Tíminn - 03.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1947, Blaðsíða 3
99. blað NN, brtðjjndagiiui 3. jám 1947 3 IÞROTTAFRETTIR: 0 Sundmót Skarphéðins Hið árlega sundmót Héraðs- sambandsins Skarphéðins var að Laugarskarði 1 Hveragerði sunnudaginn 18. maí s. 1. Formaður sambandsins, Sig- urður Greipsson setti mótið með ræðu. Keppendur voru 48 frá 7 félögum. Úrslit í mótinu voru þessi: 100 m. bringusund pilta(kepp- endur 10): 1. Tómas Jónsson, U.M.F. Ölfusinga 1 min. 33,2 sek. 2. Jón Teitsson, U.M.F. Laug- dæla, 1 mín. 33,3 sek. 3. Heiðar Marteinsson, U.M.F. Hvöt, 1 mín. 35,4 sek. 100 m. bringusund stúlkna (6 kepp.): 1. Áslaug Stefánsd., U.M.F. Laugdæla, 1 mín. 40,0 sek. 2. Gréta Jóhannesd., U.M.F. Ölfusinga, 1 mín. 40,8 sek. 3. Ás- dís Ólafsdóttir, U.M.F. Biskupst. 1 mín. 47,1 sek. 50 m. baksund pilta (4 kepp- endur): 1. Heiðar Marteinsson, U.M.F. Hvöt, 46,1 sek. 2. Sveinn Halldórsson, U.M.F. Selfoss, 48,3 sek. 3. Eyjólfur Pálsson, U.M.F. Laugdæla, 51,0 sek. 200 m. bringusund pilta (6 kepp.): 1. Jón Teitsson, U.M.F. Laugdæla, 3 mín. 30,8 sek. 2. Jón Stefánsson, U.M.F. Laugdæla, 3 mín. 37,3 sek. 3. Hlöðvar Ing- varsson, U.M.F. Biskupst. 3 mín. 41,0 sek. 50 m. frjáls aðf. stúlkna (10 kepp.): 1. Áslaug Stefánsdóttir, U.M.F. Laugdæla, 42,9 sek. 2. Erna Þórarinsd., U.M.F. Laug- dæla, 47,4 sek. 3. Margrét Þor- steisdóttir, U.M.F. Ölfusinga, 49,1 sek. ..50 m. frjáls aðf. pilta (kepp- endur 10): 1. Guðjón Björnsson, U.M.F. Biskupst., 35,2 sek. 2. Heiðar Marteinsson, U.M.F. Hvöt, 36,0 sek., 3. Eyjólfur Her- mannsson, U.M.F. Ölfusinga, 40,9 sek. 500 m. bringusund stúlkna (5 kepp.): 1. Áslaug Stefánsdóttir, U.M.F. Laugdæla, 9 mín. 40,9 sek. 2. Gréta Jóhannesd., U.M.F. Ölfusinga, 9 min. 51,3 sek. 3. Magnea Halldórsd., U.M.F. Öl- fusinga, 10 mín. 46,0 sek. 1000 m. bringusund pilta. (8 kepp.): 1. Tómas Jónsson, U. M. F. Ölfusinga, 19 mín. 25,9 sek. 2. Heiðar Marteinsson, U.M.F. Hvöt 20 mín. 15,1 sek. 3. Hörður Ing- varsson, U.M.F Biskupst. 20 mín. 30,0 sek. 4X50 m. boðsund (stúlkur) (4 sveitir): 1. A-sveit, U.M.F. Laugdæla, 3 mín. 16,4 self. 2. A- sveit U.M.F. Ölfusinga, 3 mín. 18,7 sek. 3. B-sveit U.M.F. Ölfus- inga, 3 min 33,5 sek. 4X100 m. boðsund pilta (4 sveitir): 1. Sveit U.M.F. Laug- dæla, 6 mín. 38,9 sek. 2. Sveit U. M. F. Hrunamanna 6 mín. 46.4 sek. 2. Sveit U.M.F. Ölfusinga, 6 min. 46,4 sek(dæmdar jafnar). Mótið fór vel fram. Veður var fremur hagstætt, bjart en nokk- uð hvasst og því töluverð bára á lauginni, og tafði það nokkuð fyrir keppendum. Mót þetta er fyrri hluti hér- aðsmótsins, síðari hluti mótsins fer fram að Þjórsártúni 29. júní n. k.. Á sundmótinu hlaut: U.M.F. Laugdæla .. 25 stig U.M.F Ölfusinga .. 18 — U.M.F. Hvöt ........'8 — f K Hvítasunnuhlaupið Hið árlega hvítasunnuhlaup Akureyringa fór fram á annan i hvítasunnu. Er það 3000 metra víðavangsþjaup. Keppendur að þessu sinni voru 22. Voru þeir frá Héraðasabandi Þingeyinga, íþróttabandalagi Akureyrar og Ungmennasambandi Eyfirðinga. Fyrstur að marki varð Halldór Helgason IBA á 9 mín. 28,5 sek. Annar varð Ivar Stefánsson HSÞ á 9 mín. 28,5 og þriðja Gunnar Skjóldal frá Ungmennasamb. Eyfirðinga á 10 mín., 31,2 sek. í sveitarkeppni bar sigur úr býtum sveit Héraðssambands Þingeyinga, en önnur varð sveit IBA, sem varð jöfn að stigatölu og sveit Ungmennasambands Eyfirðinga. í sveit HSÞ voru Ivar Stefáns- son, Helgi V. Helgason, Sig- urður Björgvinsson og Sigurgeir Aðalsteinsson. Auk þess var keppt í hlaupi drengja, tveimur aldursflokk- um, 12 ára og yngri og 13—16 ára. Vegalengdin, sem yngri flokkurinn hljóp, var 600 metrar Fyrstur varð sveit Þórs, en i Fyrst varð sveit Þórs, en I eldri flokknum, sem var 1200 metra hlaup, varð fyrst sveit A. K. gerist, þegar litla tjaldið rauða verður dregið frá. Það er hringt í síðasta sinn, — sviðið opnast. Ég gleymi stund og stað. — í í algjörri andstöðu við áhorf- endasalinn, sé ég nú inn i rúm- góða, mjög vel upplýsta sænska stofu frá seinni hluta 19 aldar. Tveir fyrstu þættir leiksins gerast 1 þessari vistlegu stofu, en 3. og síðasti þátturinn fer fram úti í garði og er mjög snoturlega frá öllu gengið þar heíma við. í fjarska sjást sól- roðnir hnúkar Skandinavíuhá- lendisins með grænum, skógi- vöxnum undirhlíðum. Leikendur eru alls níu, fimm karlar og fjórar konur. Búning- ar þeira og gerfi er allt hið smekklegasta og er það ekkert til sparað, að það megi vera í samræmi við persónur og efni leiksins. Ég slt ekki lengur á hörðum bekk 1 einhverju ómerkilegu samkomuhúsi, heldur hrífst ég af öllum huga með glaðværð og fjöri hins sænska gamanleiks. Flest af þessu fólki er orðið vant á leiksviði. Meðferðin á hlutverkunum ber þess líka glögg merki. Hún er víðast hvar mjög föst og örugg og skeikar óvíða frá upphafi til enda. Víða kemur fram snilldarlegur sam- leikur. Framsögnin er undan- tekningarlítið með ágætum. Lestur heyrist ekki. Heildarsvipur leiksins er til- tölulega heilsteyptur og form- fagur, og er það auðsjáanlega að þakka góðu samstarfi leik- enda og leikstjóra. Leikurinn er víða svo vel settur á svið, að sóml væri að, þótt í stærra leik- húsi væri en hér er um að ræða. Ég þekki allt fólkið mjög vel, en ég gleymi því líka. Því hefir yfirleitt tekizt svo vel að túlka fram persónur leiksins, eftir fyr- irsögn höfundar og leikstjóra, að þær verða mér allar minnis- stæðar. í leikslok eru leikendur kall- aðir fram og hylltir. Það er kurteisisleg þökk fyrir ánægju- lega stund. Ég stend ánægður upp eftir þá skemmtun, sem ég hefi sjálf- (Framhald d 4. slðu) ISLENDINGASAGNAÚTGÁFAN ein býður yður 127 sögur og þætti fyrir krónur 300,00 óbundin, en krónur 423,50 í góðu skinnbandi. Tólf bindi eru nú komin út. Áskrifendur eru beðnir að vitja þeirra í Bókaverzlun Finns Einarssonar, eða skrifstofu íslend- ingasagnaútgáfunar í Kirkjuhvoli, sími 7508. í þessum bindum eru 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri út- gáfum, og 8 þeirra hafa aldrei verið prentaðar áður. Þessar sögur efu ekki í fyrrl útgáfum. (Þær sögur, sem merktar eru með stjörnu, hafa aldrei verið prent- aðar áður): Kristni saga Grænlendinga þáttr (Einars þáttr Sokkasonar) Skáld-Helga saga. Sigurðar þáttr birgfirzka Hellismanna saga * Helga saga Hallvarðssonar * Illuga saga Tagldarbana Knmblbúa þáttr Bergbúa þáttr Kroka-Refs saga Atla saga Ótryggssonar * Ásmundar saga Atlasonar Völsa þáttr Hemings þáttr Áslákssonar Þorsteins þáttr skelks * Gríms þáttr í Grímstungn * Viðbætir við Sneglu-Halla þátt Þóris þáttr Hasts og Bárðar bitru * Þjóstólfs saga hamramma * Þorsteins saga Geirnef jufóstra Stjörnu-Odda draumr tslendings þáttr óráðga Hrana saga Hrings Droplaugarsona saga Brandkrossa þáttr Þorsteins þáttr Síðu-IIallssonar Gunnars saga Keldugnúpsfífls Brot úr Jökuldæla sögu Holta-Þóris saga óttars þáttr svarta Arnórs þáttr jarlaskálds * Ármanns saga ok Þorsteins gála Ármanns saga in yngri. Allar þessar sögur eru þvi mjög litlð kunnar almenningi og sumar þeirra allsendis ókunnar, Jafnvel þótt *■ þessi útgáfa hefði ekki annað hlutverk en að kynna þj óðinnl þessi rit*. hefði hún þó ærið erindi, enda meira en nóg til þess að gefa henni sjálfstætt og varanlegt gildi. í dag verða allar sögurnar komnar í Bókaverzlun Flnns Einarssonar og skrifstofu íslendlngasagnaútgáf- unnar. — Þvi aðeins að þér kaupið þeesa útgáfu, elgnlst þér allar íslendlngasögumar. Muníð: Ekkl brot, heldur heildir. Saman í heild, það sem saman á. Gerist strax áskrifendnr. ISLENDINGASAGNAÚTGAFAN Pósthólf 73, Reykjavik. Ég undirrit..... gerist hér með áskriíandi að Is- lendingasögum íslendingasagnaútgáfunnar og óska að fá hana innbundna, óbundna. (Strikið yflr það, sem ekki óskast). Nafn ............................................. Heimili .......................................'... Póststöð ......................................... íslendingasagnaútgáfan, pósthólf 73, Reykjavlk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.