Tíminn - 07.06.1947, Síða 1

Tíminn - 07.06.1947, Síða 1
s RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN Slmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. ITSTJÓR ASKRIFSTOFnR: ) EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A | Símar 2353 og 4373 ‘ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöta 9A Slml 2323 31. árj$. Rcykjavík, laugardaglnn 7. júní 1947 103. blatf ERLENT YFIRLIT: Veröur Korea tvö ríki? Mikil togstreita inilli Bandaríkjamanna og Rússa. Verulegar horfur eru nú á ])ví, að Korea skiptist í tvö ríki. Síðan styrjöldinni við Japan lauk hefir suðurhelmingur landsins verið hernuminn af Bandaríkjamönnum, en norðurhelmingurinn af Rússum. Til þess var ætlazt, að þetta hernám væri aðeins til bráðabirgða, en Koreu yrði fljótlega veitt fullt sjálfstæði. Samn- ingar milli hernámsyfirvaldanna um valdaafsalið hafa hins vegar gengið mjög stirðlega og féllu alveg niður í vetur. Eftir marg- itrekuð tilmæli Marshalls voru viðræður hafnar aftur í vor, en bafa nú fallið niður aftur, þar sem vonlítið þótti um árangur. Bandaríkjamenn hafa haft á orði, að gera sinn hernámshluta að sérstöku ríki, a. m. k. til bráðabirgða. Korea missti sjálfstæði sitt um seinustu aldamót, en hafði verið sjálfstætt ríki fram að þeim tíma um aldaraðir. Orsök- in var vaxandi yfirgangur Jap- ana og Rússa á þessum slóðum. Það var ekki veigaminnsta or- sök rússnesks-japanska stríðs- ins 1904—05, að Japanir héldu því fram, að Korea væri eins og „rússneskur rýtingur, sem væri beint að hjartastað Japans“. Eftir þessa styrjöld lögðu Jap- anir Koreu raunverulega undir yfirráð sín, þótt ekki væri geng- ið forínlega frá innlimuninni fyrr en nokkrum árum síðar. Þótt ekki hafi farið miklar sögur af því, hefir alltaf ríkt sterkur sjálfstæðishugur meðal Koreubúa síðan þetta gerðist, og Koreumenft í öðriim löndum hafa gert sitthvað til þess að minna á hið forna sjálfstæði landsins. Mál þeirra fékk hins vegar enga áheyrn meðan veldi Japana var sem mest, en þetta breyttist eftir árásina á Pearl Harbor. Þá fóru Bandaríkja- menn að veita Koreu aukna at- hygli og kom svo að lokum, að því var lýst yfir á Jaltafundin- um 1945, að eitt af stríðsmark- miðum Bandamanna væri að gera Koreu að sjálfstæðu ríki aftur. Rússar stóðu þó ekki að þeirri yfirlýsingu, þar eð þeir áttu þá ekki í ófriði við Jap- ani. Það varð m. a. að samkomu- lagi, þegar þátttaka Rússa 1 Asíustyrjöldinni var ákveðin, að hernámi Koreu skyldi skipt milli Bandaríkjamanna og Rússa, eins og að framan segir, þ. e. Bandaríkjamenn skyldu hernema suðurhlutann, en Rússar norðurhlutann. Hernám- ið skyldi vera til bráðabirgða og Korea fá fullt sjálfstæði. Fljótlega eftir að hernámið hófst, tók að bera á því, að starfsaðferðir hernámsyfirvald- anna voru mjög ólíkar. Á ame- ríska hernámssvæðinu var leyfð starfsemi allra stjórnmála- flokka, mjög vlðtækt ritfrejsi og eignaréttur og atvinnufrelsi nutu fullrar viðurkenningar. Á rússneska hernámssvæðinu voru .stjórnmálaflokkamir bráðlega ERLENDAR FRÉTTIR Öldungadeild Bandaríkjanna hefir staðfest friðarsamning- ana við Ítalíu, Ungverjaland, Búlgaríu og Rúmeníu. Samning- urinn við Ítalíu var samþykkt- ur með 77:10 atkv. Um skeið var óttast, að öldungadeildin kynni að fella þennan samning. Marshall utanríkisráffherra hefir nýlega haldið ræðu og lýst yfir því, að Bandaríkjamenn séu fúsir að veita áfram að- stoð sína til efnahagslegrar endurreisnar í Evrópu og Asíu. Verkföllin í Frakklandi breið- ast út. Meðal þeirra, sem hafa hótað að gera verkfall, eru lög- reglumenn. sameinaðir i einn flokk, sam- einingarflokk alþýðu, sem naut forustu kommúnista. Jafnframt var hafizt þar handa um efna- hagslega byltingu, stórjörðum var skipt og verksmiðjur þjóð- nýttar, enda þótt talað hefði verið um að láta allar slíkar breytingar bíða, unz landsmenn hefðu alveg fengið stjórnina 1 sínar hendur og réðu því sjálfir, hvað gert yyði í þessum efnum. Á báðum hernámssvæðunum fóru svo fram kosningar á síð- astliðnu hausti. Á rússneska hernámssvæðinu vann samein- ingarflokkurinn vitanlega „glæsilegan" sigur, þar sem hann var einn um hituna, og að kosningum loknum var sett á fót sérstök stjórn fyrir her- námssvæðið undir forustu kom- múnistans Kim Ilsung. Á ame- risaka hernámssvæðinu unnu borgaralegu flokkarnir mikinn sigur, en fylgi kommúnista reyndist sáralítið. Eftir kosn- ingarnar var komið þar upp vísi að sjálfstjórn Koreumanna, en meginvöldin voru eftir sem áð- ur í höndum hernámsvaldanna, þar sem þau vildu ekki koma á skipan, sem gæti spillt fyrir sameiningu hernámssvæðanna og framtiðarsjálfstæði Koreu. Jafnframt þessu tóku Banda- ríkjamenn að ýta eftir þvi, að gengið yrði frá samningum um afléttingu hernámsins og fram- tíðarstjórn Koreu. Rússar reynd ust hins vegar mjög tregir í samningum, en héldu áfram að styrkja aðstöðu sína á her- (Framhald á 4. síðu) RIKARD BECK FIMMTUGUR Einn kunnasti íslendingur vestan hafs, Richard Beck pro fessor 1 Norður-Dakota er fimmtugur mánudaginn 9. júní n. k. Hann er, svo sem kunnugt er, einn hinn atkvæðamesti maður í þjóðræknismálum ís lendinga vestan hafs. Tíminn mun minnast Becks ítarlega á þriðjudaginn kemur. Kemur Truman til Kaupmannahafnar? Baptistar eða endurskirendur hafa allsherjarmót í Kaup mannahöfn í sumar um mán- aðamótin júlí og ágúst. Búast menn við að það verði 5 þús und manna samkoma. Þangað munu koma 1500 manns frá Bandaríkjunum og er ráðgert að Stassen landstjóri verði á meðal þeirra. Alexander flota- málaráðherra mun og koma frá Bretlandi. Svo eru sumir að vona að Truman forseti komi á þetta mót með trúbræðrum sín um og e. t. v. Ernest Bevin. Dagsbrúnarmenn fá tækifæri til að bjarga afkomu sinni og samtökum MOMTGOMERY OG SONUR IIANS Hér er Montgomery hershöfðingi í heimsókn hjá syni sínum, en hann stundar verkfræðinám í Catterick í Yorkshire í Englandi Seinasta ofbeldi kommún- ista á Siglufirði I*eir neituðu sáttasemjara um meðlimaskrána Eins og skýrt var frá í blaffinu í gær, neitúffu kommúnistar í stjórn verkalýffsfélagsins Þróttar á Siglufirði aff láta bera upp í félaginu mifflunartillögur frá sáttasemjara, enda þótt þeim væri þaff skylt samkvæmt vinnulöggjöfinni. Sáttasemjari ákvaff þá aff nota vald sitt til að fyrirskipa atkvæffagreiffslu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun0 sáttasemjara, voru kommúnist- ar ekki af baki dottnir með þau ofbeldisáform sín að svipta verkamenn aðstöðu til að láta álit sitt í ljós og ráða úrslitum málsins. Þegar til þess kom, að atkvæðagreiðslan átti að hefj- ast, neituðu kommúnistar að af- henda félagsrAannaskráiya ög hugðust að hindra atkvæða- greiðsluna með þeim hætti. Sáttasemjari lét það hins veg- ar ekki hindra framgang at- kvæðagreiðslunnar og úrskurð- aðl, að þeir gætu tekið þátt í hennl, sem sýndu félagsskírteini eða gæfu um það drengskapar- yfiriýsingu, að þeir væru i félag- inu. Atkvæðagreiðslan hófst svo í gær, eins og ákveðið hafði verið, og heldur áfram í dag. Atkvæði munu verða talin 1 kvöld. Framferði kommúnista á Siglufirði sýnir bezt, hvilíkt of- urkapp þeir leggja nú á það að stöðva atvinnuvegi landsmanna og skapa þannig neyð meðal verkamanna, ef verða mætti til þess, að þeir yrðu móttækilegri fyrir byltingarkenningar kom- múnismans. Fyrst er svikizt um að bera upp tillögur, sem orðið (Framhald á 4. síðu) í dag hefst atkvæðagreiðsla ura miðhmartillöguna frá sáttasemjara Sáttasemjari ríkisins hefir ákveffiff aff láta fara fram at- kvæffagresffalu um mifflunartillögu í Dagsbrúnardc/ilunni. At- kvæffagreiffslan mun hefjast kl. 3 síffdegis í dag og halda áfram á morgun. Tillaga sáttasemjara mun ekki verffa birt fyrr en kl. 10 fyrir hádegi í dag, en þá mun verffa haldinn félagsfundur i Dagsbrún. Þessi ákvörðun sáttasemjara er áreiffanlega vel ráffin, því aff verkamönnum er hér gefinn kostur á aff afstýra verkfalli, sem aldrei getur orffiff þeim nema til tjóns. Verður líka fastlega aff vænta þess, að þeir noti þetta tækifæri tii aff rísa gegn glæfra- fyrirætlunum kommúhista og afstýra því fjárhagslega hruni og atvinnuleysi, sem þeir vilja leiffa yfir verkalýffinn til aff gera hann móttækilegan fyrir ofbeldis- og byltingarstefnu sína. Minningarathöfn við komu Ægis Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur 1 gærkvöldi með ellefu lík þeirra, sem fórust i flugslysinu mikla i Héðinsfirði. Lagðist skipið að bryggju 1 Reykjavík um kl. 10 og var haldin hátíðleg sorgarathöfn á bryggjunni. Lúðrasveit Reykja- vikur lék sorgarlög meðan skip- ið lagðist upp að bryggju, en því næst flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup minningarræðu og Dómkirkjukórinn söng. Var at- höfnin öll mjög hátíðleg. Að henni lokinni voru líkin flutt í land, eitt og eitt, og flutt heim til ættingja, sem fylgdu þelm af bryggjunni. Uppgjöf kommúnista. Málflutningur kommúnista- dejldarinnar í Sósíalistaflokkn- um, sem hefir knúð fram Dags- brúnarverkfallið, ber þess orðið gleggst merki, hvílíkt glæfra- verk þeir eru hér að vinna. Kommúnistar eru alveg hættir að halda því fram, að hér sé raunverulega verið að berjast fyrir kjarabótum handa verka- lýðnum. Þvert á móti hafa þeir orðið að viðurkenna, að kaup- hækkanir ' undanfarinna ára hafa tapast verkamönnum jafn- harðan, vegna vaxandi dýrtíð- ar, og eins myndi fara um kaup- hækkun nú, ef hún fengizt fram. Þeir hafa einnig orðið að játa, að atvinnuvegirnir þola ekki meiri byrðar en nú eru lagðar á þá og afleiðing kauphækkun- ar nú yrði þvi meiri og minni stöðvun atvinnuveganna og atvinnuleysi. Ef áform komm- únista heppnuðust, myndu verkamenn þvi ekki fá kjara- bœtur, heldur kjararýrnun og atvínnuleysí. Það er líka það, sem forsprakkar kommúnista steína að, þvi að trú þeirra er sú, að bylting geti ekki komizt á, nema þar sem verkamenn svelta og því sé hægt að æsa þá til ofbeldisverka. élögin, sem hafa mótmælt Þessi verkalýðsfélög hafa þeg- ar mótmælt verkfallsbrölti kom- múnista: Verkalýffsfélagið Baldur á fsa- firffi. . Verkalýffsfélag Vestmanna- eyja. Verkalýffsfélag Akraness. Verkalýffs- og sjómannafélag Keflavíkur. Verkalýðsfélag Eyrarbakka. Verkalýffsfélag Ólafsfjarffar. Verkalýðsfélagiff Árvakur á Eskifirffi. Verkalýffsfélagiff Skjöldur á Flateyri. Verkalýffsfélagiff Víkingur í Vík •! Mýrdal. Auk þessa hefir meirihlutinn af verkoíýðsfélögum ekki einu sinni virt svars þá áskorun Al- þýðusambandsstjórnarinnar að segja upp kaupsamningum. Ósigur kommúnista yrffi sigur Dagsbrúnar. Svo fullkomin er málefnaleg uppgjöf kommúnista orðinn, að (Framhald á 4. síðu) Nýr forstjóri Tóbaks- einkasölunnar Sigurður Jónasson mun láta af störfum hjá Tóbakseinkasölu ríkisins um næstu mánaðamót, þar sem hann hefir tekið við forstjórn hinna nýju olíusam- taka kaupfélaganna og útvegs- manna. Ákveðið mun vera, að Jóhann Möller, skrifstofustjóri hjá Rafveitunni, verði eftirmað- ur Sigurðar, sem forstjóri Tó- bakseinkasölunnar. Það er fjár- málaráðherra, sem veitir em- bættið. Krafist dauðadóms Dagbladet í Osló skýrir frá því 24. f. m„ að saksóknari rik- isins hafi krafi'2t þess í máli Ólafs Péturssonar, að hann yrði dæmdur til dauða. Dómur hefir ekki verið kveðin upp enn. Samkvæmt nýjum upplýsing- ingum, sem Tíminn hefir fengið, hafa íslenzk stjórnarvöld gert sér sérstakt far um að fylgjast vel með þessu máli. Snorrastyttan kemnr í júní Tilkynnt hefir verið í Osló, að Snorrastytta Vigelands, sem á að reisa í Reykholti, verði send með e.s. Lyra frá Bergen áleið- is hingað 26. þ. m. Með sömu ferð kemur norsk- ur verkstjóri, er á að hafa um- sjón með uppsetningu stytt- unnar. Viöskipti Kaupfélags Héraðsbúa stórukust á síðastliðnu ári Þorsteinn Jónsson heflr veritS kanpfélags- stjóri í 30 ár. Affalfundur kaupfélags Héraffsbúa var haldinn á Reyffarflrffl tíagana 23. og 24. maí sl. Fundlnn sátu fuiltrúar frá öllum deild- um félagsins, auk framkvæmdastjóra og endurskoffenda, sem sjálfkjörnir eru á fundinn. Hagur félagsins er góffur og heflr þaff stórfelldar framkvæmdir í byggingamálum á prjónunum. Á árinu, sem leið, nam vöru- sala félagsins samtals 3 millj- ónum 827 þús. krónum, og er það um hálfri milljón kr. meira en árið áður. Tekjuafgangur nam 87 þúsund krónum. Fjárhagur félagsins er góður og hefir mjög batnað á seinustu árum, þó félagið hafi haft stór- felldar framkvæmdir með hönd- um og fært út starfrækslu sina. Varasjóðir félagsins nema nú 1 milljón og 300 þús. krónum. Eignir félagsins, þar með talið vélar og áhöld, nema samtals um 922 þús. krónum. Innláns- deild félagsmanna nemur 333 Þorsteinn Jónsson.. þús. krónum og Stofnsjóður fé- lagsins nemur 319 þús. krónum. mjólkur- og rjómabús að Egils- Mikill áhugi rikti á fundinum stöðum. fyrir aukinni starfsemi félags- Úr stjórn félagsins áttu að ins. M. a. var rætt um stofnun (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.