hver hinna dæmdu afplána sekt sína í 2 daga varðhaldi, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Það at- hugast, að uppsaga héraðsdóms hefir dregizt í rúma 3 mánuði og er sá dráttur ekki réttlættur, Á dómþingi í máli þessu 27. janúar 1944 var lagt fram varn- arskjal af hálfu fyritsvars- manns stefnda í héraði, Sigurð- ar Bjarnasonar, og undirritað af honum.í skjóli þessu veitist hann að forstöðumanni Stýrimanna- skólans, Friðriki Ólafssyni, vegna álitsgerðar er hann hafði samið og lögð hafði verið fram í málinu. Nefnir Sigurður Bjarnason álitsgerð þessa „fá- ránlegt plagg“ og „makalaust plagg.“ Talar hann um „hversu langt er seilzt hjá herra skóla- stjórahálm, þegar hann er að reyna að finna sök hjá Kára.“ Kveðst hann „harma hitt, að hent skuli geta opinberan starfs- mann að gleyma þvi, að hann á að vera óhlutdrægur, er álits hans er leitað sem sérfræðings, og gleymskan skuli geta komizt á það stig, að hann gerist sak- sóknari, sem að dæmi mála- flutningsmanns búi til sök á .hendur öðrum aðiljanum.“ Fyrir Dessi ósæmilegu og tilefnislausu ummæli ber að dæma nefndan Sigurð Bjarnason samkv. 5. töþilið 188. gr. laga nr. 85/1936 til greiðslu 200 króna sektar, er renni í ríkissjóð, og komi 8 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá lögbirtingu dóms þessa. Svo ber að dæma framangreind um- mæli dauð og ómerk.“ Meðlætinu er misskipt. Héraðsdómarinn í fyrra mál- inu er hér um ræðir, fær ekki einu sinni áminningu fyrir málsmeðferð sína, og ekki var málið tekið upp að nýju. Ekki mun héraðsdómarinn heldur hafa verið látinn endurgreiða neitt af kostnaði þeim, sem hann lét ríkissjóð greiða sér og ekki var skorinn við neglur. í síðara málinu eru aftur hvorki meira né minna en dómarinn, full- trúinn, héraöslögmaöuríinn og fyrirsvarsmaður stefnda sektað- ir, allir samkvæmt margbrotn- um lagatilvitnunum. Hengdur bakari fyrir smið. Sigurður Bjarnason er sekt- aður fyrir málsvörn sem annar sjód(i*nsmaðnrinn, Páll Þor- björnsson, sendi, og að öllum ólöstuðum, mun ekki dregið í efa, að Páll sé af ólöglærðum mönnum manna bezt að sér í sjórétti, og mun ekki til I eins manns eigu á landi hér hlið stætt safn erlendra fræðibóka í öllu því er að sjórétti lýtur, sam bærilegt við safn Páls. Nokkrar lagatilvitnanir. Til álita kemur hvort verkn aður vitnanna sem undir rétt arbókina votta um það sem aldrei hefir fram farið er ekki hliðstæða við meinsæri. í 148. grein laga nr. 19/1940 segir svo: „Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rang- færslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða. á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða' dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum .... Hafi brot haft, eða verið ætlað að hafa 1 för með sér velferðarmissi fyrir nokk- urn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 og allt að 16 árum.“ í 142 gr. sömu laga segir enn- fremur: „Jöfn eiði skal teljast hver sú staðfesting skýrslu, sem að lögum kemur í eiðs stað.“ Varðandi dómara segir í 134 gr. sömu laga: „Hafi nokkur embættismaður, sér eða öðrum í hag eða öðrum til meins, tilgreint nokkuð í bókum þeim, sem fylgja emb- ætti hans, er aldrei hefir gerzt, semur skjöl sem hann á að gera Kaupfélög! FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnufélaga Jarðarför mannsins mins Guðmundar Vigftissonar fer fram frá heimili mínu föstudaginn 23. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 10 árd. Jarffað verffur aff Ólafsvöllum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Arnbjörg Þórffardóttir Kílhrauni Skeiffum. Tilkynning frá Félagsmálaráðuncytinu. Þeim islenzkum atvinnuveitendum, sem sækja um atvinnuleyfi fyrir erlenda ríkisborgara, skal hér með bent á að umsóknum um atvinnuleyfi þarf að fylgja félagsskírteini viðkomandi stéttarfélags út- lendingsins. Sé um framlengingu atvinnuleyfis að ræða skal leggja fram skilríki fyrir því, að útlend- ingurinn hafi greitt gjöld sín til íslenzks stéttar- félags. Félagsmálaráðuneytið. Siglingavísur í ljóðaþætti sem Vilhjálmur Þ. Gísalson flutti í útvarpi fyrir nokkru síðan, fór hann, meðal annars, með þessar siglinga- vísur: Vindur gall í voðunum velti fallið gnoðunum, bylgjan skall á boðunum borðið vall í hroðunum. Súða lýsti af sólunum síla víst á bólunum, einatt tísti í ólunum að sem þrýsti hjólunum. Ekki man ég hverjum hann eignaði þessar vísur, en þær eru eftir Gísla Hannesson frá Tungu 1 Hörðudal, úr ljóðabréfi, sem hann sendi Guðmundi bróður sínum bónda i Tungu. í ljóðabréfi þessu lýsti hann ferð sinni til sjóróðra þennan vetur, meðal annars varð hann að bíða byrjar í Einarsnesi hálf- an mánuð. Þetta mun hafa verið á árunum 1865—1868. S. Kr. Foreldrafundur Foreldrafundur var haldinn 4. maí s. 1. í Kennaraskólanum. Var þar gengið endanlega frá samþykkt skipulagsskrár fyrir skóla ísaks Jónssonar, með þeim breytingum, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hafði á henni gert 17. apríl s. 1., og var hún sam- þykkt þannig óbreytt. Þá voru kosnir þrír menn í skólanefnd og þrír til vara. Á fundi bæjarstjórnar 17. ap- ríl s. 1. voru kosin í skólanefnd- ina sem aðalmenn: Gunnar E. Benediktsson, héraðsdómslög- maður og frú Áðalbjqrg Sig- urðardóttir. Varamenn þeirra voru kosnir Othar Ellingsen og Einar Olgeirsson alþm. Á foreldrafundinum 4. maí s. 1. voru þessir kosnir aðalmenn í skólanefndina til jafn langs tíma og skólanefndarmenn þeir, er kosnir voru af bæjarstjórn: Sveinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri, Felix Guðmunds- son framkvæmdastjóri og ísak Jónsson skólastjóri, og til vara frú Katrín Mixa, frú Sigrún Sigurjónsdóttir og Sigtryggur Klemensson lögfræðingur. Skólanefndarfundur var hald- inn strax að foreldrafundi lokn- um, og skipti skólanefndin þá með sér verkum þannig: For- maður skólanefndar var kjörinn Sveinn Benediktsson, Gunnar E. Benediktsson varaformaður og ísak Jónsson gjaldkeri. eftir embættisbókum sínum, svo efnið raskast, falsar, ónýtir eða aflagar á annan hátt skjöl, sem honum er trúað fyrir eða hann kemst að vegna embættisstöðu sinnar, þá varðar það embættis- missi og þar á ofan hegningar- vinnu allt að 6 árum, eða fang- elsi ef málsbætur eru, ekki væg- ara en 6 mánaða einföldu fang- elsi, ef verkið ekki er svo vaxið að öðru leyti, að þyngri hegning liggi við því.“ Tvær góðar mjólkurkýr til sölu. Upplýsingar í .Hafnar- firði hjá Guðjóni Gunnarsyni, sími 9296 og Sigurðui Guð- mundssyni, simi 9192. Drekkið Maltko

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.