Tíminn - 03.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1947, Blaðsíða 4
i-RAMSÖKNARMENN! 4 Muníð að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er Edduhúsimi við Lindargötu 3. JÚWÍ 1947 l Sími 6Ö66 99. blað Erlent yfirlit (Framhald af 1. síðuj að kommúnistar og jafnaðar- menn yrðu látnir fara úr stjórninni strax og rússneski herinn færi úr landinu. Fyrir þessar sakir var hann fangels- aður, ásamt mörgum tugum samflokksmanna sinna. Handtökur þessar vöktu mikla ólgu meðal þjóðarinnar, sem hefir farið vaxandi vegna þess, að mál Kovacs og félaga hans hefir ekki fengizt tekið fyrir, en samt er þeim haldið í fangelsi. Bæði Tildy og Nagy hafa reynt að fá málið tekið fyrir, en ár- angurslaust. Fyrir nokkrum dögum síðan fór Nagy til Sviss og ætlaði að dvelja þar um skeið sér til hress- ingar. Rétt eftir að hann fór úr landi, gerði lögreglan nýjustu uppgötvun sína. Hún var sú, að Nagy væri einn samsærismanna, því að Kovacs hefði látið hann vita af ráðabruggi sínu, en hann hefði ekki gert stjórninni að- vart. Þegar hér var komið, mun Nagy ekki hafa þótt fýsilegt að hverfa heim aftur og sendi því Tildy lausnarbeiðni sína og kvaðst ekki koma aftur til Ung- verjalatwls fyrst um sinn. Einn af leiðtögum smábændaflokks- ins, sem var hermálaráðherra í stjórn Nagy, hefir nú myndað nýja stjórn. Hann hefir verið talinn hliðhollur kommúnistum. Fyrsta verk hans sem forsætis- ráðherra var að lýsa yfir því, að nýja stjórnin teldi það aðal- verkefni 'sitt að koma á „sönnu lýðræði“ í landinu. Vita flestir nú orðið hvað það táknar á austræna vísu. Kommúnistar og jafnaðar- menn hafa nú lýst yfir því, að þeir muni krefjast nýrra kosn- inga í haust. Munu þeir búast við, að smábændaflokkurinn verði þá orðinn svo lamaður, að þeim muni sigurinn auðunninn. Samkvæmt friðarsamningun- um við Ungverja eiga Rússar að fara með mestallan her sinn þaðan í vor, en mega'þó halda nokkrum her þar eftir meðan þeir hafa setulið í Austurríki. Verður því enn ekki sagt hve- nær Ungverjar losna við Rúss- neska herinn til fullnustu. Mennlngarviðleitiii . < (Framhald af 3. siðu) ur notið, en fyrst og fremst yfir því menningarstarfi, sem hér fer fram, fólkinu sjálfu og staðnum til sóma. Um kvöldið, eftir að leiksýn- ingu er lokið, leiði ég hugann aftur að þessum efnum. Ég leiði hugann að menningarmálum dreifbýlisins. Heimilin hafa að mestu leyti fellt niður mennta- starf alþýðunnar. Félagslífið er víðast hvar meira og minna í rústum, og kirkju og safnaðar- líf fyrirfinnst óvíða með neinu verulegu lífi. Allt andlegt menn- ingarlíf þorpa og sveita er á hverfanda hveli. Skólar eru starfræktir aðeins af því, að það er lögboðið. Framh. Erlendar fréttir. (Framhald af l. slðu) er nú sagður fara heldur minnkandi. Mikið flugslys varð í Banda- ríkjunum á laugardaginn. Flug- vél, sem var á leið frá New York tíl Florida, hrapaði niður í Maryland. 53 menn fórust. Mikill fellibylur geisaði í Ar- kansas í Bandaríkjunum í fyrra- dag, Margir fórust og eigna- tjón varð mikið. Eldur í hraðfrystihúsi Síðastl. föstudag kom upp eldur í frystihúsinu í Gerðum. Húsið var fullt af fiski og skemmdist hann mikið. Hins vegar urðu minni skemmdir á vélum. Lögin um almannatryggingar (Framhald af 1. síðu) sem verða má og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Vegnajpessarar afstöðu Fram- sóknarflokksins, að hann vildi betri undirbúning tryggingalag- anna, var hann,mjög hrakyrtur af málgögnum stjórnarliðsins og ræðumönnum þeirra á fram- boðsfundunum síðastl. vor. Jafnframt héldu þessir aðilar því hiklaust fram, að hér hefði verið sett ein vandaðasta og réttlátasta tryggingalöggjöf i heimi! Ýmsir glæptust til að trúa þessu og átöldu Framsókn- arflokkinn fyrir afstöðu hans. Nú er hljóðið orðið annað hjá þeim, er kynnzt hafa trygginga- löggjöfinni í framkvæmd. Nauðsynlegar endurbætur. Á þingi í vetur flutti Skúli Guðmundsson frv. um nokkrar endurbætur á tryggingalögun- um. Það komst ekki fram, en var vísað til ríkisstjórnarinnar með því fororði, að hún léti fara fram heildarathugun á tryggingalög- gjöfinni. Verður að teljast sjálf- sagt, að stjórnin láti þá athug- un fara fram í sumar og vinni að nauðsynlegum endurbótum á löggjöfinni á næsta þingi. Þær endurbætur, sem þarf að gera á tryggingalöggjöfinni eru m. a. þessar: Persónugjaldið verði a. m. k. að einhverju leyti miðað við tekjur og efnahag. Það leggist ekki á aðra en þá, sem eru á aldrinum 18—60 ára. Atvinnurekendagjöldin verði að öllu eða mestu leyti felld nið- ur. Sérgjöld sveita- og bæjarfé- laga verði felld niður, nema þessum aðilum verði séð fyrir nýjum tekjustofnum, t. d. verði útsvörum af innflutningsverzl- uninni skipt milli allra bæjar- og sveitarfélaga landsins. Sömu slysabætur og sjúkra- bætur gildi fyrir alla, en verði um einhvern mismun að ræða, fari hann eftir efnahag, en ekki því, hvaða atvinnu menn stunda. Mæðrastyrkurinn verði hinn sami fyrir allar, en verði um mismun að ræða, fari hann eftir efnahag, en ekki því, hvort kon- urnar vinna utan heimilis eða ekki. Ýmsar aðrar nauðsynlegar endurbætur þarf vitanlega að gera á tryggingunum, en hér er aðeins drepið á nokkrar, sem miða að því að draga úr þeim ójöfnuði og rangindum, sem þær valda nú. En það er vitanlega eðlilegt, að þær séu sem mest greiddar úr hinum sameiginlega sjóði landsmanna og þeir greiði mest til þeirra, sem mesta hafa getuna. IVýlt flngslys. (Framhald af 1. síðu) ar væri lagstur aftur að vængj- unum. Varð að snúa vélinni við til þess að hægt væri að ná mönnunum út úr henni og tók það nokkurn tíma, vegna þess hve örðugt það var. Munu þeir hafa báðir verið aðeins með lífsmarki, er komið var að, en létust eftir örstutta stund. Með öðrum manninum var þó lífs- mark, þegar komið var með hann á Landsspítalann, en hann lézt þar að heita má strax. Ekki hafði kviknað i vélinni. Stefán Snorrason var þaul- vanur svifflugmaður og hefir nýlega verið sex klst. samfleytt á lofti í svifflugu. Hann tók í fyrra svokallað A-próf í flugi, en það veitir rétt til að fljúga einn og með farþega, tán þess þó að taka gjald fyrir. Lærði hann undir þetta próf hér á landi. Rannsókn þessa slyss stend- ur nú yfir. Gullbrúðkaup eiga i dag hjónin í Skógum á Fellsströnd, Jóhann Jónasson og Mar- grét Júlíana Sigmundsdóttir. Kaupfélög! Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, svo sem: stungukvíslar, arfasköfur, garðhrífur, fjölyrkjar, skóflur, kvíslar, járnkarlar, hakar. Allar nánari upplýsingar gefur: Samband ísl. samvinnuf élaga (jatnla Síc Saga frá Ameríku. (An American Rommance). Amerisk stórmynd í eðlilegum litum, samln og tekin aí King Vidor. Aðalhlutv. leika: Brian Donlevy, Ann Richards, Walter Abel, Sýnd kl. 5 og 9. tbjja Síí (vUf Skúlnqötu) I»\KKAK\VAKP. ÖLUUM ÞEIM vinum mínum, nær og fjær, sem glöddu mig með nærveru sinni, gjöfum og heillaskeytum á sjö- tugsafmæli mínu, þakka ég innilega og bið guð að blessa þá og íauna þeim að verðleikum. JÓHANNES MAGNÚSSON. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. KOW MANNS (Mans kvinna) Aðalhlutverk: Edvin Adolpson Birgit Tengroth Holger Lövenalder Bönnuð börnum ygnri en 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Fyrirmyndar- heimilið Sýnd kl. 5. yjarnarbíé VORLJÓÐ (Spring Song). Skepimtileg ensk söngvamynd. Carol Raye, Peter Graves, Leni Lynn, Lawrence O’Madden. Aukamynd: Hnefaleikakeppnin milli Baksi og Woodcock nú í vor. Sýningar kl. 5—7—9. r __ r BEETHOVENHATIÐ TÓNLISTARFÉLAGSINS BUjSCH-KVARTETTDÍN O. FL. 8 hljómleikar í júní Aðgöngumiðar að öllum hljómleikunum seldir hjá Ey- myndsson, Lárusi Blöndal og Bókabúð ísafoldar, Banka- stræti. Hjartans þakkir til vandamanna og vina, nær og fjær, sem sýndu okkur hjálpfýsi og samúð í banalegu og við útför Ingunnar Sig'urðardóttur, fyrrum húsfreyju að Tóftum við Stokkseyri. BÖRNIN ÖLL. BYGGIÐ UR VIBRO-steinum \ VIBROH.F. Verksmiðja Kópavogi Sími 7868. Söluumboð: H. Benediktsson & Co. Sími 1228. AÐALFUNDUR Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn í Reykjavík mánudaginn 16. júlí næst- komandi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. SÖLLSAMR. tSL. FISKFRAMLEIÐENDA Magnús Sigurðsson, formaður. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför e Olafs Guðmundssonar, fryrum ferjumanns. AÐSTANDENDUR. o ALÚÐAR ÞAKKIR til eldri og yngri nemenda og ann- arra þeirra, sem heiðruðu mig og íþróttaskólann i Hauka- dal með heimsóknum, hlýjum kveðjum og höfðinglegum gjöfum í tilefni af 20 ára starfsemi skólans. Haukadal, 30. maí 1947. SIGURÐUR GREIPSSON. ALÚÐAR ÞAKKIR vottum við öllum þeim, fjær og nær, sem auðsýnt hafa okkur samúð og rétt okkur hjálparhönd síðan bærinn okkar brann 29. marz síðastl. Hjartans þakkir fyrir allar gjafirnar og fyrir hlýja strauma vináttu og trausts. Guð blessi ykkur öll. SÓLBORG HJÁLMARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON, * Sölvanesi, Skagafirði. S5555555555555555555S5555555S55555554S555555555555555555555555S5555555555555454 Tónlistarfélagið Erling Blöndal Bengtsson Cellótónleikar miðvikudagskvöld 4. þessa mán. kl. 9 í TRIPOLI. Dr. IJrbantschitsch aðstoðar. Viðfangsefni eftir Schumann, Bacú, Schubert, Chopin, Cassado o. fl. Aðeins þctta eina sinn. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. »►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.