Tíminn - 03.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1947, Blaðsíða 2
2 TtMINrc, þrigjmlagiim 3. Júní 1947 99. blað Þriðjjudagur 3. júní /1 CíÍaðawyi Seinasta gerræðis- verk sósíalista Forkólfar sósíalista hafa nú látið trúnaðarmannaráð Dags- brúnar, sem er skipað ellefu mönnum, lýsa yfir verkfalli um næstu helgi, ef ekki hefir verið fallizt á kröfur þeirra fyrir þann tíma. Þetta seinasta tiltæki sósí- alista forkólfanna er eins full- komið gerræði og hugsazt getur. Þótt finna megi ákvæði um það í vinnulöggjöfinni, að trúnaðar- mannaráði sé heimilt að lýsa yfir verkfalli, er það hrein van- túlkun að ætla að skáka í skjóli þess í umræddu tilfelli. Þegar þetta ákvæði vinnulöggjafar- innar var sett, var reiknað með því sem sjálfsögðu, að trúnaðar- mannaráðin yrðu mjög fjöl- menn og þau beittu ekki heldur þessu valdi sínu, nema fyrir lægi skýr verkfallsvilji félagsmanna. Hvorugu þessara skilyrða er hér til að dreifa. Hér er trúnaðar- mannaráðið í 3000 manna fé- lagi skipað einum 11 mönnum og fyrir liggur, að mikil and- staða var gegn uppsögn samn- inga og því mestar líkur til, að meiri hluti félagsmanna sé and- vígur verkfalli. Hefðu forráða- menn félagsins því viljað full- nægja anda vinnulöggjöfarinn- ar og lýðræðisins bar þeim ský- laus skylda til þess að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal fé- lagsmanna um það, hvort boðað skyldi til verkfalls. Framkoma sósíalistaforkólf- anna sýnir hér tvennt mjög greinilega: í fyrsta lagi sýnir þessi fram- koma, að sósíalistaforsprakk- arnir virða ekki vilja verka- manna að neinu. Þess vegna láta þeir ekki svo lítið að bera það undir þá, hvort efnt skuli til verkfalls eða ekki. Þeim er skip- að að leggja niður vinnu, en þeir eru ekki spurðir ráða. Ekk- ert sýnir betur lítilsvirðingu sósíalistaforkólfanna á verka- lýðnum, þótt þeir tali blítt og fagurlega í eyru hans. Ekkert sýnir líka betur, að sósíalista- forkólfarnir óttast, að verka- mönnum sé ljóst, að hér sé ekki verið að berjast fyrir hagsmun- um þeirra, heldur sé hér ein- göngu á ferðinni valdaaðstaða ósvífinna pólitískra spekúlanta. í öðru lagi sýnir þessi fram- koma sósíalistaforkólfanna, að allt þetta brölt þeirra er af póli- tískum toga spunnið. Ef þeir væru einvörðungu að hugsa um verkamennina, myndu þeir leggja málin undir þá og hlíta úrskurði þeirra. En þeir gera það ekki, því að þeir óttast, að sá úrskurður myndi kollvarpa þeirri pólitísku fyrirætlun þeirra að koma á verkfalli, sem leiði til hruns og eyðileggingar i atvinnulífi landsmanna og skapi þannig glundroða og öng- þveiti, er geti lyft einhverjum af forystumönnum sósíalista í ráðherrastólana á ný. Takist sósíalistaforkólfunum að koma fram þessari fyrirætl- un sinni með því að beita verka- menn ólögum og ofbeldi, dugir ekki annað fyrir lýðræðis- og umbótaöfl þjóðfélagsins en að taka mannlega á móti. Sósíal- istaforkólfarnir geta að sönnu valdið miklu tjóni, ef þeim tekst að halda uppi nokkurra vikna verkfalli, en samt yrði tjónið enn meira til frambúðar, ef fall- ízt væri á kröfur þeirra og dýr- „Gjafir“ bæjarstjórnar- meirihlutans. Þær sögur gengu um bæinn fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar, að ýmsir hinna efna- minni borgara hefðu fengið heimsókn manna, er þóttust hafa ýmsar gjafir meðferðis, sem bæri að þakka bæjarstjórn- armeirihlutanum. Er jafnvel talið ekki fjarri sanni, að þess- ar „gjafir“ hafi ráðið úrslitum kosninganna. Hvað, sem hæft er í þessu, er hitt víst, að bæjarmenn eru nú að uppskera „gjafir“, sem eru ávöxtur þess, að þeir fólu Sjálf- stæðisflokknum stjóm bæjar- málanna.. Ein þessara „gjafa“ er hækkun rafmagnsverðsins, sem nemur hvorki meira né minna en 43—45% á hæsta heimilistaxtanum (B2). Innan skamms kemur önnur „gjöf“ í dag^ljósið, þ. e. útsvarshækkun- in. Þetta eru gjafir, sem bæjar- menpi geta verið vissir um að fá áfram í enn ríkara mæli meðan íhaldið fær einsamalt að stjórna bænum. Sósíalistar og Bjarni. Bjarni Benediktsson skrifar grein í Mbl. í gær og læst þar óttast það mjög, að Sósíalistar afvegaleiði Hermann Jónasson. Þessi ótti Bjarna er alveg á- tíðinni alveg sleppt lausri, en vitanlega væri það óhjákvæmi- leg afleiðing af grunnkaups- hækkun nú. Vísitalan myndi þá fara upp í 350—360 stig um næstu mánaðamót og geta þá flestir reiknað út gróða útgerð- arinnar af síldveiðunum eftir það, svo að aðeins sé nefnd sú atvinnugrein, sem nú býr við langhagstæðast útflutningsverð. Áður en til slíks kemur, kann þó verkamönnum að gefast tækifæri til að afstýra þeirri bölvun óviðráðanlegrar dýrtíð- ar, sem sósíalistaforkólfarnir eru hér að leiða yfir þjóðina. Gifta verkamanna sjálfra og þjóðfélagsins alls er komin und- ir því, að slíkt tækifæri verði notað rétt og viturlega. stæðulaus, því að Hermann Jón- asson er manna ólíklegastur til að verða afvegaleiddur, hvort heldur er af sósíalistum eða öðr- um. Því miður verður ekki sagt það sama um Bjarna sjálfan. Það var hann, sem átti frum- kvæðið að því óheillaverki Sjálf- stæðisflokksins að efla sósíal- ista til valda, fyrst í Dagsbrún og síðan í Alþýðusambandinu. Þetta þótti honum samt ekki nóg að gert, heldur gerðist hann hvatamaður þess, að sós- íalistar komust í ríkisstjórn og unnu þar þau óhappaverk, sem Bjarni lýsir nú ófegurst í Mbl. En þótt Bjarni skrifi nú skel- egglega gegn sósíalistum i Mbl., er nauðsynlegt vegna þessarar fortíðar að fá meiri reynslu fyrir stefnubreytingu hans áður en menn geti fest fullan trúnað á, að sóíalistar eigi ekki eftir að afvegaleiða hann í ann- að sinn. » Illa kominn. Það hefir komið á daginn, að flokksmenn Ólafs Thors hefðu gert honum mestan greiða, ef þeir hefðu farið að ráðum Tím- ans og ekki sleppt honum að hljóðnemanum í eldhúsumræð- unum. Svo órótt er honum enn, að hann skákar fram Gísla Jóns syni í Mbl. í vikunni, sem leið, og lætur hann endurtaka í mik- illi langloku sömu firrurnar og Ólafur þuldi í útvarpið. Illa er Ólafur vissulega kominn, þegar hann fær ekki einu sinni Jón Pálmason til að taka undir með sér og verður því að notast við Gísla „Flateyjarkappa“. Hvaðan stafar birtan? Gísli heldur því fram, að „ný- sköpunarstjórnin" hafi skilið þannig við atvinnuvegi lands- manna, að aldrei hafi verið bjartara framundan hjá þeim en nú. Síðan Ólafur Thors lét svipuð ummæli falla í eldhúsumræð- unum hafa margir velt því fyr- ir sér hvaðan hann sá þessa birtu. Taldi hann kannske birt- una stafa af því, að framleiðslu- kostnaður sjávarafurða muni vera um það bil helmingi hærri hér en hjá þeim þjóðum, sem við eigum að keppa við? Eða stafaði birtan af því,ja.ð öU fisk- framleiðsla þessa árs og nokkuð af framleiðslu fyrra árs var ó- seld, þegar fyrrv. stjórn skildi við, og ekki einu sinni hafin við- leitni til að selja hana? Eða stafaði birtan af ríkisábyrgðinni á fiskverðinu? Meðan Ólafur og þjónar hans hafa ekki svarað þessu, munu menn ekki finna . aðra skýringu á þessu birtuskrafi en þá, að það stafi af einhverjum innri bruna órórrar og vondrar samvizku. Viðskilnaður Péturs. Þá lofar Gísli mjög, hve vel Pétur Magnússon hafi skilið við fjármál ríkisins í hendur núverandi stjórnar. Þessi und- irbúningur v'ar I stuttu máli sá, að hann kom ekki aðeins 197 millj. kr. tekjum ríkissjóðs í lóg á síðastl. ári, heldur jók hann skuldir ríkisins um 9 millj. kr. og eru þó ekki stórauknar skuld- ir ýmsra ríkisstofnana meðtald- ar. Þannig var Pétur búinn að koma árlegum útgjöldum ríkis- sjóðs yfir 200 millj. kr. Þessu til viðbótar komu svo ýms ný stór- felld útgjaldalög, sem nú í fyrsta sinn komu til framkvæmda, t. d. tryggingarnar, skólalögin o. fl. Þá bættist það einnig við, að Pétur skildi við dýrtíðarvísitöl- una um 30 stigum hærri, en hún hafði verið til jafn^ðar á síð- astliðnu ári. Til að kóróna þetta allt, var svo búið að eyða öllum erlenda gjaldeyrinum og rýra þannig stórlega tolltekjurnar á þessu ári. Það þarf vissulega mann af sauðahúsi Gísla Jónssonar til að geta lofsungið slíkan við- skilnað. Sjálfshól Gísla og vitnisburður Bjarna. Gísli getur vitanlega ekki lok- ið þessari Mbl.-grein svo, að hann geti ekki sjálfs sín að nokkuru. Lætur hann mjög af framgöngu sinni sem formanns fjárveitinganefndar og lætur við að byggja upp og viðhalda sinni sjálfstæðu andlegu menn- ingu. Áður en ' ríkisvaldið lögbauð skólaskyldu, áður en véltækni nútímans tók að flytja mönnum boðskap umheimsins 1 gegnum síma og útvarp, var þarna kom- in á fót skólamenntun með mörgum hagnýtum námsgrein- um ásamt íþrótta- og söng- og kennslu. Leiklist, söngur og tónlist dafnaði þar með miklum blóma, og varð það til þess að leysa úr læðingi dulda hæfileika ungra sveina og meyja, sem síðar urðu svo þjóðfélaginu bæði til nyt- semdar og sóma. Áhrif frá menningarstraum- um nágrannaþjóðanna námu hér land og festu rætur. Straumar þeir runnu í farveg hinnar blómlegu verzlunar, sem starfrækt var hér um langt skeið, oft undir forustu valin- kunnra höfðingja, er hefðar- brag settu á staðinn. Enn er þetta þorp, eins og það hefir verið frá ómunatíð, umvafið mestu auðlindum ís- lands, hinum stórgjöfulu fiski- miðum suðurstrandarinnar, og hinni víðlendu grasi grónu sléttu, sem eflaust gæti fætt þúsundir íslendinga á sinni frjó- sem svo, að hann hafi stöðvað ýmsar útgjaldahækkanir við 3. umræðu. Sannleikurinn er þó sá, að fjárveitinganefnd reynd- ist svo óstarfhæf undir for- mennsku Gísla, að ríkissjórnin varð að taka undirbúning fjárl. fyrir 3. umræðu í sínar hendur, en þá lá m. a. fyrir að jafna fjárveitingum milli héraða. Gerði stjórnin þetta með þeim hætti, að hún hækkaði sumar fjárveitingar, en lækkaði aðrar, og er það rétt hjá Gísla, að menntamálaráðh. átti drýgstan þátt í því, að þessi leiðrétting var gerð. Afskipti Gísla af þess- um málum voru helzt þau, að hann lagðist gegn leiðréttingar- tillögum stjórnarinnar, en vit- anlega voru ráð hans að engu höfð, eins og endranær. Varðandi álit kunnugra manna á þinghæfni Gísla er skemmst að vísa til vitnisburðar Bjarna Benediktssonar í þinglokin, þeg- ar Gísli gekkst fyrir því, að máli var syiyað um afbrigði. Bjarni lét þá svo ummælt, að Gísli hefði komizt inn í þingið fyrir slysni og hann skorti flesta hæfi- leika til að vera þingmanns- starfi sinu vaxinn, enda hvað eftir annað orðið sér til skamm- ar í þinginu. Ólafur Thors er því sannar- lega aumkunarverður fyrir að hafa ekki annan til að taka undir með sér en Gísla Jónsson. Marklaus yfirboð Jóns Pá. Jón Pálmason getur þess i pistlum sínum í ísafold, að hann hafi borið fram yfirboðstillögur í þinginu við lögin um Ræktun- arsjóð og framleiðsluráð. Seg- ir hann að tillögur sínar hafi m. a. fjallað um hærra framlag ríkisins til Ræktunarsjóðs og að bændur fengju verðskráning- arvaldið enn meir í sínar hend- ur. Fortíð Jóns veldur því, að þessar tillögur hans munu ekki koma honum að neinu haldi, því að hún sýnir, að þæí stafa ekki af góðum vilja, heldur yf- irboðsástæðum. Meðan Jón réði einhverju um landbúnaðar- stefnu Alþingis, var Ræktunar- sjóðsfrumv. svæft og verðskrán- ingarvaldið var þá alveg tekið af bændum og látið í hendur stjórnskipaðrar nefndar. Fyrir þessi óhappaverk verður ekki bætt með alvörulausum yfirboð- um nú. sömu mold, ef frjómögn hennar væru tekin til hins ýtrasta í þjónustu lífsins. Það er naumast hægt að segja, að þetta þorp sé í þjóðbraut nú. Það er ekki lengur langþráð takmark hinns þreytta ferða- manns, og það er ekki framar vonaland hagkvæmra vöru- skipta, né heldur Mímisbrunnur erlendra nýjunga, sem svifið höfðu yfir hafið frá fjarlæg- um löndum, eins og hinn heið- svali blær, sem fyllti segl þeirra kaupfara, er fluttu með sér lífs- björg margra sýslna. II. Um síðustu páska gisti ég þetta þorp eftir langa fjarveru, Var gestur á mínu eigin heimili, hafði eins konar páskaleyfi. Annan dag páska komu tveir kunningjar mínir úr stjórn leik- félagsins með boðskort fyrir mig og konu mína, að leiksýningu, er fram átti að fara þá um kvöldið. Ég var þakklátur þesum vin- um mínum fyrir að muna eftir því, að ég hafði starfað með þeim áður. Ég hlakkaði til kvöldsins, þegar ég átti að fá tækifæri, til þess að virða fyrir mér með hlutlausri athugun, ár- angur þess starfs, sem unnið Bændafundur á Rangárvöllum Þann 17. maí síðastl. var haldinn kjörmannafundur fyrir Rangárvallasýslu að Hellu, til að kjósa 2 aðalmenn og 2 vara- menn fyrir tvö næstu ár til að mæta sem fulltrúar á fundi Stéttasambands bænda. Formaður Búnaðarsambands Suðurlands, Guðmundur Þor- bjarnarson, setti fundinn. — Fundarstjóri var kosinn Bogi Thorarensen, Kirkjubæ, og rit- ari Páll Björgvinsson, Efra- Hvoli. Mættir voru 18 kjörmenn frá 10 hreppum. Kosnir voru sem aðalmenn á fund Stétta- sambandsins: Erlendur Árna- son, Skíðbakka, og Sigurjón Sigurðsson, Raftholti. Vara- menn: Hafliði Guðmundsson, Búð, og Bogi Thorarensen, Kirkjubæ. Á fundinum ræddu menn með áhuga og samstill- ingu verðlagsmál er landbún- að varða, og samþykktu eftir- farandi tillögur: „Kjörmannafundur fyrir Rangárvallasýslu haldinn að Hellu 17. mai 1947 mótmælir harðlega 112. gr. hinna al- mennu tryggingarlaga og krefst þess að hún verði með öllu af- numin úr lögunum, þar sem það er óþolandi skattur á atvinnu- rekendur. Sömuleiðis mótmælir fundur- inn harðlega tillagi því er sveit- arsjóðunum er gert að skyldu að greiða til lýðtrygginganna“. Samþykkt með öllum atkvæð- um. „Kjörmannafundur fyrir Rangárvallasýslu haldinn að Hellu 17. maí 1947, krefst þess sem lágmarkskröfu fyrir land- búnaðinn, að sú sjálfsagða rétt- arbót sem landbúnaðinum var veitt með sex mannanefndar- samkomulaginu sé í engu skert“. Samþykkt með öllum atkvæð- um. l*rjár stærri en Rvík. í Noregi eru þrjár borgir stærri en Reykjavík: Osló með 418 þús. íbúa, Bergen 108 þús. íbúa og Trondheim 56 þús. íbúa. Svo er Stavanger á borð við Reykjavík, 49 þús. íbúar, en næst eru Drammen og Christianssapd, sem hvorug nær 30 þúsundum. hefir verið af áhugafólki, eftir þreytandi vinnudag i skamm- degi vetrarins. III. Ég sit 1 miðjum sal. Okkur hefir verði valið sæti á bezta stað 1 húsinu. Samkomusalurinn er fremur lítill og gamaldags, enda byggður fyrir síðustu alda- mót. Hann er illa og óþægilega lýstur, aðeins þrjár óvarðar ljósaperur á mótum lofts og veggjar í annarri hliðinni. Hin- um megin ekkert ljós logandi, en I stað þess dökkleitir rimlar, sem sýna að húsið er jöfnum höndum notað til leikfimis- kennslu. Ég sit á hörðum en vel gerð- um trébekk, og það fer ekkert sérstaklega vel um mig. Fyrir framan mig er rautt leiksviðs- fortjald, en ég hefi aldrei tekið eftir þvl fyrr en nú, hvað það er lítið. Mér verður fyrst hugsað, að það sé varla stórra atburða að vænta, þótt þessu litla tjaldi verði lyft frá. Ég sé að salurinn er að smáfyllast í kringum mtg. Margt af því, sem inn kemur er utansveitarfólk. Það kemur sér fyrir í sæti sín í hálfrökkri síð- vetrarkvöldsins, og allt bíður það eftir að sjá og heyra hvað Guðm. Þorláksson, skólastj.: M en.rLÍrLgarvibleitni í fábýli Grein þessi fjallar um félagsstarfsemi ungs fólks í sveitum og kauptúnum. — Frumvarp það, sem ákveður að 45% af skemmtanaskattinum skuli renna til félags- heimila í sveitum og kauptúnum, og getið er um í grein- inni, er nú orðin að lögum, og ætti það að vera mikils verður stuðningur við þá menningarstarfsemi, sem höf. ræðir um I þessari grein. I. Yzt út við sjóndeildarhring Suðurlandsundirlendisins, þar sem landið og himinninn mæt- ast, liggur lítið þorp á lágum malarkambi, og lætur lítið yfir sér. Þjóðvegur liggur að þorp- inu og endar hann í hinni einu aðalgötu, sem lögð hefir verið eftir endilöngu byggðarlaginu, en lengra nær ekki akfær vegur, vestur með ströndinni. Á aðra hönd er úthafið, þús- undir mílna til suðurs, fullt af lífi og auðæfum, en býr líka yfir ógn og dauða. Á hina höndina er stærsta slétta íslands, umvafin bláum, fjarlægum fjallahring, sem hvílir augað, er það leitar eftir viðnámi. íbúar þessa þorps eru enn þá mótaðir af aldagamalli sjálfs- bjargarviðleitni genginna kyn- slóða, sem þróaðist í samræmi við þá lífsskoðun, að hver vinn- andi maður og kona væru háð þeirri ótvíræðu skyldu, að bera sjálf ábyrgð á lífsafkomu sinni. Allir hafa nægilegar lífsnauð- synjar, en fáir eru ríkir; spar- semi er dyggð þorpsbúa. Slíkir lífshættir skapast af við- skiptum manna við sjó og mold á fámennri strönd, þar sem ekki eru skilyrði til að seilast í vasa náungans eftir lífsviðurværi. f- búar þessa gamla þorps hafa einnig um langan aldur leitazt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.