Tíminn - 23.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1947, Blaðsíða 3
93. blat* TÍMEVIV, iöstmlagiim 23. maí 1947 3 Kristján Benediktsson: Rangindi löggjafarinnar um almannatryggingar Ég hefi fyrir nokkru skrifað grein i Tímann um almanna- tryggingarnar. Ég benti þar á, að frá mínum bæjardyrum séð, hefði persónutryggingargjaldið átt að vera lægra en það nú er ákveðið. Ég benti þar á, að al- mannatryggingalöggjöfin ætti umfram allt að vera samhjálpar- starfsemi þegnanna og því eðli- legt, að hinn sameiginlegi sjóður þegnanna, ríkissjóður, bæri að meira parti byrðirnar af trygg- ingunum en nú er gert ráð fyrir og á þann hátt, í gegnum fjár- öflun til ríkissjóðs, láta breiðu bökin bera byrðina að talsvert miklu leyti meira en þau veiku. Ég benti á, hve fráleitt mér sýndist, að láta unglinga frá 16 —18 ára, sem ekkert eiga og litl- ar tekjur hafa, greiða svona hátt tryggingargjald, sem nú er gert ráð fyrir, og einnig fólk á aldrinum frá 60—67 ára, sem er í flestum tilfellum orðið þá lítt vinnufært og í mörgum tilfell- um hefir þá lítið fé milli handa þótt það hafi unnið mikið og hamingjudrjúgt starf fyrir þjóðfélagið. Síðan ég skrifaði þessa um- ræddu grein, hafa margar radd- ir komið fram, er benda á hversu mikil hrákasmíði almanna- tryggingalöggjöfin er, á svo mörgum sviðum, og hafa strax komið fram margar tillögur til breytinga og bóta á löggjöfinni, þótt lítið hafi verið komið inn á þau atriði er ég benti á í grein minn. Nú við byrjunarframkvæmd almannatryggingala^anna hafa komið fram ýms atriði til gjalda, er mann óraði ekki fyrir í byrj- un og skal þá fyrst nefna trygg- ingarskírteinið selt á kr. 30,00. Það er dýrt pappírsblað. Kem ég þá að skyldu þeirri, sem lögð er á herðar bændum sem og annarra framleiðenda, að slysatryggja það fólk, er hjá þeim vinnur að framleiðslunni. Þetta atriði sýnir bezt, að slysa- tryggingin er aðeins fyrir laun- þega, ekki fyrir framleiðendur, enda þótt svo sé komið, að erfitt sé að fá fólkið til að reka fram- leiðslustarfsemi vegna þess að önnur störf borga sig betur og eru áhættuminni, og ríkið verð- ur að ábyrgjast og kaupa ýmsar framleiðsluafurðir. Þrájtt fyrir þetta allt eru framleiðendur látnir greiða slysatryggingar- gjald fyrir launþegana, sem hafa þó í mörgum eða kannske i flestum tilfellum hærri laun en framleiðandinn. Það lítur út fyrir, að með þessu sé löggjafinn hannsskólann í Gautaborg, Elov Lindelv, skrifar um þessi mál í Pædagogisk Psykologisk Tid- skrift, og telur þetta ánægju- lega o^ heillandi viðbót við sjálft skólastarfið og uppbót á því. Mestallt þetta starf er unn- ið og leitt af kennurum skólans, annað hvort sem sjálfboðastarf, eða fyrir einhverja þóknun. Skólastjórinn lýsir þessari starfsemi í skóla sínum þannig: Unnið er alla virka daga frá kl. 17,30—19,30, en tvö kvöld í viku frá 19—21. Viðfangsefnin eru þessi eftir eigin vali þátttak- enda: Kennsla í söng og alls konar hljóðfæraleik. í þessum flokki voru t. d. myndaðir 3 kórar. Þá er teikning tveir flokkar, tré- smíði, tveir flokkar, málmsmíði, saumaskapur, leikfimi og íþrótt- að hvetja framleiðendur til að hverfa frá framleiðslunni til launastarfsins. Þetta er svo frá- leitt sem nokkuð getur verið. Þá skulum við athuga um síð- ustu málsgrein 46. gr. almanna- tryggingalaganna, þar sem að sagt er: Börn atvinnurekanda yngri en 16 ára, kona hans og foreldrar eða fósturforeldrar eiga ekki rétt til slysabóta þótt þau vinni í þjónustu hans. Hvað er hér verið að segja okkur? Það er verið að segja okkur, að venslafólk okkar, sem vinnur með okkur að framleiðslunni, er gert réttlaust til slysabóta þótt eitthvað' kunni upp á það að falla. Ef kona mín vinnur með mér að framleiðslustörfum og slasast við þá vinnu fær hún engar slysabætur. Nú verð ég að fá mér annan kvenmann til að geta haldið starfseminni áfram, hún fær slysabætur, ef hún slasast við vinnuna. Af hverju er þessi munur ger. í öðru til- fellinu er um að ræða konu framleiðanda, í hinu tilfellinu er það launþegi, sem á hlut að máli. Þarf ég að segja meira um þetta, eða misskil ég þessi at- riði tryggingalaganna, eða er slysatryggingin aðeins fyrir eina stétt þjóðfélagsins, launastétt- ina. Nei, við eigum öll, sem vinnum þjóðnýt störf fyrir land vort og þjóð að vera slysatryggð. Við vinnum öll í þarfir þjóðfélagsins og þjóðfélagið sem heild á að bera aðalbagga þeirra slysabóta, en vilji löggjafinn hafa einhvert persónugjald vegna slysatrygg- inganna eiga allir að greiða það, sem þátt taka í starfi og má það persónugjald vera lágt, en stig- hækkandi, eftir því, sem starfið er erfiðara og hættumeira,' enda eiga slík störf að vera betur borguð en áhættuminni störf og erfiðisminni. Svo eigum við líklega bráðum von á atvinnuleysistrygginga- löggjöf. Fyrir hverja verður hún gerð, og hverjir verða látnir bera hana uppi? Ekki verður hún gerð fyrir þá, sem setið haffi eftir í sveitinni og hafa tekið að sér að bæta kotið, svo að þar verði lífvænlegra í framtíð, og ekki heldur fyrir þá, sem byrj- að hafa með lítinn bát til út- gerðar og hefir auðnazt að færa út kvíarnar og stækka útgerðar- fyrirtæki,. svo að það geti veitt framtíðaratvinnuöryggi. En þessir aðilar verða kannske látnir bera byrðarnar af at- vinnuleysisllöggjöfinni? Verður (Framhald á 4. síðu) ir, margir flokkar, og er þá skipt eftir aldri. Þá eru þarna nám- skeið í heilsufræði og heilsu- vernd. Leshringur í ensku, eðlis fræði og efnafræði. Þá starfar þarna bókbandsflokkur, flokkur, sem æfir smásjónleika, flokkur, sem gerir svifflugur, og auk þess alls konar klúbbar, sem venju- lega eru nemendur úr einhverj- um ákveðnum bekk, er samein- ast um eitthvert áhugamál sitt. Eru t. d. frímerkjasafnarar, hafa áhuga fyrir hljómlist, eða eitthvað annað. í kringum þetta myndast síðan ýms smáfélög, er halda sína fundi. Þessi félög efna svo í sameinipgu til leik- kvölda, ferðalaga, hljómleika, kvöldskemmtana og foreldra- funda. Allt er þetta miðað við veturinn 1945—46. Framhald. I Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund. FIMMTÁNDI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Skjöldur þrífst ágætlega hjá okkur og hagar viðmóti sínu eftir því, sem honum virðist um mannvirðingar okkar. Hann er vingjarnlegur og umburðarlyndpr við húsbóndann, glettinn og gamansamur við Hildigerði, en alvarlegur, þegar ég á hlut að máli. Þetta er áreið- anlega mjög skynsamur hundur. Vei þeim, sem ætlaði að rænast inn á okkar lóð. Hólm liðsforingi á það til að vera talsvert brellinn við blíða kynið. Hann var að reyna að spreka mér til hérna um kvöldið, þegar þeir karlmennirnir sátu að drykkju úti á svölunum, og varð þá á að klípa mig í — ja við skulum segja handlegginn. Ég var ekki fyrr búin að reka upp viðeigandi skræk en eiltthvert ferlíki steypti sér yfir liðsforingjann af slíkum ofsa, að bæð stóll og maður endaveltust á gólf- inu. Þetta var Skjöldur — hann er sannarlega okkar sverð og skjöldur hér á heimilinu. Liðsforingjanum varð fyrir að þrífa í borðdúkinn um leið og hann missti jafnvægið, og þar eð maðurinn er sæmilega handfastur, sem ég get sjálf borið um, varð dúkurinn honum nátt- úrlega samferða á gólfið, ásamt nokkrum diskum og talsverðu af heitum mat og smurðu brauði, stórri könnu fullri af öli, tveimur glösum og flösku af sænsku brennivíni, sem hafnaði ofan éf^llri hrúgunni og brotn- aði ekki, húsbóndanum tii mikils léttis. Tappinn var líka í flöskunni, svo að það fór ekki dropi til spillis.. — E-há og einmitt. Svona hund hefðirðu alltaf þurft að hafa nálægt þér, Hólm. Þá væri margt ógert af því, sem þú hefir glæpzt til að gera um dagana, sagði hús- bóndinn, þegar mannhróið brölti á fætur og greiddi sósuna, sem átti að vera út á hanasteikina, úr þunnu hárinu. — Þú ert hreint sá bezti félagi, sem ég á .... skemmtilegt var það nú eins og það var. Og þó að stúlkurnar séu viðsjálar og snúi við okkur bakinu fyrr en varir, þá eigum við alltaf vísa huggun á elliárunum, því að flaskan sveik okkur ekki — það geturðu sjálfur séð. — E-há, ja-há, sagði húsbóndinn. Mikið gerir ellin að. Við skulum þá neyta náðarmeðalanna, þegar stúlk- i urnar eru búnar að þrífa þig dálítið. Síðan þetta gerðist réttir Hólm liðsforingi aldrei svo mikið sem litla fingur að okkur, kvenþjóðinni á Grund —að minnsta kosti ekki, ef Skjöldur er sjáanlegur. Og hann er einlægt á hælunum á okkur Hildigerði. Arthúr kom hingað í dag. Krabbatíminn nálgast, og hann ætlar að kaupa krabbaaflann hér um slóðir fyrir hæsta verði og selja hann síðan til Stokkhólms. Þettyf hefir engum dottið í hug fyrr. Hann hefir gert samn- ing við álla veiðieigendur, nema Grundarbóndann. En húsbóndinn var úti á vatni, þegar Arthúr kom til þess að leita hófanna um samning, og hann varð að bíða lengi eftir honum. Ég var að hreinsa baunir, sitjandi á eldhúsborðinu, Hildigerður stóð við uppþvott, en Skjöldur lá á gólfinu og hafði vakandi auga á Arthúr, sem skálmaði fram og aftur um eldhúsgólfið i*skósiðri gúmmikápunni, sem hann tygjast, þegar hann notar mótorhjólið, og út- rósaði fyrir okkur með miklum fettum og brettum, hversu stórkostlegan gróða hann myndi hafa af krabbaverzluninni. Allt í einu nam hann staðar fyrir framan mig og hrópaði: — Það er alveg satt, Anna — þú átt hjá.ajér fimmtán krónur. Lund fékk 150 krónur fyrir Skjöld, og ég fékk 20% fyrir milligönguna. Þú færð helminginn af þvi fyrir það, sem þú lagðir til málanna, eins og okkur kom saman um. Þá missti Hildigerður bolla á gólfið, og þar eð það er örruggasta merkið um, að stormur sé i aðsigi, flýtti ég mér að segja: — Já, ágóðahluturinn — ég átti víst ekki að fá hann ein. Hildigerður mælti ekki síður með því, að kaupin tækjust, heldur en ég, og ef þú ætlar einhverju að víkja að okkur fyrir liðveizluna, þá skiptist það jafnt á milli okkar Hildigerðar. Það yrðu þá sjö krónur og fimmtíu -feurar handa hvorri. — Eins og þú vilt, sagði Arthúr, jafn riddaralegur og venjulega. Hildigerður tók þegjandi við sínum hluta af her- fanjjinu, og það boðaði ekki neitt gott. Ég fann strax að loftið var lævi blandið, svo að ég reyndi að fitja upp á einhverju, er gæti komið öllum í gott skap að nýju. En Arthúr átti sér einskis ills von og bætti nú gráu ofan á svart. Hann þreif í öxlina á mér, og skók mig til og sagði: — Það var lóðið, elsku bróðir, stundi Hólm. En — Arrr, urraði Skjöldur — lítil áminntog við fyrsta brot. — Þegiðu, Skjöldur, sagði ég. Þessi náungi má taka eins mikið á mér og hann vill. — Nei — hann má það ekki, emjaði Hildigerður með grátstafinn i kverkunum. Gctum afgrcitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnufélaga AUGLÝSING um umferö i Reykjavík Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir, með tilvísun til 7. gr. umferðarlaga nr. 24 frá 1941, samþykkt að Hringbraut skuli teljast aðalbraut, þó með þeirri undantekningu, að Laugavegur og Hverfisgata njóti forréttar fram yfir Hringbraut. Aðalbrautir njóta þess forréttar, að umferð bif- reiða og annarra ökutækja frá vegum, er að þeim liggja, skal skilyrðislaust víkja fyrir umferð aðal- brautar eða staðnæmast áður en beygt er inn á aðalbraut, ef þess er þörf. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. mal 1947. Sigurjón Sigurðsson settur. Tilkynning frá rannsóknarlögreglunni Sunnudaginn 11. ágúst 1946 um kl. 13,30 varð fær- eyskur maður fyrir einni af áætlunarbifreiðum Hafnarfjarðar í Fossvogi milli sléttuvegar og Foss- vogsvegar, og beið hann samstundis bana. Bifreið nokkra bar þarna að skömmu eftir að slys þetta skeði/ og flutti stjórnandi hennar lík Færey- ingsins á Landsspítalann. Þar eð líkur eru til, að bifreiðarstjóri þessi muni geta gefið einhverjar upp- lýsingar um slys þetta, en ókunnugt er, hver hann er, biður rannsóknarlögreglan hann um að koma til viðtals við sig hið fyrsta. Mál út af nefndu slysi er nú fyrir hæstarétti. Rannsóknarlögreglan TILKYNNING til innflytjenda Viðskiptaráðið hefir í hyggju að veita innflutnings- leyfi fyrir vörum frá Ítalíu, sem greiddar verða með lírum, ef verð og afgreiðslumöguleikar eru þannig að Viðskiptaráðið geti fallizt á. Umsóknir skulu sendar Viðskiptaráði fyrir 1. n. m. og skulu fylgja þem upplýsingar um verð, gæði og afgreiðslumöguleika varanna. Reykjavík 21. maí 1947. V iðskiptaráð <» o o o o o O o o O O < > <» <> o <> <> <> <» <» <' <> <> <» < > <» <> <» <» <> o <» Bændur og útgerðarmenn! Tengill h.f., Heiði við Kleppsveg, sími 5994 tekur að sér hvers konar raflagnir og mótorviðgerðir, ásamt uppsetningum á stærri og smærri rafstöðvum. Útvegum allt fáanlegt efni. Sendum gegn póstkröfu. Skrifið. Símið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.