Tíminn - 28.05.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.05.1947, Blaðsíða 4
I f-RAMSÖKNARMENN! 4 MunÍð ab koma í flokksskrifstotuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 28. MAÍ 1947 95. blað Bæmlasamtökin . . . (Framhald af 1. síðu) Bændum skulu tryggðar svipað- ar tekjur og hliðstæðum stéttum. Söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði skal miðast við Jjað, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekj- ur annarra vinnandi stétta. Hag stofu íslands er skylt að afla nauðsynlegra gagna fyrir 1. júlí ár hvert um framleiðslukostnað landbúnaðarvara og tekjur ann- arra vinnandi stétta á sama tíma. Við útreikning framleiðslu- kostnaðar og verðlagningu á söluvörum landbúnp,ðarins á innlendum markaði í heildsölu' og smásölu, skal samkvæmt áð- urnefndum ákvæðum byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa, sem tilnefndir eru af stjórn Stéttarsambands bænda og 3ja fulltrúa frá þessum fé- lagssamtökum neytenda: Al- þýðusambandi íslands, Lands- -sambandi iðnaðarmanna og Sjómannafélagi Reykjavíkur. — Nefndinni til aðstoðar er hag- stofustjóri og formaður bú- reikningaskrifstofu landbúnað- arins. Verði samkomulag með öllum nefndarmönnum, er það bindandi. Gerðardómur, sem fellur niður þegar niðurgreiðslur hætta. Nú næst ekki samkomulag um einhver atriði snertandi út- reikning framleiðslukostn., eða verðlagningu landbúnaðarvara, og skal þá vísa þeim atriðum, er ágreiningi valda, til sérstakrar yfirnefndar. Yfirnefnd þessi skal skipuð 3 mönnum, einum tilnefndum af fulltrúum Stétt- arsambands bænda, öðrum af fulltrúum neytenda og hagstofu stjóra sem oddamanni. Fellir hún fullnaðarúrskurð um á- greiningsmálin. Akvæðin um yfirnefnd gilda á meðan greitt er niður með ríkisfé verð land- búnaðarafurða eða ef útflutn- ingsuppbætur eru greiddar á þær. Fyrsta verðskráning fyrir 1. ágúst n. k. Verðlagsgrundvöllur sá, er um ræðir að framan, svo og verðlagning söluvaranna, skal ákveðinn í fyrsta skipti fyrir 1. ágúst 1947 og gildir eftir það, þar til annar verðlagsgrundvöll- ur er fundinn. Fulltrúar fram- leiðenda og neytenda geta hvor um sig óskað endurskoðunar á verðlagsgrundvellinum. Ef ósk fulltrúa um endurskoðun er komin til gagnaðila fyrir lok febrúarmánaðar það ár, sem óskað er eftir að endurskoðunin verði látin fram fara, skal hún þegar tekin til greina. Við end- urskoðun þessa skal fylgja áð- urnefndum fyrirmælum og skal henni lokið svo tímanlega, að söluverð á landbúnaðarvörum verði ákveðið í samræmi við hana fyrir 1. ágúst sama ár. Hagstofa íslands reiknar ár- lega framleiðslukostnað land- búnaðarvara, eða vísitölu hans á grundvelli áðurgreinds sam- komulags eða tillagna yfir- nefndar og skal framleiðsluráð miða verðlagningu á landbún- aðarvörum árlega við þann út- reikning. Hið nýja verðlag tekur gildi 1. ágúst ár hvert. Enginn má kaupa . eða selja búfjárafurðir eða garðávexti, sem verðskráðir eru samkvæmt lögum þessum, fyrir annað verð en það, sem ákveðið er á hverjum stað og tíma. Önnur ákvæði nýju laganna eru mjög í samræmi við ákvæði eldri laga. Flugfélag Islands lækkar f argjöld á utanlandsflugfsrðum Vfir 120 utanlamlsfliigfcrðir á vegum fclagsins á eimi ári • í gær var eitt ár liðið frá því að Flugfélag íslands hóf reglu- hundnar flugferðir milli íslands og Stóra-Bretlands og íslands og Danmerkur með leiguflugvélum sínum. Ferðir þessar urðu þeg- ar í upphafi mjög vinsælar og hefir það verið mörgum aðdáunar- efni, hversu vel flugvélarnar hafa haldið áætlun. Haldið hefir verið uppi reglu- bundnum flúgferðum á fyrr- greindum flugleiðum allt árið, að vikunni milli jóla og nýárs undantekinni, en þá voru ferðir látnar falla niður. Á þessu tímabili hafa verið farnar 71 ferð milli Reýkjavík- ur og Kaupmannahafnar, fram og til baka, ætíð með viðkomu í Prestwick í báðum leiðum. Auk þess hafa verið farnar 49 ferðir milli Reykjavíkur og Prestwick, fram og til baka, og tvær aukaferðir milli Reykja- víkur og New York. Flugvélarn- ar fóru flugleiðina milli Reykja- víkur og Prestwick 240 sinnum á árinu. v Meðalflugtími frá Reykjavík til Prestwick var 4 klst. 30 mín., en 4 klst. 25 mín. frá Prestwick til Reykjavíkur. Skemmstur flugtími á þessari leið var 3 klst. 15 mín. Meðalflugtími frá Prest- wick til Kaupmannahafnar var 3 klst. en 3 klst. 44 mín frá Kaupmannahöfn til Prestwick. Meðalfkigtími milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar var því 8 klst. 9 mín. aðra leiðina en 8 8 klst. 11 mín hina. í ferðum þessum hafa flug- vélarnar verið alls 1638 klst. á flugi, en það lætur nærri að jafngilda 5. hverri klukkustund allt árið. Vegalengdin, sem flugvélam- ar hafa flogið, er 490,120 km., en það jafngildir rúmlega 12 ferðum umhverfis jörðina við miðjarðarlínu. Flugvélarnar fluttu 1.568 far- þega milli Reykjavíkur og Prest- wick, 1.607 farþega milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar og 92 milli Reykjavíkur og New York, eða samtals 3.267 farþega. Póstflutningur nam um 12.000 kg. og vöruflutningur um 8.00 kg. Auk þess fluttu flugvélarnar um 75 tonn af farangri farþega. Félagið lækkaði fargjöldin á utanlandsflugleiðum um síðustu helgi. Fargjaldið milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar, sem verið hefir kr. 1.180.00, — lækkaði um 17% og er því nú kr. 980.00. Fargjajdið milli Reykjavíkur og Prestwick lækk- aði úr kr. 760.00 í kr. 680.00. Allar ferðir félagsins, til og frá útlöndum, eru upppantaðar langt fram á sumar. I llihilim nýjit bæjar- íbáðanna. (Framhald af 1. síðu) og heilsuspillandi húsnæði, eða eru með öllu húsnæðislausir að þeir gengju fyrir, sem hefðu flest börn innan 16 ára á framfæri, en þó jafnframt haft í huga að rýma herskála eftir föngum. Samkv. þessum meginreglum var íbúðunum úthlutað þannig: Til 29 umsækjenda úr her- skálahverfum, 69 fullorðnir (16 ára og eldri) 100 börn. Til 11 umsækjenda úr óhæf- um kjöllurum, 23 fullorðnir og 46 börn. 8 umsækjenda úr skúrum, súðaríbúðum og öðru óhæfu húsnæði, 17 fullorðnir og 36 börn. Til 7 algerlega húsnæðis- lausra fjölskyldna, 17 fullorðnir og 24 börn. Alls 55 fjölskyldur, 126 full- orðnir og 206 börn. Umsækjendur voru alls 964. EYLANDSLJÁIR Pantanir óskast sem fyrst Samband ísl. samvinnufélaga Erlent yfirlit (Framhald af 1. siðu) ha^in ætti að vera í stjórn, sem kommúnistar tækju ekki þátt í. Hafði flokkurinn áður samþykkt að taka ekki þátt í slíkri stjórn. Þessari ákvörðun var nú breytt eftir harðar umræður á lands- fundi flokksins með frekar litl- um atkvæðamun. Átti Blum einna drýgstan þáttinn í þeim ákvörðunum. Óljós afstaða kommúnista. Síðan hin nýja stjórn Rama- diers kom til valda í byrjun þessa mánaðar, hefir verið all- róstursamt í verkalýðsmálunum. Miklar kauphækkunarkröfur hafa verið bornar fram, en ekki hefir enn komið til meiriháttar verkfalla. Virðast kommúnistar smeykir við að leggja út í stór- felld átök og .er tvennt talið valda því. Annað er óttinn við að einangrast alveg og eiga ekki afturkvæmt í stjórn, en komm- únistar virðast leggja á það mikla áherzlu að komast sem fyrst aftur í stjórnina og þykir líklegt, að því valdi framandi sjónarmið. Hitt er óttinn við hreyfingu de Gaulle, sem vafa- laust fengi mikinn byr í seglinn,' ef stjórn Ramadiers misheppn- j aðist. Vafasamt þykir, að kommún- j istar geti leikið þann leik lengi að taka ekki ákveðnari afstöðu. 1 Þeir eru komnir út á þá braut, j sem þe(*v eiga erfitt með að stöðva sig á, því að verkalýður- inn mun heimta af þeim, að þeir láti nú sjást, hvers þeir eru megnugir. Samvinna miðflokkanna. Stjórnmálaástandið í Frakk- landi hefir verið mjög tvísýnt að undanförnu. Kommúnista- flokkurinn er þar stærri en í nokkru lýðfrjálsu landi öðru og íhaldshreyíingu de Gaulles hefir mjög vaxið fylgi síðustu mán- uðina. Það virðist stefna Rama- diers og þeirra 'stjórnmála- manna, sem eru ráðunautar hans, að gera nú úrslitatilraun til að íylkja saman liði mið- flokkanna og halda þannig í skefjum öígahreyfingnnum til hægri og vinstri, jafnframt og fjárhagsmálunum sé komið á fastari grundvöll. Misheppnist þessi tilraun eru fuílar horfur á fjárhagslegu hruni í Frakklandi og að lýðræðisskipulagið falli þá einnig í sömu gröf. Tilraunir Ramadiers til að ná samkomulagi um kaupgjalds- málin eru mjög athyglisverðar. Hann býður verkamönnum upp á óbreytt kaup, en síðar skuli þeir fá uppbót í hlutfalli við aukna framleiðslu þjóðarinnar. Takist sættir á þessum grund- velli er ekki aðeins verkfalls- hættan úr sögunni, heldur eru verkamenn einnig hvattir á hinn raunhæfasta hátt til að auka framleiðsluna, en það er Frökkum nauðsynlegra nú en nokkuð annað. E.s. ,Resistance’ fer frá Reykjavík fimmtudag- inn 29. maí til Austfjarða og Antwerpen. Viðkomustaðir á Austfjörð- um: Djúpivogur, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður. Skipið fer frá Antwerpen 19. júní og frá Hull 26. júní. Es. „Selfoss” fer frá Reykjavik föstudaginn 30. maí til Vstur- og Norður- landsins: Viðkomustaðir: ísafjörður, Djúpavík, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. H.f. Eimskipafélag fslands. Frá Hollandi og Belgíu E.s. Zaanstroom frá Amsterdam 31. maí, frá Antwerpen 3. júní. Einarsson, Zoéga & Co. Hafnarhúsinu. Símar 6697 og 7797. Vinnið ötullega ft/rir Tímann. LEIKFELAG REYKJAVIKUR: Ærsladraugurinn Gamanleikur eftir NOEL COWARD. Sýning annaðkvöld klukkan 20. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 4 í dag. Svarað í síma 3191 frá kl. 3. ATH. Engin sýning á sunnudag. Jarðarför föður okkar Ólafs Guðmundssonar, fyrrum ferjumanns, fer fram föstudaginn 30. maí og hefst með kveðjuathöfn í þjóðkirkjunni í kafnarfirði kl. 11 árdegis. Jarðsett verður á Stokkseyri og hefst athöfnin í Stokks- eyrarkirkju kl. 3 síðdegis. KJARTAN ólafsson. jón ólafsson. Sýslunefnd Árnessýslu og öðrum þeim er sendu mér heilla- óskaskeyti og sýndu mér annan vinarvott á sjötugsafmæli mínu 'færi ég innilegustu þakkir. Sigurður Jónsson frá Torfustöðum. Tveggja ára telpa bjargar foreldrum sínum frá því að farast í eldsvoða í fyrrinótt um kl. 3.30 kom upp eldur í húsinu Hlíðarvegur éC á Siglufirði, sem er stórt tví- lyft timburhús, eign Björgvins Bjarnasonar lögfræðings. Mátti heita að eldurinn magnaðist á svipstundu og var húsið alelda, er slökkviliðið kom á vettvang. Allar slökkviliðstilraunir reynd- ust því árangurslausar. Húsið brann á skammri stundu til kaldra kola að heita má, svo nú standa ekki uppi nema uppi- stöðurnar einar. Það mátti ekki tæpara standa, að fólk bjargaðist út úr húsinu, en í því bjó ekki annað fólk en hjón með tvö börn. Hjónin og annað barnið sváfu sem fastast er húsið var orðið alelda og má líklegt heita, að allir hefðu brunnið inni, ef tveggja ára dóttir hjónanna hefði ekki vaknað við reyk inni í svefn- herberginu og vakið foreldra sína, sem ekki biðu bóðanna með að bjarga sér og börnunum út, á náttklæðunum einum. All- ir innanstokksmunir brunnu og varð engu bjargað úr húsinu af því, sem í því var nema fólkinu. Húsið var lágt vátrygggt og er því tjón eigandans tilfinnanlegt. SK9PAÚTG6M0 RIKISINS „SÚÐIN” fer til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar og ísafjarðar. Vöru- móttakfi árdegis í- dag. Farseðlar óskast einnig sóttir í dag. Cftbreiðið TímannJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.