Tíminn - 23.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.05.1947, Blaðsíða 1
RTTSTJÓRI: \ \ s ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 i PRENTSMIÐJAN EDDA hi. :.rrSTJÓRASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og-4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargöta 9A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, föstudaginn, 23. maí 1947 93. Iilað Eigiiaköimimm: Tilkynning og skráning handhaf averöbréf a Fimmti kaflinn í stjórnarfrumvarpinu um eignakönnun fjallar i\m tilkynningu handhafaverðbréfa og skráningu þeirra. Verður þessi kafli frumvarpsins birtur hér á eftir og hefir þá allt efni frumvarpsins verið birt hér í blaðnu. Tilkynningar skyldan. Öll innlend handhafaverð- bréf, sem út hafa verið gefin fyrir framtalsdag og þann dag eru i umferð, innanlands eða utan, skal tilkynna til sérstakr- ar skráningar. Erlend hand- hafaverðbréf, sem eru eign inn- lendra aðila á framtalsdegi, er skylt að tilkynna á sama hátt. Til innlendra handhafabréfa tiljast öll skuldabréf og vaxta- bréf, sem gefin eru út til hand- hafa af ríkissjóði eða ríkisstofn- unum, bæjar- eða sveitar- og sýslufélögum, opinberum stofn- unum eða fyrirtækjum, bönk- um og öðrum lánsstofnunum svo og skuldabréf, sem gefin hafa verið út eða framseld til handhafa af einstaklingum eða félögum, og hlutabréf eða stofn- bréf í félögum eða fyrirtækjum, sem ekki eru skráð á nafn. Innlend verðbréf, sem geymd eru hér á landi, skal tilkynna til skattanefndar eða skattstjóra í því skattumdæmi, þar sem eig- endi verðbréfanna er heimilis- fastur. Heimilt er þó að tilkynna verðbréf til annarrar skatta- nefndar eða skattstofu, ef hent- ara þykir, svo sem ef eigandi þeirra dvelst utan lögheimilis síns eða bréfin eru ekki á heim- ili hans. Stofnanir og fyrirtæki, sem hafa mikla verðbréfaeign undir höndum geta krafizt þess, að skráning fari fram á geymslustað bréfanna. Tilkynningarskyld verðbréf í eigu einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja, sem heimilisfesti hafa erlendis, svo og erlend verðbréf skal tilkynna beint til framtalsnefndar. Pramtalsnefnd getur falið fleiri aðilum en að framan greinir að veita tilkynningum viðtöku. Tilkynningarskyldan hvílir á eigendum bréfanna. Tilkynningarskyldan hvílir á eigendum verðbréfanna. Dvelj- ist eigandi erlendis, hvílir skyldan á umboðsmanni hans Hér, enda leggi hann fram um- boð til Ipess. Ef verðbréf er í sameign tveggja aðila eða fleiri, hvílir tilkynningarskyldan á þeim aðilanum, sem bréfin geymir. Annist enginn þeirra geymslu bréfanna, er hverjum þeirra um sig skylt að sjá um, að tilkynning fari fram. Ef ekki er vitað um eiganda, hvílir skyldan á þeim, sem hefir vörzlu bréfanna. Skiptaráðandi ' til- kynnir verðbréf þrotabúa og dánarbúa, sem eru undir opin- berum skiptum. Tilkynningar- skylda hvilir á eiganda, þó að bréfið sé sem handveð eða til tryggingar hjá þriðja manni. Bréf ófjárráða manna tilkynna fjárhaldsmenn eða framfærslu- menn. Ef vafi þykir leika á um ti'l- kynningarskyldu, skal um hana fara eftir úrskurði framtals- nefndar. Tilkynningar um verðbréf skulu undirritaðar af þeim, sem tilkynningarskylda hvilir á, og gilda, að öðru leyti um undir- skrift sömu reglur sem áður segir um innlausnarskýrslur og innstæðuyfirlýsmgar, m. a. um (Framhald á 4. síðu) Frumvarpið um fjárhagsráð orðið að lögum Eignakönnunarfrv. stjórnarinnar verður sennilega að lögum í dag Sósíalistár uppvísir aö einstæðu ábyrgðar- ¦ leysi og loddaraskap / v m Frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignakönnun verður sennilega afgreitt frá efri deild í dag, sem lög frá Alþingi. Var frum- varpið til umræðu í neðri deild í fyrradag, en í efri deild í gær. Þingið gerði enga efnisbreytngu á frumvarpinu aðra en þá, að skuldabréfin eiga að vera til sölu á tímabilinu 1. júlf til 15. ágúst. Sósíalistar héldu uppi ádeil- um á frumvarpið og vildu láta visa þvi frá, en hins vegar báru þeir ekki fram neinar tillögur um endurbætur á því. Aðalá- deila þeirra var sú, að eigna- könnunin næði til alltof margra, því að það ætti að sleppa þeim alveg, sem hefðu svikið lítið undan sköttum. Ekki gátu þeir þó gert grein fyrir því, hvernig ætti að vita það fyrirfram, hvort menn væru lítið eða mik- ið brotlegir, og eftirhvaða regl- um ætti því að sleppa mönnum undan eignakönnun eða ekki. Ekki gátu þeir heldur gert grein fy-rir því, hvernig hægt væri að framkvæma eignakönnun að gagni, ef fleiri eða færri skatt- þegnum væri sleppt undan henni. Loks gátu þeir ekki fært nein rök fyrir því, að rétt væri að láta þá sleppa alveg, sem lít- fð hefðu gerst brotlegir, með til- liti til hinna, sem alltaf hefðu talið rétt fram og greitt fulla skatta. Öll málfærzla Sósíalista hafði þannig þau einkenni, að þeir hefðu ekki minnsta áhuga fyrir réttmætri eignakönnun, heldur vildu þeir reyna að nota málið til að afla sér fylgis þeirra, sem gerzt hafa brotlegir við skattalöggjöfina. í umræðunum i neðri deild var það upplýst af Finni Jóns- syni, að Brynjólfur Bjarnason hefði lagt það til í fyrv. ríkis- stjórn, að skattsvikurum væri gefnar upp sakir, ef þeir keyptu skuldabréf af ríkinu. Það vakti líka athygli, að þingmenn Sósí- alista sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, um skuldabréfakafla frv., sem er varhugaverðasti kafli þess, þótt þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn frv. í heild. (Framhald á 4. siðu) Ánæghur fjármálarábherra Fjárhagsráð tekur sennilega til starfa ínæstamánuði í fyrrinótt var frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit afgreitt frá neðri deild sem lög frá Alþingi. Samkvæmt þessum nýju lögum verður ný- byggingarráð og viðskiptaráð lagt niður, þegar ríkisstjórnin ákveður það, — en það verður sennilega í næsta mánuði — og falla störf þeirra undir fjárhagsráð. Ennfremur fær fjárhagsráð stóraukið verkefni, þar sem því er ætlað að ákveða allar höfuð- framkvæmdir í landinu næstu árin. Má ekki ráðast í neinar stærri framkvæmdir án samþykkis ráðsins. — Þessi nýju lög eru í f jórum köflum, sem fjalla um fjárhagsráð og fjárfestingu, um innflutn- ing og gjaldeyrismeðferð, um verðlag og um almenn ákvæði. Helztu nýmæli frv. eru í fyrsta kaflanum og verða þau rakin hér á eftir. Mynd þessi var tekin af Dalton, f jármálaráðherra Breta, þegar hann lagði fjárlögin fyrir þingið í vetur. Það er venja að ráðherrann komi með þau í gyltri tösku, sem hefir verið notuð lengi í því augnamiði. Á mynd- inni sést hann hampa henni framan í þingmenn, enda er það í fyrsta skipti í langan tíma, sem tekjuhallalaus fjárlög eru lögð fyrir brezka þingið. Vélar mjólkursamlagsins í Borg- arnesi endurnýjaðar á þessu ári Frá aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga var haldinn í Borgarnesi snemma í þessum mánuði. Hagur félagsins er góður og nam vöru- sala þess á seinasta ári samtals rúmum fimm miljónum króna. Til ráðstöfunar á aðalfundi komu 232 þús. krónur af hagnaði félagsins. Kaupfélag Borgfirðinga hefir fjölþættan rekstur með hönd- um eins og kunnugt er. Auk þess, sem það rekur verzlun með útlendar og innlendar vör- ur, starfrækir það einnig brauðgerð, f rystihús og bif reiða- stöð. Keypti það fyrir nokkrum árum " bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssonar, sem annaðist ferðir á öllum helztu leiðum um Borgarfjörð og mjólkurflutn- inga. Hefir félagið haldið þeim rekstri áfram, eftir því sem bif- reiðakostur og aðrar ástæður hafa leyft. Afkoma félagsins á seinasta ári varð mjög góð. Sjóðir fé- lagsmanna hafa aukizt allveru- lega á árinu og eins afkoma þeirra gagnvar-t félaginu. Vöru- salan, sem nam um fimm mil- jónum á árinu, hafði aukizt um nærri eina miljón króna. Tala félagsmanna er nú um 850. Af framkvæmdum sem félagið hafði með höndum á árinu, eru þessar helztar: Tekið var á leigu nokkurt landssvæði á Hurðarbaki, vest- an þjóðvegarins við Kláffossbrú, og þar byggt sláturhús og íbúð- arhús fyrir starfsfólk það, er vinnur við sláturhúsið. Nokkur hitavatnsréttindi fylgja með í landleigunni, eða um 2 sekúndu- lítrar. Hitalögnin er ekki kom- in á, en vonir standa til þess að það geti orðið i ár. Bygging- arframkvæmdir þessar kostuðu 156 þúsund krónur. Nýbygging- in var starfrækt s.l. haust. Á árinu keypti félagið hinn svokallaða „Veitingaskála í Brákarey." F,r hann talinn í fasteignum félagsins ásamt lóða réttinum á kr. 23.000.00. Síðast- liðið sumar og ennþá, hefir byggingin verið notuð fyrir í- búðir og geymslu. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að endurnýja allar eða nær allar vélar i Mjólkursam- laginu og eru líkur fyrir, að flestar vélarnar komi slðari hluta þessa árs. Eru það mun afkastameiri vélar en nú eru í samlaginu. Vélakaup þessi, sem gerð eru í Danmörku og Sví- þjóð, munu kosta 3—400 þús. krónur. Framundan eru miklar og dýr- ar byggingarframkvæmdir, sem í verður að ráðast svo fljótt sem unnt er. Auk verzlunarhúss er aðkallandi að byggja fyrir brauðgerðina og nýja kjötbúð. Þá þarf að leysa a einn eða annan hátt húsnæðisvandræði sumra starfsmanna félagsins. í lok s.l. árs gaf félagið út skuldabréfalán að upphæð ein miljón krónur. Sala bréfanna hófst ekki fyrr en á þéssu ári, en hefir gengið allvel. íbúðarhús ,að Egils- stöðtim í Villinga- holtshreppi brann í gær Síðdegis í gær brann annað íbúðarhúsið að Egilsstöðum í Villingaholtshreppi til kaldra kola. Þegar blaðið var að fara í prentun í gærkvöldi símaði Helgi Ágústsson fulltrúi á Sel- fossi þær fréttir til bláðsins, að annað íbúðarhúsið að Egilsstöð- um í Villingaholtshreppi hafi brunnið síðdegis í gær. Um klukkan fimm í gær var símað að Selfossi og sagt að kviknað hefði í ibúðarhúsi að Egilsstöðum, sem tilheyrir þeim hluta jarðarinnar er Guðmund- urEiríksson býr á. Var slökkvi- liðið beðið að koma til aðstoðar frá Selfossi. Brá það skjótt og vel við og var komið austur að (Framhald á 4. síðu) Starfsgrundvöllur fjárhagsráðs. Ríkisstjórnin'skipar 5 manna nefnd, er nefnist fjáirhagsráð. Hlutverk þess er að samræma framkvæmdir einstaklinga og almannavaldsins, meðan hinar miklu framkvæmdir i islenzku atvinnulífi standa yfir, þannig að þær verði gerðar eftir fyrir- fram saminni áætlun fjárhags- ráðs, er ríkisstjórnin staðfestir. Fjárhagsráð miði störf sín við eftirfarandi: 1. Að öll framleiðslugeta sé hagsýtt til fulls og öllum verk- færum mönnum tryggð næg og örugg atvinna. 2. Að öllum vinnandi mönn- um, og þó sérstaklega þeim, er stunda framleiðsluvinnu til sjávar og sveita, séu tryggðar réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, en komið í veg fyrir óeðlileg sér- réttindi og spákaupmennsku. 3. Að neytendur eigi kost á að kaupa neyzluvörur sínar og framleiðendur rekstrarvörur sínar á hagkvæmasta hátt og vörukaup til landsins og vöru- dreyfing innanlands gerð eins ódýr og hagkvæm og frekast er unnt. 4. Að áframhald verði á öflun nýrra o^ fullkominna frám- leiðslutækja til landsins, eftir þvi sem gjaldeyrisástæður og vinnuafl leyfir frekast, enda verði tryggt fé til framkvæmd- anna jafnóðum. 5. Að byggðar verði verksmiðj- ur og iðiuver til þess að vinna sem mest og bezt úr öllum fram-' leiðsluvörum til lands og sjávar, þannig að þær séu seldar úr landi eins fullkomnar og frekast er kostur og við staðsetningu verksmiðjanna verði tekið tillit til hvors tveggja í senn, fram- leiðsluskilyrða og atvinnuþarfa einstakra byggðarlaga. 6. Að bæta starfsskilyrði iðju- vera sem framleiða vörur, er spara þjóðinni gjaldeyri. 1. Að atvinnuve^r lands- manna verði reknir á sem hag- kvæmastan hátt á arðbærum grundvelli og stöðvist ekki vegna verðbólgu og dýrtíðar. 8. Að húsnæðisskorti og heilu- spillandi íbúðum, hvar sem er á landinu, verði útrýmt með bygg- ingu 4iagkvæmra íbúðarhúsa. Áæi^anir um framkvæmdir. : Fjárhagsráð semur fyrirfram fyrir ár hvert áætlun um heild- arf ramkvæmdir. Fyrir yf ir- standandi ár semur ráðið áætlun þessa svo fljótt sem auðið er og að svo miklu leyti sem við verð- ur komið. í áætlun þessari skal gerð grein fyrir kostnaði við allar stærri framkvæmdir, svo og með hverjfam hætti fjár skuli aflað, enda skal kveða á um það, I hverri röð framkvæmdir skuli verða, svo að vinnuafl og fjár- magn hagnýtist þannig, að sem mest not verði að. Ennfremur semur fjárhags- ráð fyrir ár hvert heildaráætlun um útflutning og innflutning þess árs, magn og verðmæti. Skal áætlun þessi miðast við það að hagnýta sem bezt markaðs- möguleika og fullnægja sem hagkvæmast innflutningsþörf iandsmanna. Fjárhagsráð leitar samvinnu um samning heildaráætlunar við opinberar stofnanir, félög og einstaklinga, sem framleiðslu, ysrzlun,. iðnað eða annan at- vinnurekstur hafa með hönd- um, er fjárfestingu þarf til. Skulu þessir aðilar senda fjár- hagsráði íyrir þann tíma, er það ákveður, áætlun um stofnfjár- þörf sína, lánsfjárþörf, gjald- eyrisþörf og vinnuaflsþörf. Ennfremur skal fjárhagsráð hafa samvinnu við lánsstofnan- ir í lancjjnu um samningu og framkvæmd fjárfestingaráætl- unar, og ber þeim að skýru fjár- hagsráði frá fjármagni því, er þær hafa yfir að ráða. Nú telur fjárhagsráð eigi nægilega séð fyrir fjárþörf fyrirtækja, er það telur nauðsyn til að stofnsetja, og skal það þá leita samvinnu við ríkisstjórn, lánsstofnanir og aðra aðila, er hlut gætu átt að máli, um fjáröflun til þessára fyrirtækja. Janfhliða því sem fjárhagsráð semur áætlun þá um heildar- framkvæmdir, er áður greinir, skal það og gera sérstaka áætl- un um framkvæmdir ríkisins áður en fjárlög eru samin ár hvert, og sé við samningu þeirr- ar áætlupar, er ríkisstjórnin og Alþingi geti haft hliðsj<>n af, stefnt að því að tryggja lands- mönnum öllum næga atvinnu, en koma jafnframt í veg fyrir ofþenslu. Fjárfestingarleyfi., Til hvers konar fjárfestingar einstaklinga, félag^ og opin- berra aðila, hvort sem er til stofnunaf nýs atvinnurekstrar, til aukningar á þeim, sem fyrir er, húsbygginga eða annarra mannvirkja, þarf leyfi fjárhags- ráðs, og gildir þetta einnig um framhald þeirra framkvæmda, sem þegar eru hafnar. Þó sks^ ákveðið í reglugerð, að tilteknar minni háttar fram- kvæmdir séu heimilar án fjár- festingaleyfis. Nánari ákvæði um fjárfestingaleyfi séu sett í reglugerð. Fjárhiagsráð skal beita sér fyrir samvinnu atvinnurekenda og verkamanna um bætta að- stöðu verkafólks á vinnustöð- um betri hagnýtingu vinnuafls og aukin vinnuafköst. Fjárhagsráði er heimilt að leggja fy*;ir vinnumiðlunarskrif- stofur landsins að láta fara fram skrásetningu verkafólks almennt eða í einstökum stafs- greinum á þeim tíma og eftir þeim reglum, er fjárhagsráð á- kveður. Ríkisstjórnin í heild hefir yf- (Frfimhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.