Tíminn - 11.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1947, Blaðsíða 3
105. blað cr\ TÓIIMV, miðvikuclaginn 11. júní 1947 3 MIVMV(i\RORO: Jón Daníelsson frá Tannstöðum Sjöunda dag marzmánaðar s.l. andaðist á Landakotssjúkra- húsi í Reykjavík Jón Daníelsson frá Tannstöðum við Hrútafjörð, tæplega 27 ára að aldri. Hann var fæddur á Tannstöðum 7. apríl 1920, sonur hjónanna þar, Daníels bónda Jónssonar og Sveinsínu Benjamínsdóttur. Börn þeirra hjóna voru fimm, þrjár dætur og 2 synir, og var Jón yngstur þeirra. Jón ólzt upp heima með syst- kinum sínum, við venjuleg sveitastörf, og kom starfshneigð hans snemma í ljós. Veturinn 1937—1938 var hann við nám í héraðsskólanum á Reykjum, en í Laugaskóla veturinn 1939— 1940. Nokkru síðar fór hann til Reykjavíkur til iðnaðarnáms. Lagði hann fyrir sig vélvirkjun og vann í vélsmiðjunni Steðji í Reykjavík, en stundaði jafn- framt nám í Iðnskólanum, og hefði lokið iðnskólaprófi í vor, ef hann hefði lifað. Jón var ný- lega kvæntur, Sigríði, dóttur Jóns Jónssonar, húsasmíða- meistara frá Flateyri, og áttu þau eina dóttur á fyrsta ári þegar hann féll frá. Heimili þeirra var á Ránargötu 35A í Reykjavík. Þannig er saga þessa unga manns i aðalatriðum. Það, sem sérstaklega ein- kenndi Jón heitins Daníelsson, var ástundunarsemi og áhugi við allt, sem hann tók sér fyrir hendur, bæði nám og störf, full- komin reglusemi og prúS- mennska í allri framkomu. Allt benti til þess að hann hefði orð- ið nýtasti maður á sinu starfs- sviði, ef honum hefði enzt aldur og heilsa. En þótt ungur væri var hann skyndilega kvaddur til þeirrar ferðar, sem við öll eigum fyrir höndum, fyrr eða síðar. Foreldr- um hans og systkinum, en þó einkum hinni ungu konu hans með litlu dótturina, er mikil eft- irsjá að þessum góða dreng. En þeim til raunaléttis eru góðar minningar og vitneskjan um það, að hann hafði svo vel varið sinni stuttu ævi, að hann var sérstaklega vel búinn til hinnar miklu ferðar. Sk. G. Framtíð Höfðakaupstaðar (Framhald af 2. síðu) brúarstæði er á Hallá í beina linu suður af Stapanum. Þar eru melar sem er mjög auðvelt að moka upp og slétta út með jarðýtu, og ennfremur mundi reynast mjög hagkvæmt að byggja brú á Hafná nokkru neðar, en brúin er nú, svo allt virðist benda til að hægt væri að vinna mjög haglega að bætt- um samgöngum við Höfðakaup- stað með Vindhælisstapa og Vindhælistjörn sem flugvöll og flughöfn; — og sá vegur, sem þyrfti að koma að flugvellinum gæti og ætti að vera um leið framtíðarvegur fyrir Höfða- kaupstað við vegakerfi sýslunn- ar. Við Höfðakaupstaðarbúar er- um að mestu rafmagnslausir. Höfum aðeins rafmagn til ijósa frá ónýtri olíumótorvél, setm oft vill bila. Til bráðabirgða væri nauðsynlegt að byggja rafstöð í Hallá rétt við áðurnefnt brúar- stæði. Ég lít svo til að rafmagn kæmi ekki svo fljótt frá stærri virkjunum og því sé nauðsynlegt að fá aflstöð, sem siðar væri hægt að nota sem hjálparstöð. Hér i Höfðakaupstað er eng- inn læknir, en staðurinn liggur undir Blönduósslæknishérað, eins og það er kallað, og héraðs- læknirinn situr á Blönduósi. Milli þessara kauptúna eru ca. 25 km. og er vegurinn oft lang- an tíma á veturnar ófær bílum sökum snjóa. Það hlýtur því að fara að koma til athugunar að setja hér lækni. Höfðakaupstað- ur telur nú ca. 450 íbúa, og það getur varla talizt vanzalaust af heilbrigðisstjórn landsins að hafa hér ekki sérstakan lækni. Þegar líka Blönduóshérað hefir náð alla leið út á Skagatá, en hún er ca. 45 km. norðar en Höfðakaupstaður. Allt þetta svæði má kalla læknislaust Janga tíma vetrarins. T. d. í vetur hefir ekki verið bílfært milli Blönduóss og Skagastrand- ar nú í 2 mán. — en oft útilokað að flytja lækni sjóveg; svo allir sjá hve hér er læknisfátækt. Það er ekki nóg að hafa ágæt- an lækni á Blönduósi; Hann þarf að geta komið til okkar sem norðar búum. Á síldveiði- tímanum er hér oft fjöldi skipa og skip koma hér oft inn með veika og slasaða menn. — En hér er enginn læknir til að taka á móti hinum sjúku og særðu. Það verður oft að flytja þá í bifreið á ósléttum vegi um 25 km. langan veg til læknis, — eða þeir að bíða eftir að læknir sé sóttur. — Liggur oft nær að segja að slíkt geti kostað líf manna, ef bráða aðgerð þyrfti. Nú er komið fram á Alþingi frumvarp til laga um stofnun héraðsheilsuhælis í sem flestum læknishéruðum landsins. Þetta er mikið nauðsynjamál, því fjöldi sjúklinga bíður alltaf í heimahúsum eftir hælisvlst. Tvennt er hægt að leysa með slikri lagasetningu. Fyrst það, sem er aðalmarkmiðið með slíkum hælum, að veita sjúkl- ingum hælisvist, sem annars eru útilokaðir frá slíku, því svo mik- il aðsókn er nú að okkar fáu heilsuhælum. Hitt er það, að víðast er þannig orðið háttað högum fólks, fe,æði til sjávar og sveita að fólk getur ekki haft sjúklinga hjá sér bæði vegna húsrúmsleysis og fólksfæðar. í þriðja lagi mundi slíkt auka ör- yggi læknishéraða með að vera aldrei læknislaus. Á Blönduósi er sjúkrahús. héraðsheilsuhælið gæti verið hér í Höfðakaupstað, nýsköp- unarbænum, og hóraðslæknir- inn okkar nýi hælislæknir. Heil- brigðisstjórnin þarf ákveðið að senda okkur lækni strax í sumar. Sumardaginn fyrsta 1947. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund og eftir það hafðí hún um hríð nóg að gera við að mata hann á smurðu brauði og öðru góðgæti, sem hún hafði verið svo umhyggjusöm að geyma handa honum. Arthúr og Lund höfðu komið á stofn stórri krabba- miðstöð í höfuðborginni og keypt krabba í stórum stíl, út og suður um allar sveitir. Sannaðu til, sagði hús- bóndinn við Hólm — Lundkvist lætur sér ekki happ úr hendi sleppa. Þetta hefi ég alltaf sagt! Hildigerður vaknar við það einhvern morguninn, að hún er orðin forstjórafrú í glóandi höll með koparþaki. — Það eru taugar í þeim báðum, sagði Hólm og hlóð slóna með ískyggilega vænum prís úr pontu sinni. Aflinn var mældur og reikningarnir gerðir upp á staðnum. Allt út í hönd, þegar aflinn kemur að strönd, sagði Arthúr rígmontinn, þegar húsbóndinn lét liggja að því, að ekkert ræki á eftir um borgunina. — Lundkvist vill temja sér heilbrigða verzlunar- hætti, sagði húsbóndinn og klappaði honum svo inni- lega á öxlina, að Hildigerði fannst tilhlýðilegt að hneigja sig. Karlmennirnir þrír roguðust með kassana á bílinn, Hildigerður skálmaði geispandi á eftir þeim með körf- una, en ég rak lestina með nestisleifarnar og reyndi að halda mér vakandi við að hugleiða, hvernig ég ætti að matreiða alla þessa krabba. Hólm, sem var víðförull og margreyndur maður, hafði að vísu fullyrt, að hann hefði fengið krabba soðna í bjór í Þýzkalandi, en ég gat ekki annað en hallazt á sveif með húsbóndanum, sem sagði, að það væri synd gagnvart Hólm, kröbbunum og bjórnpm að fara þannig að. Ég sá því ekki fram á annað en ég yrði að leita eitthvað út fyrir álfuna eftir uppskrift að nýrri krabbamáltíð. En hvað sem þessu leið, þá var ég fegin, þegar við vorum loks komin upp á veginn. Engill svefnsins sótti svo fast að mér, að fegurð þessa kvölds, tunglsljósið yfir vatninu og milli greinanna, bjarminn frá eldinum, kaffið sterka og góða, sögur Hólms og hin almenna gleði yfir aflabrögðunum megnaði ekki að veita mér styrk til viðnáms. Hildigerður var líka mjög aðframkomin. Augun í henni voru orðin eins og tvær agnarlitlar rifur, og þá var mikið að gert. Ástin veitti henni þó þann þrótt, að hún gat hlaupið þangað, sem bíllinn beið, og rétt Arthúri sínum duglegan kveðju- koss. Ég flýtti mér úr fötunum, þegar heim kom, snar- aði mér upp í rúmið og steinsofnaði á svipstundu. Hversu lengi ég svaf, veit ég ekki, en ég hrökk upp við hvell og átakanleg neyðaróp neðan úr eldhúsinu. Ég spratt á fætur, hljóp upp á líf og dauða niður stigann og var i þann veginn að vinda mér inn i eldhúsið, þeg- ar húsbóndinn kom þjótandi, með skammbyssu í hend- inni, út úr svefnherbergisdyrum sínum, eins og honum hefði verið skotið úr fallbyssu. Hann þeytti mér til hliðar — ég fann, að hann hefir krafta í kögglum — spyrnti fæti í eldhúshurðina, svo að hún hrökk upp, og hrópaði þrumandi röddu: — Upp með henduínar! — Ég get það ekki, veinaði Hildigerður. Þá missi ég takið og dett. Hjálp! Ó-ó-ó! Þeir eru fastir í hárinu á mér. Hjá-álp! Við ljósglætuna, sem lagði úr fordyrinu inn í eld- húsið, sá ég Hildigerði eins og hvíta vofu, standandi uppi á gaflinum á svefnbekknum sínum. Hún rétt tyllti niður tánum, en ríghélt báðum höndum í glugga- tjaldastöngina. Húsbóndinn, sem aldrei lætur sér bregða, fann kveikjarann í srjatri og kveikti, en hneig svo skellihlæjandi niður á næsta stól. Ég hafði num- ið staðar á miðju gólfinu ,en gat nú ekki heldur bælt niður hláturinn, þegar ég sá hvers kyns var. Hildigerð- ur starði á okkur skelfdum augum. Hún var óneitan- lega tíguleg, þarna sem hún hékk. Nátttreyjan náði henni tæplega niður á mjaðmir, hinir bústnu útlimir hennar nutu sín til fulls, og í úfnu hári hennar héngu tveir krabbar, sennilega jafn óttaslegnir og stúlkan, en með engu móti gátu losað sig úr þeirri ófæru, sem þeir voru komnir í, þrátt fyrir virðingarverða viðleitni. — Komdu niður, stundi ég milli hláturhviðanna, svo að ég geti náð þeim úr hárinu á þér. En nú hafði Hildigerður horft á okkur húsbóndann um stund, og þá fæddist ný og hræðileg hugsun í heila hennar. Hún var farin að átta sig dálítið. — Anna! hrópaði hún. Hvurnig geturðu verið svona blygðunarlaus? Þú lætur þó ekkl húsbóndann horfa á þig hálfbera! — En hvað þá um þig sjálfa, svaraði ég fullum hálsi, því að báðar vorum við léttklæddar, en aðstaða hennar mun verri. Samt hrifsaði ég dúkinn af eld- húsborðinu, mér til hlífðar. En hann var nýkeyptur og stífur og óþjáll vaxdúkur með hvítum og bláum rós- um, svo að ég hefi sjálfsagt verið hálf-skringileg í þessum hjúp! — Jesús minn góður! æpti Hildigerður um leið og hún kreppti sig saman og lét sig falla í löngum boga niður á legubekkinn, þar sem hún náði fljótlega í teppi sér til verndar. En þetta var meiri áraun en aumingja bekkurinn þoldi. Það urgaði dálítið 1 hon- Árshátíð Nemendasarabands Menntaskólans í Reykjavík verður haldin mánudaginn 16. júní og hefst með bórðhaldi að Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu kl. 7y2. Hver stúdent má taka með sér einn gest. Aðgöngumiðasala í íþöku n. k. föstudag og laugardag kl. 4—7 e. h. báða dagana. Þeir árgangar, sem óska að halda hópinn á hátíðinni tilkynni það á sama stað í síma 1999 milli 4 og 7 á fimmtu- daginn, annars má búast við því, að ekki verði unnt að sinna þeim óskum. Stjórnin. Smoking effa dökk föt og stuttir kjólar. Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík Fulltrúafundur nemendasambandsins verður hald- inn í Menntaskólahúsinu föstudaginn 13. júní kl. 8i/2 e. h. Dagskrá skv. lögunum. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvíslega. Stjórnin. TILKYNNING frá Póst- og símamálastjórn Vegna yfirvofandi skorts á benzíni af völdum verkfallsins verður ferðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fækkað frá og með miðvikudeginum 11. júní þar til öðru vísi verð- ur ákveðið, og verða ferðir sem hér segir: Frá Reykjavík og Hafnarfirði: á 30 mínútna fresti frá kl. 7 til kl. 13 á 15 minútna fresti frá kl. 13 til kl. 24 Fyrsta ferð kl. 7. Síðasta ferð kl. 0,30. Tilkynning frá Sandgræðslu ríkisins Af gefnu tilefni tilkynnist hér með, að öll vikur- og sandtaka í sandgræðslugirðingum er bönnuð nema með sérstökum samningum og leyfum hjá eftirtöldum mönnum: Hermanni Eyjólfssyni hrepp- stjóra, Gerðakoti Ölfusi, um sandtöku í Ölfus- og Selfossgirðingum, Halldóri Sigurðssyni ráðsmanni í Gunnarsholti, um vikurtöku í Rangárvallagirð- ingum og Sigurmundi Guðjónssyni, Eyrarbakka um sandtöku í Kaldaðarness- og Eyrarbakkagirðingum. Ennfremur tilkynnist að fugladráp og eggjarán er bannað í sandgræðslugirðingum. Sandgræðslnstjóri. FLUGFERÐIR tt milli Reykjavíkur og New York jj á 10 klukkust. á vegum Air France § eftlr |iví sem riíiii leyflr. Tekið á móti pöiituiium framveg'is á skrifstofu AIR FRANCE fulltrái IV O U É Rauðarárstíg 3. Sími 1788. tt tt tt ♦♦ ♦♦ tt ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ tt ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ I ♦♦ ♦♦ tt ♦♦ ♦♦ Í! ♦♦ tt UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.