Tíminn - 04.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1947, Blaðsíða 2
2 TlMIJMV, miðvikudaginn 4. júiií 1947 100. blaft MiövIhudafiur 4. júní Samvinnan sigrar Fyrir nokkru síðan átti Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Norðmanna, fimmtugsafmæli. Eitt norsku blaðanna, Aften- posten, átti þá viðtal við hann í tilefni af afmælinu. Meðal ann- ars innti blaðið hann eítir, hvort norski verkamannaflokkurinn, sem nú fer með stjórnina í Nor- egi, myndi setja aukna þjóðnýt- ingu á stefnuskrá sína i þing- kosningunum, sem eiga að fara fram á næsta ári. Svar ráðherr- ans var á þessa leið: — Þetta verffur ákveffiff á landsfundi flokksins 1948. Áffur mun þaff verffa íhugaff rækilega í flokksfélögunum. Eigi ég hins vegar aff svara þessari spurningu persónu- lega, án frekari umhugsunar, verffur svar mitt á þessa leiff: Á sviffi landbúnaffarins og sjávarútvegsins verffur aff efla samvinnustarfsemina, hæffi hvaff snertir affdrætti og sölu, og einnig hvaff snertir fram- leiffsluna sjálfa á sviffi út- vegsins. Á verzlunarsviffinu verffur aff stefna aff ódýrari og einfaldari rekstri og ber aff leggja þar sérstaka á- herzlu á neytendasamvinn- una. Varffandi iffnaffinn verff- ur aff meta þáff meira, hvern- ig hægt sé aff ná beztum ár- angri, en hvaffa form sé haft á rekstrinum. Árangurinn af starfsemi rekstrarráffanna, sem nú eru aff komast á, mun ráffa miklu um, hvaff síffar verffur gert á þessu sviffi. (Bekstrarráð þau, sem hér ræðir um, eru skipuð fulltrúum verkamanna og at- vinnurekenda við hlutaðeig- andi fyrirtæki og eiga að vinna að bættum rekstri og aukinni framleiðslu). Það fer ekki hjá þvi, að þetta svar hins norska forsætisráð- herra, sem jafnframt er for- maður róttækasta jafnaðar- mannáflokksins á Norðurlönd- um, veki mikla athygli. Það, sem hann leggur áherzlu á, þeg- ar hann er spurður um, hvort ftokkurinn ætli að beita sér fyrir aukinni þjóðnýtingu á næstu árum, er efling sam- vinnustarfseminnar. Hann virð- ist þannig leggja meöra traust á úrræði samvinnunnar en úr- ræði þjóðnýtingarinnar, sem hingað til hefir þó verið aðal- kjarninn i kenningum jafnaðar- mánna og kommúnista. Gerhardsen er engan veginn eini jafnaðarmannaforinginn um þessar mundir, sem þannig er ástatt um. Þar sem jafnaðar- menn hafa náð hreinum meiri- hluta, eins og í Bretlandi, Ástra- líu og Nýja-Sjálandi, hafa þeir undantekningarlaust ekki beitt sér fyrir þjóðnýtingu á þeim vettvangi, þar sem samvinnu- starfsemi verður komið við, t. d. á verzlunarsviðinu. Árangurinn af samvinnustarfseminni hefir kennt þeim, að úrræði hennar séu farsælli en úrræði þjóðnýt- ingarinnar og ríkisrekstrarins, þar sem hún fær notið sin, En vitanlega eru til þau verkefni, þar sem ríkisrekstur á betur við. Það eru ekki aðeins jafnaðar- mannaflokkarnir erlendis, sem þannig hafa breytt um. skoðun og meta nú úrræði samvinnunn- ar meira en áður, heldur hafa hinir róttækari sósíalistaflokk- ar, kommúnistarnir, einnig farið inn á þá braut. í ýmsum Björn Guðnason, Stóra-Sanclfelli: Afkoma atvinnuveganna Laiidbúnaðurinn. Um langan tíma en þó mest siöustu árin, hefir fólkið streymt úr sveitunum til sjáv- arþorpanna og kaupstaðanna. Svo ör hefir þessi straumur ver- ið, að verði ekki einhver breyt- ing á þessu alveg á næstunni, er enginn vafi á því, að sumar sveitir munu að nokkru leyti jeggjast í auðn á næstu árum. Nú er fjöldi jarða auglýstur til sölu og ábúðar svo að segja á degi hverjum, og væru þessar jarðir óefað miklu fleiri, ef þær væru ekki flestar orðnar nærri óseljanlegar. Bændur eru nú búnir að fá þá reynslu þessi síð- ustu ár af einyrkjabúskap, að slík atvinna er ekki orðin eftir- Söluverð flestra jarða, hvað mik Söluverð flstra jarða, hvað mik- ið sem búið er að vinna á þeim að húsabyggingum, jarðrækt og öðrum mannvirkjum, er ekki meira en það, að ekki er hægt að eignast fyrir það nema hluta af íbúð í Reykjavík. En hverjar eru helztu orsak- irnar til þessa mikla fólksflutn- ings úr sveitunum? þeim löndum, þar sem þeir hafa komizt til valda eftir stýrjöld- ina, hafa þeir eflt samvinnuna á mörgum sviðum í stað þess að grípa til þjóðnýtingar. Og í Sóvétríkjunum sjálfum, þar sem ríkisverzlunin gaf orðið mjög slæma raun, hefir nýlega verið gripið til þess úrræðis að auka mjög frelsi og svigrúm sam- vinnufélaganna. íslendingar eiga því láni að fagna, að samvinnustarfsemin er orðin allöflug hér á landi. enda má rekja til hennar marga helztu sigrana í framfara- og menningarsókn þjóðarinnar. Enn á þó samvinnustarfsemin mikla vaxtarmöguleika og mörg ný og stór verkefni bíða hennar, t. d. ekki sízt á sviði útvegsmál- anna. Þjóðin á enga heppilegri leið til að auka hagsæld sína og félagslegan þroska sinn en að efla samvinnustarfsemina. Vantar mestu þægindi nútímans. Sveitafólkið hefir ekki enn fengið mestu þægindi nútím- ans, rafmagnið. Stórkostlegir sauðfjársjúkdómar hafa á und- anförnum árum valdið bændum stórtjóni. En það sem hefir vald- ið meiru um fólksflutningana úr sveitunum en allt annað, er það, að engin störf hafa um langan tíma verið jafn illa launuð hér á landi og störf bóndans og fjölskyldu hans, engin vinna verið eins illa borguð og vinnan við að framleiða þær vörur, sem þjóðina skiptir mestu vegna af- komu sinnar og öryggis, að allt- af sé nóg til af í landinu. Við íslendingar hefðum varla að öllu leyti sloppið við skort á stríðsárunum, ef við hefðum áður verið farnir að flytja inn landbúnaðarvörur frá öðrum löndum, eins og sumir hafa talið að betur borgaði sig, en að framleiða þær hér á landi með því verði, sem á þeim er hér. Og þó hefir verðið til bænda verið of lágt, miðað við laun annarra stétta í landinu. „Dýrtíffin er bændunum aff kennia.“ Seinnipartinn í fyrra,vetur þurfti ég að skreppa til Reykja- víkur, og dvaldi þar í nokkurn tíma. Eitt kvöldið fór ég að hitta kunningja minn, sem ég hafði ekki séð lengi. Skömmu eftir að ég kom til hans, barst tal okkar að dýrtíðinni.. „Hún er nú ykkur bændunum að kenna“, sagði hann. „Þetta getur ekki verið rétt hjá þér“, sagði ég, „því að engin stétt hefir nú að undanförnu haft eins lág laun og bændurnir ,og það getur far- ið svo, að þeir sjái sig tilneydda að stöðva sölu á framleiðsluvör- um sínum til neytenda, til að fá þær hækkaðar í verði“. Ég get um þetta samtal hér, því að það virðist vera nokkuð almenn skoðun hjá neytendum, að dýrtíðin sé mest bændunum að kenna, og að þeir beri ein- hver ósköp úr býtum fyrir vinnu sína. Nú er það þó svo, að margir bændur, að minnsta kosti þeir, sem lifa aðallega á sauðfjár- ræJtt, hafa á undanförnum ár- um ekki haft nema 10—15 þús- und kr. viðskiptatekjur. Þau eru mörg gjöldin, sem hvíla á tekjum bóndans fyrir utan dag- legar þarfir heimilanna. Bygg- ing húsa og viðhald þeirra, yfir menn og skepnur. Kaup margs konar véla og áhalda vegna bú- rekstursins, áburðar og fóður- bætis og oft mikill kostnaður við ýmsar jarðræktarfram- kvæmdir. Þessir bændur geta ekki keppt um fólk á vinnu- markaði þjóðarinnar hvað mikla þörf, sem þeir hafa fyrir að- keypta vinnu. Og þeir gætu ekki borgað mörg þúsund krónur ár- lega í húsaleigu, eins og margir Reykvíkingar þurfa að gera. Af lágum tekjum bænda leið- ir líka það, að þegar börn þeirra eru komin upp, geta margir þeirra ekki borgað þeim kaup sem nokkru nemur, í saman- burði við það, sem þau eiga kost ;á, ef þau fara í vinnu til ann- ;arra. Þetta er ein af aðalorsök- unum til þess, hve margt ungt fólk fer úr sveitunum til kaup- 'staðanna, bæði til þess að vinna sér fyrir skólagjaldi og eins í atvinnuleit. Og oftast er þetta fólk um leið tapað bæði heimil- unum og sveitinni, þó hvorugt megi án þess vera. Mikið hefir verið rætt um það, að bændur yrðu að bæta sér upp fólksleysið með aukinni vélanotkun. Þetta hafa þeir líka sem vélar hafa verið fáanlegar. reynt að gera, að svo miklu leyti En þó vélar séu góðar og sjálf- sagðar við alla framleiðslu, þar sem hægt er að koma þeim við, geta þær þó aldrei nema að litlu leyti bætt úr fólksleysinu í sveit- unum. Erindi þeirra þangað er ekki heldur það, að stuðla að því að alltaf geti fleira og fleira fólk flutt úr sveitunum, heldur eiga þær að létta erfiði sveita- fólksins, skapa þar skilyrði fyr- ir mikla fólksfjölgun og blóm- legan atvinnuveg, því að í sveit- unum á þjóðin einn af sínum mestu framtíðarmöguleikum. Húsmóffurina vantar heimilisvélar. Á meðan sveitimar vantar rafmagn er lítið hægt að fá af vélum til að létta þar undir við innanbæjarstörfin. Hvergi væri þó vélanna meiri þörf en til að létta störf húsmæðranna í sveit- u mlandsins, eins og þar er nú víðast hvar orðið ástatt. Sveita- konan þarf ekki aðeins að vinna innanbæjarstörfin eins og hús- mæðurnar í kaupstöðunum, heldur þarf hún oft og tíðum líka að hjálpa til við heyskap og önnur framleiðslustörf, og hafa þá innanbæjarverk'n að meira eða minna leyti í hjá- verkum, oft hjálparlítið Heimilisstörfin í sveitunum eru að verða, sökum fámennis, nærri óslitið erfiði árið urri kring jafnt helgidaga sem aðra daga, og ef veikindi eða önnur óhöpp koma fyrir, horfir oft til stór- vandræða. Ein afleiðing fólks- leysins í sveitunum er sú, að 'á haustin eru bændur víð’a að lenda í vandræðum með að ná fé sínu af afréttum, og aukast þessir erfiðleikar við hverja þá jörð, sem lendir í eyði. Allt skemmtana- og félagslíf sveit- anna er líka stórlamað vegna fámennisins. Eins og hér hefir verið sýnt fram á, er ástandið í sveitunum orðið svo alvarlegt, að til þess að ráða bót á því duga engin vettlingatök eða hálfvelgja. Brýnustu verkefnin. Nú mun ég minnast á nokkur aðkallandi verkefni í þágu sveit- anna- og fólksins, sem í þeim býr. Víða í sveitum eru íbúðir fólksins enn aiveg óviðunandi. Það þarf að gera hlutaðeigandi bændum kleift að ráða bót á þessu sem fyrst, og þá helzt með því að tryggja þeim að þeir eigi kost á nægilegu byggingarefni. Margir þessir bæir munu ekki vera betri eða hollari íbúðir en hinar margumtöluðu bragga- og minna hafi verið um þá talað. kjallaraibúðir í Reykjavík, þó (Framhald á 3. síðu) Mola Nóg af laxi. Á Kamtsjatka eru helztu fram- lelðsluvörur loðskinn og lax og fœði fólksins er einkum lax og te. Verka- menn eru nú farnir að berjast fyrir því, að lax verði ekki hafður í mið- dagsverð fyrir þá nema 265 daga á ári hverju. Þjóðargjöf til Hákon- ar VII. Hákon VII. Noregskonungur verð- ur 75 ára S. ágúst í sumar. í því tilefnj hafa nú Norðmenn undirbúning að afmælisgjöf, sem um aldur og ævi á að festa mönnum í hug ástsældir Há- konar konungs með þjóðinni. Ríkisstjórnin kallaði fulltrúa ýmsra félaga, flokka og stétta til samráða um þetta í haust og voru allir á einu máli. Og nú er hafin almenn fjár- söfnun um allan Noreg í þessu skyni. Til þss er ætlazt, að Hákon konung- ur ráðstafi gjöfinni sjálfur. Öll framlög í þessa þjóðargjöf til konungs verða nafnlaus. Byggt úr hálmi. Fréttir frá Svíþjóð herma, að for- stjóri nokkur, sem heitir Folke Wer- neskog, hafi fundið aðferð til að vinná byggingarefni úr hálmi. Eru taldar líkur til, að þetta geti haft mikla þýð- ingu fyrir byggingariðnaðinn og muni hið nýja efni spara Svíum einum 55 standarða af timbri árlega. Þetta nýja efni er haft til einangr- unar innan á veggi og í þiljur, og sumir segja jafnvel að tekizt hafi að búa til úr hálminum ágætis plötur til að hafa í útveggi. Lauii Nelson’s falla niður. Brezkfc þingið hefir nú samþykkt að hætta lífeyrisgreiðslum til afkomenda Nelson’s flotaforingja. Greiðslur þessar nema 5000 pund- um á ári og hafa staðið í meira en fimm aldarfjórðunga. En þó að lögin séu samþykkt, koma þau ekki til framkvæmda fyrr en núverandi Nel- son lávarður og bróðir hans eru látnir, en þeir eru nú 89 og 85 ára gamlir. Fólksf jölgun í Svíþjóð. Fólksfjölgun í Svíþjóð síðastliðið ár var 90 þúsúnd og eru Svíar nú 6.763 þúsund. Eftfrsótt vara. j Norskir hermenn, sem dvelja í j Þýzkalandi hafa skrifað heim, að þar j megi selja einn tóbaksvindling á 5 mörk, en daglaun eru þar 6% mark. \ Vandalaust er að fá þar þjónustu með j því að gjalda einn vindling fyrir i þvottinn. Svona langt getur tóbakshungrið leitt vesalings fólkið. Guðm. Þorláksson, skólastj.: L L Niðurlag. IV. Flest annað, sem lyftir hug- um manna yfir hið daglega strit, eða fleytir óþroskuðum ung- mennum yfir torfærur æsku- áranna, lætur ríkisvaldið sér vera óviðkomandi, og flest hreppa- og bæjarfélög líka. Svo að segja allt það fjár- magp, sem af opinberu fé er lagt til þessara mála, fer til þeirra staða, þar sem maiin- fjöldinn er mestur og starfs- kraftarnir beztir. Helztu menningarstraumar strjálbýlisins berast þangað með blöðum hinna pólitisku flokka, með bókum, sem margar eru að- eins gefnar út í fjárgróðaskini og með útvarpi, sem skammt- ar hlustendum sínum eftir því, sem forráðamenn þess hafa fyr- ir hendi, og má auðvitað margt gott um þetta segja. En þrátt fyrir ýmsa kosti, er öllum þessum menntagjöfum það sameiginlegt, að þeir ,eru ekki ef svo mætti segja í lífrænu sambandi við það fólk, sem á að njóta þeirra. Allt, sem berst' gegnum þá, eru verk framandi manna, flutt að meira eða minna leyti á dauðan og vél- rænan hátt. Það vantar hinn skapandi mátt persónuleikans sjálfS. Það vantar hið lifandi lif i túlkun þeirrar listar eða þeirra sann- inda, sem flutt eru hverju sinni. Þá vakna spurningar eins og þessi: Á menntun og menning smábæjanna og sveitanna ein- göngu að vera aðfengin frá hin- um stærri stöðum? Margir mundu svara því neit- andi, að það væri æskilegt, en þeir mundu jafnframt telja, að það væri óumflýjanlegt sökum fólksfæðar, forustuleysis og sums staðar húsnæðisvandræða hinna fámennu byggða landsins. Næstum alls staðar eru miklir erfiðleikar af þessum sökum. Fyrir alþingi liggur nú frum- varp, sem kveður svo á, að álit- legur hluti af skemmtanaskatt- inum renni hér eftir til stofnun- ar og byggingar íélagsheimila I sveitum og þorpum. Þetta er í alla staði hið þarfasta mál og er vonandi, að frumvarpið nái fram að ganga. Það mun vissu- lega færa nýtt líf i félagslegan áhuga, á mörgum stöðum, þar sem nú er allt í kalda koli. Alls staðar má mikið, ef vel vili, og til þess að sýna það, ætla; ég að minnast lítillega á leik- starfsemi, sem farið hefir fram í áðurnefndu smáþorpi. Þar var leikfélag stofnað fyr- ir rúmlega þremur árum og hef- ir það á þeim tíma flutt þessi verk fyrir þorpsbúa og nær- sveitafólk. 1. Æfintýri á gönguför, sýnt 6 sinnum. 2. Tengdamamma, eftir Krist- ínu Sigfúsdóttir, sýnt 8 sinnum. 3. Maður og kona, eftir Emil Thoroddsen, sýnt 15 sinnum. 4. Hreppstjórinn á Hraun- hamri, eftir Loft Guðmundsson, sýnt 9 sinnum. 5. Kappar og vopn, eftir Bern- hard Shaw, sýnt 5 sinnum. 6. Bara betra, eftir Frans Hedeberg, sýnt 10 sinnum. Þetta eru alls 53 sýningar, og áhorfendur hafa verið um 6 þúsund. Auk þess hefir félagið æft og sýnt sex stutta leiki, flest ein- þáttunga, og sýnt þá suma mörgum sinnum. Þetta er þriggja ára starf fá- menns áhugahóps í litlu þorpi. Mætti þá og hugsa sér, að margt hefði flelra mátt gera þar á sviði félagsmála, ef jafn mikill áhugi hefði verið fyrir hendi, enda hefir það líka verið gert. En er þá þetta og annað af! svipðu tagi, nokkuð annað en dægurf lugur, sem deyj a og gleymast um leið og þær fljúga; frám hjá? Ber að líta á iðkun leikstarfs, söngs og hljómleika eingöngu sem tæki til skemmtunar, — eða ber að líta á það sem alvarlega, þroskaða viðleitni til sjálfs- stæðrar menningar hvers byggð- arlags fyrir sig Af ýmsum menningarsamtök- um hafa erindrekar og leiðbein- endur verið sendir út um sveitir og þorp. Má þar til nefna Stór stúku íslands, Samband ung- mennafélaganna, íþróttasam- bandið og ýmis fleiri félagssam- tök. Oft hafa þessir leiðbeinendur áorkað furðulega miklu með starfi sinu, á sviði bindindis, í- þrótta', songs, hljómlistar og margs konar fleiri’ menningar- mála. Engum dettur í hug að halda þvi fram, að þetta sé eingöngu til gamans gert, heldur er þetta nauðsynlegur og mikilsverður þáttur í sköpun og viðhaldi, menntandi og siðbætandi áhrifa á þjóðiífið. En það vantar fleiri af þess- um ágætismönnum til að heim- sækja fámennið. Þeir þurfa að koma oft þangað sem deyfðin ríkir, með ferskan andvara frá hinum æðstu menningarstöðv- um íslenzku þjóðarinar. . V. Á kyrrlátri morgunstund verð- ur mér reikáð um þessar sióðir gamalla minninga. Reykur líður upp frá einum og einum reykháf, og einstaka gömul kona er þegar komin á kreik að huga að hænum 'sínum, — eða öld- ungur að skyggnast til veðurs, af gömlum vana. Þessar verald- arvönu, lifsreyndu manneskjur, markaðar rúnum sorgar og bar- áttu heillar mannsæfi, — í and- liti, fasi og klæðaburði, — hjálpa mér í þögn sinni, til þess að verðá þátttakandi. í ó- tölulegum, orðlausum minning- um þessa staðar. Ég lít til allra átta og leitast við að skyggnast gegnum ald- irnar. Ég sé margt. — Eftir æva- fornum götutroðningum, sé ég svo langt sem augað eygir, fót- gangandi og ríðandi menn, kom andi og farandi með lestir hesta, klyfjaðar varningi. Sumir eru með langar lestir, aðrir hafa einn í taumi. •— Ég sé lausríðandi menn og konur, heldri menn og bændur þeysa á góðhestum sínum, glaða og reifa og volduga í fátækt sinni. (Framhald á 4. slOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.