Tíminn - 10.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.06.1947, Blaðsíða 4
t-RAMSÓKNARMENN! Munlð að koma í fLokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í EdcLuhúsinu vib Lindargötu Sími 6066 10. JÉm 1947 104. blað Dr. Rlchard Beck (Framhald af 2. síöu) \ ritfregna um íslenzk og norsk efni í önnur rit vestra, á ís- lenzku, ensku og norsku, sem1 skipta örðið hundruðum: Eink- um er mikinn fjölda þeirra að finna í vestur-íslenzku viku- blöðunum í Winnipeg, en hann hefir tvo síðustu áratugina lát- ið þeim mjög mikið lesmál í té, bæði af greinum, ræðum og kvæðum. Beck hefir getið sér mikið orð fyrir ræðumennsku, og er jafn- vígur á íslenzku, ensku og norsku, enda er oft til hans leit- að jim ræðuhöld við meiriháttar tækifæri. Hefir hann flutt nokk- uð á fjórða hundrað ræður um íslenzk efni víðs vegar í Banda- ríkjunum og Canada, og um 250 ræður um Noreg og norskar bókmenntir, að ótöldum ræðum hans um fræðslumál, bindind- ismál og önnur menningarmál. Oft hafa ræður þessar verið fluttar í útvarp, og útdrættir úr ræðunum eða þær í heild sinni verið birtar i blöðum og tímaritum ves'tra. Beck var, sem kunnugt er, fulltrúi Vestur-íslendinga og gestur ríkisstjórnarinnar við lýðveldisstofnunina, og flutti auk ræðu sinnar á Þingvöllum, ræður og erindi á fjölmennum samkomum í öllum landshlut- um, alls staðar við framúrskar- andi viðtökur. Hefir hann ritað mikið um ferðina og flutt tugi af ræðum um hana vestra. Seck hefir, eins og áður segir, tekið mikinn og víðtækan þátt í félagsmálum íslendinga vestan hafs. Forseti Þjóðræknisfélags þeirra var hann óslitið í sex ár, 1940—1946, er hann baðst undan I endurkosningu anna vegna, en áður hafði hann verið varafor- | seti félagsins jafnlengi; hefir, enginn maður í sögu félagsins ^ skipað forsetasess þess sam- fleytt jafn lengi. Hann er fyrrv.1 forseti og enn í stjórnarnefnd fræðafélagsins The Society for the Advancement of Scandinav- ian Study, sem vinnur, eins og nafnið bendir til, að eflingu nor- rænna fræða vestan hafs. For- seti Leifs Eiríkssonar félagsins í Norður-Dakota hefir hann ver- ið nokkur undanfarin ár. Marg- háttaðan þátt hefir hann einn- ig tekið í félagsmálum Norð- manna vestra; er meðal annars fyrrv. forseti norsku þjóðrækn- isdeildarinnar í Grand Forks og hefir átt sæti í fjölmörgum nefndum, oft sem formaður, af hennar hálfu, svo sem þá er ríkiserfingjahjónin norsku og Stórþingsforsetinn norski komu í heimsókn þangað til borgar- innar. Formaður hátíðarnefnd- ar Grand Forks-borgar á 150 ára stjórnarafmæli Bandaríkj- anna 1938 var hann, og hefir átt sæti í ýmsum nefndum af hálfu skólans. Á stríðsárunum var hann einnig. í landsnefndum í Bandaríkjunum, sem myndað- ar voru til styrktar málstað Noregs og Danmerkur. Loks er þess að geta, að hann hefir síð- an 1942 verið vararæðismaður íslands í Norður-Dakota. Beck er heiðursfélagi margra félaga og hefir hlotið fjölda heiðursmerkja. Af mæliskveð j a (Framhald af 2. síðu) íslenzku þjóðarinnar hvar sem þú ferð. — Sú ósk og hvatning mun og hafa verið og verða snarasti þátturinn í lífi þínu og starfi. Hermann Jónasson. Ifjróttamót K.R. (Framhald af 1. síðu) 300 m. hlaup: Haukur Clausen 36.6, Kjartan Jóhannsson (ÍR) 38.0, Reynir Sigurðsson (ÍR) 38.7, Magnús Þórarinsson (Á) 39.4. 3000 m. hlaup: Óskar Jónsson (ÍR) 9.23.8, Þórður Þorgeirsson (KR) 9.36.6, Sigurgeir Ársælsson (Á) 9.41.4, Indriði Jónsson (KR) 9.45.6. Hástökk: Skúli Guðmundsson (KR) 1.90, Sigurður Friðfinns- son (FH) 1.70, Kolbeinn Krist- insson (Self.) 1.70, Örn Clausen (ÍR) 1.65. Langstökk: Finnbjörn Þor- valdsson 6.77, Björn Vilmundar- son (KR) 6.61, Torfi Bryngeirs- son (KR) 6.57, Örn Clausen 6.41. Kúluvarp: Gunnar Huseby 4H Guiney (Ir- s Sigurðsson jálmur Vil- -.71. nnar Huseby Guðmundsson ar Sigurðsson s Sigurðsson (KR) 15.2Í land) 14.Í (Self.) V mundarsc Kringli 43.08, Fi (KR) 37.67 (KR) 34.87 (Self.) 34.03. 4X200 m. boðhlaup: A-sveit ÍR 1.32.7, B-sveit ÍR 1.36.7, A- sveit KR 1.36.8. Veður var fremur hagstætt með köflum. Mótið gekk heldur greiðlega, en oft hefir viljað bresta á það á íþróttamótum hér. ATHUGIÐ! Mig undirritaðan vantar brúna hryssu 8 vetra gamla. Msrrk: Gagnbitað hægra. Blaðstýft framan vinstra. Allir þeir, sem upplýsingar kunna að geta gefið, gefi sig fram hið allra fyrsta. Guðmundur Á. Guðmundsson Litlu-Gröf, Borgarhreppi Mýrasýslu. Símastöð Svignaskarð. TILKYNNING Afgrelðsla á pressugeri til brauð- gerðarhúsa í Reykjavík og nágrenni fer fram fyrst um sinn aðeins á mið- vikudögum. ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS Kaupfélög'- Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, svo sem: stungukvíslar, arfasköfur, garðlirífur, fjölyrkjar, skóflur, kvíslar, járnkarlar, hakar. Allar nánari upplýsingar gefur: Laus staöa Solo-miðstöðvareldavél er til sölu. Vélin er ársgömul. Verð 2500 krónur. Magnús Jónsson Akranesi, sími 230. Samband ísl. samvinnuf élaga (jatnla Bíó Kvennastríð (Keep your Powder Dry) Amerlsk Metro Goldwin Mayer kvikmynd. Laraine Day Susan Peters Lana Turner Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1bjja Síi fvið Shúhnqötu) Auglýsing um kosningu alþingismanns I Vestur- Skaftafellssýslu. Með því að alþingismaður Gísli Sveinsson hefir lagt niður þingmennsku-umboð sitt fyrir Vestur-Skaftafells- sýslu frá 1. júlí n. k. að telja, þá er hér með samkvæmt 135. gr. laga nr. 80, 1942, um kosningar til Alþingis, fyrir- skipað, að kosning alþingismanns fyrir Vestur-Skafta- fellssýslu fyrir þann tíma, er hinn fráfarandi þingmaður átti eftir, skuli fara fram 13. júlí n. k. Frestir þeir, er um ræðir í 19. gr. kosningalaganna styttast þannig, að kjörskrár skulu lagðar fram 4 vikum fyrir kjördag, auglýsingafresturinn skal felldur alveg nið- ur og tími sá, sem kjörskrá á að liggja frammi verður 2 vikur, kærufrestur samkvæmt 20. gr. styttist í 2 vikur og úrskurðir samkvæmt 21. gr. skulu ganga viku fyrir kjördag. Þetta birtist hér með öllum þeim, sem hlut eiga að máli. í dómsmálaráðuneytinu, 7. júní 1947. Bjarni Benediktsson /Ragnar Bjarkan. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem alira fyrst. Minnislausi maðurinn („Somewhere in the Night") Spennandi og viðburðarík stór- mynd. Aðalhlutverk: John Hodiak Níyicy Guild Lloyd Nolan Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjatnatbíc LEIKARALÍF. (A Star Is Born) Amerísk litmund um leikara- líf í Hollywood. Aðalhlutverk: Janet Caynor, Fredric March. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I 13 bindi fyrir kr. 423.50 Hin nýja útgáfa íslendingasagna, ein, býður yður allar íslendinga sögurnar. Þar eru 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri heildarútgáfu og af þeim hafa 8 aldrei verið prentaðar áður. Þvi aðeins eignist þér allar íslendinga sögurnar, að þér kaupið þessa útgáfu. Gerist strax áskrifendur og vitjið bókanna í bókaverzl- un Finns Einarssonar, Austurstræti 1. •• é- Islendingasagnaútgáfan Pósthólf 73, Reykjavík. Bæjarstjórastarfið á Sauðárkróki er laust til umsóknar. Lmsóknir er tilgreini kaupkröfu sendist væntan- legri bæjarstjórn fyrir 7. júlí n. k. Æskileg meðmæli og vitneskja um fyrri störf. Staðan verður veitt frá 7. júli n. k. eða síðar eftir nánara samkomulagi. Sauðárkróki, 4. júní 1947. Hreppsnefndin Verðlaunakeppni Styrk þeim til ritstarfa, sem þingkjörin nefnd hefir úthlutað undirrituðum 1947, kr. 4000.00 að viðbættri meðal-vísitölu þessa árs, en frá dregnum opinberum gjöldum, sem á upphæð- ina leggjast, verður varið til verðlauna fyrir beztu ritgerð » UM UPPGJÖF ÍSLENZKRA LANDSRÉTT- INDA HAUSTIÐ 1946. Skal ritgerðin byggð á hlutlægri rannsókn á aðdraganda þessa verknaðar, svo og hvötum þeirra manna innlendra, er að honum stóðu. Dómarar væntanlegra ritgerða verða þrír, og eru tilnefndir af Alþýðusambandi íslands, Stúdentafélagi Reykjavíkur og Félagi Þjóð- varnarmanna, einn frá hverjum aðila. Ritgerðir skulu sendar formanni Félags Þjóð- varnarmanna, sira Sigurbirni Einarssyni, fyr- ir árslok 1947. Skulu þæn merktar staf eða dulnefni og fylgi nafn höfundar í lokuðu umslagi. Ritgerðir mega vera 2—10 arkir. Á ritgerðum þeim, sem sendar verða til keppni, liggur sú kvöð, .að bókmenntafélagið Mál og menning hafi fórgangsrétt að kaup- um á þeim til birtingar. Reykjavík 4. júní 1947. Halldór Kiljan Laxness.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.