Tíminn - 22.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGKPANDI: FRAMSÓKKARFLOKKURINN Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hj. I-ITSTJÓRASKRDj'STOFUR: ( EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ( \ öimar 2363 og 4373 ) AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHÚSI, Lindargöw 9 A \ Siml 2323 < 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí 1947 92. blað Eignakönnunin: Naf nskráning á innstæö um í lánsstofnunum Fjórði kaflinn í eignakönnunarfrumvarpi ríkisstjórnarjnnar íjallar um nafnskráningu á innstæðum í lánsstofnunum. Þar eð marga mun fýsa að kynnast þessum ákvæðum, verða þau birt hér á eftir. Yfirlýsingar um innstæðu. Hver sá, sem á framtalsdegi á innstæðu á einum eða fleiri reikningum í banka, sparisjóði eða annarri lánsstofnun, þar með taldar innlánsdeildir sam- vinnufélag, skal afhenda hlut- aðeigandi lánsstofnun yfirlýs- ingu til staðfestingar eignar- heimild sinni á innstæðunni og sýna samtímis vegabréf eða nafnskírteini sitt. Þetta tekur þó ekki til inneigna lánsstofn- aria hverrar hjá annarri. ¦ Ef innstæðueigandi-er heim- ilisfastur utan þess kaupstað- ar eða hrepps, þar sem viðkom- andi lánsstofnun er, getuf hann afhent innstæðuyfirlýsingu til formanns skattanefndar eða skattótjóra, þar tsem hann á heimili, en þeir senda hlutað- eigandi lánsstofnun yfirlýsing- arnar. í 'innstæðuyfirlýsingu skal greina heiti - lánsstofnunar, númer innstæðureiknings eða sparisjóðsbókar eða þau merki, jsem hún er einkennd með, fullt nafn innstæðueiganda, stöðu hans og heimilisfang. Ef inn- stæðueigandi er gift kona, skal greina nafn og heimili eigin- manns hennar, og sé eigandi barn, innan 16 ára aldurs, skal greint nafn og heimili föður eða framfærslumanns. Ef fleiri en einn eru eigendur að innstæðu, skal greina nafn stöðu og heim- ilisfang hvors eða hvers eiganda um sig, og skýra frá, hvernig eigna^hlutföll eru þeirra á milli. Ef sami aðili á fleiri en einn innstæðureikning í sömu láns- ERLENDAR FRETTIR Verkföllum fer nú fjölgandi í Frakklandi og er bersýnilegt, að kommúnistar róa þar undir í þeirri von að geta steypt stjórn- inni. Ramadier hefir látið svo ummælt, að tvísýnt sé um fram- tíð fjórða lýðveldisins, ef stjórn- in verði að gefast upp í barátt- unni ,gegn aukinni dýrtíð og verSbólgu. Afleiðingin muni lika verða auknar lántökur erlend- is, en með hverri nýrri lántöku séu Frakkar raunverulega að framselja hluta af sjálfstæði sínu. ,- • ' Mountbatten varakonungur Indlands dvelur nú í London til að ræða við stjórnina um, hvernig valdaafsali Breta í Indlandi skuli háttað. Líklegt þykir, að Indlandi verði skipt í tvö ríki, og ráði Hindúar öðru, en Múhameðstrúarmenn hinu. Miklar óeirðir hafa orðið víða í Indlandi seinustu vikurnar. Brezka stjórnin hefir nú fall- izt á tillögur Bandaríkjamanna um efnahagslega sameiningu hernámssvæðanna. Þykir líklegt, að það muni greiða fyrir ráð- stöfunum til að bæta úr mat- vælaskortinum. Marshall hefir tilkSynnt, að Bandaríkjastjórn hafi í athug- un, að veita fleiri þjóðum svip- uð lán og Tyrkjum og Grikkjum, ef sjálfstæði þeirra stafi hætta af erlendri ihlutun. Líklegt þykir, að ítölum og Kínverjum verði veitt slík lán, en þó senni- lega ekki fyrr en síðar á árinu. stofnun, "skal greina sérstaklega hverja innstæðu um sig. Framtalsnefnd lætur gera eyðublöð undir innstæðuyfir- lýsingar, og skulu • þau liggja frammi í öllum lánsstofnunum svo og hjá skattstjórum og for- mönnum skattanefnda. Undir- skriftum innstæðuyfirlýsinga skal hagað með sama hætti sem undirskriftum framtala. Séu fleiri en einn eigendur að inn- stæðu, er nægilegt, að einn sam- eigendanna undirriti yfirlýs- inguna. Ef ekki er kunnugt um eig- anda einhverrar innstæðu, hvílir yfirlýsingarskyldan á þeim, er hefir viðtökuskírteinið í vörzlum sínum. Móttaka innstæðuyfirlýsinga. Yfirlýsingar um innstæðu skulu afhentar hlutaðeigandi lánsstofnunum ejða skattyfir- völdum innan tveggja mánaða frá framtalsdegi. Einstaklingar og félög, sem heimilisfang eiga erlendis, skulu hafa frest til að skila innstæðuyfirlýsingum sex mánuði frá framtalsdegi. Fram- talsnefnd getur veitt lengri frest ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Sá, sem tekur við innstæðu- yfirlýsingu, gefur kvittun fyrir viðtöku hennar. Þegar yfirlýs- ingin hefir verið borin saman við reikninga viðkomandi láns- stofnunar og þar hefir farið fram skráning, eftir því sem framtalsnefnd ákveður nánar, skal innstæðueiganda gefin við- urkenning fyrir því, að yfirlýs- ingarskyldu sé fullnægt, enda hafi yfirlýsing hans reynzt rétt. Lánsstofnun varðveitir yfir- lýsingarnar og geymir á skipu- legan hátt, þar til framtals- nefnd tekur frekari ákvörðun um meðferð þeirra. (Framhald a 4. síðu) Verkamenn and- vígir verkfalls- bröltinu Eitt verkalýðsfélagið enn hefir neitað aS verSa viS þeirri áskor- un frá stjórn Alþýðusambands- ins að segja upp kaupsamning- | um. Er það verkalýðsfélagið á Flateyri, sem tók þessa ákvörð- / un á félagsfundi. Sömu afstöSu haía áður tekið verkamannafé- lögin á ísafirSi, EskifirSi og í Vík í Mýrdal. Það sýnlr þó gleggst, hve lítið fylgi verkfallsbrölt sósíal- ista hefir, að einir 200 menn sækja Dagsbrúnarfundinn, þeg- ar kaupkröfurnar eru ákveðnar, og um helmingur þeirra situr hjá við atkvæðagreiðsluna. 1 Dagsbrún eru um 3000 félags- menn. Það er vissulega ekki hægt að hugsa sér meira gerræðis- verk en það, ef sósíalistar efndu til verkfalls eftlr slikar undir- tektir verkamanna. Hins vegar væri þeim það ekki of gott, því að það gæti ekki endað nema á einn veg. En hins vegar væri það of dýrt fyrir verkalýðinn að missa atvinnu í skemmri eða lengri tíma til þess eins aS þóknast sósíalistum. Þess vegna þarf hann strax að taka rösk- lega í taumana og hindra þessa græfrastarfsemi sósíalistafor- kólfanna í tæka tíð. þetta eru konungsgersemar vertíðarafli Vestmannaeyjabáta | , neðan við meðallag j Hásetahlutur á aflahæsta bátnum, Voninni, ***M um 15 þús. kr. / Fyrir nokkru síðan var húsgagnasýning haldin í Kaupmannahöfn. Mátti þíir sjá marga fagra og haganlega gripi. Hér birtist mynd af skápum, sem ekki eru af lakara taginu. Þeir voru smíðaðir í húsgagnaverksmiðju í Silkiborg og gefnir hinum þremur dætrum konungshjónanna. Mjólkursamlag Kaupfél. Þíngey- inga tekur til starfa í sumar Frá aðalfundi kaupfélagsins Kaupfélag Þingeyinga er nú að Ijúka við að koma upp mjólkur- samlagi fyrir félagsmenn sína og hefir ennfremur í hyggju að reisa brauðgerð. Aðalfundur Kaupfélags Þingeylnga var haldinn fyrir skömmu síðan og fara hér á eftir fréttir af honum. Aðalfund Kaupfélags Þing- eyinga sátu 72 fulltrúar, auk fé- lagsstjórnar, framkvæmdastjóra og endurskoðenda sem eru sjálf- kjörnir á fundinn. Félagsmönnum kaupfélagsins hafði á árinu fjölgað um 60. Vörusalan á seinasta ári nam 5 millj. og 443 þús. króna. Hafði hún vaxið um nærfellt milljón krónur, eða 980 þús. krónur. Sjóðir félagsmanna eru nú 1 milljón og 279 þús. krónur og höfðu þeir vaxið á árinu um 226 þús. krónur. Félagið skuldar ekkert út á við. Innstæður viðskiptamanna þess i reikningum og Innláns- deild og Stofnsjóður eru skuldir þess inn á við. Þegar þær skuld- ir éru dregnar frá eignum fé- lagsins, telst það eiga nálega eina miljón króna sem hreina eign. Samþykkt var. á aðalfundin-1 um að endurgreiða félagsmönn- um 6% af verði ágóðaskyldra vara, keyptum 1946. Af því gengur heimingurinn i Stofn- sjóð, en hinn helminguíinn er borgaður út. Aðalfundurinn heimilaði stjórn félagsins að hefja bygg- ingu verzlunarhúss á lóð félags- ins i Húsavík. Verður það hús jafnframt skrifstofuhús fyrir fé- lagsstarfsemina. Auk þess á- kvað fundurinn að félagið stofnaði brauðgerðarhús í félagi við Sigtrygg Pétursson bakara. Leggur félagið fram % af kostn- aðinum. Þá ákvað félagsfundurinn að heimila stjórninni að kaupa hlutabréf fyrir 200 þús. krónur í hraðfrystihúsi, sem stendur á lóð félagsins fyrir ofan Hafnar- bryggjuna. Til hópferða húsmæðra á landbúnaðarsýninguna í Reykja vík, samþykkti fundurinn að veita 10 þús. króna styrk. Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga tekur til starfa í sumar og hefir Haraldur Gísla- son frá Selfossi verið ráðinn til að veita því forstöðu. Úr stjórn félagsins að þessu sinni átti að ganga Karl Krist- jánsson, en var endurkosinn. Varamenn í félagsstjórn voru endurkosnir: Úlfur Indriðason og Kristján Jónsson (Fremsta- felli). Endurskoðandi var einnig endurkosinn, Jón Gauti Péturs- son. ; Vertíðinni í Vestmannaeyjum er nú að mestu lokið, en þó halda togbátar ennþá áfram veiðum. En afli þeirra hefir verið rýr að undanförnu. Nokkrir dragnótabátar munu halda áfram veiðum fram undir síldarvertíð. Um lokin höfðu' borizt á land í Vestmannaeyjum samtals um 13 þús. lestir af fiski. Af aflan- um hefir verið frytt um 5200 lestir, saltað um 7200 lestir og flutt út ísvarið um 800 lestir. Lifraraflinn var um lokin orð- inn 850 smál., en hann var- á sama tíma í fyrra 1142 smál. Aflinn hefir því verið allmiklu minni í vetur en árið áður. Yf- irleitt má því segja, að afli hafi verið lítill á vertíðinni. Framan af vertíð voru góðar gæftir og mjög góður afli. Ver- tíð í Eyjum hófst þó í seinna lagi vegna vinnudeilu, og byrj- uðu róðrar ekki fyrr en 5. febrú- ar. Meðan aflinn var mestur og gæftir beztar höfðu netabátar ekki hafið veiðar, en línubátar öfluðu þá ágætlega. En venju- lega er það netaveiðin, sem mestu veldur um það, hvort vertíðin i Eyjum verður góð eða ekki. . * Segja má, að netaveiðin hafi að miklu leyti brugðizt að þessu sinni. Bæði voru gæftir litlar og lítill afli, þegar gaf. Kenna sumir Heklugpsinu um, og víst er um það, að fyrst eftir bað dró greinilega úr veiðinni. - Botnvörpubátar öfluðu hins veg ar sæmilega síðari hluta vetrar- ins. Aílahæstu bátarnir eru Von- in, sem er togbátur. Hefir hann af'að rúmar 400 smál. fisks og 31 smál. lifur. Skipstjóri er Guðmundur Vigfússon. Mun há- "etahlutur á þeim bát nema um Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri. Fulltrúar á næsta aðalfund Samb. ísl. samvinnufélaga voru kosnir: Þórhallur Sigtryggsson, Björn Sigtryggsson og Karl Kristjánsson. Fundarmenn skemmtu sér við söng og ræðuhóld að fundi loknum. Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri var hylltur af fundarmönnum í tilefni af 10 ára starfsafmæli. Aldursforseta Kaupfélags Þingeyinga, Páli Þórarinssyni var sent heillaóskaskeyti. En hann er nú níræður orðinn og hefir verið félagsmaður í kaup- félaginu allt frá stofnun þess, eða i 65 ár. Ekið á símastaur Um klukkan eitt í fyrri nótt varð fólk .við Rauðarárstíg vart við það, að bifreið var ekið með allmiklum hraða á símastaur við götuna, brotnaði hann við áreksturinn. Var hringt til lög- reglunnar og henni gert aðvart um atburð jjennan. Þegar hún kom á staðinn var bifreiðar- stjórinn horfinn. Fannst hann þó skömmu seinna eftir nokkra leit, og hafði þá verið á næstu grösum. Var hann tafarlaust fluttur á Landsspítalann, þar sem rannsókn fór fram á blóði hans. Leiddi hún í ljós, að mað- urinn var undir áhrifum víns. Brezki skipstjóriim segist hafa viBst til .Englands Skozki tpgarinn Ben Heilem, sem strauk með íslenzkan varð- mann, er hann var tekinn í landhelgi síðastl. laugardag, kom til Englands i fyrrakvöld. íslenzki ræðismaðurinn fór um borð í skipið, þegar það kom að landi og gaf skipstjórinn þá skýringu á framferði sínu, að hann hefði í myrkri orðið við- skila við varðbátinn og því hald- ið til Englands. En hér er um hina herfileg- ustu firru að ræða, þar sem þetta skeði snemma morguns og auk þess vissi íslenzki varðmað- urinn, sem var um borð í tog- aranum allan tímann, vel hvar Vestmanneyjar voru, en þangað hafði brezka skipstjóranum ver- ið skipað að halda. Skipið verður sent til íslands á næstunni og skipstjórinn lát- inn standa fyrir máli sínu hér. Hver myndast í gróð- urhúsi í Hveragerði Annars allt að kyrrast Lítið hefir kveðið að jarð- skjálftum i Hveragerði siðustu dægrin. Dálítilla jarðhræringa varð þó vart í gær. Ný hveraaugu eru þó enn að myndast, og önnur, sem áður hafa myndazt, að stækka. 15 þús. kr. Næstur er Ársæll með 29 smál. lifur. Lundinn er með 28 og hálfa smál. lifur, Ver með 28 og hálfa smál. lifur, Erlingur II með 27 og hálfa smál. lifur og Lagarfoss með 26 og hálfa' smál. lifur. Meðalróðrafjöldi var í febrú- ar 18 róðrar, 21 róður í marz, 17 róðrar í apríl og 4 í maí til vertíðarloka. Þrátt fyrir það, að vertiðin-i Vestmannaeyjum hefir að þessu sinni orðið fyrir neðan meðal- lag,, eru aflahlutir sj ómanna þó óvíða hærri yfirleitt. Kemur þar einkum tvennt til. Óvíða eru jafngóð skilyrði til sjósóknar og í Vestmannaeyjum og fiskurinn, sem þar kemur á land, er yfir- leitt vænni en í öðrum ver- stöðvum. Auk þess eru hluta- skipti sjómanna í Vestmanna- eyjum með meira samvinnu- sniði en í öðrum verstöðvum og bera sjómenn raunverulega meira úr býtum með þvi fyrir- komulagi. Nýlögumrækt- unarsjóðíslands Fjárráð sjóðsins stór v aukin og útlánsvextir hans lækkaðir í gær afgreiddi neðri deild sem lög frá Alþingji frv. um Ræktunarsjóð íslands. Sam- kvæmt því eru fjárráð sjóðsins stórlega aukin og vextir af lán- um, sem hann veitir, verða lækkaðir um helming. Það var eitt af skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir þátt- töku í ríkisstjórninni að þetta frumvarp næði fram að ganga. Efni þessara nýju laga mun sfff- ar rakið nánar sér í blaðinu. -\ Voru búnir að læra það sem í bókunum stóð í tilefni af frásögn lögregl- unnar af bókabrennu gagn- fræðaskólanemenda hefir blað- inu borizt eftirfarandi frá nem- endunum: „Við nemendur 4. bekkjar Gagnfræðaskóla Reykvíkinga viljum taka fram eftirfarandi í tilefni af bókabrennufregn þeirri, er nýlega hefir birzt 1 ýmsum dagblöðum bæjarins: Við 4. bekkingar, er í vor luk- um stúdentsprófi í eðlisfræði og dönsku, stóðum einir að bóka- brennu þessari. Bækur þær, er (Framhald á 4. síðu) Hveraauga hefir komið upp skammt frá útvegg í gróðurhús- inu í þorpinu, en talið er, að auðvelt muni að veita því útrás utan veggjar. Yfirleitt yirðist nú allt vera að kyrrast mjög, svo að vænta má, að jarðhræringar þessar séu um garð gengnar að" mestu leyti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.