Tíminn - 07.06.1947, Side 2

Tíminn - 07.06.1947, Side 2
2 TÍ!UIMV. laugardagiim 7.1iim 1947 103. blað Laugurdagur 7. júní Seinustu hálmstrá kommúnista í blöðum sínum og rökrœðum manna á meðal, eru forkólfar Sósíalistaflokksins nú yfirleitt hættir að réttlæta verkfallsbrölt sitt með því, að það sé sprottið af umhyggju fyrir verkalýðnum eða sé líklegt til að bæta hag hans, þótt kauphækkun fengist fram. Meðal áróðursmanna þeirra á vinnustöðvunum gætir nú einkum orðið tveggja ann- arra fullyrðinga, sem þykja vænlegri til að villa verkamönn- um sýn en upphaflegu blekk- ingarnar. Fyrri fullyrðingin er sú, að raunar sé þetta verkfallsbrölt hrein vitleysa og hafi aldrei átt að flana út í það. Nú sé hins veg- ar komið eins og komið er. Verði nú snúið til baka, sé það ekki fyrst og fremst ósigur fyrir sós- íalista, heldur verkalýðssam- tökin. Ef þau tapi deilu, þótt röng sé, muni atvinnurekendur verða örðugri viðfangs síðar. Hin fullyrðingin er sú, að verði að tilhlutun sáttasemjara efnt til atkvæðagreiðslu um málamiðlunartillögu, sé um að gera að fella hana, því að þá muni atvinnurekendur ekki þora annað en að semja strax á eftir. Um hina fyrri þessara full- yrðinga er það að segja, að sósíalistar sýna bezt, hve óverj- andi verkfallsbrölt þeirra er, með því að hampa henni. Hins vegar ætti það að veraj hverjum manni augljóst, að það er sigur, en ekki ósigur, fyrir verkalýðs- samtökin að falla frá röngu máli, þótt ósvífnum valda- spekúlöntum hafi tekizt um stundarsakir að skipa þeim til liðs við það. Því aðeins geta verl^alýðssamtökin skapað 8ér sterka aðstöðu, að sanngjarnir og réttsýnir menn finni, að þau hafi jafnan lög að mæla og mis- noti ekki aðstöðu sína til að vega að öðrum stéttum eða þjóðfélaginu i heild. Stundar- sigrar, sem eru unnir á öðrum grundvelli, geta aldrei orðið annað en bráðabirgðasigrar, íjem fyrr eða seinna snúast upp i ósigur. Um síðarí fullyrðingu sósíal- ista er' bezt að segja það strax, að það myndi síður en svo leiða til undanhalds hjá ábyrgum að- ilum í deilunni, þótt kommún- istum tækist með einhverjum klækjabrögðum að láta verka- menn fella miðlunartillögu frá sáttasemjara. Þessum aðilum er að sönnu ljóst, að langt verkfall mun valda þjóðinni verulegu tjóni, en þó ekki nema smá- vægilegu í samanburði við það, ef dýrtíðinni væri sleppt lausri, eins og verða myndi óhjá- kvæmileg afleiðing kauphækk- unar nú. Öll athugun verkamanna á þessum og öðrum blekkingum sósíalista og málsatriðum yfir- leitt, getur því ekki leitt, nema til einnar og sömu niðurstöðu: Verkamenn eiga ekki nema eina rétta leið í þessu máli. Sú leið er að hrinda af sér oki kommúnistanna og láta þá ekki fara með sig út i meiri ófæru, en orðið er. Taka síðan upp sam- vinnu við aðrar stéttir um stöðvun og niðurfærslu dýrtíð- arinnar og tryggja þannig á- framhaldandi framfarir. Með því tryggja verkamenn afkomu sína bezt og með því styrkja þeir Stefán Einarsson, prófessor fimmtugur Einn af merkustu íslending- um vestan hafs er fimmtugur í dag. Það er Stefán Einarsson, prófessor við John Hopkins University i Baltimore í Banda- ríkjunum. Stefán er fæddur að Hösk- uldsstöðum í Breiðdal í S-Múl. 7. júní 1897. Foreldrar hans voru Einar Gunnlaugsson bóndi þar og kona hans Margrét Jónsdótt- ir prests á Klyppstað. Þau voru mestu atorku- og myndarhjón. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði öll venjuleg sveitastörf í uppvextinum. Hann var snemma bókhneigður og lestrarfús með afbrigðum. Stúd- entspróf tók hann árið 1917. Að stúdentsprófi loknu las hann við háskólann í Reykjavík á vetrum um skeið, en vann heima hjá foreldrum sínum á sumrin. Hann lauk magister- prófi í íslenzkri málfræði, bók- menntum og sögu árið 1923. Að því loknu sigldi hann tii Finn- lands og lagði stund á hljóð- fræðinám við háskólann í Hels- ingfors árin 1924 og 1925, en hélt þaðan til Oslóar og samdi þar og varði doktorsritgerð sína árið 1927 fyrstur islenzkra manna. Fjallaðt hún um hljóðfræði ís- lenzkrar tungu og er rituð á þýzku. Það sama ár hélt hann til Ameríku og varð þá um haustið kennari við John Hop- kins háskólann i Baltimore, og árið 1936 varð hann prófessor við þann skóla og hefir gegnt því embætti síðan. Kennslugrein hans er ensk málfræði. Stefán kvæntist árið 1925 eistlenzkri konu, Margarethe Schwarzenberg að nafni. En Stefán hefir ekki aðeins verið atkvæðamikill kennari. Hann hefir einnig innt af hönd- um margs konar vísindastörf og unnið íslandi og íslenzkri menn- ingu ómetanlegt starf. Hann hefir meðal annars verið vara- áhrif og álit samtaka sinna mest. Sú leið og engin önnur er leiðin til sigursins. Hjarni Bjariiason, Úr i. Á bókmennta- og ritöld þess- ari verður að teljast harla hljótt um þá, grein bókmenntanna, er um tónlist fjallar. Ef til vill má segja, að það sé eðlilegt, þar sem listgrein þeirri, á landi hér, er ennþá ekki sá sómi sýndur, sem vera ber. Tónlistarkennslu í skólum, er víðast mjög ábóta- vant og námsgreinin er ekki prófskyld. Menn geta því hæg- lega komizt upp úr hvaða skóla sem er, án þess að komast nokk- uð niður i námsgrein þessari. Er þó dagsanna, að tónlistar- nám er mjög menntandi og göfgandi og hefir meira menn- ingarlegt gildi, en margar aðrar námsgreinar. Þess er og að geta, að það þjálfar bæði hug og hönd, ef um hljóðfæraleik er að ræða. Benda má á, að flestir, sem komast eitthvað niður í tónlistarnámi, halda áfram að iðka þá grein, eru með öðrum orðum að læra alla ævina, sér til gleði og ánægju. Tónlistin er því mjög göfgandi hugðarefni í tómstundum. Af tómlæti því, sem ennþá ríkir hér á landiT tónlistarefn- um, má ýmislegt telja. Þó að ræðismaður íslendinga í Balti- more um langt skeið. Stefán er félagi í fjölmörgum vísindafélögum, er fjalla um bókmenntir og málfræði, og hef- ir ritað fjölda greina í erlend vísindatímarit. Hann hefir einn- ig ritað nokkrar sjálfstæðar bækur um fræðigrein sína. Þá hefir hann ritað sögu Eiríks Magnússonar, sem kom út í Reykjavík árið 1933. í íslenzk tímarit hefir hann og ritað all- margt greina um sérgrein sína og íslenzka höfunda og verk þeirra. Stefán hefir safnað afarmiklu efni um störf og verk íslenzkra nútímarithöfunda og skrifað stuttar greinar um þá í amer- ískar handbækur. Þá hefir hann og nýlega lokið merku rit- verki, er nefnist History of Islandic Prose Writers 1800 —1940, og mun það rit koma út í ritsafninu Island- ica, sem Halldór Hermanns- son, prófessor gefur út. Um þessar mundir hefir hann í samningu sögu islenzkra bók- mennta frá upphafi fyrir út- gáfufyrirtæki eitt í Banda- ríkjupum. Sumarið 1939 var Stefáni boð- ið að taka að sér aðalritstjórn forníslenzkrar orðabókar, sem Árna Magnússonar nefndin í Kaupmannahöfn hefir í hyggju að láta gera. Hann ákvað þá að taka því boði, en áður en hann það sé utan við aðalefni þess- arar greinar, er samt ekki úr vegi að nefna það sem mestum hömlunum hér um veldur og það eru erfiðleikar þeirra, sem þessi fræði og þessa listgrein stunda. Hefir dómkirkjuorgan- leikari landsins, dr. Páll ísólfs- son, réttilega bent á þá í Morg- unblaðinu í vetur. Eftir stutta athugun þessara mála fer að verða skiljanleg þögnin yfir út- gáfum tónbókmennta. n. Á árinu sem leið gaf útgáfu- félagið „Gígjan“ út merkar söngbækur og tónlistarrit. Hefi ég ekki orðið þess var, að þeirra hafi að neinu getið verið. Verður hér í fáum orðum vakin athygli á þeim. Er þá fyrst að minnast á sönglagahefti, „20 íslenzk þjóðlög." Er það framhald af 3 þjóðlagaheftum, sem Hall- grímur Helgason tónskáld, hefir raddsett og gefið út. Lögin í þessum heftum hafa verið í flokkum. Fyrst hafa verið kvæða- eða rímnalög, 1 öðrum flokki vísnalög og þeim þriðja sálmalög. Eru mörg þessara eldri laga í gömlum tóntegundum — kæmist til Danmerkur til þess að taka við þessu starfi, skall styrjöldin á, og hvarf hann þá frá því ráði. Á sumrin vinnur Stefán oftast í bókasafninu íþöku að söfnun heimilda um islenzkar bók- menntir að fornu og nýju og vinnur að því þegnskaparstarfi af óþrjótandi áhuga og elju. Er það flestra manna mál, að hann sé nú orðinn einn hinn allra fróðasti núlifandi maður um íslenzka höfunda og verk þeirra. Kunnugir telja Stefán hæg- látan og allra manna ófúsastan á að hafa ritstörf sín og fræði- iðkanir í hámæli. Hann er hóg- vær og gerhugull maður, en þó glaðvær og flestum hnyttnari og fyndnari í góðra vina hópi. Þótt örlög hafi búið Stefáni starf fjarri ættlandi sínu hefir hann lagt drjúgan skerf til ís- lenzkra fræða, en auk þess hefir hann neytt aðstöðu sinnar er- lendis eins og bezt verður á kosið til þess að kynna íslenzk- ar bókmenntir að fornu og nýju og auka þekkingu annarra þjóða á tungu og sögu íslendinga. En fyrir allt þetta fræðistarf sitt hefir hann aðeins hlotið óverulegan styrk af fé því, er Alþingi veitir íslenzkum fræði- mönnum. Þannig hefir Stefán unnið tví- þætt menningarstarf. Hann hefir stundað erilsamt kennara- starf og ritað fjölmargt um ís- lenzk fræði á erlendum vett- vangi, en jafnframt hefir hann unnið þýðingarmikið fræði- starf á alíslenzkum vettvangi. Þótt þess megi óska af heil- um hug, að Stefáni endist líf og þróttur enn um langan dag til að inna þetta tvíþætta hlutverk af höndum, íslandi og íslenzkum fræðum til heilla og þroska, væri ekki síður æskilegt, að hann kæmi hingað heim og fengi starf og viðunandi aðstöðu hér til fræðilðkana, því að enginn vafi er á því, að hér bíða hans verk- efni, er hann gæti leyst mörgum öðrum fremur. Franskt Ein áhrifamesta félagslega uppgötvun allra tíma er verk- lýðshreyfing Karl Marx. Þar með er ekki sagt að hún sé jafn fullkomin eins og hún hefir ver- ið máttug. Allt um það hefir hún megnað að lyfta öreiga- lýðnum upp úr þrælkun og gera hann hluttakandi í arðinum af vinnu sinni. Félagsuppgötvun þessi hefir lyft öreiganum, verkamanninum og gert hann að frjálsum samningsaðilja um kjör sín og kaup. Galdurinn í þessari félagslegu uppgötvun var að neyta samtakamáttarins til verkfalla, vinnustöðvunar, þegar kaup eða kjör voru ekki sanngjörn lengur. Og jafnan skyldi þetta vopn hrífa, meðan því var beitt af sanngirni. Sér- hvert verkfall vannst, sem stoð átti í samúð almennings sem utan við stóð. En heldur ekki lengur. Nú er hafin ný tegund af verkfalli — verkfall, sem ekki á samúð almennings utan verk- lýðssamtakanna. Verkfall, sem ekki á heldur samúð verkalýðs- ins í verkalýðssamtökunum. Það sanna synjanir hinna fjölmörgu félaga innan Alþýðusambands- ins um að hafa samflot um þær kröfur, sem nú eru gerðar. Þetta verkfall er ekki hafið af um- hyggju fyrir hag verkalýðsins. Þetta er franskt verkfall! Fraktoar fóru mjög báglega út úr styrjöldinni. Öngþveiti er í landinu. Atvinnulífið er í mik- illi nauð. Verðbólgan að því komin að valda hruni. Ekkert getur bjargað frá þessu hruni annað en það, að menn haldist í hendur, og enginn heimti um- fram annan, laun standi í stað meðan verið er að rétta við þjóðarhag. En þá koma til sög- unnar menn, sem heldur kjósá einræði að rússneskri fyrir- mynd og kommúnisma, en þjóð- félagsskipulag það, sem vest- rænar lýðræðisþjóðir búa við. Þeir efna til verkfalla og kaup- krafa, ekki til þess að bæta hag almennings heldur til að fyrir- fara því þjóðskipulagi, sem leitt hefir af sér meiri menningar- framfarir en nokkurt skipulag annað og á svo undarlega skömmum tíma. verkfall Reynir nú á íslenzkan verka- lýð. Lætur hann sömu mennina siga sér út í verkföll gegn at- vinnulífi, sem þegar er orðið gjaldþrota, atvinnuvegum, sem bókstaflega eru komnir á sveit- ina, eða öllu heldur ríkið. Væri það ekki eitthvað svipað eins og að ætla að draga sjálfan sig upp úr sjónum með því að toga í hárið á sér. Nema fyrir þá, sem vilja frjálst þjóðfélag feigt. Nú, skyldu ekki aðrir láta ellefu manna ráðið í Dagsbrún siga sér en þeir, sem vilja franskt verkfall, pólitískt verk- fall, byltingu þjóðskipulagsins. En hvað verður um samúð al- mennings í framtíðinni með verkfallsvopninu, eftir að freist- að hefir verið að vinna með því víg á þrautreyndu þjóðskipu- lagsformi .og frelsi einstaklings- ins. Leiðið hug að því, allir þér sem neytið yðar brauðs í sveita yðar andlit(is. Viljið þér láta misbjóða yðar viröulega verkfallsvopni með þessum hætti. — Viljið þér láta vinna víg á lýðræðisskipulagi þjóðar yðar með þessu vopni — undir fölsku yfirskyni.* X. Molar Um gler. Gler er bezta byggingarefnið, sem enn þá hefir verið fundið upp. Það er vatnsþétt, loftþétt, hljóðþétt, eld- traust og leiðir ekki rafmagn. Það er líka hægt að gera það algerlega ógagnsætt. Fyrir stríðið voru Þjóð- verjar farnir að nota það til húsa- bygginga, en það hefir þó ekki tek- izt að gera gler sprengjutryggt. Fiti úr gleri. Samkvæmiskjólar, nærklæði og karlmannaföt, sem að líkindum verða mjög algeng á hinni upprennandi gleröld, eru þó raunar engin nýjung. Fyrri fimmtíu árum síðan bar leik- konan Georgia Cayven samkvæmis- kjól, sem var ofinn úr fínum gler- þræði. Eulaila Spánarprinsessa sá leik- konuna í þessum kjól á leiksviðinu, og var ekkl í rónni fyrr en búið var að gera slíkan kjól handa henni. itrasta, samfara þekkingu og vandvirkni. Væri óskandi að Hallgrímur léti fleiri þjóðlaga- hefti frá sér fara. Muh áreiðan- lega af mörgum beðið eftir fleiri heftum með eftirvæntingu. Annað sönglagaheftí., sem „Gígjan“ gaf út á síðasta ári er, „Syngjandi æska,“ 55 lög fyrir skóla og heimili. Hefir Hallgrim- ur búið þau undir prentun og raddsett. Eru lögin flest gamlir •i kunningjar og útsett þannig, að þau eru tiltölulega auðveld víð- fangs á píanó eða stofuorgel, raddsett með einföldum og sterkum hljómum í aðgengileg-- um tóntegundum“ eins og hann segir í formála. Þarf engum orðum að því að eyða, að heftið er mjög nauðsynlegt fyrir byrj- endur í söng og hljóðfæraleik. Hefir sem kunnugt er verið vöntun á slíkum söngbókum, því mikill þorri vinsælla laga er í sönbókum ekki í búningi fyrir „yngstu þegnana" og hefir þess vegna verið erfiðleikum bundið að syngja þau í unglingakórum. Hefir útgáfufélagið „Gígjan“ hér bætt úr brýnni þörf og væri gott að eiga von á framhaldi. Þriðja bókin, sem nefnt félag hefir gefið út, er „Saga tónlist- arinnar“ í frumdráttum, eftir Sigrið Rasmussen, þýdd af Hall- grimi Helgasyni. Er þetta fyrsta tónlistarsagan, sem komið hefir Hornaflrði: tónheimam. kirkjutóntegundum — og radd- sett í þeim. Er það mikill fengur fyrir islenzka tónmennt, að fá þau úr garði gerð, þegar sá á- hugi virðist vera að vakna með- al ýmissa tónlistarmanna, að taka beri þær upp aftur til við- bótar við hinar ríkjandi, dúr og moll. Er augljóst að það hlýtur að auka mjög fjölbreytni í tón- listinni og efla möguleika tón- skáldanna. í hefti þessu eru, eins og í þeim fyrri eftirtektarverð og sérkennileg lög í ýmsum bún- ingi, eða fyrir hljóðfæri, bland- aðan kór og karlakór. Eru þarna ágæt kvæðalög og „ísland far- sældarfrón,“ í sínum gamla tví- söngsbúningi, en efldur með sjálfstæðri bassarödd fyrir píanó. í vísnalagaflokknum er hið alkunna lag við „Ölerindi" Hallgríms Péturssonar, „Nú er ég glaður á góðri stund,“ í glæsi- legum búningi. í þessum flokki er einnig hinn gamli skólasöng- ur frá Bessastöðum, „Integer vitae,“ fyrir blandaðan kó;- og má syngja lagið í karlakór, með því að taka annan frumtón, án þess að breyta þurfi raddsetn- ingu. Þýðing textans er þarna eftir Grím Thomsen. Þarna er líka lagið „Krumminn á skján- um,“ í ágætri útsetningu fyrir karlakór. Helmingur sálmalag- anna í heftinu, eru úr hinu stófa þjóðlagasafni Bjarna Þorsteins- sonar. Hafði hann tekið þau á- samt fleirum úr „Melodía,“ stóru íslenzku nótnahandriti, rituðu af Jóni syni Ólafs prests á Söndum, um 1650. Að'minnsta kosti eitt þeirra, „Grátandi kem ég nú guð minn til þín,“ ætti að vera í sálmasöngbók þjóð- kirkjunnar. Hið sama mætti segja um fleiri lög í sálmalaga- flokki fyrri hefta í safni þessu. Lagið „í Babylon við vötnin ströng,“ er sérkennilegt þjóðlag og eftirtektarvert. Hefti þetta er frábrugðið hinum fyrri að því leyti, að í síðari hluta þess, eru ný þjóðlög. Eru í þeirri flokki lög eftir 4 konur, er hafa sent Hall- grími laglínur, sem þær sjálfar hafa samið. Eru lög þessi at- hyglisverð, enda farin að ná vin- sældum. Þjóðkórinn og söng- konan Maria Markan kynntu þjóðinni í vetur í útvarpinu lag Ingunnar Bjarnadóttur frá Kyljarholti, „Amma raular í rökkrinu." Eins eru karlakór- arnir farnir að syngja lag Ingi- bjargar Sigurðardóttur í Hjálm- holti, „Hér sit ég ein á stakki.“ Lag Jakobínu Thorarensen, „Ég skal vaka og vera góð,“ hefir einnig verið s(ungið í útvarpinu. Raddsetning laganna í þessu hefti er, sem í fyrri heftum, með afbrigðum góð. Andi lag- línunnar er þar túlkaður til hins

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.