Tíminn - 30.05.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1947, Blaðsíða 2
2 TÓIIINX. föstudagiim 30. maí 1947 97. blað Föstudagur 30. maí Kaupraáttur launanna Þeir, sem lásu ritstjórnar-, grein um Dagsbrúnarsamning- ana á þriðju síðu l>jóðviljans í fyrradag, þurfa ekki að efast um, hvers eðlis þetta mál er. Greinin átti að fjalla um nauð- syn verkamanna til að fá kaup- hækkun, en að langmestu leyti er hún skammir um ríkisstjórn- ina, enda fylgja henni myndir af- fimm ráðherrunum, ásamt persónulegum svívirðingum um þá. Betur gat Þjóðviljinn ekki sýnt, að þetta verkfallsbrölt sósíalistaforkólfanna er ein- göngu af pólitískum toga spunn- ið. Markmiðið er ekki að bæta kjör verkamanna, heldur að reyna að eyðileggja starf ríkis- stjórnarinnar, knýja fram stjórnarskipti og koma einhverj - um af forkólfum sósialisí’a í ráðherrastólana á ný. Það vill líka svo vel til, að það er beinlínis játað í umræddri grein Þjóðviljans, að verkamenn hafa áhuga fyrir öðru meira en kauphækkun. Þar er vitnað til greinargerðar, sem trúnaðarráð Dagsbrúnar birti síðastl. vetur og segir þar m. a. á þessa leið: „Trúnaðarráðið álítur, að æskilegastar væru ráðstafan- ir, er leiddu til þess, að laun verkamanna — og þar með allra annarra launþega og al- þýðufólks — nýttust betur, að kaupmáttur launanna yrði aukinn“. Þjóðviljinn útskýrir svo þetta atriði greinargerðarinnar nán- ar og segir: „Með þessu var því skýrt og afdráttarlaust yfir lýst, að verkamenn litu ekki fyrst og fremst á krónufjölda launa sinna, heldur^á. raunveruleg- an kaupmátt þeirra“. Með verkfallsbrölti sínu eru forkólfar sósíalista síður en svo að gera það, sem hér er rétti- lega lýst sem aðalmarkmiði verkamanna, að tryggja kaup- mátt launanna. Þeir eru ein- göngu að vinna að þvi, að verka- menn fái aukinn krónufjölda, án þess að nokkur trygging fá- ist fyrir því, að kaupmáttur launanna aukist. Þvert á móti bendir allt til þess, að ný kaup- hækkun myndi draga nýjar verðhækkanir, útsvarshækkanir og tollahækkanir á eftir sér, svo að raunverulegur kaupmáttur launanna myndi því minnka en ekki aukast við kauphækkun- ina. Til viðbótar kemur svo það, að kauphækkun myndi fljót- lega stöðva atvinnureksturinn, svo að verkamenn mundu ekki einu sinni fá þessi lækkuðu laun sín. Þetta skilja líka verkamenn. Þess vegna neitar nú hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru að verða við þeirri ósk sósíal- ista að segja upp samningum. Þess vegna er það eins og talað íyrir meginþorra verkalýðs- stéttar landsins, er Verkalýðs- félag Akraness snýr baki við hinum pólitisku verkfallsbrölti sósialista, en krefst þess hins vegar, að stjórn Alþýðusam- bandsins hefjist handa um samninga við ríkisstjórnina og samtök annarra stétta um að ráða bót á dýrtíðinni og tryggja þannig kjarabætur und- anfarinna ára. Og við þær samningaumleitanir á ekki krónufjöldinn, heldur kaup- máttur launanna að vera leið- arljósið, eins og bent er á í PÁLL ZÓPHÓNÍASSON: n Níu k omma fjó rir // Þann 15. sept. 1944 áttu land- búnaðarvörur að hækka í verði á innlendum markaði, svo bændur fengju 9.4% hærra verð fyrir þær þeirra, er á honum seldust, en þeir höfðu fengið ár- ið áður. Árið áður höfðu 28 al- þingismenn fengizt til að vera með því, að verðbæta þær land- búnaðarvörur, er selja þyrfti úr landi, svo bændur fengju jafnt fyrir þær og það, sem selt væri í landinu, eða hið svokallaða sexmannanefí\darverð. Nú hafði viðhorfið breytzt. Af þeim 28 þingmönnum, er voru með því að verðbæta landbún- aðarvörurnar frá haustinu 1943, höfðu nú nokkrir breytt um skoðun, og voru ófáanlegir til þess að mæla með slíku fram- vegis. Öllum var því sýnilegt, eftir markaðshorfunum, að þótt land- búnaðarvörurnar yrðu ekkert hækkaðar innanlantjs, þá hlaut að fást miklu minna fyrir þær, er út yrði að flytja, en hinar, sem seldar yrðu í landinu, og að hækkað verð innanlands gat orðið til þess að meira þyrfti að flytja út, og yrði alltaf til þess að hækka vísitölu framfærslu- kostnaðar og þar með kaupgjald allverulega, yrðu þær þá ekki greiddar niður úr ríkissjóði. Alþingi hafði áður krafizt þess, að Búnaðarfélag íslands, sem til þess tíma hafði látið stéttarmál bænda sig engu skipta, kæmi fram sem nokkurs konar fulltrúi fyrir bændur landsins, og- skyldaði það með lögum til þess að ráða því, hve mikið mætti greiða landbún$,ð- arvörurnar niður í verði, til að lækka áhrif þeirra á fram- færsluvísitöluna. Aukabúnaðar- þing var þá kallað saman 1944. Það ræddi þessi mál rækilega. Og það félist á að falla frá þýí að hækka landbúnaðarvörurnar í verði um 9.4% en setti þó á- kveðin skilyrði á *«nóti. Þessi skilyrði vóru fyrst. og fremst þau, að útfluttu landbúnaðar- vörurnar yrðu verðbættar eftir sömu reglu og árið áður, og að vísitölunni yrði haldið óbreyttri í 272 stigum. Ennfr. var þess krafizt, að ef franileiðslukostn- aður hækkaði, skyldi ríkissjóður bæta upp innanlandsverðið, svo bændur biðu ekki hnekki af þeirri hækkun. Þeir, sem að þessari samþykkt stóðu, gerðu sér ljóst, að með þessu komu þeir í veg fyrir mikla hækkun á framfærsluvísitölunni og þeir vonuðu, að með því gæfu þeir, fordæmi, sem yrði þess valdandi, að aðrir gerðu eins, og það yrði til þess að verðbólgan yrði stöðvuð. En þetta fór mjög á aðra leið. Alþingi samþykkti að vísu lög, er heimiluðu rikisstjórninni að verðbæta útfluttar landbúnað- arvörur, og verja fé úr ríkissjóði til að halda framfærsluvísitöl- unni í 272 stigum, en að öðru greinargerð Dagsbrúnarmanna hér að framan. Þetta er leiðin, sem verka- menn eiga að fara. Þeir eiga að standa saman um að knýja hana fram. Fyrsti áfanginn til að ná því marki, er að afstýra því pólitíska verkfallsbrölti, sem forkólfar sósialista eru nú að undirbúa og ekki er sprottið af umhyggju fyrir verkalýðn- um, heldur valdafíkn pólitískra spekúlanta. leyti gerði enginn neitt. Og rík- isstjórnin sveikst um að halda visitölunni óbreyttri, og dýrtíðin jókst jafnt og þétt. Óhlutvandir menn reyndu að telja bændum trú um, aðt búnaðarþing hefði með gerðum sínum svipt þá 8—9 millj. kr. tekjum, og þótt nú liggi fyrir hvað þeir gáfu eftir og hvað þeir fengu í uppbætur á; útfluttu vörurnar og þær land- búnaðarvörur, sem seldar voru í landinu, eru enn til menn, sem lifa það mikið í fortíðinni, að þeir eru að reyna að halda við þeirri óánægju, er þeir í fyrstu gátu komið inn hjá nokkrum bændum. Þó það eigi ekki að þurfa að svara slíkum stein- runnum röddum liðins tíma, þá held ég, að það sé rétt að leggja allar tölur á borðið, svo hver og einn geti sjálfur séð hvernig málið liggur nú fyrir. Sé gengið út frá því, að. jafn- mikið hefði selzt af landbúnað- arvörum frá og með 15. sept. 1944 til 14. sept. 1945 og seldust, en margir halda, að það hefði orðið minna,ef þær hefðu hækk- að í verði, þá er 9.4% viðbót við það verð, er bændur fengu fyrir þær, sem hér segir: Af mjólk og mjólkurvörum (bögglasmjör þó ekki með) ................ 2.715.840 Af kindakjöti seldu innanlands ........ 3.189.150 Af nautakjöti og garð- mat seldum innan- lands .................. 879.840 Alls kr. 6.784.830 Þetta hefðu bændur fengið meira en þeir fengu, ef verðið til þeirra hefði verið 9.4% hærra, og það engin áhrif haft á shlu- majyi varanna. Nú er búið að verðbæta allar vörur frá þessu ári bæði þær, sem út voru fluttar og þær, sem seldust innanlands. Reikningar ríkissjóðs sýna, að það hefir verið greitt sem hér segi^ 1. Gærur frá haustinu 1944 .................... kr. 2.773.940,28 2. Útflutt saltkjöt frá 1944 .................... — 779.936,15 3. Útflutt freðkjöt frá 1944 .................. — 856.107,00 4. Útflutt ull frá 1945 ....................... — 1.800.00,00 5. Uppbót á mjólk selda innanlands, vegna hækkandi framleiðslukostnaðar.................— 701.807,82 6. Uppbót á kjöt selt innanlands, vegna hækkaðs framleiðslukostnaðar ................ — 531.677,45 Alls kr. 7.442.209,27 Bændur hafa því fengið nokkru meira í verðuppbætur en þeir hefðu fengið, ef innan- landsverðið hefði verið hækkað um 9.4% og salan innanlands haldizt óbreytt þrátt fyrri það. Hin svokallaða „eftirgjöf" á 9.4% hækkuninni varð því engin eftirgjöf, heldur gróði fyrir bæridur. En aðalgróðinn var þó ekki fyrir þá sérstaklega, held- ur þjóðina alla. Hefði landbún- aðarvörurnar verið látnar hækka, þá hefði kaup stór- hækkað vegna hækkaðrar visi- tölu, og hefði ríkissjóður átt að greiða það niður, svo vísitalan yrði óbreytt, hefði það kostað hann til muna meira en þær 7.442.209,27, er hann greiddi alls á landbúnaðarvörurnar. En mestur hefði gróðinn orð- ið, ef aðrir hefðu farið að dæmi búnaðaj^rings, stöðvað frekari hækkun, en til þefes bar þjóðin nú ekki gæfu þá, end,a varð for- usta hennar ill hin næstu ár, og um annað hugsað en að kné- setja verðbólguna. Annan i hvítasunnu 1947. Torsten Sclieníz: IncLtancL á vegamótum Verður stjórnleysi og borgar- styrjöld eða ekki? Það er hin mikla spurning Indlands í dag, þegar Bretar búast til að láta af yfirráðum í þessu geysistóra ríki, bæði stjórnmálalega og hernaðarlega, og að verulegu leyti fjármálalega. Tekst Nehru og stjórn hans að halda uppi friði og lögum í landinu, eða gera hinar níutíu milljónir Mú- hameðstrúarmanna uppreist til þess að knýja fram Pakistan- ríki sitt eftir kröfu Jinnah? Hvernig á að afnema hina miklu fátækt? Hvernig tekst Nehru að samræma jafnaðarstefnu sína þjóðmálaskoðunum indverskra fjárgróðamanna, sem hafa lagt Kongressflokknum til fé í stjórnmálabaráttunni og vilja fá nokkuð fyrir snúð sinn? Mun Indland hafa vinsamleg skipti við Breta í framtíðinni, eða eflir það vináttu sína við Rússa? Hinn silfurhærði Nehru er gáfaður og atkvæðamikill mað- ur, þótt um hann leiki ekki eins mikill frægðarljómi í flestra augum og Gandhi. Þó býr Nehru yfir þeim veikleika eins og flest- ir Indverjar, að gera sér gylli- vonir um framtíðina, og hann á erfitt með að ráða fram úr vandamálum, sem krefjast skap- festu og lagni. ' Augljóst dæmi um þennan veikleika hans var vlnáttuheim- sókn hans til hinna órólegu landamærahéraða, sem Múham- eðstrúarmenn ráða yfir í norð- vesturhluta Indlands, þar sem hann átti að boða „bróðurlegáf vináttu“. Fundur hans og ættar- höfðingjanna þar tókst ekki sem bezt. Þegar þeir létu það skýrt í Ijós, að þeir vildu ekkert hafa saman við Hindúa að sælda og tóku að hafa ógnanir í frammi, missti Nehru stjórn á skapi sínu og sagði þeim skýrt og skorin- ort, að þeir væru „launaðir þrælar Breta“. Krafa indverskra Múhameðs- trúarmanna um Pakistan-ríki á sér að sjálfsögðu trúarlegar og fjárhagslegar rætur, þótt Hind- úar fullyrði hins vegar, að þessl ágreiningur milli þeirra og Kon- gressflokksns sé nýtilkominn og Bretar ali á honum eftir megni. Satt er það að vísu, að Bretum hefir orðið nokkur stuðningur að þessum ágreiningi, en þeir hafa þó alls ekki búið hann til. Fjármálavald Hindúa er stað- reynd. Að vísu eru til margir verzlunarmenn meðal Múhaín- eðstrúarmanna, en langflestir auðmenn eru Hindúar. Hugmynd Múhameðstrúar- manna er sú, að Parkistan- Eftir eLcLh.ú.sclagLnn í eldhúsdagsumræðunum frá Alþingi 29. og 30. apríl kom margt einkennilegt fram, og heyrði ég marga segja, að þær hefðu verið eins og þegar börn eru að metast eða rífast. Kommúnistar héldu til streitu 15% niðurskurði verklegra framkvæmda, þótt ráðherrarnir margsönnuðu, að þetta er arg- asta blekking. Þetta sýnir bezt, hve kommúnistar eru ófyrir- 'leitnir að halda fram vísvitandi ósannindum. * . Ólafur Thors tók til máls í þessum umræðum. Ræðan, sem hann flutti, fór verst með hann sjálfan, þar sem hann bar það blákalt fram, að hagur ríkis- sjóðs sé og hafi aldrei verið meiri né betri en einmitt nú, þegar gjaldþrot vofir yfir. Þessi maður veit það vel, að þegar hann fór úr ríkisstjórn, var gjaldeyririnn búinn, og tekju- öflun ríkissjóðs í algerðu öng- þveiti. Eða með öðrum orðum, það var hrun framundan. Svo þegar núverandi ríkis- stjórn ætlar að reyna að bæta fyrir verk Ólafs sjálfs, ræðst hann á stjórnina og ætlar að reyna að hjálpa kommúnistum til að koma fram verkföllum og öðru slíku, sem þeir af öllu hjarta þrá, með því að segja, að nú standi allt í blóma, ein- mitt þegar ráðherrarnir eru búnir að sýna fram á, að það er hrun framundan, ef nokkuð út af ber. * Enn segir Ólafur, að hann hefði fúslega viljað taka upp stjórnarsamvinnu við fyrri sam- starfsflokka, ef þess hefði verið kostur. Þarna er manninum vel lýst, að vilja svo fúslega seðja valdagræðgi kommúnista, sem hann veit að vilja ekkert annað frekar en að koma öllu á annan endann í landinu, og standa svo upp og gorta af afrekum sínum eins og bersýnilega hefir komið í ljós. Enn fremur sagði Ólafur, að hann hefði verið ó- fús að taka þátt í stjórnarsam- starfi við Framsóknarflokkinn. Sézt vel á því að Ólafur vill ekki samstarf lýðræðisflokkanna í landinu. Það hefir nú óvéfengj- anlega sannazt, sem Framsókn- armenn héldu fram eftir að fyrrv. stjórn tók við völdum. Reynslan hefir sannað, að stjórn Ólafs Var fjárglæfrastjórn, sem stefndi þjóðarskútunni á sker með fádæma fyrirhyggjuleysi í fjármálum. Framsóknarmenn sáu strax hvert stefndi, enda vöruðu þeir þjóðina við í tíma, en vegna blekkinga andstæðinganna hlutu þeir þá hnekki í síðustu kosningum, 5em raun varð á. En það var fyrir það, að þá var ekki komið í ljós það, sem nú er augljóst mál. Framsóknarmenn hafa ekki tekið nærri sér, þótt þeir hafi fyrir þessar viðvaranir verið stimplaðir sem svartsýnir aftur- haldsseggir. En það hafa and- stæðingarnir óspart gert. Þjóðin mun hins vegar sjá nú, hverj- um hún getur treyst. * Halldór Kristjánsson bóndi frá Kirkjubóli í Önundarfirði, hefir undanfarið skrifað mikið í Tím- ann, og má sjá af greinum hans að hann er óvenjumikill ritsnillingur. — Halldór hefir margsinnis skorað á Jón Pálma- son að svara þeim ádeilum, sem hann hefir réttilega á hann borið. En Jón þverskallast við að svara og nefnir Halldór mörg- um ófögrum nöfnum. Ástæðan fyrir þessu er sú, að Jón Pálma- son segíir, að honum fihnfst Halldór ekki svara verður, en þó getur hann ekki að sér gert, að sletta öðru hvoru frá- sér illyrðum í garð Halldórs, sem sæma Jóni mjög vel, því að hann er óefað mesti orðhákur Sjálf- stæðisflokksins, Mér finnst ekki sæma íslenzk- um ritstjóra og allra sízt for- seta sameinaðs Alþingis, að tala og skrifa eins og Jón Pálmason hefir gert. - Þorgeir Ólafsson. ríkið nái yfir þá hluta Indlands, þar sem Múhameðstrúarmenn eru í meirihluta, en það er eink- um í norð-vesturhluta landsins. Múhameðstrúarmönnum er þó vel ljóst, að þeir munu eiga við mikla fjárhagsörðugleika að etja, en meirihluti þeirra segist ekki setja fátæktina fyrir sig, ef þeir aðeins losni við yfirráð Hindúanna. Óeirðirnar í Kalkútta, Austur- Bengal og víðar hafa svipt tug- þúsundir manna lífinu. Ef Ind- land á að sleppa við borgara- styrjöld, verða Múhameðstrúar- menn að fá Pakistan-ríkið. Tekst stjórnendum Indlands að ráða fram úr vandanum og sleppa við borgarastyrjöld? Ef til vill, en þó mun langur tími líða, áður en allur almenningur fær betri lífskjör. Það er hægt að lesa um miklar framtíðará- ætlanir Indverja, en það er sitt hvað að mæla og framkvæma. Sá, sem hefir kynnzt indversku embættismannastéttinni, fær ekki háar hugmyndir urn skipu- lagshæfileika Indverja. Emb- ættissvik eru daglegt brauð í Indlandi. Hinni geysilegu örbirgð verður að létta af með einhverjum ráð- um. Stjórn Nehru var ekki fyrr setzt á laggir, en Gandhi fór að ræða um afnám hins fræga salt- skatts. En þessi skattur hefir þó verið mjög þýðingarlítill, eins og einn indverskur þjóð- hagfræðingur hefir bent á. Nauðsynlegustu umbæturnar eru skömmtun jarðnæðis, meiri tækni í iðnaðinum og bætt heil- brigðiseftirlit. Nehru dáist að samyrkju- skipulagi Ráðstjórnarríkjanna, og ef til vill er það heppilegt fyrir Indland, eins og margir hafa bent á. Gandhi er nú 77 ára að aldri og hefir enn þá mjög mikil á- hrif á indversk stjórnmál. Hvernig stendur á hinu mikla áhrifavaldi hans? Nehru hitti reyndar naglann á höfuðið, þegar hann sagði, að Gandhi hefði komið eins og nýr blær á tímum vonbrigða- og bölsýnis, þegar baráttan virtist vonlaus, og frjálst Indland t órafjarlægð. Gandhi heldur því enn fram, að Indverjar verði að vera iðnir við spunarokkinn og koma fram við hiria „ósnertanlegu“ eins og bræður. Hinir „ósnertanlegu" í Indlandi eru um sextíu millj- ónir, og fregnum af árangrinum af tilraunum Gandhis fyrir þeirra hag ber ekki saman. Víða fá þeir þó aðgang að hofunum nú orðið, og fá að sækja vatn sitt í hina almennu brunna, og vonir standa til þes, að þetta sé fyrsti vísir þess, að þessu þræla- haldi muni brátt ljúka. En það er þó alls ekki langt síðan einn meðlimur hinnar nýju stjórnar vildi ekki snæða banana, sem einn hinna „ósnertanlegu“ hafði snert. Gandhi sjálfur býr mitt á meðal hinna „ósnertanlegu“. Ég sá hann í Delhi, daginn eftir að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.