Tíminn - 31.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKDRINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMEÐJAN EDDA hj. I .ITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚál. Llndargötu 9 A slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUOLÝSINGASKRIFfiTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu Ö A Slmi 2323 31. árg. Reykjavík, laugardaginn 31. maí 1947 98. blaft Keppnin við brezka knattspyrnu- liðiö hefst á þriðjudaginn Það er áaliö sterkasta knattspyrnuliðið, sem hefir komið hingað til lands Á mánudaginn kemur er væntanlegt hingað til lands me'ð' flug- vél frá Prestwick, frægt lið brezkra knattspyrnumanna. Er það knattspyrnuflokkurinn Queens Park Rangers, sem talinn er standa framarlega meðal brezkra atvinnuliða. Það er Knattspyrnuráð Reykjavíkur, sem gengst fyrir komu hinna brezku knatt- spyrnumanna, en þeir koma hingað í sumarleyfi sinu. Er það siður brezku atvinnuliðanna að fara til annarra landa, þegar leiktimabilinu heima í Englandi er lokið. Hafa slík lið oft heim- sótt Norðurlöndin hin ogeinnig meginlandslöndin. Það er í fyrsta sinn, sem Is- lendingum gefst kostur á þvi að sjá þá menn leika knattspyrnu, sem hafa það að atvinnu. Er þetta talið sterkasta liðið, sem hingað hefir komið, en þó búast reykvískir knattspyrnumenn við því að úrvalslið okkar geti staðið sig sæmilega í viðureigninni við þá, þótt ólíklegt sé að íslending- ar beri sigur úr býtum. Ákveðið er, að liðið leiki hér f jóra leiki. Fyrsti leikurinn verð- ur á þriðjudagskvöldið við úr- valslið úr reykvísku knatt- spyrnufélögunum. Annar leik- urinn verður á miðvikudags- kvöld við Pram, núverandl Is- landsmeistara. Þriðji leikurinn verður mánudaginn 9. júní og keppa Bretarnir þá við K.R., sem staðið hefir sig einna bezt í þeim knattspyrnuleikjum, sem farið hafa fram í vor. Fjórði og seinasti leikurinn verður aftur við úrvalslið og fer fram dag- inn eftir. Allir leikirnir hefjast kl. 8.30, nema síðasti leikurinn, sem hefst kl. 8. Að honum lokn- um verður brezku knattspyrnu- mönnunum haldið skilnaðar- samsæti. Þá er gert ráð fyrir að bjóða gestunum austur að Þing- völlum, Gnllfossi og Geysi og ef til vill einnig austur að Heklu. Lið það, sem hingað kemur, er eins og áður er sagt, talið sterkt knattspyrnulið. Af 40 leikjum, sem það hefir leikið í Bretlandi í vetur hefir það aðeins tapað 7, og er það nú annað bezta liðið í 3. fl. brezku atvinnuliðanna. í þvi eru margir afburðagóðir knattspyrnumenn. Má þar með- al annars nefna markmanninn, Allen, sem er ungur maður, sem getið hefir sér mjög gott orð fyrir leik sinn. Keypti Rangers hann fyrir öf fjár, en síðan hafa önnur atvinnulið ekki linnt lát- unum og. boðið í hamv hvert í kapp við annað. í vetur bauð t. d. eitthvert allra bezta at- vinnulið Breta, Arsenal, yfir 200 þús. krónur í hann, en Rangers lét hann ekki falan fyrir það verð. Þá er Powell framvörður mjög þekktur knattspyrnumað- ur, sem Rangersfélagið keypti nýlega fyrir mikið verð. Hann leikur með úrvalsliði fyrir Wells. Eiun af beztU knattspyrnu- (Framhald á 4. síðu) Dakotavélin rakst á Hestfjall í Héðinsfirði og fórst með allri áhöfn Líkin voru flutt til Akureyrar í gær "w*," h«uí;. o 'i t* w* Cí ,v*v STAÐURINN, I»AR SEM FLUGVÉUN 1 ÓUST Korwi ílVrhlUtottwgto1" flci)!)nWkiir Krossinn hjá Stokksskeri sýnir staðinn, þar sem flugvélin fórst. Slysið hefir að líkindum orsakast þannig, að flugvélin hefir verið komin inn á Héðinsfjörð, þegar flugmennirnir hafa áttað sig og snúið við aftur, en af einhverjum ástæðum farið ofnærri landi að vestanverðu. Flugvélin mun hafa átt örstutta leið eftir til að sleppa framhjá fjallinu. Þau sorgartíðindi urðu kunn um níuleytið í gærmorgun, að Dakotaflugvélin, sem saknað var daginn áður, hefði rekizt á íjall í Héðinsfirði og farizt með allri áhöfn. Flugmenn á einni af leitarflugvélum Flugfélags íslands höfðu þá komið auga á flakið af vélinni og séð þau vegsummerki, að enginn hefði komizt lífs af. Vöktu þessi tíðindi mikla hryggð, þegar þau bárust um landið. í Reykjavík og á Akureyri blöktu fánar í hálfa stöng allan daginn og öllum skemmtisamkomum var aflýst. Hátíðahöld sjómannadagsins Þan hefjast í dag með smidkeppiii og" kapp- róðri sjgómanna Tíundi sjómannadagurinn er á morgun og verður hann hald- inn hátíðlegur af sjómönnum um allt land. Hér í bænum hefjast hátíðahöldin með kappróðri og sundkeppni sjómanna, sem fara fram í dag, en aðalhátíðahöldin verða á morgun. Handknattleikskeppni Svía og Yfirburoir Svía byggðust á góoum samleik Heimsóknir erlendra íþróttaflokka hingað til lands eru nú að verða alltíðar og ber að fagna þvf. Þdtt íslendingar gangi sjaldan með sigur af hólmi úr þeim viðskiptum enn sem komið er, geta þeir margt lært af hinum erlendu gestum, og það mun hjálpa Islendingum að ná því marki að verða liðtækir á alþjóðlegum íþróttavettvangi. ERLENDAR f-RETTIR Danska stjórnin hefir nýlega borið þau tilmæli fram við Bandaríkjastjórn, að samning- urinn frá 1941 um hersetu Bandaríkjamanna á Grænlandi verði felldur úr gildi. Banda- ríkjastjórn hefir svarað því, að húx; sé fús til að ræða um nýjan samning, er fjalli um hervarnir Grænlands. Hefir Marshall látið svo ummælt, að Grænland sé mikilvægur þáttur í landvarna- kerfi Bandaríkjanna og verði því Bandarikjamenn að fá trygjt, að önnur stórveldi fái *ekki herstöðvar þar. Flokksþing brezka verka- ¦mannaflokfesins felldi í fyrra- 'dag með yfirgnæfandi atkvæða- mun tillögur um vantraust á utanrikismálastefnu stjórnar- innar. A fimmtudagskvöldið var kl. 7.30*£.d. kom sænska handknatt- leiksliðið IPK Kristianstad hingað og keppti sama kvöld kl. 9 við úrvalslið íslendinga. Forseti Í.S.Í., Ben G. Waage bauð Svíana velkomna og síðan lék lúðrasveit þjóðsöngva ís- lands og Svíþjóðar. Yfirburðir Svíanna komu í ljós þegar í leiksbyrjun. Staða þeirra og hreyfingar á vellinum 'voru mjög hnitmiðaðar og það var sérstaklega athyglisvert, hve I vörnin var heil og sterk. íslend- ingar voru hins vegar ákaflega staðbundnir og í sókn þeirra vor* áberandi eyður, einkum til hliðar á vellinum, þegar sókn þeirra nálgaðist mark Svíanna. Fyrri hálfleik léku íslending- ar á móti vindi, og Svíar skor- urðu fyrsta mark sitt þegar, er fjórar mínútur voru af leik, og (Framhald á 4. siðu) Líkin flutt til Akureyrar Vélskipið Egill, sem flutti lík þeirra, er fórust með flugvélinni lagðist að bryggju á Akureyri kl. 10 í gærkvöldi. Um 4000 manns hafði safnazt saman á bryggj- unni og í nærliggjandi götum. Lúðrasveit lék sorgarlag, en síð- an söng karlakórinn Geysir „Hærra minn guð til þín." Að því loknu flutti séra Pétur Sig- urgeirsson stutta ræðu og bæn. Að því loknu söng Geysir „Lýs milda l.jós." Líkin höfðu veriff lögð á börur á skipsfjöl og breiddir íslenzkir 'fánar yfir þau. Ellefu vörubílar voru á bryggjuiyii og voru börurnar settar á þá Ó§ þeir óku síðan í röð upp að Akureyrarkirkju, en þar voru líkin borin inn. Öll athöfnin var mjög hátíð- leg. Bifreiðaeign íslendinga Samkvæmt nýjum Hagtíðind- um voru skráðar bifreiðar hér á landi 7164 í árslok 1946. Þar af voru 3479 fólksbifreiðar og 3685 vörubifreiðar. í Reykjavík einni voru skráðar 2395 fólksbifreiðar og 1615 vörubifreiðar. Fólksbifreiðarnar skiptast þannig eftir tegundunum: Ford 665, Austin 347, Dodge 312, Jeep (Willy's) 294, Chevrolet 278, Plymouth 245, Chrysler 160, Jeep (Ford) 137, Buick 122 og Stude- baker 119. Af öðrum tegundum Strax á morgun verða fánar dregnir að hún á öllum skipum á höfninni kl. 8. Klukkan 10.30 fer fram reipdráttur milli skips- hafna á planinu sunnan við há- skólann. Allan daginn verða merki dagsins og Sjómanna- dagsblaðið selt á götunum,. og rennur allur ágóðinn af sölunni — sem aðrar tekjur sjómanna- dagsins — til dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Klukkan 12,45 safnast sjó- menn saman til kappgöngu og verður gengið kringum tjörnina og staðnæmst við Austurvöll, en þar fer fram minningarathöfn. Hefst athöfnin með því að Guð- mundur Jónsson syngur með undirleik lúðrasveitar, en bisk- upinn yfir íslandi minnist lát- inna sjómanna. Að því búnu verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Af svölum Alþingishússins flytur forsætisráðherrann, Stef- |n Jóhann Stefáiísson, ávarp, ennfremur fulltrúi útgerðar- manna, Tryggvi Ófeigsson, og Böðvar Steinþórsson, er talar af hálfu sjómanna. Verður öllum þessum liðum dagskrárinnar út- varpað. Dagskrá útvarpsins verður að mestu leyti helguð sjómönnum. Kl. 7.30 um kvöldið flytur séra Jakob Jónsson ræðu i útvarpið frá hófi sjómanna að Hótel Borg. Um kvöldið verða skemmt- anir í flestum samkomuhúsum bæjarins. Flugvélin finnst. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, var strax og óttazt var um flugvélina hafin leit að henni og hélt hún áfram á sjó og landi langt fram á nótt. Snemma í gærmorgun fóru þrjár flugvélar Flugfélags íslands, — tveir Katalínubátar og ein lítil vél — í leitarleiðangur, og bar hann þann árangur, að annar Katalínubáturinn fann flakið af flugvélinni nokkru eftir kl. 8. Var það í gilskoru í fjalli utar- iega í vestanverðum Héðinsfirði. Mikil sprenging og eldur hafði bersýnilega komið upp í flugvél- inni, \iogar hún rakst á fjallið, og engar líkur virtust því til, að nokkur þeirra, sem var í vélinni hefði komizt lífs af. Líkin nást. Flugmönnunum, sem sáu flakið, virtist það myndi verða mjög örðugt að komast að því, nerr»a helzt með því móti að fara upp á fjallið og síga niður í gilið, þar sem flakið lá. Klettar ganga þarna í sjó fram og er fjallið bæði bratt og hömrótt. Bátum, sem voru á nálægum stöðum, var þó gert viðvart, og nokkru fyrir hádegi tókst vel- bátnum Agli frá Ólafsfirði að leggjast að klöpp þarna rétt hjá og gátu skipverjar síðan klifrað upp að flakinu. Blasti við þeim mjög Jiörmuleg sjón, er þangað kom. *Allt var brunnið af flug- vélinni, ^m brunnið gat, og hún hafði brenglazt mikið við sprenginguna. Flest líkin lágu á .víð og dreif í kringum flakið, sum allfjarri. Hafa þau senni- lega henzt úr vélinni, er spreng- ingin varð. Mörg þeirra höfðu mikla áverka, en annur voru með minni. Minnstir áverkar höfðu orðið á líkum barnanna. í vélinni sjálfri voru nokkur lík. Virðuleg móttökuathöfn á Akureyri. Skipverjar af Agli og fleiri skipum, sem komu á vettvang, hófust strax handa um að flytja líkin til skips. Voru þau siðan flutt í línuveiðarann Atla frá Akureyrij en hann hafði verið fenginn til að flytja þau til Ak- ureyrar. Um fjögurleytið í gær var búið að ná öllum líkunum, nema einu, en leitað verður að því í dag. Atli var væntanlegur til Akureyrar milli kl. 10—11 í gærkvöldi og hafði verið undir- búin virðuleg mótttaka. Séra Mörg f lugslys Meiri flugslys urðu fyrra sól- arhring en á jafnskömmuni tíma áður síðan stríðinu lauk. A La Guardiavellinum í New York hrapaði flugvél, þegar hún var að hefja sig upp, og fórust þar 39 manns. f Japan fórst amerísk her- flugvél með 41 manns. i Suður-Ameríku fórst banda- rísk farþegaflugvél með um 40 manns. í Hollandi rákust á tvær f lug- vélar og varð nokkurt mann- tjón. 1 Alaska fórst bandarísk hernaðarflugvél og varð nokk- urt manntjón. Alls munu hafa farizt hátt á annað hundrað manns í flug- slysum á þessum eina sólar- hring. Pétur Sigurgeirsson átti að flytja ávarp, en karlakórinn Geysir átti að syngja. Orsök slyssins? Eins og áður segir, fannst flak- ið í gilskoru í fjallinu i tæplega 100 m. hæð, en hæð fjallsins mun vera parna um 250 m. Flakið lá þannig, að líklegt þykir, að flugvélin hafi tekið ranga stefnu, þegar hún var komin fram hjá Siglunesi og flogið inn Héðinsfjörð í stað þess að halda inn EJíjafjörð, en flugmaðurinn hafi síðan áttað sig og ætlað að fljúga út úr Ifirðinum aftur, en þá flogið of nærri landi að vestanverðu. Þetta verður þó ekki fullyrt á þessu stigi málsins, en nánari athugun mun verða gerð á þessu síðar. Mun engin athugun hafa verið gerð á flakinu í gær, held- ur fyrst og fremst hugsað um að bjarga likunum meðan sjór var svo kyrr, að bátar gátu lagzt þarna við land. Um þá, sem fórust. í blaðinu í gær birtist skrá yfir þá, sem voru með flugvél- inni, en ekki var tí'mi til þess þá að afla sér'nánari upplýsinga um þá, nema Garðar Þorsteins- son alþingismann. Meðal þeirra, sem fórust með flugvélinni, var Tryggvi Jó- hannsson (Kristjánssonar bygg- ingameistara) vélaverkfræðing- (Framhald á 4. síðu) voru bifreiðar innan við 100. Vörubifreiðarnar skiptast þannig eftir tegundunum: Ford 842, Chevrolet 798, Jeep (Willy's) 360, Austin 232, Ford- son 232, GMC 192, Dodge 154, Studebaker 142, International 109. Af öðrum tegundum voru bifreiðarnar innan við hundrað. Mynd þessi var tekin af Dakotaflugvélinni, sem fórst í fyrradag, þogar hún settist í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvöllinn í vetur. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.