Tíminn - 31.05.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1947, Blaðsíða 3
98. blað TtMIMlV, laagardagiim 31. maí 1947 3 FIMMTUGUR: Björn Haraldsson bóndl, Anstnrgörðum, Kelduhverfi. Björn Haraldsson, bóndi - í Austurgörðum er fimmtugur i dag. Hann er fæddur að Aust- urgörðum 31. maí 1897, sonur Haraldar Ásmundssonar bónda þar og Sigríðar Sigfúsdóttur konu hans. Björn ólst upp í Austurgörðum, en fór síðar í1 Gagnfræðaskólann á Akureyrt og lauk prófi þaðan árið 1921. Björn kvæntist árið 1939 Þor- björgu Þórarinsdóttur frá Kolla- vík í Þistilfirði. Þau eiga tvö börn. Björn tók við búi í Austur- görðum og hefir búið þar síð- an. Hann hefir lagt mikið kapp á að bæta jörð sína og reynzt frábær atorkumaður við það sem annað, er hann hefir tekið sér fyrir hendur. Hann hefir byggt vandað íbúðarhús á jörð sinni svo og öll peningshús frá grunni og vandað til þess á alla lund. Hann hefir einnig aukið mjög ræktunarland jarð- arinnar og girðingar. Björn hef- ir þannig búið á jörð sinni eins og duglegur og hagsýnn ís- lenzkur bóndi getur bezt gert. En þótt starf Björns í bú- skapnum sé þegar mikið við miðmunda ævinnar, þá hefir hann komið víðar við og lagt drjúgan skerf til annarra þjóð- þrifamála. Eins og eðlilegt er nm athugulan, vel menntaðan og ósérplæginn mann, hafa hlaðizt á Björn margvísleg trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag hans og sýslu. Hann hefir átt sæti í hreppsnefnd um margra ára skeið og verið oddviti all- lengi. Hann hefir einnig lengi verið formaður skólanefndar. verið í skattanefnd, átt sæti i stjórn Kaupfélags N.-Þingey- inga og innt af höndum marg- vísleg félagsstörf önnur. Björn hefir verið heill og traustur áhugamaður um hvers Gu.nn.ar Widegren. konar framfarir og félagsmál og hefir ritað allmargt greina til framdráttar áhugamálum sín- um, og verið þar fastur fyrir í sókn og vörn eins og öllu starfi sínu. Hann er einnig mjög bók- hneigður maður og víðlesinn. Björn hefir ætíð verið ötull Framsóknarmaður og reynzt þar hinn nýtasti liðsamður, og hefir hann marg oft lagt flokkn um og framfaramálum hans skeleggt liðsinni bæði í ræðu og riti og með margvíslegu öðru starfi. Á hann sérstakar þakkir skyldar fyrir það. Björn er vinmargur og vel kvnntur og munu allir, er þekkja hann, vilja flytja honum þakkir fyrir kynninguna og j störfin á liðnum árum og færa honum hugheilar óskir um kom- andi ár og óunnin störf, þvf að enn á hann langan starfsdae ,’hunda Samvinnubú CFramhald af 2. síðuj vantar einatt nógu almenna og skýra hugsun í þessu efni. Við verðum að gera okkur þess fulla grein, að þegar eitt býli fellur i auðn, þá er hætt við, að annað komi á eftir og svo koll af kolli. Fyrir hvert sveitarfélag, sem tapar af tölu býla sinna og ef fólkinu fækkar að sama skapi, þá er það sannarlega blóðtaka frá efnahags- og menningarlegu sjónarmiði séð og stefnir til meiri eða minni landauðnar. Þegar við stofnum til sam- vinnubús, þá eigum við strax í byrjun að ákveða framleiðslu- magn búsins, það magn á að miðast við tölu þeirra, sem að búinu standa, og það verður að vera það mikið, að það skili ekki minni arði en aðrar stéttir hafa upp úr sinni vinnu, hér má ekkert handahóf eiga sér stað, heldur skýr og ákveðin áætlun, sem verður að öllum viðráðanlegum ástæðum að haldast. Um leið og framleiðslumagn búsins er ákveðið verður jafn framt að ákveða það magn af heyi og garðmat t. d., sem hver fjölskylda og einstaklingar ættu að fá úr heildarafrakstri bús- ins. Grundvöll til sem réttlát- astra skipta í þessu efni finna þeir er til búsins stofna, og frá mínu sjónarmiði séð er það lít- ill vandi. Um leið og ég læt máli mínu lokið vil ég benda á að ég hef talið helztu kosti, sem ég hefi komið auga á í sambandi við samvinnubú, en svo koma gall- ar þess segir e. t. v. eitthvert ykkar, og ég efast ekki um, að þá megi finna. Eg skal ekki dylja þess að í viðtali við einstaka menn um samvinnubú hefir mér verið bent á, að hver höndin mundi verða þar upp á móti annarri, af því allir vildu ráða. Ég hefi fyllilega reynt að gera mér grein fyrir þessu og ekki getað fund- ið þau ásteytingarefni, sem sumir hafa viljað vera láta. í samvinnubúi, eins og ég hefi drepið á hér að framan, að ég hugsaði það grundvallað, hefi ég ekki fundið þau sundurlynd- isefni, sem ættu að þurfa að rjúfa samstarfið, af því sam vinnan á fyrst og fremst að vera um þá höfuðþætti búrekst- ursins, sem sízt væri ástæða að deila um. Þó menn láti sér detta í hug, að misklíð kynni að rísa út af skiptum á framleiðslu bús- ins, svo sem heyi og garðmat þá ætti það ekki að þurfa að koma fyrir, heyinu yrði skipt böggum eða vagnhlössum, en kartöflurnar yrðu lagðar í einn reikning og verði þeirra skipt eftir því sem í hvers hlut ætti að koma. Nábúakrytur var algengur á okkar landi. Nú held ég að fólkið sé víðast búið að hefja sig yfir smámuni hans. f fleir- býli, þar sem ég þekki til, er samstarf milli manna hið bezta fólkið reynir að laga sig hvað eftir öðru svo ekki verði á rekstrar. Flestum skilst nú orð- ið, að sundurlyndisfjandinn stýrir hvergi happi í samstarfi manna, og sá skilningur mundi vonandi ríkja hjá þeim, sem hefðu víðsýni til þess að stofna til samvinnu í búskap. Steinþór Þórðarson. Ráðskonan á Grund Maddaman kom fram í eldhúsið og tilkynnti, að „biskupinn hefði látið í ljós þá ósk, að það af starfs- fólkinu, sem gæti því við komið, hlýddi á aftansöng- inn“. Þetta kom sér bölvanlega fyrir mig, því að ég hafði hugsað mér að sæta lagi og smygla bréfi inn í herbergi Svans, meðan guðsþjónustan færi fram, og segja honum, hvernig í öllu lægi. Hann ætlaði sem sé að gista um nóttina. Ég var viss um, að hann myndi gæta tungu sinnar, ef ég segði honum sannleikann. Eftir aftansönginn var reitt fram te, og þeim sókn- arbarnanna, sem við guðsþjónustuna höfðu verið, var boðið til tedrykkjunnar. Trjágarðurinn var því mor- andi af fólldi. Við frammistöðustúlkurnar höfðum ærnu að sinna fyrst um sinn. Svanur gaut til mín aug- unum, þegar hann sá mér bregða fyrir, en þó aðeins í laumi, og ég beið færis að gefa honum eitthvert merki — drepa tittlinga framan í hann eða leggja fingurinn á varirnar. Ég vissi, að hann myndi þá strax skilja, að hér voru maðkar í mysunni, og bíða rólegur eftir nánari skýringu á framferði mínu. En ekkert tækifæri gafst. í hvert skipti, sem ég leit til hans, sá ég aðeins ringlaðan mann, sem ekki var hægt að gefa neitt merki. Gáski og örvænting toguðust á í huga mínum. því að það er svei mér ekki slorlegt fyrir nítján ára stúlku að sitja í bíl við hliðina á laglegum og skraf- hreifum presti. Svanur talaði í sífellu, og hún greip andann á lofti, dæsti af hamingju og sagði ekik annað en já og nei. Við fjórmenningarnir í aftursætinu lék- um á als oddi og veltumst um af hlátri. Sérstaklega var mikill gáski í mér, því að nú gerði ég mér vonir um að geta brugðið öruggu hafti á tungu Svans. Mér fannst mér borgið, og ég hrópaði í huganum ferfalt húrra fyrir sveitalífinu. Svanur hagaði sér eins og slungnasti herforingi.' Hann skilaði stúlkunum heim í hlað, einni og einni, unz ég var ein eftir í bílnum hjá honum. Þá var ekið til Grundar. Fyrstu mínúturnar þagði ég eins og steinn. Ég beið þess, að Svanur ryfi þögnina, en hann þagði líka, því að hann vildi sýnilega, að ég yrði til þess. En þegar þögnin var orðin óþægilega löng, hóstaði Svanur. — Elsku Svanur, sagði ég, og um leið tók bíllinn harðan kipp, þvi að Svani varð það á að stiga helzt til fast á benzíngjafann, svo að dálítið virtist honum verða hverft við. Ég get ekki að þvi gert, sagði ég — þetta er ég sjálf og engin önnur. Þá snarstöðvaði hann bílinn, svo að hvein í heml- unum. — Eitt uppátækið enn, sagði hann. Ég hefði svo sem átt að vita það strax. Komdu nú og setztu hérna hjá mér og þyldu alla syndajátninguna undandráttarlaust. Hvað á þetta eiginlega að þýða? Ertu byrjuð aftur á sömu strákapörunum og þú tamdir þér í menntaskól- anum eða hefirðu kannske gert þig seka um eitthvað glæpsamlegt? Ég hlammaði mér niður við hliðina á Svani, og við tókumst innilega í hendur. Og nú sagði ég honum alla sólarsöguna og klykkti út með þessum orðum: — Og svo skilurðu, elsku Svanur, að þetta hefi ég sagt þér i trúnaði, og þú verður að þegja yfir því eins og skriftum deyjandi manns, að minnsta kosti meðan ég er á Grund. — Þú hefir alltaf verið glanni, og ég hefði undir eins getað unnið að því sáluhjálpareið, að þetta varst þú, sagði Svanur hlæjandi. En ég vissi ekki, hverju ég átti að trúa, þegar allir kölluðu þig Önnu, og sjálf þúað- irðu allan stelpuskarann, sem gekk um beina. Það er kominn tími til þess, að einhver viti borinn maður taki þig í karphúsið. — Guð forði mér frá því! — Annars ætlaði ég að koma við heima hjá þér í þessari ferð, sagði Svanur. — Það var fallega hugsað af þér að ætla að hitta pabba og mömmu .... — Enga vitleysu! Þú veizt ofurvel, hvern ég ætlaði að hitta, Alfa, sagði Svanur. Það voru ekki fyrst og fremst foreldrar þínir, heldur þú sjálf, sem ég átti erindi við. Mér hefir oft orðið hugsað til þín upp á siðkastið, Alfa — já, núna eftir að allt réðist um lífsstarf mitt. Og nú, þegar ég ætlaði loks að fara að heimsækja þig, skýtur þér allt í einu upp á leið minni. Er það ekki vísbending frá sjálfri forsjóninni? — Vertu sjálfur ekki með neina vitleysu, Svanur, sagði ég. Við skulum tala um eitthvað annað. Mér þykir það leiðinlegt þín vegna, en ég bið þig að halda ekki þessu samtali áfram á þann hátt, sem þú byrjaðir það. Það yrði aðeins okkur báðum til leiðinda. — En elsku Alfa, sagði Svanur. Það var nú svo góð vinátta með okkur á skólaárunum, og ég hefi eigin- lega alltaf litið þannig á, að við værum hér um bil trúlofuð — það vantaði bara herzlumuninn, þó að stundum hafi liðið heil ár milli þess, sem fundum okkar hefir borið saman. Ég gleymi aldrei fyrsta og eina kossinum okkar .... Mér var órótt í skapi, þótt ég reyndi að vera glað- leg á svipinn, þegar ég tók á móti launum mínum fyr- íííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííííiííííííííííi Kaupfélög! FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnuf élaga 5444ÍÍ4ÍÍÍÍÍ4Í5ÍÍ5ÍÍÍ4ÍÍÍÍ4ÍÍÍ4ÍÍÍ4ÍÍÍÍÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍÍÍÍÍ4ÍÍ4Í5Í4ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ4Í4ÍÍÍW ! Sjómannahátíðahöldin 1947 10. sjómannadagur Laugardaginn 3/. maí: Kl. 15,00 Kappróður á Rauðarárvíkinni og sundkeppni við Reykjavíkurhöfn. Veðbanki starfræktur Tónleikar. Sunnudaginn 1. júni: Kl. 8,00 Fánar dregnir að hún á skipum. — 9,00 Unglingar og aðrir, sem ætla að selja blað og merki dagsins, komi í verkamannaskýlið. Há sölulaun. — 10,30 Reipdráttur á uppfyllingunni framan við há- skólann. — 12,45 Safnazt saman til hópgöngu sjómanna við Tjörnina hjá Miðbæjarbarnaskólanum. — 13,15 Hópgangan leggur af stað með Lúðrasveit Reykjavíkur í fararbroddi. Albert Klahn stjórnar. Gengið verður um Fríkirkjuveg, Skothúsveg, Tjarnargötu, Vonarstræti og Templarasund. Staðnæmst við Austurvöll. — 14,00 Minningarathöfn og útisamkoma af svölum Alþingishússins: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. Guðmundur Jónsson syngur einsöng. Biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurgeir Sigurðs- son, minnist látinna sjómanna. Ávörp flytja: Forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson. Fulltrúi útgerðarmanna, Tryggvi Ófeigsson. Fulltrúi sjómanna, Böðvar Steinþórsson matsv. Um kvöldið verður sjómannahóf að Hótel Borg, og dans- leikir í Sjálfstæðishúsinu, Tjarnarcafé, Breiðfirðingabúð og Iðnó, og ennfremur gömlu dansarnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og Þórscafé. Aðgöngumiðar að dansleikjunum verða seldir á viðkom- andi stað kl. 5 e. h. á sjómannadaginn. Fulltrúaráð sjómannadagsins Gagnfræðaskólinn í Reykjavík Innritun nýrra nemenda fer fram i skólanum við Lind- argötu laugardaginn 31. maí kl. 9—12 og mánudaginn 2. júní kl. 9—12 og 4—7. Nýir nemendur hafi með sér skírteini um fullnaðarpróf úr barnaskóla. Eldri nemendur segi til á sama tíma, hvort á að ætla þeim skólavist í 2. eða 3. bekk næsta vetur. Áður sendar umsóknir þarf að endurnýja, ef ekki hafa fylgt allar nauð- synlegar upplýsingar. Sími í skólanum 3745. Engin afgreiðsla heima hjá skólastjóra. Ingimar Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.