Tíminn - 30.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: j
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEFANDI:
PRAMSÓKNARFLOKKURINN
Simar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
31. árg.
ITTSTJÓRASKRIFSTOFOR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A
ssimar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A
Simi 2323
Reykjavík, föstudaginn 30. maí 1947
97. blað
ERLENT YFIRLIT:
- SYNIR ROOSEVELTS
Þrír þeirra láta allmikið að sér kveða
á stjórnniálasviðinu
Einn af sonum Roosevelts forseta, Elliot, hefir látið heyra mikið
frá sér að undanförnu, m. a. farið til Moskvu og átt þar viðtal við
Stalin. Hann er mjög svipaðrar skoðunar og Wallace í utanríkis-
málum og hefir oft gagnrýnt stjórnina. Hann nýtur hins vegar
ekki jafn mikils álits landa sinna og hann skrifar mikið og þykir
ekki líklegt, a. m. k. eins og sakir standa, að hann eigi mikla
framtíð sem ^tjórnmálamaður. Hins vegar þykja tveir aðrir synir
Roosevelts, Franklin og James, líklegir til frama á stjórnmála-
sviðinu.
Pólitísk börn.
Roosevelt forseti átti eina
dóttir og fjóra syni. Öll hafa
börn hans erft hinn pólitíska
áhuga foreldra sinna. Dóttirin,
Anna, sem er kunn fyrir blaða-
skrif sin, er talin einna íhalds-
sömust. Franklin og James, sem
eru taldir bezt gefnir af börnum
forsetans, eru sagðir . hægfara
vinstri menn (little left of
center), en Elliot er langt til
vinstri. Yngsti sonurinn, John,
hefir enn látið lítið á sér bera.
Eleanor móðir þeirra er sögð
vera eins konar samnefnari
fyrir skoðanir barna sinna.
Franklin yngri.
Franklin er af flestum talinn
efnilegasti sonur Roosevelts
forseta. Hann er 32 ára, stund-
aöi nám við Harwardháskólann,
en gekk í sjóherinn nokkru fyrir
árásinaá Pearl Harbor og vann
sér þar tvö heiðursmerki fyrir
góða framgöngu. Eftir styrjöld-
ina hefir hann einkum unnið að
málum hermanna, sem eru
komnir úr herþjónustu, og er
mikils metin'n í samtökum
þeirra. Það hefir oft þótt álitlegt
til pólitísks gengis.
Franklín er sagður nauða-
líkur föður sínum bæði í sjón
og reynd. Hann er hár og vel
vaxinn og hefir aðlaðandi við-
mót, eins og faðir hans. Hann
hefir tekið allmikinn þátt í hin-
um nýja stjórnmálafélagsskap
frjálslyndra manna í Banda-
ríkjunum, sem nefnist Amercans
for Democratic Actions (A.D.A.).
Standa að þessum félagsskap,
ásamt Eleanor Roosevelt, ýmsir
fyrri samherjar Roosevelt*, sem
mynda eins konar miðflokk
milli Trumans og Wallace.
Franklín flutti nýlega ræðu á
fundi þessara samtaka og komst
eitt blaðið, New York Post, svo
að orði í fundarfrásögninni, að
mörgum hefði fundizt Franklín
eldri þar endurboririn, því að
sonurinn hefði ýmsa beztu
ræðumannskosti föður síns, eins
og t. d. hraða hugsun og ljósa
ERLENDAR hRÉTTIR
Her kommúnista í Manshúríu
hefir hafið mikla sókn og virð-
ist stjórnarherinn vera víða í
allmikilli hættu.
Mountbatten varakonungur
er farinn frá Englandi, þar sem
hann hefir rætt við stjórnina,
hvernig valdaafsali Breta í Ind-
landi skuli háttað. Mountbatten
mun leggja tillögur stjórnarinn-
ar fyrir fulltrúafund Indverja,
sem. verður haldinn í New Delhi
á mánudaginn kemur.
Miklar óeirðir h^lda enn
áfram í Indlandi og hafa um
tuttugu þorp verið lögð í rúst í
einu héraðinu seinustu dagana.
Það eru Hindúar og Múhameðs-
trúarmenn,. sem eigast hér við.
<
f Japan er nú verið að mynda
stjórn. Þingið hefir kjörið jafn-
aðarmannaforingjann Kata-
yama til að vera forsætisráð-
herra.
framsetningu. Rétt áður höfðu
risið deilur innan þe,*sa félags-
skapar varðandi afstöðuna til
Grikklandstillagana Trumans
og átti Franklín þá drýgsta
þáttinn í því að sætta hin ólíku
sjónarmið. Félagsskapurinn
lýsti sig fylgjandi stefnu Tru-
mans í höfuðatriðum, en lagði
meiri áherzlu á, að þessi mál
yrðu levst innan ramma sam-
einuðu þjóðanna. Franklín þótti
sýna við þetta tækifæri, að hann
hefði gnða málamiðlunarhæfi-
leika til að bera.
James Roosevelt.
James er elzti sonur Roose-
velts, 37 ára gamall. Hann tók
þátt í Kyrrahafsstyrjöldinni,
enda þótt hann væri þjáður af
magasári, sem hann hefir ekki
losnað yíjs enn. Hann er talinn
hafa meiri pólitískan metnað
en bróðir hans. Fyrir styrjöld-
ina var hann einkaritari föður
síns, en eftir styrjöldina hefir
hann verið tframkvæmdastjóri
demokrataflokksins í Kaliforníu.
Fyrir nokkru síðan birtist
eftir hann grein í New York
Times, þar sem hann ræðir ufn
afstöðu demokrata við næstu
kosningar. Hann bendir þar á,
að republikanir séu ráðviltir og
stefnulitlir, því að þar séu ann-
ars vegar hægri menn eins og
Taft og Ball, en hins vegar
frjálslyndir menn eins og Stass-
en. Þetta muni veikja flokkinn
stórlega, en demokratar eigi
ekki að láta sér nægja að benda
á þessar veilur andstæðinganna
og reyna að hagnast á því. Þeir
verði að bjóða þjóðinni frjáls-
lynda og víðsýna stjórnmála-
stefnu og vihna sigur á grund-
velli hennar. Með slíkum hætti
verði líka unnið bezt gegn vax-
andi áhrifum kommúnista, én
ekkert muni efla þá meira en
að'íhaldsstjórn komizt til valda
í Bandaríkjunum. Meðal þeirra
mála, sem hann vill að demo-
kratar berjist fyrir, er trygging
lágmarkslauna, lögboðnar
sjúkratryggingar, skerpt bar-
(Framhald á 4. siðu)
r—-—----------------------------—------¦)
Verkamenn mót-
mæla verkfalls-
bröltinu
Tvö verkalýðsfélög- hafa ný-
lega neitað aS verffa við áskor-
un Alþýðusambandsstjórnarinn-
ar um aS segja upp kaupsamn-
ingum. Eru þetta verkalýðsfé-
lögin á Akranesi og í Ólafsfirði.
Eru þá verkalýðsfélögin orðin
átta, sem hafa tekið þessa af-
stöðu.
Jafnframt og Verkalýðsfélag
Akraness tók þessa ákvörðun,
skoraði það á Alþýðusambands-
stjórnina „að hef ja þegar í stað
alhliða samstarf við núverandi
ríkisstjórn og öll stéttasamtök í
Iandinu um aff ráffa bót á dýr-
tíðinni og' tryggja þannig þær
margvíslegu kjarabætur, félags-
legar og efnahagslegar, sem
launþegum landsins haf a hlotn-
azt á uhdanförnum árum."
Flugvélar með 25 manns
HINÍV NÝI KONUNGUR DANNERKVR
Þetta er ein fyrsta myndin, sem tekin var af Friðriki IX. Danakonungi
eftir að hann tók við konungsembættinu. Konungurinn sést hér við skriff
borð sitt.
Endurskoðun stjornarskrárinnar
verður falin nýrri nefnd
Nefndin verður skipuð jsjö mönnum
Seinasta þingdaginn var samþykkt þingsályktunartillaga frá
forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Samkvæmt
tillögunni skipar ríkisstjórnin sjö manna nefnd til þess að endur-
skoða stjórnarskrá lýðveldisins íslands. Þingflokkarnir fjórir til-
nefni sinn manninn hver, en ríkisstjórnin skipi þrjá án tilnefn-
ingar, og skal einn úr þeirra hópi skipaður formaður nefndar-
innar. Jafnframt falla niður umboð fýrri nefnda.
í greinargerð till. sagði: ° "
í stefnuyfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar er' fram tekið, að
það skuli vera eitt af hlutverk-
um hennar að láta framkvæma
endurskoðun á sjtórnarskránni.
Undanfarin ár hafa starfað að
þessu tvær nefndir, önnur þing-
kjörin, skipuð alþingismönnum,
en hin stjórnskipuð. Nefndir
þessar unnu um skeið talsvert
að endurskoðuninni og viðuðu
að sér allmiklu efni varðandi
stjórnskipulög ýmissa ríkja, en
störf nefndanna hafa legið niðri
um hríð, og valda því ýmsar á-
stæður, m. a. sú, að formaður
annarrar nefndarinnar féll frá
og ýmsir nefndarmenn hafa át't
óhægt um vik að gegna nefnd-
arstörfum, bæði sakir annríkis
og sjúkleika. Hefir þetta verið
svo um báðar nefndirnar. Það
þykja því litlar likur til, að
nefndirnar, sem áður hafa verið
skipaðar til þessa starfs, geti
haldið verkinu áfram og lokið
því á.þann hátt sem þyrfti, auk
þess sem það þykir réttara, að
ein nefnd vinni þetta verk, skip-
uð fulltrúum bæði frá flokkun-
um og einnig mönnum skipuð-
um af ríkisstjórninni.
SVIAR UNNU
Svíar unnu með 18:7 mörkum
í millilandakeppninni í hand-
knattleik, sem fór fram á
íþróttavellinum í gærkveld.
Fyrri hálfleik unnu Svíar með
8:0, en þá höfðu ísléndingar
vindinn á móti sér.
Gísli Sveinsson verð-
ur sendiherra í Osló
Svohljóðandi fréttatilkyhning
var blöðunum send frá utanrík-
ismálaráðuneytinu í 'gær:
Svo sem alkunnugt er hefir
sendiherra íslands í Bretlandi
jafnframt verið sendiherra þess
í Noregi, en þar hefir ekkert
sendiráð verið og ekki verið séð
fyrir fyrirsvari landsins á annan
veg. Hefir þessi þáttur þótt
ófullnægjandi og þess vegna
lengi staðið til að setja á stofn
sérstakt sendiráðí Osló. Utan-
ríkisráðu.neytið hefir nú ákveð-
ið, að svo1 skuli gert frá 1. júlí
n. k. og er ráðið, að Gísli Sveins7
son sýslumaður verði fyrsti
sendiherra íslands með aðsetri
í Noregi.
Hekla hækkar
56
Hekla hefir .hækkað um
metra frá því að gosið hófst.
Samkvæmt mælingum, sem
Steinþór Sigurðsson, mag.
scient. gerði um hvítasunnuna,
er Hekla orðin 1503 metra há, en
var áður 1447 metrar.
Allveruleg breyting hefir átt
sér stað á lögun fjallsins, eink-
um á suðvesturöxlinni, og hefir
hún einnig hækkað til muna.
Gosið heldur ennþá áfram, en
er mismunandi mikið. Það var
allmikið um hvítasunnuhelg-
ina, og varð þá vart lítilsháttar
öskufalls á nokkrum stöðum.
saknað
Fór héöankl. 11,25 í gærmorg-
un áleiðis til Akureyrar og hefir
ekki komiö fram
Tveggja hreyfla flugvél frá Flugfélagi
fslands, soíbi lagði af stað frá Rcykjavík kl.
11.25 í gærmorgun til Aknreyrar, var ekki
komin fram kl. 11 í gærkvöldi, þegar blaðið
fór í prentun.
Flugvélarinnar varð síðast vart undan Siglunesi um kl. 12.45,
en loftskeytasamband var seinast haft við hana frá Akureyri kl.
12.30, en þá var hún yfir Skagafirði. Átti hún að hafa samband
við stöðina 10 mín. seinna, en þá heyrðist ekki til hennar. Var
síðan reynt hið ítrasta til að hafa loftskeytasamband við hana,
en það bar engan árangur.
Strax og farið var að óttast um flugvélina, var fengin stór björg-
unarflugvél frá Keflavíkurflugvellinum, útbúin radartækjum, til
að fara norður og leita að flugvélinni, en leit hennar bar engan
árangur, enda var þá mikið dimmviðri. Jafnskjótt voru skip á
bessum slóðum beðin að hefja leit að flugvélinni og sex bátar frá
Ólafsfirði og Dalvík voru fengnir til að fara á vettvang. Héldu
siimir þessara báta áfram leitinni í gærkvöldi. Þá voru menn
fengnir til að hefja leit á landi báðum megin Eyjafjarðar. Var
þessari leit einnig haldið ái'ram í gærkvöldi.
Mikið dimmviðri var á þessum slóðum í gær og flaug flugvélin
því norður fyrir Siglunes. Þegar hún lagði af stað héðan var veður
þungskýjað og flaug hún alla leiðjna undir skýjaþykkni meðan
laftskeytastöðvarnar höfðu samband við hana. Þegar Akureyrar-
stöðin hafði seinast samband við hana kl. 12.30, eins og áður segir,
faldi loftskeytamaðurinn allt vera í lagi. Flugvélin hafði þrjár
sendistöðvar og fimm móttökutæki.
Þegar sást til flugvélarinnar frá Siglunesi um kl. 12.45 flaug
hún mjög lágt í austurátt. Þá var skyggni þar um 1 km., en
dimmdi þegar leið á daginn. Vindur var austan 4 vindstig, mjög
lágskýjað og lítil úrkoma.
Um kl. iyz þóttust menn á Kristneshæli hafa heyrt flugvél
halda suður yfir, en ekki verður neitt fullyrt, hvort sú tilgáta
þeirra fiafi verið rétt.
í flugvélinni var fjögra manna áhöfn, tveir flugmenn, loft-
skeytamaður og þerna, og 21 farþegi. Aðalflugmaður var Kristján
Kristinsson, aðstoðarflugmaður var Georg Thorb^-g Óskarsson,
loftskeytamaður Ragnar Guðmundsson og þerna Sigríður Gunn-
laugsdóttir.
f gærkvöldi fékk blaðið nafnalista frá Flugfélagi íslands yfir
farþegana og fer hann hér á eftir:
Þorgerður Þorvarðardóttir, Beykjavik.
Guðlaug Einarsdóttir, Akureyri.
Saren Geirdal, Akureyri.
Brynja Hlíðar, Akureyri.
Sigurrós Stefánsdóttir, Akureyri.
María Jónsdóttir, Húsavík.
Bannveig Kristjánsdóttir, Akureyri.
Júiíana Arnórsdóttir, Akureyri.
Árni Jónsson (4 ára), Akureyri.
Bryndís Sigurðardóttir, Beykjahlíð, Mývatnssveit.
Jóhann Guðjónsson, Eyrarbakka.
Jens Barsnes, Húsavík.
Tryggvi Jóhannsson, Béykjavík.
Erna Jóhannsson, Beykjavík.
Gunnar Tryggvason (4 ára), Beykjavík.
Tryggvi Tryggvason (1 árs), Beykjavik.
Þórður Arnaldsson, Akureyri.
Garðar Þorsteinsson, alþm., Reykjavík.
Sigurrós Jónsdóttir, Akureyri.
, Stefán Sigurðsson, Akureyri.
Gunnar Hallgrímsson, Akureyri.
Flugvélin var tveggja hreyfla vél af Douglas Dakotagerðinni.
Var þetta nýjasta flugvél Flugfélagsins af þessari gerð, kom til
landsins seint í vetur, en félagið átti alls þrjár slíkar 4vélar. Flug-
vélin hafði bensín til sex tíma flugs, er hún lagði af stað frá
Beykjavík. Merki vélarinnar var „TF-ISI".