Tíminn - 11.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGBFANDI: PRAMSÓB2ÍARPLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSSHÐJAN EDDA hJ. r„ITSTJÓRASKRD7STOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A ðimar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSDíGASKRDJ'STOFA: EDDUHÚSI, Llndargöta 9 A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, miðvikudagnn 11. júní 1947 105. blað ERLENT YFIRLIT: Er verðlækkun í vændum? Verð ýmissa hráefna og iðnaðarvara hefir farið lækkandi Seinustu mánuðina hefir mjög verið um það rætt, hvort verðlag muni almennt fara lækkandi í heiminum innan tíðar. Ýmsir hagfróðir menn hafa þótzt sjá glögg merki þess, að verðlækkun sé í nánd. Þessir spádómar hafa m. a. haft þau áhrif, að ýms verzlunarfyrirtæki utan Bandaríkjanna hafa hætt við vörukaup, sem þau voru búin að semja um þar. Hafa þau talið hyggilegra að fresta innkaupum vegna þess, að verðlagið færi lækkandi. Iljá ýmsum iðngreinum Bandaríkjanna eru byrjaðar að safnast íyrir birgðir, en það mátti heita óþekkt fyrirbrigði frá því styrj- öldinni lauk og þar til fyrir fáum mánuðum. í blaðinu Financial Times eru þessi mál gerð að umtalsefni rétt fyrir seinustu mánaðamót. Niðurstaða blaðsins er sú, að Framlög íslendinga til nauðstaddra þjóða nema um 24 milj. kr. Framlög fslendinga til nauðstaddra erlendis 'frá byrjun heimsstyrjaldarinnar og fram í aprílmánuð s.l. munu nema samtals hátt á 24 milj. kr. Ef upphæðinni er jafnað nið- ur á hvert mannsbarn í landinu, miðað við íbúatölu landsins á miðju ári 1945, koma 183 krónur niður á hvern íslending. Framlög þessi skiptast sem sér segir: I. Finnlands-söfnunin ca. 170.000 kr. Síðari safnanir til Finnlands ca. 50.000 kr. Noregs- söfnunin ca. 1.740.000. Rúss- landssöfnunin ca. 80.000. Frakk- landssöfnunin ca! 300.000. Barnasöfnunin ('44) 4501000. Danmerkursöfnunin (til flótta- fólks) 650.000. Landssöfnunin 1945 4.500.000 . Mið-Evrópusöfn- un R. K. í. 1946 ca. 1.200.000. Þýzkalandssöfnunin ca. 1.250.000 Evrópusöfnunin . 1946—47 ca. 500.000. Ungverjalandssöfnunin 1946—47 ca. 15.000. Ýmsar aðrar safnanir (pen- ingar, matvæli, hjúkrunargögn og fatnaður) sent fyrir milli- göngu einstakra manna, nefnda og félaga (m. a. R. K. 1) 1.000. 000. Gjafabögglar, aðallega frá einstaklingum, a. m. k. 2.500. 000. Alls 14.405.000. II. Framlag íslendinga til UNNRA 9.198.000. — Framlög íslendinga alls 23.603.000 krón- ur. ERLENDÁR FRÉTTIR í Frakklandi magnast verk- föllin enn. Verkfall járnbraut- armanna heldur áfram og virð- ist enginn bilbugur á verkfalls- mönnunum. Þá hafa starfsmenn rafveitna og gasstöðva víða lagt niður vinnu, m. a. í annarri stærstu borg Frakklands, Mar- seille. Jinnah hefir fengið fullt um- boð frá bandalagi Múhameðs- triiarmanna til að semja við kongressflokkinn um fyrirhug- að þjóðaratkvæði og skiptingu Indlands. Nýja stjórnin í Ungverjalandi héfir lýst yfir því, að hún ætli að setja kosningalög, er sviptir alla þá menn kosningarétti, sem hafa barizt gegn „lýðræðisflokk- unum," þ. e. þeim flokkum, sem nú fara með stjórn landsins. Kona Perons Argentínuforseta þar mjög virðulegar móttökur. dvelur nú á Spáni og hefir hlotið enn sé of snemmt að fullyrða, hvort verðlagið muni heldur hneigjast í áttina til lækkunar eða hækkunar í náinni framtíð. Öllu meiri líkur virðast þó fyrir því, að það fari lækkandi. Vörur, sem hafa farið lækk- andi 1 verði á heimsmarkaðin- um seinustu vikurnar, eru m. a. kaffi, gúmmí, baðmull og kakao. Verð á zinki og kopar hefir ver- ið óstöðugra en áður. Verð á tei hefir heldur farið lækkandi. Kornverð lækkaði mikið í apríl- mánuði, en hefir hækkað aftur, bæði vegna óvissu um uppsker- una og aukinna kornkaupa Bandaríkjastjórnar vegna að- stoðarinnar við Þjóðverja. Ullar- verðið hefir haldizt nokkurn veginn óbreytt. Heildarmyndin af verðlaginu á heimsmarkaðinum er þannig nokkuð óljós og ruglingsleg, svo að erfitt er að spá *um næstu framtíð. En slík hafa oft verið einkenni þess, segir blaðið, þeg- ar sveiflur og óvissa leysa örugg- ann markað af hólmi. í Bandaríkjunum eru verð- lagsmálin komin á nýtt stig, seg- ir blaðið ennfremur. Kaupend- urnir eru byrjaðir að vera hlé- drægir, og afturkallanir á pönt^- unum gerast mjög tíðar vegna þess, að menn búast við verð- lækkun. Að vísu hafa orðið nokkrar verðhækkanir seinustu vikurnar, en það heyrir til und- antekninga, pví að verðlækkan- ir hafa verið miklu fleiri. And- staða gegn verðhækkunum er mjög sterk og Truman og fleiri stjóramálaleiðtogar hafa mjög eindregið hvatt til verðlækkun- ar. Táknrænt er það, að fyrir- tæki, sem hafa hækkað kaup hjá starfsfólki sínu, hafa ekki treyst sér til að hækka vöru- verðið að sama skapi. Verð land- (Framhald á 4. síðu) Óhagstæðar aflasölur í Bretlandi Frá því um mánaðamót hafa átta íslenzk fiskiskip selt afla sinn í Englandi. Söl- urnar hafa verið mjög slæm- ar og stafar það af því, að miklir hitar eru nú í Eng- landi, svo og vegna þess, að mikið berzt af fiski til lands- ins. Togarinn Gyllir fór með 3868 vættir fiskjar til Englands og seldust aðeins 544 vættir af því fyrir 685 sterlingspund, en það eru 17.960.70 kr. Islenzkar. — Nauðsynlegt reyndist að henda hvorki meira né minna en 3324 vættum fiskjar. Sala hinna skipanna varð sem hér segir: Sindri seldi 716 kit. af 1846 kit fyrir 1285 stpd; Forseti seldi 3008 kit fyrir 4636 stpd; Óli Garða 2640 kot fyrir 1259 stpd; Skallagrímur 812 kit af 3337 fyrir 1262 stpd; Snæfell 1834 kit fyrir 2932 stpd; Hauka- nes 2800 kit fyrir 3060 stpd og Baldur seldi 2805 kit fyrir 4794. Stærsta skip, sem hefir verið smíðað á íslandi hleypur af stokkunum Stærsta skip, sem 1 slendingar hafa smíðað Þetta er mynd at' stærsta skipi, se m smíóað hefir verið í ísl. skipasmíða- stöð. Það er smíðað í Vestmannaeyj um á vegum Helga Benediktssonar út- geröarmanns. Nánar er sagt frá ski pi þessu og smíði þess í blaðinu í dag. — Myndin er tekin nokkru áður e n skipinu var hleypt af stokkunum. Aðvaranir frá aðalfundi útvegsmanna: Útvegurinn getur ekki lengur risið undir dýrtíðinni Afurðasöiumál útvegsins þarfnast nieiri ræktarsemi ©g fyrirhyggju Aðalfundur Landssambands íslenzkra útvegsmanna hófst hér »" bænum 8. þ. m. og stendur enn yfir. Fundurinn hefir þegar gert ymsar merkar samþykktir um afkomu útvAgsins. M. a. hefir i'undurinn lýst yfir því, að útvegsmenn geti ekki risið undir nú- verandi dýrtí'ö í landinu og sé stefnt í yfirvofandi háska, ef ekki sé þegar tekið rösklega í taumana. Þá hefir fundurinn gert at- hyglisverða ályktun um viðskiptasamninga við önnur lönd. Það er smíðað í Vestmannaeyjum á vegum Helga Benediktssonar Síðastl. laugardag var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Helga Benediktssonar í Vestmannaeyjum stærsta skipi, sem smíð- að hefir verið hérlendis. Er það eign Helga Benediktssonar og er það í annað sinn, sem hann hleypir af stokkunum í skipasmíða- stöð sinni stærsta skipi, sem smíðað hefir verið hér á landi. Vél- bátur hans, „Helgi," var einnig á sínum tíma stærsta skip, sem smíðað hafði verið hérlendis. Lausn dýrtíðarmálsins þolir enga bið. Samþykkt aðalfundarins um dýrtíðarmálið hljóðar á þessa leið: „Aðalfundur L.Í.Ú. 1947 telur, að framleiðsla landsmanna geti á engan hátt risið undir núver- andi dýrtíð í landinu, og vill þvi í því sambandi benda á þá stað- reynd, að hækkað fiskverð um s.l. áramót hafi svo að segja horfið og að engu orðið, vegna hækkaðrar vísitölu. Enda var því slegið föstu á s.l. hausti, og ekki véfengt, að ákveðið hlutfall yrði að vera fast á milli lág- marksverðs á fiski innanlands og dýrtíðarvisitölunnar, eða þannig, að 65 aura lágmarks- verðið miðaðist við 300 vlsitölu- stlg. Útvegsmenn álíta þvl með öllu tilgangslaust, og ekki 1 samræmi við óskir þeirra, að rikið ábyrgist lágmarksverð á fiski, án þess að framanritað sjónarmið sé lagt til grundvall- ar. Telur aðalfundurinn því mjög illa farið, að Alþingi skyldi láta undir höfuð leggjast, að skipuð yrði nefnd sú, sem lögin um ábyrgð ríkisins vegna vélbáta- flotans mæla fyrir um, að skipuð yrði og skila átti áliti fyrir 1. febr. s.l. um stöðvun og niður- færslu dýrtíðarinnar í landinu. Af þessu má fullyrða, að ís- lenzk framleiðsla er ekki sam- keppnisfær á heimsmarkaðinum og afurðasölumál okkar I fram- tíðinni í yfirvofandi háska, ef hér verður ekki tekið fast og ákveðið I taumana. Með tilvísun til framanritaðs skorar því fundurinn á hæst- virta ríkisstjórn, að skipa nú þegar fimm manna nefnd til að gera endanlega tillögur um lausn dýrtíðarmálsins, með sam- (Framhald á 4. slðu) Neita þátttöku í samúðarverkfalli Verkalýðs- og Sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar feldi á fundi sínum fyrir helgina tilmæli frá Aiþýðusambandi íslands, að segja upp samningum með 48 atkvæðum gegn 3. Ennfremur voru felld tilmæli Alþýðusam- bandsins um, að félagið lýsti yfir afgreiðslubanni vegná verk- falls Dagsbrúnar í Reykjavik. Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði hefir einnig fellt að lýsa yfir afgreiðslubanni vegna Dagsbrúnarverkfallsins með yf- irgnæfandi atkvæðamun. Þá hefir trúnaðarmannaráð (Framhald á 4. síðu) Hinu nýja og veglega skipi.D sem hleypt var á flot í Vest- mannaeyjum síðastl. laugardag, hefir ekki ennþá verið gefið nafn, og er ennþá eftir að vinna allmikið við það áður en það verður fullbúið til veiða. Skipið mun þó verða tilbúið fyrir þessa síldarvertíð og verður það gert út á síldveiðar fyrir Norðurlandi í sumar. Þetta nýja skip, sem er eitt glæsilegasta skip íslenzka flot- ans, er um 300 burðar smálestir að stærð og er útbúið með 500: hestafla June-Munktell vél. Er það fyrsta vélin, sem hinar þekktu June-Munktell verk- smiðjur í Svíþjóð senda frá sér, sem útbúin er með fimm „cyl- indrum," og jafnframt stærsta June-Munktell vélin I íslenzk- um bát. Vélin er að öllu leyti „Hyd- roulisk." Hægt er að ráða öllum gangi hennar úr stýrishúsinu og skipta þaðan með skrúfuskipt- ingu afturábak og áfram. Úr stýrishúsi er því hægt að hafa á valdi sínu allan gang vélar- (Framhald á 4. síðu) Jarðarfarir þeirra, sem fórust í flug- slysinu í gær fóru fram jarðarfarir fjögurra þeirra, sem fórust í flugslysinu mikla í Héðinsfirði. Útför Garðars Þorsteinsson- ar alþm. fór fram frá Dómkirkj- unni i Reykjavík kl. 1. í kirkju báru þingforsetar og formenn þingflokkanna, en úr kirkju báru Oddfellowar og stóðu þeir einnig heiðursvörð við kistuna í kirkjunni. í kirkjugarði báru þingmenn Sjá(lfstæðisflokksins, málaflutningsmenn og skóla- bræður hins látna seinasta spöl- inn. Útfararræðuna flutti séra Bjarni Jónsson. Útför Þorgerðar Þorvarðs- dóttur fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2.30 í gær. í kirkju báru kistuna konur úr íþróttafélagi kvenna og úr (Framhald á 4. síðu) Flugferðir Frakka um ísland Fulltrúi franska flugfélags- ins Air France, boðaði blaða- menn á sinn fund í bústað franska sendiherrans í Reykjavík í gær og skýrði frá fyrirætlunum félagsins varð- andi flug um ísland. Flugfélagið hefir haft við- komu hér á Reykj avíkurflqgvelli að undanförnu með hinar stóru fa;rþegaflugvéjl.ar jsínar á hV'ð þeirra vestur um haf. Um miðjan mánuðinn munu vélarnar hætta að koma við á Reykjavíkurflugvelli en lenda þess í stað á Keflavíkurflugvelli. Hefir verið skipt um lendingar- stað af öryggisastæðum, þar (Framhald á 4. sUSu) Framboö Framsóknarflokksins í V.-Skaftafellssýslu ákveðið Jón Gíslason bóndi í Norðurhjáleigu verður frambjóðahdi flokksins Stjórn Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu, ásamt full- trúum úr öllum hreppum sýslunnar, ákvað einróma á fundi sínum 31. maí síðastliðinn að? skora á Jón Gíslason bónda í Norðurhjáleigu í Álftaveri að t^ka að sér framboð fyrir Fram- sóknarflokkinn við væntanlegar aukakosningar í Vestur-Skafta- fellssýlu. Hann hefir nú orðið við þessum eindregnu tilmælum og verður því frambjóðandi flokksins við kosningu, sem hefir verið ákveðin 13. júlí næstkomandi. Jón Gíslason er í röð merk- ustu og vinsælustu bænda og mun því áreiðanlega fagnað meðal Vestur-Skaftfellinga, að hann skuli hafa gefið kost á sér til þingmennsku. Hann hefir gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og sýslu, m. a. verið lengi hreppsnefndar- oddviti og sýslunefndarmaður, endurskoðandi Kaupfélags Vest- ur-Skaftfellinga og deildarstjóri hjá þvi. Öll störf sín hefir hann rækt þannig, að þau hafa unnið honum álit og traust. Jón er nýlega orðinn fimm- tugur, fæddur 9. jan. 1896 að Norðurhjáleigu, sonur Gísla Magnussonar hreppstjóra og Þóru Brynjólfsdóttur frá Þykkvabæjarklaustri. Hann tók við búi 1 Norðurhjáleigu eftir föður sinn. Hefir hann búið þar góðu búi, þrátt fyrir mikil störf utan heimilisins. Með framboði Jóns Gíslasonar gefst bændum og samvinnu- mönnum í Vestur-Skaftafells- sýslu tækifæri til að sameinast um öruggan málsvara stéttar sinnar og myndarlegan þingfull- trúa, enda hefir ákvörðuninni um framboð hans verið tekið með ágætum í Vestur-Skafta- fellssýlu. ,1ón Gíslason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.