Tíminn - 23.05.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.05.1947, Blaðsíða 4
t-RAMSÓKNARMENN! Mlltll6 að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 23. MAi 1947 93. blað Ný revya í kvöld verður frumsýning á Revsu, sem Fjalakötturinn ætl- ar að gefa bæjarbúum kost á að sjá. Höfundar þessa nýja gamanleiks eju þeir Tómas Guðmundsson skáld, Haraldur Á. Sigurðsson leikari og Indriði Waage leikari. Annast Indriði jafnframt leikstjórnina. Sýning þessi er með nokkuð nýstárlegu sniði og vérða sýn- ingarnar haldnar í Sjálfstæðis- húsinu. Að sýningu lokinni verður dansleikur, sem sýning- argestir eiga kost á að sækja. Leikurinn er í tveim þáttum og gerist á tveimur stöðum. — Fyrri þátturinn gerist á Geð- veikrahæli, en síðari þátturinn í sjálfu stjórnarráðinu. í leikn- um eru sungnir milli 10 og 20 gamansöngvar, sem Tómas Guðmundsson heíir gert sér- staklega fyri þessa Revyu. Frv. um f járhagsráð (Framhald af 1. síðu) irstjórn fjárhagsráðs og tekur ákvarðanir um “höfuðatriði og sker úr am ágreiningsmál, sem einhver fjárhagsráðsmaður skýtur til hennar. Ríkisstjórnin setur með reglu- gerð ákvæði um skipan, stjórn og starfssvið hinna einstöku deilda f járhagsráðs, að fengnum tillögum þess. v Úthlutun gjaldeyrisleyfa. , í öðrum kafla laganna, er fjallar um innflutning og gjald- eyrismeðferð, er ákveðið, að fjárhagsráð starfræki sérstaka innflutnings- og gjáldeyrisdeild, sem einnig fer með verðlagseft- irlit. Þessi deild gefur út inn- flutnings- og gj aldeyrisleyfi eft- ir nánari fyrirmælum fjárhags- ráðs. Helzta nýmælið í þessu sambandi er það, að „úthlutun leyfanna sé við það miðuð, að verzlunarkostnaður og gjald- eyriseyðsla -verði sem minnst. Reynt verði, eftir því sem frek- ast er unnt, að láta þá sitja fyr- ir innflutningsleyfum, sem bezt og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu. Skal þetta gilda jafnt um kaup- mannaverzlanir og samvinnu- verzlanir og miðað við það, að neytendur geti haft vjiðskipti sín þar, sem þeir telja sér hag- kvæjnast að verzla.“ Þá eru í lögunum miklu strangari refsingar fyrir brot á innflutnings- og verðlagslög- gjöfinni en hingað til hafa ver- ið. Að öðru leyti eru ákvæðin um þessi mál mjög svipuð á- kvæðum gildandi laga. Eigiiaköiinimarfrv. (Framhald af 1. síðu) í neðri deild gagnrýndu þeir Skúli Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason ýms ákvæði frv., en í efri deild þeir Hermann Jónas- son og Páll Zóphóníasson. — Jafnframt sýndu flestir þess- ara ræðumanna fram á óheil- indi Sósíalista, þar sem þeir beittu sér ekki fyrir því, að frv. yrði betur úr garði gert, en vit- anlega væri það skylda stjórn- arandstöðunnar, ef hún áliti frv. varhugavert. í stað þess höguðu þeir allir gagnrýni sinni þannig, að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þeim brotlegu. Slíkt væri í senn hámark á- byrgðarleysis og loddaraskapar. Ibúðarfiús brennur (Framhald af 1. síðu) Egilsstöðum um klukkan sex. Þá var eldurinn orðinn svo magn- aður að ekki reyndist unnt að bjarga íbúðarhúsin, en skúr sem áfastur var við það varð bjarg- að, og einnig hlöðu. ' Húsið sem brann var tvílyft timburhús. Engu tókst að bjarga af því sem var á efri hæðinni, en sængurfötym, íverufötum og öðru smávegis tókst að mestu að bjarga af neðri hæðinni. Blfreiðaokrið (Framhald af 2. síðu) ekki að liggja með varahluti í 100 tegundir bifreiða. Það fyrirkomulag, sem nú er á þessum málum er gersamlega óþpiandi og kostar þjóðina maragar ' miljónir í erlendum gjaldeyri árlega. Hver og einn, sem getur krækt sér í umboð fyrir alls konar ökutæki getur ausið þeim inn í landið í hundraðatali hvort sem þau eru nothæf eða ónýt. Nú upp á síðkastið hefir þó keyrt um þverbak í þessum mál- um. Fjöldi tegunda meira og minna lélegra smábifreiða hefir verið ausið inn í landið öllum til tjóns nema umboðsmönnunum. Af fenginni reynslu er ljóst, að hvort sem sú stofnun, sem gefur innflutningsleyfin fyrir bifreiðunum heitir Innflutn- ings og gjaldeyrisnefnd, Við- skiptaráð eða eitthvað annað, er henni ekki trúandi fyrir þessu. Þess vegna verður að vera til sterk bifreiðaeinkasala, sem ákveður hve margar og hvaða tegundir skuli innfluttar. Af framanrituðu ættu allir heilvita menn að sjá, að núver- andi fyrirkomulag þessara mála hefir kostað þjóðina miljónir í erlendum gjaldeyri og mun halda áfram að gera það, nema tekið sé alvarlega í taumana. Það er kominn tími til fyrir valdhafa þjóðarinnar að meta hag hennar í heild framar gróðafikn alls konar braskara. Þjóðin ætlast til þess, að tekið sé á málum hennar af mann- dómi og réttlæti þó það skerði gróðamöguleika nokkurra okr- ara. Ríkisskattanefnd (Framhald af 2. síðu) inga. Hér ber að sama brunni og þegar niðurjöfnunarnefndar^ maður sem Héðin Valdimarsson kærði útsvar sitt fyrir 1920, og þraut rök, endaði vörn sína með orðunum: „Og svo er þetta óvissa frá Landsverzlun." Fyrirtæki sem ríkisskatta- nefnd úrskurðaði eitt árið að hefði 212 þúsund í skattskyldar tekjur, úrskurðaði sama nefnd að skyldi það sama skattár greiða 258 þúsund í skatta og út- svar og skýringin var sú, að gleymst hefði að leggja saman, hvað skattar og útsvör námu samtals. Úrræðl. Ekki getur talist ótímabært að setja gleggri og fyllri ákvæði um útsvarsálögur, og í því sambandi kemur til álita, hvort ekki sé orðið tímabært að sameina á- lagningu útsvara og skatta, þannig að það valdi ekki fjár- upptökuviðurlögum t. d. að búa utan Reykjavíkur. Kemur þá líka til álita, hvort ekki væri rétt að sameina alla skattinnheimt- una hjá einni stofnun. Helgi Benediktsson. Almanna- try^ingarnar (Framhald af 2. síðu) ekki atvinnuleysislöggjöfin gerð fyrir launþega? En verða þeir látnir bera hana uppi? Það er spurning. Kristján Benediktsson. Drekkið Maltko! Höfum fyrirliggjandi og eigum von á fyrir vorið allskonar HANDVERKFÆRUM til garð- og jarðyrkju, svo sem: Stunguskonum, Malarskóflum, Steypuskóflum, Ballastskóflum, Kornskóflum, Járnkörlum, Hökum, Hnausakvíslum, Stungukvíslum, Heykvíslum, Höggkvíslum, Garðhrífum, Arfasköfum. Sendið pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnuf élaga Tilkynning og skráning handhafaverðbréfa (Framhald af 1. síðu) sýningu vegabréfs eða nafnskír- teinis. Tilkynningarfresturinn verður einn mánuður. í verðbréfatilkynningu skal greina nafn eiganda ásamt stöðu og heimilisfangi svo og aðrar upplýsingar, sem fram- talsnefnd ákveður. Tilkynningum um verðbréf þéirca aðila, sem heimilisfastir eru hér á landi, skal lokið innan mánaðar frá framtalsdegi. Framtalsnefnd getur veitt lengri frest, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hún ákveður og til- kynningarfrest aðila, sem heim- ilisfastir eru erlendis. Komi tilkynningar fram, eft- ir að frestur er liðinn, en fyrir lok innköllunarfrests, úrskurðar framtalsnefnd, hversu með skuli fara. Fyrir drátt á til- kynningu getur fjármálaráð- Árra úrskurðar eiganda sekt, allt að 25% af andvirði bréf- anna. Ekki er eiganda skylt að til- kynna verðbréfaeign sína alla í einu lagi. Stimplun og skráning bréfanna. Þegar tilkynning er afhent skattanefnd, skattstofu eða framtalsnefnd, skal jafnan leggja fram verðbréf þau, sem þar eru greind, að undanskyld- um verðbréfum, sem erlendis eru. Sá aðili, sem við tilkynn- ingu tekur, gætir þess, að bréf- in séu þar rétt greind, og stimpl- ar síðan hvert verðgréf mejS þar tíl ^erðu stimpilmerki. Fram- talsnefnd ákveður, hvernig haga skuli stimplun eða merkingu verðbréfa, sem út eru gefin af erlendum aðila, og innlendra verðbréfa, sem geymd eru er- lendis. Að stimplun eða merkingu lokinni skal bréfunum skilað aftur í hendur eiganda og vott- orð skráð á tilkynninguna um, að viðkomandi bréf hafi verið stimplað eða ákvæðum um merkingu fullnægt. Framtalsnefnd setur reglur um, hvernig haga skuli tilkynn- ingu og stimplun verðbréfa, sem eru 1 vörzlum sjóða eða stofn- ana til geymslu,-*innheimtu eða tryggingar, eða í vörzlum aðila, sem falin hefir verið sala þeirra. Þeir aðilar, sem veita verð- bréfatilkynningum viðtöku og annast stimplun þeirra eða merkingu, skulu gera skrár um öll þau verðbréf, sem þeim hafa borizt tilkynningar um, og í því formi, sem framtalsnefnd á- kveður. Framtalsnefnd skal fá skrárnar í hendur tpnan þess tíma, sem hún tiltekur. Framtalsnefnd lætur fara fram rannsókn á því með að- stoð skattyfirvalda og þeirra að- ila, sem eru útgefendur tilkynn- ingarskyldra verðbréfá, hvort tilkynnt hafi verið öll þau verð- bréf, sem í umferð eru af hverj- um flokki og hverri tegund verðbréfa. Vantalin bréf verða eign ríkissjóðs. Eftir að tilkynningarfrestur er liðinn, skal birta opinbera innköllun til eigenda verðbréfa, sem ekki hafa verið tilkynnt. Innköllunarfrest ákveður fram- talsnefnd. Ef eigandi bréfs kemur ekki fram samkvæmt innkölluninni innan loka inn- köllunarfrests, fellur verðbréfið ásamt vöxtum og arði, eða and- virði þess, óskert í ríkissjóð. Fjármálaráðherra getur þó í samráði við framtalsnefnd veitt undanþágu frá þessu, ef gild af- sökun kemur fram fyrir því, að bréfi var ekki lýst í tæka tíð. , Hver sá aðili, sem flytur hing- að til lands erlend verðbréf, sem ekki bera það ótvírætt með sér, að þau séu gefin út eða sett í umferð eftir framtalsdag, skal tafarlaust gefa framtaljsnefnd skýrslu um innflutning bréfsins. Skal þar greina nafn og heimil- isfang eiganda og hvenær bréf- ið hafi komið í hans eigu. Um stimjyiun og merkingu slíkra bréfa fer eftir venjulegum regl- um. Bannað er að flytja til ann- arra landa skráningarskyld verðbréf, sem ekki hafa verið tilkynnt. Sama er um vaxta- miða eða arðmiða af slíkum bréfum. Óheimil meðferð tilkynningarskyldra bréfa. Handhafabréf, sem gefin eru út af innlendum aðilum, er óheim- ilt að setja í umferð eftir fram- talsdag, nema þau ótvírætt beri með sér, að þau séu gefin út eða sett í umferð eftir þann dag. Óheimilt er að gefa út nýjar arkir arðmiða eða vaxtamiða eða skipta á nýjum örkum í stað eldri, nema viðkomandi verð- bréf séu jafnframt sýnd. Eftir framtalsdag er sala, veð- setning og aðrar ráðstafanir á tilkynnis^arskyldum verðbréf- um óhekpil og ógild, unz til- kynnjingarskyldu hefir verið fullnægt. Tekur það einnig til gjafa, arfgreiðslu, úthlutana við búskipti, nauðungarsölu o. s. frv. Ef tilkynningarskylt verðbréf ber þess ekki glögg merki með stimplun eða viðfestu tilkynn- ingarmerki, að tilkynningar- skyldu hafi verið fullnægt, er útgefanda eða hverjum öðrum aðila óheimilt að innleysa það á ein\ eða annan hátt, greiða arð af því eða vexti, eða fullnægja nokkurri þeirri greiðslu eða kröfu, sem eigandi bréfsins eða handhafi kynni að öðrum kosti að eiga rétt til með afhendingu eða framvísun bréfsins eða vaxtamiða af því. Refsiákvæði o. fl. Ef nokkur sá, sem hefir verð- bréf að handveði án þess að vita um hinn raunverulega eiganda, öðlast rétt til að ganga að veð- inu áður en tilkynningarskyldu (jatnla Bíó Griuiaður um njósnir (Hotel Beserve) Spennandi, ensk njósnamynd, gerð eftir sögu Eric Amblers. Aðalhlutverk: James Mason Lucie Mannheim Herbert Lom Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Výja Bíó (viif Skúlnuötu) Leyndardómur fornsölunnar („Biver Gang“) Spennandi mynd og einkennileg • Aðalhlutverk: Gloria Jean John Quaien Sýnd kl 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Tjarnarííó Meðal flökkufólks i (Caravan) Afar spennandi sjónleikur eftir skáldsögu Lady Eleanor Smith. Stewart Cranger, Jean Kent, Anne Crawford Dennis Price Bobert Helpman. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. ÞAKKARÁVARP \ Börnum mínum, tengdabörnum og öðrum vinum mínum, sem heiðruðu mig með gjöfum, heillaóskum og heimsókn- um á sjötugsafmæli mínu, 28. apr. s.l. og að öllu leyti gerðu mér daginn ógleymanlegan, Votta ég hjartanlegt þakklæti mitt. Hátúni, Neskaupstað 17. maí 1947. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON. Skógræktarmót Verður haldið í skógræktarstöðinni við Rauðavatn á annan í hvítasunnu, og hefst það kl. 2 síðd. Trjáplöntur verða gróðursettar í stöðina. Á eftir verður stuttur fundur ef veður leyfir. Félagsmenn og aðrir velkomnir. Lækjarbotna- vagn fer frá Lækjartorgi kl. 1.15 síðd. (farið úr við Baldurs- haga). Ef um aðrar ferðir en strætisvagnaferðir verður að ræða, verður það auglýst síðar. Stjórn Skógræktarfélags Rey k j avíkur. Til nemenda Eskelands í Voss Nokkrir nemendur Lars Eskelands í Voss hafa hafizt handa um fjársöfnun meðal íslenzkra nemenda hans, og er ætlunin að keypt verði íslenzkt málverk og það afhent skólanum áletrað til minningar um hinn látna æskulýðs- leiðtoga. Við höfum treyst því, að allir íslendingar, sem notið hafa leiðsagnar hans og vinsemdar, leggi nokkurt fé fram í þessu skyni og má senda það Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Rvík eða Snorra Sigfússyni skólastjóra á Akureyri, og mjög æskilegt að það yrði gert sem allra fyrst. hefir verið fullnægt, getur hann fengið leyfi framtalsnefndar til þess að láta fara fram sölu á bréfunum hjá opinberum upp- boðshaldara til fullnægingar kröfunni. Nemi söluandvirði meiru en kröfu veðhafa, ásamt áföllnum kostnaði, skal það, sem umfram er, lagt í sérstakan reikning í banka eða sparisjóði. Þeirri innstæðu er óheimilt að ráðstafa nema að fengnu leyfi framtalsnefndar. Hafi eigandi ekki komið fram innan eins árs frá söludegi og sannað eignar- rét'f sinn, fellur innstæðan til ríkissjóðs. Öllum opinberum stofnunum og embaáttismönnum, sem fá í hendur tilkynningarskyld verð- bréf, er skylt að ganga úr skugga um, að þau hafi verið tilkynnt og stimplun eða áfestingu til- kynninggjmerkja fullnægt. Sé einhver misbrestur á þessu, skulu nefndir aðilar þegar gera framtalsnefnd eða ríkisskatta- nefnd aðvart. Hver sá, sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gefur rangar eða villandi tilkynningar um til- kynningarskyld verðbréf eða brýtur gegn ákvæðum 41. eða 42. gr„ skal sæta sektum, allt að 200000 krónum. Hlutdeild i broti er refsiverð á sama hátt. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.