Tíminn - 04.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1947, Blaðsíða 3
100. blað 3 TlMIM, miðvikuclagiim 4. jímí 194T uhhar Bók, sem vekja mun alþjóðarafhygli, er komin í hókaverzlanir 1 ritinu er skýrt frá flestu því, sem lýsir ástandstímabilinu. Bindið nær yfir fyrsta árið, að undanteknum annálunum, sem ná yfir alt hernámstímabilið. Á ýmsum stöðum er brugðið upp stuttum frásögnum af daglegum viðburðum og einstökum fyrirbærum, er mörgu frem- ur varpa ljósi yfir hið almenna iíf í landinu á tvíbýlisárunum. Heimildir um sögulega viðburði eru í mörgum tilfellum sóttar persónu- lega til þeirra manna, er við sögu koma. Þá 'eru mönnum opinberra fyrir- tækja u-4 öðrum einstakl- ■------ _æS1|J ingum. Sumt er sótt í ■ u,ia r skýrslum, bréf og rit- ^ ^ m • « • gerðir. Mýndirnar í ritinu hafa fæstár komið áður fyrir almenningssjónir. í bókinni eru margir stórithyglisverðir kaflar og fjöldi fólks, sem kem- ur yið sögu, og mun þó verðá meira í næsta bindi. Þessi bók á erindi til allra landsmanna. Hún geymir sögulegasta þátt- inn í sögu íslenzku þjóð- arinnar. Bókaverzlun og útibúin Laugaveg 12 og Leifsgötu 4 Afkoma atviimuvegauna. (Framhald af 2. slðuj Þá þurfa sveitirnar að fá raf- magn. Eru ýmsir farnir að tala um að leysa það mál með hrá- olíumótorum. Telja að vatns- virkjanir handa sveitunum verði þjóðinni of kostnaðarsamar. Veigamestu rökin með hráolíu- mótorunum, sem ég hefi heyrt, er erindi Sigurðar Þórðarsonar, fyrrv. alþingismanns um súg- þurrkun á heyi. Munu sumir bændur líklega í svipinn hverfa að þes.su ráði, til þess að fá raf- magn handa heimili sínu og súgþurrkun á hey sín. En það er hætt við því, að þessir olíumótorar verði fljótt eins og vindrafstöðvarnar, í mis jöfnu ástandi, og heimilin gætu þá orðið tímum saman rafmagns laus vegna bilana þeirra, oft þegar verst gegndi. Þó mundi þetta kosta bændur stórfé og hafa mikinn reksturskostnað í för með sér. Ég tel því að stefna beri markvisst að því, að tryggja sveitunum rafmagn frá vatns- virkjunum og rétta leiðin í raf- magnsmálum þjóðaripinar sé sú, að ríkið eigi og starfræki allar rafstöðvar á landinu og selji rafmagnið alls staðar með sama verði. Hvert sveitaheimili þarf að fá síma. Það sparar marga snún- inga og hefir mikil þægindi í för með sér. Forustumenn í síma málunum þyrftu að vinna að því, að þær sveitir, sem vegna aðstöðu sinnar þurfa að hafa mikið saman að sælda, t.d. sama barnaskóla, fái sameiginlegan sveitasíma. Áburðarverksmiðja er khýjandi nauðsyn. Þá er það mjög aðkallandi, að hafizt verði handa sem fyrst að reisa áburðarverksmiðju. Undanfarin ár hafa bændur ekkí getað fengið nærri allan þann áburð, sem þeir hafa pantað og þurft á að halda. Þess vegna hafa þeir fengið minni töðu af túnum sínum, en annars hefði orðið, án þess þó að vinnu- kostnaðurinn yrði minni, svo nokkru næmi. Hvað miklar verk legar framkvæmdir, sem gerðar eru í sveitunum og hvað mikil þægindi, sem þær eignast, bygg- ist afkoma þeirra 1 framtíðinni bg fólksins sem í þeim býr á hverjum tfma, fyrst og fremst á því að það hafi alltaf eins há íaun fyrir vinnu sínu og aðrar stéttir þjóðfélagsins, sem bezt eru launaðar. Nú er stórkostlegur matar- skortur víða í heiminum, með öllum þeim hörmungum, sem því fylgir. Þetta er að sjálfsögðu mest að kenna afleiðingum styrjaldarinnar. En orsökin er líka önnur, þó minna hafi ver- ið um hana talað. Það er að verða langtum of fátt fólk, sem yinnur. að framleiðslustörfum, að minnsta kosti við sveitastörf- in. Nú er svo kómið, að fólkið vill frekar vinná flest annað en að framleiðslu síns eigin matar, hvað þá annarra. Og þetta er ekki* óeðlilegt, þegar þess er gætt, hvernig búið hefir verið að framleiðslunni nú að und- anförnu. Störf bænda vanmetin. Ég veit, að það eru margir, sem gera lítið úr störfum ls- lenzku bændanna, finnst af- koma þeirra skipta litlu máli i sambandi við heill og framtíð þjóðarinnar. En þetta er herfi- íegur misskilningur, þvl fátt mun ráða meiru um örlög ís- lendinga í framtíðinni ,en störf- iii, sem unnin eru í sveitum íandsins. Þær þjóðir, sem liía mest af sinni eigin framleiðslu, verða bezt settar í lífsbarátt- unni á komandi árum og öldum. Það hefir réttilega verið bent á það, að þó fólkinu, sem vinn- ur við landbúnaðinn hafi fækk- að stórkostlega í seinni tíð, hafi framleiðsla. landbúnaðarvara aldrei verið meiri en nú. Undan- farin ár hafa verið einhver þau beztu, sem komið hafa hér á landi 1 langan tíma. Bændur hafa því þurft að eyða litlum heyjum, og fóðrað fénað sinn mikið á aðkeyptum fóðurbæti. Þeir hafa hvorki getað fengið «r kaupafólk eða borgað því það kaup, sem það hefir viljað hafa. Ef langvarandi harðindi koma er bústofn bænda í voða vegna fóðurskorts. Margir bændur hafa freistazt til þess að stækka bú sín til þess að auka tekjur sínar, en þeir hafa ekki jafn- framt getað tryggt þaU fyrir fóðurskorti ef harðlndaár koma. Erlent verkafólk til land- búnaðarstarfa. í fyrra, þegar ráðgert var að fá erlent verkafólk til landsins til landbúnaðarstarfa, voru verkalýðsfélögin því mótfallin. Þetta sýnir litla fyrirhyggju og lítinn skilning hjá verkalýðsfé- lögunum á þörfum og nauðsyn landbúnaðarins, fyrir vinnuafli. Á meðan ekki er hægt að fá nægilegt innlent verkafólk til starfa í sveitunum, er sjálfsagt að fá.ei-lent verkaíólk til þeirra starfa, ef það er fáanlegt. Sveitunum verður ekki bjargað frá því að léggjast í eyði, nema með auknu vinnuafli. Bændastéttin og sjómennirnir sjá þjóðinni fyrir mikilsverðustu þörfum lífsins, fæðunni. Þessi mikla þjónusta, sem afkoma og farsæld mannanna byggist öðru fremur á, er af mörgum talin lítilsverð. Neytendur gera stöð- ugar kröfur um það að fá fram- leiðsluvörur bændanna sem ó- dýrastar. Þeir fást ekkert um það, þó bændurnir hafi lægra kaup, lengri vinnutíma og minni þægindi en aðrar stéttir þjóð- félagsins. En bændur geta ekki sætt sig við slíkt ástand lengur, þeir krefjast, og eiga heimtingu á jafnrétti við aðrar stéttir, um kaup og önnur lifsþægindi, og fái þeir þetta ekki, hætta þeir framleiðslunni, gefast upp 'og flytja til kaupstaðanna. Frh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.