Tíminn - 29.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: } ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Síinar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EIDDA hl. 31. árg. Reykjavík, fmmtudaginn 29. maí 1947 !.ITSTJÓRASKRIFSTOF0R: ) EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A . ) «imar 2353 og 4373 , AFOREIÐSLA, INNHETMTA OG AUQLÝSINGASKRIFRTOFA: i ( EDDUHÚSI, Lindargöw 9A Slml 2323 96. blað ERLENT YFIRLIT: Neyðin í Sovétríkjunum Frásagnir blaoamanna, sem voru á ráð- herrafundinum í Moskvu Fleiri erlendir blaðamenn dvöldu í Moskvu meðan utanríkis- ráðherrafundurinn stóð yfir í vetur en áður eru dæmi til síðan kommúnistar komust þar til valda. Flestir eru blaðamennirnir nú komnir heim áftur og hafa birt meiri og minni frásagnir af því, sem þeir kynntust, meðan þeir dvöldu í Sovétríkjunum. Sigurjón glímir vio hraunio Hörmuleg neyð. Yfirleitt kemur blaðamönnun- um saman um, að rússneska al- þýðan búi við miklu lakari kjör en annars staðar í Evrópu, þeg- ar sum lönd hinna sigruðu þjóða eru undanskilin. Þeir segja, að meginþorri af íbúum stórborg- anna og heraumdu héraðanna séu vanfæddir og húsnæðisleys- ið sé engu minna en í Þýzka- landi. Þó er fatnaðarskort- utinn kannske tilfinnanlegastur. Matarskammturinn er mjög takmarkaður, nema hjá þeim, sem vinna sérstaka erfiðisvinnu eða gegna sérxéttindastörfum. Menn eigi að getta keypt sér mat til viðbótar á svarta mark- aðinum, sem raunar er frjáls í Rússlandi, en þar sé hann svo dýr, að aðeins hinar launa- hærri stéttir geti keypt hann. Qrsakir neyðarinnar. Blaðamennirnir telja þessa neyð í Sovétríkjunum stafa af þremur ástæðum. Fýrsta ástæðan er sú, að end- urreisnarstarfinu er hagað þannig, að iðjuver og ræktunar- framkvæmdir hafa forgangsrétt, í annarri röð koma leikhús, söfn og skólar og aðrar almanna- stofnanir, en íbúðarhúsnæði og aðrar persónulegar nauðsynjar koma ekki fyrr en í þriðju röð. Af þessum ástæðum hefir sára- litið verið gert til þess eftir- styrjöldina að koma upp mann- sæmandi ibúðum. Önnur ástæðan eru hinir miklu þurrkar, sem eyðilögðu í fyrra megnið af uppskerunni í ýmsum beztu landbúnaðarhér- uðum Sovétríkjanna. Þriðja ástæðan er svo alls konar sleifarlag á endurreisn- arstarfinu. Hinar tíðu „hreins- anir", sem hafa átt sér stað á flestum sviðum atvinnulífsins, gefa bezt til kynna, að allsherj- arríkisrekstur er ekki hin bezta lausn atvinnulegra vandamála. Mun óhætt að fullyrða, að end- urreisnin hefir hvergi gengið hægara í löndum sigurvegar- anna en í Sovétrikjunum. Mikill launamunur. Þá gera margir blaðamann- anna það að umtalsefni, hve launamismunur og þarafleið- andi stéttamunur sé mikill, og sé vafasamt að hin kapitaliska ERLENDAR FRETTIR Verkamenn við rafstöðvar og gasstöðvar I Frakklandi, er hcjfðu hótað að gera verkfall í fyrri- nótt, hættfu við það á seinustu stundu og frestuðu því til 18. júní. Verður reynt að ná sam- komulagi á þeim tíma. Smutz hershöfðingi hefir hald ið ræðu og látið í ljós ótta við það, að kommúnisminn myndi fyfr eða síðar leiða til styrjald- ar. Hann taldi Bandaríkjamenn og Rússa orðna of sterka. Bret- land þyrfti að eflast aftur, því að það yrði friðnum mest til styrktar. Fimm stunda vinnuvika, sem nýlega hófst í brezka kolaiðnað- inum, hefir gefið enn betri raun én við var búist. Kolaframleiðsl- an hefir aukizt jafnt og þétt síðan. Ameríka brjóti freklegar jafn- réttiskenningar kommúnismans en Sovétríkin. W. N Evers, fréttaritari enska jafnaðar- mannablaðsins Daily Herald, segir t.. d. að meðallaun verka- manna séu talin 275 rúblur á mánuði, en algengt sé að vin- sælir rithöfundar, læknar og lögfræðingar fái 40 þús. rúblna mánaðarlaun eða 130 sinnum hærri. Auk þess njóta þeir síð- arnefndu ýmissa aukafríðinda. eins og meiri matarskammts og betra húsnæðis. Evers bætir því við frásögn sina, að Moskva sé nú óhreinni og hrörlegri en fyrir 20 árum, og íbúarnir gangi ver til fara og séu ver útlítandi en þá. Einkum segir hann, að sér hafi ógnað hinn mikli fjöldi töt- urlegra barna, gamalmenna og bæklaðra uppgjafahermanna, sem fékkst við ýmislegt prang eða annað dútl á götunum. Þessi sjón stakk mjög i stúf við hina sællegu og velklæddu yf- irstétt sem fór um í lúxusbíl- um. Rússar geta ekki hafið styrjöld. Alexander Clifford, fréttarit- ari enska blaðsins Daily Mail, kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki þurfi að óttast styrjöld af hálfu Rússa næstu 15 árin vegna hins bágborna ástands hjá þeim í atvinnumálum og fjár- málum. Hann segir að fjárhags- kröggur Breta séu smávaxnar i samanburði við þær, sem Rúss- ar þusfi að glíma við, enda hafi endurreisnin gengið miklu hraðara og betur hjá Bretum. Samgöngukerfi Sovét- ríkjanna sé enn í mesta ólagi, mikill hörgull sé á kolum, oliu og rafmagni til iðnaðarins, og verkafólkseklan sé mjög tilfinn- anleg, enda eru miljónir manna enn bundnar í hernum eða við störf hernaðarlegs eðlis. Hann segir ennfremur, að eyðilegg- ingin af völdum styrjaldarinn- ar hafi jafnvel verið enn meiri (Framhald á 4. síðu) Sigurjón á Álafossi hefir að undanförnu glímt við það mikla þrekvirki að beizla Hekluhraunið nýja, þar sem það rennur glóandi úr gýgunum. Fyrir nokkru síðan skýrði Sigurjón blaðamönnum frá því, að honum hefði loks tekizt þetta þrekvirki og heppnazt að móta kross úr hrauninu, en hann segist ætla að reisa Jónasi Hallgrímssyni slíkan kross og senda annan til Sálarrannsóknarfélagsins í London, í viðurkenningar- og þakk- lætisskyni, þar sem sá aðili hefir sýnt mikinn áhuga i'yrir þessum tilraun- um Sigurjóns. Mynd þessi var tekin, er Sigurjón sýndi blaðamönnum hvernig hann glimir við hið logandi hraun, með töng sinni, sem er kjtir- gripur hinn mesti. (Ljósm. Guðni Þórðarson). Akureyrarbær mun hefja rekstur Krossanesverksmiðjunnar i sumar Verksmiðjan mun vinna 3000 mál á sólarhring Frásögn Guðmundar Guðlaugssonar, form. verksmiojustjórnar Eins og kunnugt er keypti Akureyrarbær Krossanesverksmiðj- una í fyrra og ætlar nú að starfrækja hana fyrir eigin reikning. Hefir að undariförnu verið unnið að all umfangsmiklum endur- bótum á verksmiðjunni, en vonir standa þd til, að verksmiðjan geti tckið til starfa strax og síldarvertíðin byrjar. — Tíðinda- maður blaðsins hefir snúið sér til Guðmundar Guðlaugssonar, formanns verksmiðjustjórnarinnar, og fengið hjá honum eftir- farandi upplýsingar um verksmiðjuna: Úthlutun styrkja til skálda og listamanna lokiö Nefnd sú, sem Alþingi kaus til þess að úthluta styrkjum til skálda og listamanna, hefir nú lokið störfum. f nefndinní áttu sæti Dr. Þorkell Jóhannesson prófessor, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, Ingimar Jónsson skólastjórí og Magnús Kjartans- son ritstjóri. Hér fer á eftir skrá um úthlutun nefndarinnar til skálda, rit- höfunda, tónlistar- og myndlistarmanna, en leiklistarmenn eru sér í lagi: Kr. 4000,00: Davið Stefánsson, Guðm. G. Hagalín, Halldór Kiljan Laxnéss, Kristmann Guðmundsson, Tóm- as Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson. Kr. 3000,00: Ásgrímur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Jakob Thorarensen, Jóhannes Kjarval, Jóhannes úr Kötlum, Jón Stefánsson, Magn- Vertíðarlok á Akranesi ús Asgeirsson, Ríkharður Jóns- son. Kr. 2400,00: Elínborg Lárusdóttir, Guð- mundur Böðvarsson, Guð- mundur Daníelsson, Jón Leifs, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Theódór Priðriksson, Þorsteinn Jónsson. Kr. 1800,00: Finnur Jónsson, Friðrik Ásm. Brekkan, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaug- ur Scheving, Halldór Stefáns- son, Jón Engilberts, Jón Þor- (Framhald & 4. síðu) Krossanesverksmiðjan var' byggð af Norðmönnum skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri og var starfrækt af þeim að heita má á hverri vertíð, þar til skömmu fyrir siðari heimsstyrj- öld. Síðan hefir hún verið starf- rækt einstöku sinnum á reikn- ing Síldarverksmiðja rikisins, sem haft hafa hana á leigu, þar til nú er Akureyrarbær hefir keypt verksmiðjuna eins og áð- ur er sagt. Kaupverðið var 530 þúsund krónur og má það teljast hag- stætt verð. Að undanförnu hefir verið unnið að breytingum og endur- bótum á verkrmiðjunni. Verið er nú að vinna að því, að koma upp fullkomnum löndunartækj- um, tveimur samstæðum, sem; hvor um sig afkastar 600 málum á klukkustund. Hefir bryggjan, sem aðallega á að nota, verið lengd og tækjunum komið fyrir i sambandi við hana. Þá er verið að skipta um margar vélar og skilvindur verksmiðjunnar, þó ekki verði öllum breytingum, sem fyrirhug- aðar eru á verksmiðjunni, lokið á þessu vori. Einkum er verið að breyta ýmsum vélum frá gufudrifi i rafdrif. Þó verður ekki hjá því komist, að mikið af verksmiðjunni verði áfram gufuknúið. En upphaflega var hún öll rekin með gufuafli. Gert er ráð fyrir, að verksmiðj- an geti afkastað í sumar um 3000 málum á sólarhring, en talið er, að afköst verksmiðj- unnar megi auka upp í 5000 mál (Framhatd á 4. síðu) Hjáseta sósíalista ;' Þjóðviljinn reynir að halda fram, að það sé ósatt hjá Tím- amim, að þingmenn Sósíalista hafi setið hjá við atkvæða- v greiðsluna um skuldabréf akaf 1- ann í eignakönnunarfrv. Sannleikurinn er sá, að við 2. umræðu í neðri deUd fór fram nafnakall um þennan kaf la frumvarpsins (2.—8. grein lag- anna). Aðeins tveir þingmenn Sósíalista greiddu þá atkvæði gegn honum (Áki og Hermann), en fimm sátu hjá (Katrín, Lúðvík, Sigfús, Sigurður og Snorri Jónsson). Það afsakar ekki þessa hjá- setu Sósíalistaþingmannanna við 2. umr., þótt þeir greiddu svo atkvæði við 3. umr. með þeirri tillögu Skúla Guðmundssonar að fella kaflann alveg niður. Sjálfir ætluðu þeir bersýnilega ekki að bera slíka tillögu fram. Hjásetan var því hin raunveru- lega áfstaða Sósíalista varðandi varhugaverðustu ákvæðin í eigna könnunarlögunum. .—M—-^-~a Leiðrétting í gær var hér í blaðinu sagt frá kosningu í flugráð. í þeirri frásögn misritaðist nafh eins varafulltrúans. Stóð þar Bene- dikt Sigurjónsson fulltrúi, en átti að standa Friðjón Sigurðs- son fulltrúi. Gæftir voru betri en í fyrra, cn meðalafli í | róori var miniú í vertiðarlok höfðu borizt á land á Akranesi um 11.500 smá- lestir af fiski (slægt með haus). Helmingur aflans hefir verið hraðfrystur en hitt saltað. Lifraraflinn er 782 þúsunð lítrar, en i var í fyrra 620 þús. lítrar. Þó að heildaraflinn sé all- miklu meiri en í fyrra, stafar það af betri gæftum og meiri róðrafjölda, en afli í hverjum róðri er sem svarar rúml. einni smálest minni nú en í fyrra. Fram í miðjan febrúar var afli mjög tregur, en var góður frá. miðjum febrúar fram um miðjan apríl, en eftir þann tíma var afli mjög rýr. Alls stunduðu 22 bátar veiðar frá Akranesi á vertiðinni, allir með llnu. M.b. Böðvar byrjaði þó ekki veiðar fyrr en 27. marz. Hann var svo síðbúinn sökum þess að hann hafði frosið inni í Svíþjóð. Afli hans var um 500 skippund. Af lahæstir voru bræðurnir Þórður og Jóhannes Guðjóns- synir, á m.b. Sigurfara og m.b. Farsæl. Sigurfarinn aflaði 1460 skippund og 48.900 lítra lifrar og Farsæll rúm 140Q skippund og 48 þús. lifrar lítra. Meðalafli er um 1050 skippund og 36 þús. lítrar lifur. Ekki er hægt að segja með vissu hverju hásetahlutir muni : nema, með því að lifur og hrogn eru óseld og hafa ekki verið jVerðlögð, en gizkað er á, að hlutir á hæstu bátum muni (verða um 20 þús. krónur og meðalhlutir um 14 þús. krónur. Úr öllum beinum og úrgangi frá frystihúsunum hefir verið lunnið fiskimjöl i fiskimjöls- i (Framhald á 4. siSu) Þorskaflinn meiri en í fyrra Nú liggja fyrir endanlegar tölur yfir fiskaflann til apríl- loka s.I., og eru þær sem hér segir: Heildarafli á þorskveiðunum varð 123 þús. smál. miðað við slægðan fisk með haus. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn á þorskveiðunum 111 þús. smál. Aflinn í april varð nú 35 þús. smál., en var 38,6 þús. smál. í apríl í fyrra. Auk aflans á þorskveiðunum var sfldaraflinn á tímabilinu jan.—marz 12 þús. smál., svo að alls nemur aflamagnið til aprílloka 135 þús. smál. Hagnýting þess afla, sem f ékkst á þorskveiðunum til aprfl- loka, var sem hér segir: TU útflutnings ísvarið 23800 smál. á móti 52300 smál. árið 1946. TU frystingar 52700 smál. á móti 47200 smál. 1946. Til söltunar 13000 smál. á móti 10500 smál. 1946. TU niðursuðu og annarra hagnýtingar fór að- elns smávægilegt magn. I kvöld keppa íslendingar fyrstu millilandakeppni í handknattleik Fyrsta millilandakeppni í handknattleik, sem íslendingar taka þátt í fer fram í kvöld á íþróttavellinum og hefst kl. 9. Er það sænskt handknattleikslið, sem keppir við úrvalslið íslendinga. Handknattleikur er tiltölu- lega ung íþrótt hér á landi, en hefir náð mjög mikilli út- breiðslu, einkum meðal skóla- fólks, hin sðari ár. íþrótt þessi er mjög skemmtileg og veitir iðkehdum alhliða þjálfun. Sem keppnisíþrótt er leikurinn álíka spennandi og knattspyrna. Á handknattleiksmótum und- anfarin ár, sem haldin hafa verið hér í bænum, hafa þátt- takendur jafnan verið 300—400 og sýnir það glöggt hina öru útbreiðslu þessarar íþróttar. Það var því kominn tími til að gera nokkurn samanburð á lslenzk- um og erlendum handknatt- leiksmönnum, enda hefir nú orðið að ráði að f á hingað sænsk an meistaraflokk til að keppa við beztu handknattleiksmenn okkar. Koma Svíarnir í dag og fer fyrsti kappleikurinn' fram á íþróttavelilnum kl. 9 í kvöld. Sviar eru nú álitnir bezta handknattleiksþjóð í heimi og félagið „Kristianstad", sem hing að kemur, er eitt af þeim fremstu þar í landi. Meðal leik- mannanna eru nokkrir úr sænska landsliðinu. ísl. liðið er þannig skipað: Markvörður: Stefán Hallgríms- son (Val). Bakverðir: Skúli H. Norðdal (Á.), Baldur Bergsteins- son (Vik.), Karl Jónsson (Val), Sigfus B. Einarsson (Á.). Fram- herjar: Kjartan Magnusson (Á.), Sveinn Helgason (Val), Sigurð- ur Norðdahl (Á.), Jón Þórðar- son (Val) og Ingvi Guðmunds- son (í. R.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.