Tíminn - 11.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.06.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! 4 Munib að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 11. JÉYÍ1947 I 105. blað œnum í dag. Sólin kemur upp kl. 3.09. Sólarlag kl. 23.46. Árdegisflóð kl. 11.20. Síðdegis- flóð kl. 23.40. í nótt. Næturakstur annast bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er í lækn«ivarðstofunni í Austurbæjarskól- anum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Skipafréttir. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Leith í morgun frá Reykjavík. Selfoss fer frá Akureyri kl. 16—17 í dag til Raufarhafnar. Fjall- foss kom til Hull 9. júní, fer þaðan til Reykjavíkur 12. júní. Reykjafoss fór frá Siglufirði í nótt til Bolungarvíkur. Salíjion Knot kom til Reykjavíkur 9. júní frá New York. True Knot fór frá Reykjavík 6. júní til New York. Becket Hitch kom til New York 31 maí frá Halifax. Anne kom til Hamborgar 6. júní frá Siglufirði. Lublin er í Leith. Björnefjell fór frá Vestmannaeyjum 6. júní til Hamborgar. Disa fór frá Raumo í Finnlandi 6. júní til Siglu- fjarðar og Hjalteyrar. Resistance fór frá Seyðisfirði 4. júní til Antwerpen. Lyngaa kom til Gautaborgar 8. júní frá Oslo. Baltraffic fór frá Reykjavík 9. júní til Liverpool. Útvarpið í kvöld: 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Nýja ís- land (Hjálmar Gíslason frá Winnipeg). 21.00 Útvarp frá Tónlistarhátíð Tón- listarfélagsins. 22.00 Fréttir. 22.05 Djass-þáttur (Jón M. Ámason). 22.30 Dagskrárlok. Jarðarfarir (Framhald af 1. síðuj kirkju ættingjar og vinir hinnar látnu. í kirkjugarð taáru sam- starfsmenn við Tímann. Séra Halldór Kolbeins flutti útfarar- ræðuna. Þá var einnig jörðuð í gær frá Dómkirkjunni María Jónsdóttir frá Kaldbak. Fór útför hennar fram kl. 4. Á Eyrarbakka var í gær jarð- aður Jóhann Guðjónsson, sem einnig fórst í flugslysinu. Á morgun fer fram útför Tryggva Jóhannssonar og fjöl- skyldu hans, en lík Norðmanns- ins, sem fórst með vélinni, verð- ur flutt til Noregs og jarðsett þar. Neita þátttöku (ftramhald af 1. siðu) Vörubifreiðafélagsins „Þróttur" hafnað tilmælum Alþýlöusam- bandsins um samúðarverkfall vegna Dagsbrúnardeilunnar. Tilkynningar um samúðar- verkföll vegna Dagsbrúnardeil- unnar hafa verið tilkynnt sátta- semjará frá Þrótti á Siglufirði og verkalýðsfélögunum í Borg- arnesi, Húsavík og Patreksfirði frá 17. júní n. k. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er vlða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur^em búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þegar glerið var «lýrt. Fyrst þegar farið var að nota gler í glugga, var það svo dýrmæt vara, að húseigendum þótti vissara að taka rúðurnar úr öllum gluggum á húsum sinum, ef öll fjölskyldan fór að heim- an til lengri dvalar. m y.-A- < : ./ ■f ' * Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thomas Ths. Sabroe & Co. A/S W\\\l Samband ísl. samvinnufálaga Síðasti kappleikurinn við Breta í kvöld Síðasti leikur Queens Park Rangers hér verður við úrvals- lið úr Reykjavíkurfélögunum í kvöld og hefst sá leikur kl. 8. Úrvalsliðið . verður þannig skipað: Markvörður: Hermann Hermannsson (Val), hægri bak- vörður Karl Guðmundsson (Fram), Vinstri bakvörður Dan- íel Sigurðsson (KR), miðfram- vörður Sigurður Ólaf.json (Val), vinstri framvörður Sæmundur Gíslason (Fram), hægri útherji Ólafur Hannesson (KR), hægri innherji Guðbrandur Jakobs- son (Val), miðframherji Albert Gulðmundsson (Val), yinstri innherji Birgir Guðjónsson (KR) og vinstri útherji Ellert Sölvason (Val). Varamenn eru: Anton Sig- urðsí»on (KR), Haukur Antons- son (Fram), Kristján Ólafsson (Fram) og Ari Gíslason (KR). Kirkjuvígsla Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, vígði s.l. sunnudag nýja kirkju að Mel- stað í Miðfirði og voru 8 prest- vígðir menn viðstaddir þá at- höfn, sem var hin hátíðlegasta í alla staði. Fyrir nokkrum árum fauk kirkjan að Melstað í ofviðri, en nú hefir yerið reist þar ný kirkja. Staersta skip . . . (Framhald af 1. síðu) innar, án þess að hafa samband við nokkurn í vélarrúmi. Verksmiðjurnar þafa látið sér mjög annt um niðursetningu þessarar. vélar, þar sem hún er fyrsta vélin af þessari gerð og því mikið lagt upp úr því, að hún reynist vel. Hefir sænskur vélfræðingur, Börgerson, dval- izt I Vestmannaeyjum síðustu mánuðina og haft eftirlit með niðursetningu vélarinnar. Auk aðalvélar eru í skipinu tvær hjálparvélar 50 og 16 hest- afla hvor. í skipinu eru alls 10 olíugeymar, sem rúma samtals um 27 rúmmetra af olíu auk smurningsolíugeyma, sem rúma 1200 lítra. Skipið sjálft er byggt úr eik og vandað mjög til smíðinnar. Hvalbakur og stýrishús eru úr stáli. Lengd skipsins er 33,4 m., breidd 7,2 m. og dýpt 3,4 m. íbúðir skipverja eru vistlegar og rúmgóðar. í hásetaklefa eru hvílur fyrir 10 menn. Skápar eru fyrir föt. Eru þessar vistar- verur frammi á skiyinu. Skip- stjóraklefi er undir stjórnpalli. Fyrir aftan hann er borðstofa og eldhús. Fyrir aftan vélarrúm og ofan við það eru tveir tveggja manna klefax, með til- heyrandi borðum, skúffum og skápum. Með þessu nýja skipi hefir bætzt veglegt skip í íslenzka flotann. Sýnir það, að íslend- ingar geta sjálfir byggt sín eig- in skip, ef atvinnuvegum lands- ins væri ekki gert sífellt erfið- ara um vik vegna aukinnar dýr- tíðar. Flugferðir Frakka (Framháld af 1. síðu) sem flugvélar þessar hafa nú verið þyngdar, svo að ekki er talið öruggt að lenda þeim hér í Reykjavik. í næsta mánuði ætlar félagið að hefja farþegaflutning héðan vestur um haf og er hægt að borga fargjaldið með íslenzkum peningum. Gegnir sama máli um fargjöld á öðrum flugleiðum félagsins, að hægt er að greiða þau í íslenzkum peningum. Hefir flugfélag þetta áætlunarferðir til allra heimsálfanna. Þessi nýja ráðstöfun kemur því til með að spara þeim mikinn gjaldeyri, sem ferðast þurfa langt með vélum félagsins. Erlent yfirlit (Framhald af 1. síðu) búnaðarvara hefir haldizt til- tölulega hærra en verð á öðrum vörum, en landbúnaðarráðu- neytið hefir spáð því, að land- afurðaverðið geti lækkað um 25% á næsta árshelmingi, þar sem uppskeruhorfur eru mjög góðar. Aðvaranir iitvegsmanna (Framhald af 1. síðu) komulagi þeirra aðila, er mál þetta varðar mest, og telur því fundurinn rétt, að nefnd þessi yrði skipuð fulltrúum frá Al- þýðusambandi íslands, Stéttar- samb. bænda, L.Í.Ú., Vinnuveit- endafélasi íslands og formaður nefndarinnar skipaður af ríkis- stjórninni.“ Aukin fyrirhyggja í afuröasölumálunum. Samþykkt aðalfundarins um viðslo'ptasamningana hljóðar á þessa leið: „Aðalfundur L.Í.Ú. lýsir því yfir, að hann telur mjög hættu- legt fyrir útflutningsframleiðslu landsins, hve seint eru gerðir viðskiptasamningar um sölu afurðanna. Treystir fundurinn því, að framvegis verði höfð meiri fyrirhyggja um fram kvæmd þessa þýðingarmikla máls, og það algerlega leyst úr tengslum við stjórnmálavið- horfið innanlands. í þessu sambandi vill fundur- inn benda ríkisstjórninni á, að leggja nú þegar grundvöll að skipulagsbundnu afurðasölu- starfi í gegnum sendisveitir vorar, sölunefndir og erindreka víðs vegar um heim, þannig, að allt árið sé unnið ötullega að þessum málum, en ekki frestað að ráða þeim til lykta þar til seint á vetrarvertíð. í þessu sambandi vill aðal- fundurinn ítreka fyrri ósk út- vegsmanna til ríkisstjórnarinn- ar um það, að ráðinn verði að utanríkisráðuneytinu sérstakur Sj ávarútvegsmálafulltrúi, hlfið- stætt því sem nú er í landbún- aðarráðuneyti voru, til aðstoðar og fulltingis ráðherra í fram- kvæmd afurðasölumálanna.“ Auglýsið í Tímanum. Um Haunes Guðmundsson (Framhald af 2. síðu) og hafði það í híbýlum sínum. Sæfinnur lézt að Skildinganesi árið 1896. Næst honum að aldri var Her- dís, fædd 1828. Giftist hún Helga Gunnlaugssyni frá Þerney og bjuggu þau á Vatnsleysuströnd og munu eiga afkomendur. Þá var Guðmundur, fæddur 1829. Hann bjó á Vigdísarvöllum, býli, sem var skammt frá Keili og nú er í eyði. Hann fluttist síðar að ísólfsskála í Grindavík og andaðist þar. Var hann tví- kvæntur og átti börn með báð- um konunum. Þá var Oddný, fædd 1830. Hún giftist Bjarna Jónssyni frá Leið- ólfsstöðum á Stokkseyri. Bjuggu þau á Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd og áttu nokkur börn. Árið 1876 fór Oddný með öll börnin frá manni sínum til Ameríku, að Sigurfinni einum undanskildum, sem eftir varð hjá föður sínum. Sigurfinnur var faðir Stefáns verkamanns í Innri-Njarðvik. Þá var Húnbjörg, fædd 1832. Hún bjó lengst af í Selvogl og átti þar afkomendur. Þá var Guðvarður, fæddur 1833. Hann kvæntist Sigríði Hannesdóttur úr Ölfusi og fóru þau til Vesturheims. Þá var Guðlaug, fædd 1835. Giftist hún Jóni Hannessyni úr Húnaþingi og áttu þau börn. Eftir að hún varð ekkja, bjó hún með Þorsteini Teitssyni í Ölfusi og áttu þau nokkur börn saman. Guðlaug fór að lokum til Amer- íku og lézt þar 1917. Þá voru tveir bræður, Hannes og Guðlaugur og fjögur börn sem ýmist fæddust andvana eða dóu í æsku. — Hafa þá verið talin börn Hannesar og fyrstu konu hans. Vinnið ötullega fyrir Tímann. (jamla Síé Vtfja Síó Kveimastríð (Keep your Powder Dry) Amerísk Metro Goldwin Mayer kvikmynd. Laraine Day Susan Peters fggtB&vú*- iá. _ Lana Turner Sýnd kl. 5, 7 og 9. (við Shúlaqötu ) Mfnnislausi maðurinn („Somewhere in the Night“) Spennandi og viðburðarík stór- mynd. Aðalhlutverk: John Hodiak Nancy Guild Lloyd Nolan Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. - — ——------------- 7jarharbíó LEIKARALlF. (A Star Is Born) Amerísk litmund um leikara' líf í Hollywood. Aðalhlutverk: Janet Caynor, Fredric March. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Billiardborð Tilboð óskast í fjögur Billiardborð, Brunswick, stærð 5X9 fet. Borðin eru til sýnis í Kamp Knox miðvikudag og fimmtudag kl. 1—3 báða dagana. Tilboðum sé skilað í skrifstofu sölunefndar í Kamp Knox fyrir kl. 12 laugardaginn 14 júní. Sölunefndin. TILKYNNING Þar sem útlit er fyrir, að skortur verði á snurpunótabátum á komandi síldarvertíð, vill L.Í.Ú. hér með vinsamlegast beina þeim til- mælum til meðlima sinna, að þeir hvorki leigi né selji báta þá, sem þeir kunna að eiga án þess að þeir eigi um það samráð við L.Í.Ú., þar sem það hefir nú með höndum i samráði við Nýbyggingarráð útvegun og úthlutun snurpinótabáta, og verður þar tekið fyllsta tillit til nothæfni þeirra snurpinótabáta, sem þeir eiga, er pantað hafa báta hjá L.Í.Ú. Landssamband islenzkra útvegsmanna. Húsvörð, konu vana flatköku- bakstri, hálfan daginn og dnglega stiilku vana afgreiðslustörfum vantar oss nii þegar. KRON Skrifstofan Skólavörðustíg 12. Gler er ekki fast efni. Gler er raunar ekki fast efni, það er fljótandi. Mjóar glerstengur, sem eru hengdar upp, lengjast aðeins, ef þœr hanga þannig lengi, og stórar glerrúður í sýningargluggum verða með tímanum þykkari neðst en efst. IP^ ■ N.s. Drooning Alexandrine fer frá Reykjavík um 21. júni, til Færeyja og Kaupmanna- hafnar. Þeir, sem fengið hafa loforð fyrir fari, sæki farmiða sína í dag (miðvikudag), fyrir kl. 5, annars seldir öðrum. íslenzkir ríkisborgarar sýni vegabréf árituð af lögreglu- stjóra. Erlendir ríkisborgarar sýni skírteini frá borgarstjóra- skrifstofunni. Skfpaafgreiðsla Jes Zfmsen. (Erlendur Pétursson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.