Tíminn - 30.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.05.1947, Blaðsíða 3
97. blað rmirNTV. föstadaglim 30. maí 1947 3 MIMINGARORÐ: Ólafur Guðmundsson fyrrverandi ferjumaður að Sandhólaferju Kynslóðir koma, og kynslóðir fara. Það er gömul saga, en ávallt ný. í dag verður lögð til hinztu hvílu ein af kempum liðins tíma — barn horfinnar kyn- slóðar og þess íslands, sem var. Þessi maður er Ólafur Guð- mundsson, fyrrum ferjumaður að Sandhólaferju við Þjórsá, er lézt í elliheimili Hafnfirðinga inga 20. maímánaðar síðastlið- inn. Fer kveðjuathöfn fram í Hafnarfjarðarkirkju árdegis í dag, en síðdegis verður hann borinn til moldar í Stokkseyrar- kirkjugarði. En á Stokkseyri átti Ólafur heima hátt á fjórða tug ára. Ólafur fæddist að Burðarholti í Ásahreppi í Ranárvallasýslu 28. maímánaðar 1865, sonur hjónanna þar, Ragnhildar Sig- urðardóttur og Guðmundar Benediktssonar. Aðeins ársgam- all var Ólafur tekinn í fóstur að Sandhólaferju, og þar ólst hann upp hjá Gunnari hrepp- stjóra og Þórunni konu hans. Dvaldist hann síðan lengstum að Sandhólaferju, þar til hann var þrítugur. Um það leyti var Þjórsá brúuð og tekin af lög- ferja að Sandhólaferju. Var Ól- afur ferjumaður þar síðasta áratuginn, áður en þessi breyt- ing varð. Það mun flestum finnast nú sem manndómsár og starfsævi manna hefjist um þrítugsald- urinn. En við svo hörð störf má búa, að þá sé maðurinn þrotinn að heilsu. Svo var um Ólaf ferju- mann. Um tíu ára skeið hafði hann barizt við Þjórsá með miklum orðstír, áræði og hjálp- fýsi, sem aldrei brást, en fært þá fórn, sem þyngst er — heilsu sina og orku. Ekki var heldur fyrir laununum að gangast — Ólafur yfirgaf ferju sina snauð- ur maður. Þeir, sem nú á dögum aka um vegi og brýr Suðurlandsins, eiga sennilega erfitt með að skilja þá hörðu baráttu, er heyja varð við stórfljótin, og þær fórnir, er þar voru færðar, svo að hægt væri að lifa í þessu harðbýla landi. Það er einn af kapítul- um landssögunnar, sem enn hefir ekki verið skráður, og þeg- ar er faúnn að falla í fyrnsku með þjóðinni. Svo skamm- minnug getur jafnvel söguþjóð verið. Að vísu eru ferjurnar fyrir 'löngu fúnaðar í naustum sínum éða að engu orðnar fyrir tímans tönn á sama hátt, og svitadropar ferjumannanna ,eru hann varð 77 ára, og hann virt- ist eins og vofa, þar sem hann gekk á milli tveggja ungra stúlkna. Foringi hinna „ósnertanlegu“ heitir Ambedkar, og hann vill að þeir berjist áfram fyrir mannsæmandi tilveru. Hann lítur á tilraunir Gandhis að fá Hindúa til þess að koma fram við þá eins og bræður, sem glapræði. Hann segir, að Gandhi sé versti óvinur hinna „ósnert- anlegu“. Nehru heldur því fram, að Indland eigi að> halda friði og vináttu við allar þjóðir. Hann hefir setið í fangelsi um mörg ár, eins og flestir aðrir meðlimir stjórnar hans, og á því grátt að gjalda Bretum, en hann sér í hendi sér, að þótt Indland verði sjálfstætt ríki, verður það að njóta hjálpar Breta enn um langa stund. Brezkir stóreigna- menn í Indlandi selja nú sem runnir út í hið yzta haf með vatninu, sem draup af árablöð- unum. Sjálfir eru þeir flestir eða allir komnir undir græna torfu. En á þeim degi þegar Ól- afu.r Guðmundsson er til grafar borinn, mætti virðast sérstök ástæða áð líta snöggvast til baka til alls þess, sem„ var — alls þess stríðs og strits, sem heyja varð — að minnsta kosti fyrir Sunnlendinga og aðra syni og dætur þeirra, er hann barg heilu og höldnu yíir eitt vá- lyndasta stórfljót landsins, jafnt á nótt sem degi. Þegar lögferja á Þjórsá lagðist niður og Ólafur flutti brott frá Sandhólaferju, var hann um skeið vinnumaður á ýmsum bæjum í Ásahreppi, unz hann fluttist til Stokkseyrar árið 1908. Þar dvaldi hann síðan fram á árið 1945, að hann flutt- ist'til Hafnarfjarðar. Var hann þá rúmfastur orðinn, og steig aldrei á fæturnar eftir það. Eftir að hann flutti til Stokks- eyrar stundaði hann sjó meðan þrek hans leyfði, en var oft á sumrum áx ýmsum stöðum í Rangárvallasýslu, einkum eftir að hann tók að reskjast. Ólafur Guðmundsson kvænt- ist aldrei. En hann bjó lengi með Maren Pétursdóttur, og átti með henni einn son, Kjart- an Ólafsson, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Annar sonur hans er Jón, iðnaðarmaður í Reykja- vík. > Nú hefir tessi maður safnazt til feðra sinna. En eftir lifir orðstír mikilhæfs og stórbrot- ins afreksmanns, sem sú kyn- slóð, er hann lifði og starfaði með, skipaði að verðleikum fremstum á bekk þeirra ósér- plægnu atorkumanna, er háðu síðustu glímuna við ægilegustu torfærur hinna víðu byggða Suðurlandsins. H. óðast eignir sínar þar. Vöruhús og veitingahús komast nú óðum í eigu Indverja. f framtíðinni munu járnbrautirnar og margs konar annar brezkur* atvinnu- rekstur verða þjóðnýttur. Nú sem stendur er mjög erfitt að fá Indverja til þess að sjá nokkuð annað en vanrækslu og illvirki Breta þar í landi. En það skyldi þó haft hugfast, að Bret- ar hafa gefið Indverjum frið í hundrað ár og mannúðlegt rétt- arkerfi, þótt stjórnkænska Breta hafi ef til vill ekki ætíð fallið vel að hinum austurlenzku þjóðháttum.En það er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að ver.^tu kúgarar indversku þjóð- arinnar hafa sjálfir verið Ind- verjar. Drekkið Maltko! »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Gunnar Widegren: Rábskonan á Grund — Hún er óvenjulega brún, sagði prófastsfrúin við sessunaut sinn — óeðlilega brún, vil ég segja. Maður veit, hvernig ungu stúlkurnar eru nú á dögum. Ég var einmitt áð taka diskilinn biskupsins, þegar prófastsfrúin sagði þetta, og ég get ekki neitað því, að ég varð dálítið vandræðaleg, auk þess sem það fauk talsvert í mig. En mest fékk þó návist Svans á mig. — Þetta er eins eðlilegur hörundslitur og frekast getur verið, sagði biskupinn og kleip föðurlega í kinn- ina á mér. — Þess konar getur biskup leyft sér að gera, ef það er gert á réttan hátt, sagði matreiðslukonan, sem hefir mallað allt, sem etið hefir verið í meiri háttar presta- veizlum hér í næstu sóknum á s^inni árum, svo að hún veit sjálfsagt, hvað hún syngur. — Já, einmitt, sagði prófastsfrúin illkvittnislefk. Biskupinn veit auðvitað, hvernig málað kvenfólk á að líta út. Hún getur nefnilega aldrei setið á sárshöfði við1 bisk- upinn, og það stafar af því, að honum var veitt emb- ættið hérna á árunum, en ekki bróður hennar — „bróður mínum, prófessornum í Uppsölum“. Og hún er illkvittin manneskja, sem einskis svífst. — Góða Kristín, sagði biskupsfrúin brosandi. Það er víst orðið svo alvanalegt, að fólk endurbæti verk skaparans á þann hátt, jafnt fyrirfólk sefn aðrir, að jafnvel saklausasti biskup kemst ekki hjá því að taka eftir þvi. — Jú, Malla er slétt á vangann og rjóð í kinnum í dag, þó að hún sé farin að reskjast, svo að ég má kannske álykta sem svo, að hún tali af pigin reynslu, sagði Kristín önuglega. En í mínu ungdæmi þóttust stúlkurnar of góðar til þess að nota tálliti eða láta sól- ina gera sig brúnar eins og negrastelpur. En nú var biskupnum hóg boðið. Hann lét atóm- sprengjuna falla. — Já, en góða Kristín, sagði hann — það er nú svo hræðilega langt síðan .... Þá þagnaði Kristín. En glamrið i fölsku tönnunum vitnaði um það, hve reið hún var. Allir gúðsmennim- ir og maddömur þeirra stóðu á öndinni. Aldurhniginn, góðviljaður klerkur forðaði frekari ýfingum með því að segja spaugilega sögu, sem raunar hafði nú einhvern tíma heyrzt áður. Svanur varð aulalegri á svipinn en nývígðum presti og sprenglærðum helgisiðafræðingi er leyfilegt að vera. Veizlan fór vel fram, og litlu maddömunni nýja prestsins varð æ léttara fyrir brjósti, ekki sízt vegna þess, að biskupinn var sífellt ag hrósa því, hversu smekklega hefði verið lagt á borð, hve fallega stúlk- urnar gengju um beina, hve matúrinn væri góður og yfirleitt öllu, sem manninum gat hugkvæmzt að hrósa. Loks stóð hann upp og hélt um þetta hugðnæma ræðu, sem við fengum ekki að heyra. Biskupsfrúin var bros- hýr og lítillát og reyndi eftir mætti að bera mýkjandi smyrsl á sárin, sem Kristín prófastsfrú veitti veizlu- gestum og heimafólki með glósum og opinskáum að- dróttunum. Við og við sá ég mér færi á að renna aug- unwn til Svans. Hann virtist mjög annars hugar. Bara, að hann færi nú ekki að spyrja einhverra spurninga um mig — spurninga, sem gátu leitt af sér aðrar spurningar og jafnvel hættulegar eftirgrensl- anir! Það var eins og ég gengi á eggjagrjóti, mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, ég náfölnaði og sót- roðnaði til skiptis, mér flaug í hug að hlaupa burt frá öllu saman, reka höndina niður í brennheitt vatn, skera mig á beittum hnífi eða gera bara eitthvað, sem gaf mér átyllu til þess að flýja. En ég fann, að það var afbrot við vesalings maddömuna — henni var ó- rótt innan brjósts. Hún tautaði jafnvel fyrir munni sér orð, sem prestsmaddama má ekki segja. Ég harkaði því af mér og bauð öllu illu byrginn. Allt varð að fara sem fara vildi. Að borðhaldinu loknu var gestunum borið kaffi úti í trjágarðinum, og þá tókst ekki betur til en svo, að ég varð að fara með kaffikönnuría beint til Svans, því að Edit frá Mýrargerði, sem bar bakkann með bollunum, rjómakönnunni og sykurkerinu, stáðnæmdist fyrst hjá honum. Ég hneigði mig kurteislega, eins og vel uppalinni sveitastúlku ber að hneigja sig fyrir presti, ekki sízt, ef hann er ungur og laglegur, og hellti svo í bollann hans, án þess höndin skylíi, svo sjáanlegt væri. — Þakkir, sagði Svanur og starði á mig rapnsóknar- augum um leið og hann bar bollann upp að vörum sér. — Gerið þér svo vel, sagði ég lágt og auðmjúklega, hneigði mig í annað sinn og gekk svo til næsta manns. — Þetta er undarlegt, heyrði ég Svan tauta í barm sér. Ég saeri mér við og spurði silkimjúkri röddu: — Finnst yður eitthvað að kaffinu, herra prestur? — Nei, svaraði Svanur, eins og hann hrykki upp af værum blundi. Ég var bara — ég var bara .... Nei, þakka yður fyrir — kaffið er ágætt. Ég lét eins og ekkert væri, en með sjálfri mér háði ég harða baráttu við eitthvað, sem var undarlegt sam- bland af ótta og niðurbældum hlátri. Getum afgreitt nú þegar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. Samband ísl. samvinnufélaga Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför Ólafs Ólafssonar, Eyvindarholti. Börn, barnabörn og tengdabörn. Þrjár nýjar bækur Feðgarnir á Breiðabóli, 3 Grænadals-kóngurinn nefnist lokabindi þessa merka og vinsæla sagnabálks, sem hófst með sögunum Stórviði og Bærinn og byggðin. Segir hér frá harðri og erfiðri baráttu Hákonar unga til að skapa nýtt ættaróðal í einum hinna sólmyrku fjalladala, sem áður höfðu legið undir Breiðaból. Lýkur þar sögunni, er yngsti ættarhlynurinn, Litli-Hákon, heldur heim á leið til Grænadals, í afturelding, frá bruna- rústunum á Breiðabóli, þar sem afi gamli, hann Stóri- Hákon, hefir brunnið inni í „gömlu stofu“, i rafljósadýrð nýja tímans. — Grænadalskóngurinn er svipmikil og á- hrifarík saga. Dagshríðar spor nefnast 12 sögur eftir vestur-íslenzku skáldkonuna Guð- rúnu H. Finnsdóttur. Sögur þessar eru kanadískar að um- hverfi, en ísl enzkar í anda. Sögupersónurnar eru flestar íslenzkt fólk, sögugildi þeirra tíðum innri barátta milli íslenzkra eðlisþátta og áhrifa úmhverfisins. Stundum verður minningin um ísland ljúf draumsýn. Kelly, í sög- unni Salt jarðar, geymir óljósa sögusögn um móður sína ís- lenzka, sem hann hefir aldrei þekkt, og í huga hans renn- ur hún saman við hugmyndina um ættlandið í norðri, veitir honum þrek, hjálpar honum að finna sjálfan sig. I andlegri nálægð við Island eftir Einar Pál Jónsson, ritstjóra, hinn kunna vesturís- lenzka blaðamann, er skemmtilegur þáttur um för rit- stjórans til New York 1944 á fund forseta íslands, er hann var staddur þar í boði Roosevelts forseta. Lýsir höfundur hátíðahöldum íslendinga þar í borg í sambandi við komu forsetans og segir frá ýmsum merkum íslendingum, er þar voru saman komnir. Hér er eftirtektarverð hpimild um einstakan atburð í sögu íslands. Stúlkur óskast til Kleppjárnsreykjahælisins í Borgarfirði til aðstoðar við hjúkrun og saumaskap. # * upplýsingar í skrifstofu ríklsspítalanna, sími 1765. Starfsstúlkur og hjúkrunarmenn vantar á Kleppsspllalann. Uppl. í síma 2319. UTBREIÐIÐ TIMANN % í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.