Tíminn - 05.06.1947, Side 1

Tíminn - 05.06.1947, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDÐA h.í. } : TTSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Lhidargötu 9 A J íiimar 2353 og 4373 | AFGREEÐSLA, INNHEIMTA j OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ; EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Sunl 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 5. jiiuí 1947 101. blað ERLENT YFIRLIT. Viöskipti Breta og Rússa Auka Bretar viðskiptin við Austur- Evrópu? Margir telja líklegt að verzlunarsamningar milli Breta og Bússa, sem nú standa yfir, geti ráðið miklu um pólitíska sambúð þessara þjóða í framtíðinni. Undirbúningsviðræður hófust í Moskvu í vetur, en framhaldsviðræður hefjast senn í London og er ætlunin að ljúka samningum þar. Seinasta árið fyrir styrjöld- ina (1938) fluttu Bretar vörur til Sóvétríkjanna fyrir 17 i/2 millj. sterlingspunda, en keyptu þaðan vörur fyrir 19y2 milljón sterl.pd. Auk þess keyptu þeir mikið af landbúnaðarvörum og timbri frá baltisku löndunum, sem nú heyra undir Sóvétríkin. Viðskipti þessi hafa hvergi Þongar ásakanir í garð norskra kommúnista Þeir taldir jafn sekir nazistum. Einn frægasti lögfræðingur Norðmanna, Andenæs pró- fessor, hefir nýlega birt grein í Verdens Gang, sem vakið hefir feikna athygli. í grein- inni heldur hann því fram, að á fyrstu hernámsárunum eða þangað til Þjóðverjar réðust á Rússa, hafi kommúnistar í Noregi ekki síður gerzt sekir um landráð en nazistar. Það er ágætt, segir prófessor- inn í grein'sinni, að ferill hinna allra meinlausustu nazista hef- ir verið tekinn til rannsóknar. Hitt er þó miklu þýðingarmeira, að lögin nái jafnt til allra og landráð séu landráð, án tillits til þess hverjir eigi hlut að máli. Verdens Gang segir í tilefni af þessari grein prófessorsins: Flokkur kommúnista hafði ekki mestan áhuga fyrir því á þess- um árum, að skipuleggja bar- áttuna gegn Þjóðverjum og naz- istum. Þeir unnu þvert á móti að hinu gagnstæða eða því að veikja mótspyrnuviljann, ó- frægja ríkisstjórnina og róg- bera Bandamenn. ERLENDÁR FRÉTTIR Ramadier forsætisráðherra hélt útvarpsræðu í 'fyrradag, þar sem hann deildi fast á kom- múnista fyrir að æsa verkamenn til verkfalla. Hann kvað algert fjárhagslegt hrun framundan, ef kommúnistum heppnist á- form sín. Nýi forsætisráðherrann í Ung- verjalandi hefir tilkynnt, að víðtæk „hreinsun“ verði látin fara fram í smábændaflokkn- um og öllum jþeim vægðarlaust vikið úr flokknum, sem verði andvígir þjóðnýtingaráformum nýju stjórnarinnar. Vandenberg hefir nýlega hald- ið ræðu, þar sem hann lýsti nauðsyn þess, að gerðir yrðu friðarsamningar við Austurríki og Þýzkaland. Kvað hann það geta komið til mála, að Banda- ríkin gerðu slíka samninga við þessi lönd, án þátttöku Rússa, ef þeir ætluðu að draga þessi mál mikið á langinn. Vanden- berg sagði ennfremur, að stjórn- arskiptin í Ungverjalanid væru mjög tortryggileg og gæti komið til mála, að málefni Ungverja- yrðu lögð fyrir bandalag sam- einuðu þjóðanna. nærri komizt í sitt fyrra horf aftur, eins og sjá má á því, að á síðasl. ári fengu Bretar ekki vörur frá öllu Rússaveldi nema fyrir 4.9 millj. sterl.pd., en seldu þangfið vörur fyi'ir 9.1 millj. sterl.pd. Bretar vilja nú einkum kaupa af Rúífcúm timbur og ýmsar matvörur, en Rússar vilja fá vélar í staðinn, einkum til raf- orkuvera. Það þykir auka líkurnar fyrir sæmilegum árangri af samning- um Rússa og Breta, að sam- komulag hefir orðið milli Breta og Pólverja um stóraukin við- skipti. Bretar virðast hafa mik- inn áhuga fyrir því að auka við- skipti sín við Austur-Évrópu, m.a. til að verða óháðari við- skiptunum við Ameríku. Þeir munu og telja það styrkja jafn- vægisaðstöðu þeirra í heims- málunum að hafa góð viðskipta- sambönd, bæði til vesturs og austurs. Það er og ekki ósenni- legt, að Rússar álíti sér það einnig pólitískt hagkvæmt. að Bretar færi eitthvað af viðskipt- um sínum til Austur-Evrópu og verði þannig minna háðir við- skiptunum við Ameríku. Margir þeir, sem bezt þekkja til í utanríkismálum, telja fátt líklegra til að draga úr óvild milli þjóðanna en aukin við- skipti. Þau skapa ýms kynni, sem geta leitt til aukins skiln- ings og vináttu. Ýmsir þessara manna harma því alveg sérstak- lega, hve. litil viðskipti hafa tekizt milli Rússa og Banda- ríkjamanna eftir styrjöldina og telja það eina orsök tortryggn- innar, sem torveldar sambúð þeirra. Ríkasti aðalsmaður Bretlands látinn Hann var elnl aðals- maðurinn, sem var «- breyttur hcrmaður í fyrra stríðinu. Markgreifinn af Burke, sem var talinn ríkasti aðalsmaður Englands, er nýlátinn, 66 ára gamall. Eignir hans eru metnar á 1 y2 milljarð króna. Markgreifinn af Burke átti mikið land í Wales og voru mikl- ar kolanámur í landareign hans. Hann seldi árið 1930 helming- inn af landinu, sem borgin Car- diff er á, fyrir 400 millj. kr. Meðal eigna hans voru sex stór- ar hallir. Markgreifinn var katólskrar trúar og hafði m. a. sýnt trú sína í verki með því að láta reisa í einni höll sinni altari, sem kostaiv 2 millj. kr. Höll hans í Cardíff er m. a. fræg af því, að tröppurnar eru lagðar gulli. í fyrri heimsstyrjöldinni vakti markgreifinn á sér athygli fyrir það, að hann var eini enski.að- alsmaðurinn, er innritaðist í herinn sem óbreyttur hermaður. í seinustu styrjöld voru allir synir hans, sem eru fimm, i hernum. Flugslysið í Héðinsfirði Efri myndin er af Hestfjalli við Héðinsfjörð, þar sem flugvélin fórst á dögunum. Rakst hún á bjargið í gilinu þar sem svarti bletturinn er á miðri myndinni, rétt fyrir ofan litlu snjófönnina, og er grastorfa fyrir neðan bjargið. Er það eina torfan í fjaliinu á þessum slóðum. Neðri myndin sýnir flugvélarflakið í gilskorunni og sést ofan á torfuna og brimið við skerin fyrir neðan. — Siglfirðingar og Ólafsfirðingar unnu aðallega að björguninni, en Siglfirð- ingar voru hinir fyrstu, er lentu þarna. Ljósm.: Helgi Sveinsson. Knattspyrnukeppnin við Breta: Eiga íslendingar ekki sterkara úrvalstib ? Fyrsti leikur reykvískra knattspyrnumanna við brezka atvinnu- liðið Queens Park Rangers, fór fram á íþróttavellinum í Reykja- vík í fyrrakvöld. Endaði hann með sigri Bretanna, 9:0. Var brezka Iiðið vel að sigrinum komið eftir fagran og drengilegan leik. Áhugi fyrir knattspyrnu hefirO lengi verið mikill hér'á landi og íslendingar hafa oft átt ágætum knattspyrnumönnum á að skipa, þegar erlend lið hafa heimsótt okkur. Það mun því óhætt að segja, að langt sé síðan íslenzkt úrvalslið hafi sýnt j»fn lélegan leik við erlent lið og í fyrra- kvöld. Á undan leiknum lék Lúðra- sveit Reykjavíkur um stund, en eftir að keppendur voru komnir til leiks út á völl, voru þjóð- söngvar beggja þjóðanna leiknir og fánar dregnir að hún á með- an. Lítil stúlka færði fyrirliða Bretanna á leikvelli blómvönd, en að því búnu hófst leikurinn. Veður var hið ákjósanlegasta í upphafi leiksins. Lygnt var, en þó mátulega svalt. í seinni hálfleik tók heldur að hvessa á hlið, en þó ekki svo mikið, að vandræði hlytust af. Bretarnir sýndu það þegar í upphafi leiksins, að hér var á ferðinni mjög sterkt og óvenju- lega vel þjálfað og samhent lið. í fyrstu léku þeir rólega, eins og þeir væru að átta sig á getu mótherjanna og leikaðferðum þeirra, en þó leið ekki á löngu þar til þeir fóru að sækja í sig veðrið, og eftir um það bil fimm mínútur skoraði miðframherji Breta mark með skalla. Gekk þá á upphlaupum á víxl, þar til vinstri útframherji Breta skor- aði mark, eftir um það bil 10 mín. leik. Eftir þessi tvö mörk færðist nokkur móður í íslenzka liðið og þeir náðu nokkrum upphlaup- um, sunlum allhættulegum, en yfirleitt fóru þau út um þúfur, (Framhald á 4. slðu) Prestskosningar Tvennar prestskosningar hafa nýlega farið fram, önnur í Mælifellsprestakalli í Skaga- fjarðarprófastsdæmi, en hin í Eydalaprestakalli í Suður-Múla- prófastsdæmi. í Mælifellsprestakalli var einn umsækjandi, séra Bjartmar Kristjánsson settur prestur þar. Hlaut hann við kosninguna, er fór fram 26. maí s.l., 126 at- kvæði — öll er greidd voru — af 200 á kjörskrá. Séra Bjart- mar er því löglega kosinn. Um Eydalaprestakall var einnig einn umsækjandi, séra Kristinn Hóseasson, settur prestur að Rafnseyri. Kosið var 15. maí s.l. og urðu úrslit þau, að séra Kristinn var löglega kosinn með 137 atkvæðum, 5 seðlar voru auðir. Greiddu þv: 142 atkvæði af 277 á kjörskrá. Svíar unnu Val með 21:4 Sænska handknattleiksliðið, sem dvalið hefir hér undanfarið, háði siðasta kappleik sinn hér í gærkvöldi. Lék það þá við Val, núverandi íslandsmeistara í handknattleik. Úrslitin urðu þau að Svíarnir unnu með 21 marki gegn fjór- um. íslendingur í Noregi á- kærður fyrir njósnir Mál hans tekið til dóms í Bergen. í nýkomnum blöðum af „Bergens Tidende" er skýrt frá því, að íslendingnum Ólafi Péturssyni hafi um miðjan þennan mánuð verið stefnt fyrir Gulatings lagmannsrétt, er taka muni mál hans til rannsóknar. Hann er ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir Þjóðverja og orðið þannig valdur að dauða margra Norð- manna. Samkvæmt frásögn blaðsins0 er Ólafur fæddur 1919, en kom til Noregs í marz 1938 og dvaldi þar þangað til 1942. Þá fór hann til Danmerkur. Hann seg- ist vera endurskoðandi að at- vinnu, en telur sig ekki hafa unnið neitt síðan 1943 vegna veikinda. Árið 1942 giftist hann norskri konu, sem fór til ís- lands sumarið 1945. Brezka ör- yggislögreglan tók hann fastan sumarið 1945, er hann var að leggja af stað til íslands með íslenzku skipi. Handtakan gerð- ist innan danskrar landhelgi, en Bretar fluttu Ólaf siðar til Noregs. Sakirnar, sem eru bornar á Ólaf. Sakir þær, sem eru bornar á Ólaf, eru í stuttu máli þessar: í ársbyrjun 1941 kynntist hann tveimur þýzkum liðsforingjum. Litlu síðar skýrði hann þeim frá því, að hann væri fús til að vinna fyrir þýzku njósnarlög- regluna. Boði hans var tekið og var honum veitt ýms tilsögn, sem gat komið honum að not- um við þessa nýju iðju hans. Til þess að enginn grunur félli á hann, var hann ráðinn bókhald- ari hjá fyrirtækinu a.s. Ring, en raunverulega var það ekki til nema að nafninu til. Ýmsir þeirra, sem njósnuðu fyrir Þjóðverja, voru taldir starfs- menn fyrirtækisins. Eitt af fyrstu verkunum, sem Ólafur vann fyrir Þjóðverja, var að komast í kunningsskap við Norðmenn, sem vildu fara til Bretlands. í samráði við Þjóð- verja útvegaði Ólafur nokkrum slikum mönnum bát til farar- 1300 miljónir Þjóðviljinn ræðst liarðlega á bankana og ríkisstjórnina í til- efni af því, að ýmsum fyrirtækj- um hefir verið synjað um gjald- eyri að undanförnu, þótt þau hafi haft gjaldcyrisleyfi. Blaðið telur þctta mikla ósvinnu, þar sem verðmæti útflutningsins muni nú nema 450 millj. á þessu ári. Þjóðviljinn þegir hins vcgar mjög vandlega um hina raun- verulegu ástæðu til gjaldeyris- synjunarinnar. Hún er einfald- lega sú, að stjórn þeirra Ólafs og Áka, sem lét af völdum í janúarlok, eyddi rúmum 1300 millj. kr. af erlendum gjaldeyri þá 27 mánuði, er hún sat að völdum. Þegar hún lagði völdin niður, var því raunveruleg gjaldeyriseign landsmanna minna en ekki neitt. Bankarnir hafa því ekki getað fullnægt þeim gjaldeyrisleyfum, er til þeirra hafa borizt, því að vitan- lega hafa þeir ekki handbæran gjaldeyri fyrir síld, sem enn er í sjónum og sósíalistar vilja nú banna landsmönnum að veiða. Þeir, sem nú verða að hverfa tómhendir úr bönkunum, þrátt fyrir gjaldeyrisleyfi, geta ein- göngu kennt stjórn Ólaís og Áka, hverifig komið er. innar, en kom því jafnframt þannig fyrir, að einir þrír Norð- menn, sem áttu að njósna fyrir Þjóðverja, fóru með þeim til Bretlands. Þessir njósnarar voru fljótlega handteknir eftir kom- una til Bretlands. Þá tókst Ólaíi að komast í (Framhald á 4. síðu) Mikil aðsókn að héraðsskólanum a Núpi I Dyrafirði Héraðsskólinn að Núpi í Dýrafirði, sem upphaflega var stofn- aður af séra Sigtryggi Guðlaugssyni, hefir nú starfað í rúm 40 ár. Skólanum var sagt upp 3. apríl sl., en 8 nemendur, sem ganga undir gagnfræðapróf, hafa ekki enn lokið prófi. Tíðindamaður blaðsins hitti nýlega Eirík Eiríksson skólastjóra að Núpi og spurði hann frétta af skólanum. í vetur hafa 60 nemendur stundað nám við Núpsskóla. Tólf þeirra útskrifuðust úr eldri deild, átta halda áfram námi og ljúka væntanlega gagnfræða- prófi, en 30 luku prófi í eldri deild. , Hæstu einkunn hlaut Sigrún Sigufbergsdóttir úr Garði. Var hún i yngri deild, en hæstu einkunn í eldri deild hlaut Davið Kristjánsson frá Neðri-Hjarð- ardal, Dýrafirði. Guðmundur Hagalín rithöf- undur 'veitir árlega verðlaun fyrir frammistöðu í íslenzku og hlaut þau verðlaun að þessu sinni Valgerður Kristjánsdóttir úr Neðri-Hjarðardal. Verðlaun fyrir ástundun og háttprýði hlaut Hákon Torfason, Felli í Dýrafirði. Heilsufar í skólanum var gott í vetur. Fæðiskostnaður pilta varð kr. 10,75 á dag, en kr. 9,50 á dag fyrir stúlkur. Að undanförnu hefir verið unnið allmikið að endurbótum og nýbyggingum á húsnæði skólans, og er því verki ekki (Framhald á 4. síðu) Séra Eiríkur Eiríksson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.