Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI; FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. I „ITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Siml 2323 31. árjg. Rcykjavlk, flmmtudaginn 12. júní 1947 106. blað ERLENT YFIRLIT: Flokksþing frjálslyndra í Bretlandi Samvinnu við íhaldsflokkinn var hafnað f lok aprílmánaðar síðastl. hélt frjálslyndi flokkurinn í Bret- landi flokksþing, sem hafði verið beðið eftir með talsverðri eftir- væntinu. Ástæðan var sú, að íhaldsmenn hafa mjög hvatt frjáls- lynda fiokkinn til að sameinast sér gegn jafnaðarmönnum, og lá fyrir þinginu að taka óbeint afstöðu til þeirrar málaleitunar. Afstaðan, sem flokksþingið tók til þessarar málaleitunar, var mjög afdráttarlaus og sam- þykkt nær einróma. Þingið lýsti yfir því, að flokkurinn myndi hvorki binda sig til hægri eða vinstri, heldur koma fram sem óháður aðili í næstu kosningum. Það vakti annars sérstaka at- hygli á þinginu, hve fjölmennt það var og mikill sóknarhugur ríkti meðal fulltrúanna. Full- trúarnir voru um 1500 og er þetta fjölsóttasta þing flokks- ins síðan 1914. Flokksstarfsemin hafði eflst mjög á síðastliðnu starfsári og fjárhagur flokksins var í bezta lagi og er hann nú tiltölulega betri en hjá hinum flokkunum. Sá, sem veitir flokksstarfseminni forustu, nefnist Fothergill og þykir hann sérstaklega snjall skipuleggjari. FormaðUr landssamtakanna var kosinn Foot, sem oft hefir verið þingmaður, en Clement Davis er formaður þingflokksins. Frjálslyndi flokkurinn byggir nú vonir sínar mjög á því, að jafnaðarmenn muni heldur tapa í næstu kosningum, og mun mið- stéttafylgið, sem þeir tapa, leita til frjálsjynda flokksins. Ákveðið er nú, að flokkurinn bjóði fram í öllum kjördæmum landsins í næstu kosningum, en 1945 hafði hann ekki frambjóðendur nema í 300 kjördæmum af um 600 alls. Það er tvennt, sem hefir háð frjálslynda flokknum að undan- förnu. Annað er klofningurinn, sem varð 1931, þegar nokkur hluti flokksins gekk til sam- vinnu við íhaldsflokkinn og Mac Donald. Þetta flokksbrotið, sem kallaði sig þjóðlega frjálslynda er nú raunverulega runnið inn í íhaldsflokkinn. Hitt er kjör- dæmaskipunin, sem neyðir kjós- endur til að skiptast aðallega í tvo flokka, og leikur smáflokk- ana mjög grálega með tilliti til þingmannafjölda. Vegna kjör- dæmaskipunarinnar fengu jafn- aðarmenn meira en þrjátíu sinnum fleiri þingmenn en frjálslyndir í seinustu kosning- um, enda þótt þeir hefðu ekki nema fimm sinnum melra at- kvæðamagn. í seinustu kosningum, er fóru fram 1945, fékk frjálslyndi flokkurinn 2.2 milj. atkvæða, eða 700 þús. fleiri en í næstu kosningum á undan. sýndi það mjög vaxandi fylgi meðal kjós- endanna, þótt flokkurinn ynni ekki þingsæti að sama skapi. Nú þykir öruggt, að atkvæða- tala flokksins muni mjög hækka í næstu kosningum. Stefnuskráin, sem samþykkt var á flokksþinginu, er að ýmsu leyti róttæk. Flokkurinn lýsir sig fylgjandi áætlunarbúskap, ERLENDAR FRÉTTIR Fulltrúi Breta í öryggisráðinu hefir lagt fram tillögu þess efn- is, að aðþjóðalögreglu verði þeg- ar komið á fót og gerð sé áætlun um þann kostnað, sem hún kann að hafa í för með sér. í Frakklandi heldur járn- brautarverkfallið áfram og er þegar orðinn tilfinnanlegur skortur á ýmsum vörum í borg- unum, m. a. á kolum til iðnaðar. Hins vegar hafa náðst sættir í kaupdeilu starfsmanna við raf- orkuver og gasstöðvar. en krefst þess, að honum sé komi^ þannig fyrir, að stjórn- arkerfið verði sem óbrotnast og skrifstofumennskan sem minnst. Það lýsir sig fylgjandi þjóðnýt- ingu þar, sem líklegt sé, að hún reynist betur en einkaframtakið, en annars eigi að láta einka- framtakið _njóta sín sem bezt innan ramma áætlunarbúskap- arins. Þá leggur flokksþingið áherzlu á, að launakerfinu verði komið að meira eða minna leyti í það horf, að launin fari eftir afköstunum. Það sé einn vísasti vegurinn til aukinnar fram- leiðslu, Sem sé Bretum nú meira nauðsynjamál en nokkuð annað. Þingið gagnrýnir stjórn Attlees mest fyrir það, að hún hagi stjórnarframkvæmdum ekki eftir neinni heildaráætlun, heldur kafni flest hjá henni í tilgangslausri skriffinnsku. Þingið segir, að það sé eitt af höfuðhlutverkum frjálslynda flokksins að koma í veg fyrir, að harðsvírað íhald taki við stjórninni, eftir misheppnaða stjórn jafnaðarmanna. Eitt af blöðum jafnaðar- manna, Observer, komst svo að orði eftir þingið, að það hafi skipað frjálslynda flokknum mitt á milli íhaldsflokksins og jafnaðarmanna, en þó heldur meira til vinstri í utanríkismál- um: Það vakti nokkra athygli, að tillögu Beveridge um að hefja baráttu fyrir aðskilnaði verka- lýðssamtakanna og jafnaðar- manna var fálega tekið og margir ræðumenn bentu á, að það væri nauðsynlegra verkefni að vinna gegn áhrifum komm- únista í verkalýðssamtökunum. Allar tillögur um að minnka réttindi verkalýðsfélaganna voru kolfelldar. Nokkru eftir að flokksþinginu (Framhald á 4. stðu) Útvarpsráðstefna Norðurlanda Verðnr koeuið upp raddsafni mcrkra manua Þeir Jónas Þorbergsson, út- varpsstjóri og Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri útvarpsráðs, komu í gærkvöld úr utan- för, en þeir sátu útvarpsráð- stefnu Norðurlanda, sem haldin var í Helsingfors dag- ana 28.—31. maí. Ráðstefnur þessar eru haldn- ar árlega, til skiptis í löndunum, en þar bera útvarpsmennirnir saman reynslu sína, ræða starfsaðferðir og samvinnu. Finnarnir tóku gestunum ástúð- lega og stórmannlega, þrátt fyr- ir hina miklu örðugleika, sem þeir eiga við að búa. Fulltrúar ráðstefnunnar sátu boð Paasi- kivis, Finnlandsforseta, Helsing- forsbæjar og margar aðrar veizl- ur, og útvarpsstjóri Finnlands, Frú Hella Vuolijoki, hafði sér- stakt boð inni fyrir útvarps- stjórana. Þá fóru fulltrúarnir allir i sérstakri járnbrautarlest til Tammerfors, sem er stærsti iðnaðarbær Finnlands, og skoð- (Framhald á 4. síðu) Landbúnaðarsýningin stærsta sýning, sem hald- Mikil síld fyrir Norðausturlandi Happdrætti um tuttugu bifreiðar in hefir verið hér Sýningin verður opnuð á landi 26. þ. m. Samkvæmt fréttum frá tog- aranum Júní, sem var í gær staddur fyrir norðausturlandi, sáu skipsmenn síldartorfur vaða á þeim slóðum. Togarinn símaði útgerðinni þessa frétt í gær og taldi, að þarna hefðu vaðið a. m. k. 20— 30 stórar síldartorfur. Þetta eru fyrstu fréttir, sem berast af síld á þessu sumri. (JTANFOR ESJU Ákveðið hefir verið að m.s. Esja fari til Álaborgar n. k. fimmtudag. Skipið mun dvelja í Dan- mörku þar til 20. þ. m. en þá er ráðgert að viðgerð þeirri, sem framkvæmd verður á skipinu verði lokið. Það mun flytja far- þega báðar leiðirnar og geta menn keypt farseðla í skrifstofu skipaútgerðarinnar fram til há- degis í dag. Samband íslenzkra berkla- sjúklinga hefir fengið 20 fjög- urra manna Renault-bifreiðar, sem efnt verður til happdrættis um. Dráttur mun fara fram fjórum sinnum, um fimm bíla í hvert skipti. Fyrsti dráttur fer fram 15. júlí, annar 15. nóvember, þriðji 15. febrúar 1948 og sá fjórði 15. maí 1948. Sömu miðarnir gilda, án end- urnýjunar, fyrir alla drættina og halda því verðmæti sínu til loka happdrættisins í maí 1948. í síðasta drættinum verður að eins dregið úr númerum seldra miða. , Framboðin í Vestur- Skaftafellssýslu Framboðsfrestur við auka- kosninguna í Skaftafellssýslu rann út í gærkvöld. Höfðu þá borizt þessi framboð: Jón Gísla- son bóndi, Norðurhjáleigu, fyrir Framsóknarflokkinn, Jón Kjart- ansson ritstjóri fyrir Sjálfstæð- isflokjúnn og Runólfur Björns- son fyrir Sósíalistaflokkinn. Nýju tryggingalögin leggja of þungar byrðar á útveginn Frá aðaífundi L. f. tJ., sem lauk I gær Auk þeirra tillagna, sem áður hafa verið birtar, samþykkti aðal- fundur Landssambands ísl. útvegsmanna ályktanir um nýju al- mannatryggingalögin, landhelgisfærslurnar, ráðstafanir vegna aflabrests og saltfiskssölurnar. Þessar tillögur fara hér á eftir. Krafizt breytinga á tryggiy.galögunum. „Aðalfundur L.Í.Ú samþykkir að fela stjórninni að vinna að því, að kvaðir þær, er nú hvíla á útvegsmönnum, vegna veik- inda og slysa skipverja, verði komið yfir á almannatrygginga- stofnun ríkisins, að því leyti sem hægt er, en að öðru leyti falli þær niðúr.“ Ráðstafanir vegna aflabrests. Varðandi löggjöf um trygg- ingar útvegsmanna vegna afla- brests, var gerð þessi samþykkt: „Aðalfundur L.Í.Ú. 1947 lýsir því yfir, að hann telur það eitt mesta hagsmunamál útvegs- manna, að þeim sé með löggjöf gert kleift að tryggja sig gegn aflabresti. Mál þetta hefir þegar verið mjög gaumgæfilega athugað af stjórnskipaðri nefnd haustið 1945, sem skilaði áliti og tillög- um til atvinnumálaráðherra um málið, ásamt frumvarpi til laga um tryggingu vegna aflabrests. Út af þessu vill aðalfundurinn spyrjast fyrir um það hjá hæst- virtri ríkisstjórn, hvað líði af- greiðslu þessa þýðingarmikla máls og skora jafnframt á Al- þingi og ríkisstjórn að hraða sem mest setningu slikra laga.“ Landhelg ismálin. Þá var lýst yfir fylgi við eftir- farandi tillögur, sem höfðu bor- izt frá Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja: „Aðalfundur Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja haldinn 31. maí 1947, skorar á L.Í.Ú. að vinna ötullega að því að land- grunn íslands verði löghelgað sem íslenzk eign. Aðalfundur Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja haldinn 31. maí 1947 skorar á L.Í.Ú. að beita sér fyrir því við ríkisstjórnina að varin verði 4 mílna landhelgi fyrir síldveiðum útlendinga." Sala saltfisksins. Ennfremur var lýst yfir 'stuðn- ing við eftirfarandi tillögur frá sama félagi: „Aðalfundur Útvegfbændafé- lags Vestmannaeyja haldinn 31. maí 194/?, skorar á L.Í.Ú. að það beiti sér fyrir því eftir mætti, að saltfiskur sá, sem nú er liggj- andi hér, verði hið fyrsta seldur og greiddur, þar sem illmögulegt er að verja hann skemmdum heitustu sumarmánuðina.“ Stjórnarkosning. í lok fundarins fór fram stjórnarkosning 1 Landssam- bandinu og var Sverrir Júliiísson endurkjörinn formaður þess, en varaformaður var kosinn Loft- ur Bjarnason útgerðarmaður í Hafnarfirði. Aðrir stjórnar- nefndarmenn voru kosnir þeir: Kjartan Thors, forstjóri Reykjavík, Ásgeir G. Stefánsson, forstjóri,. Hafnarfirði, Sveinn Benediktsson, forstjóri, Reykja- vík, Ólafur B. Björnsson, útgerð- armaður, Akranesi, Ingvar Vií- hjálmsson, útgerðarmaður, Reykjavík, Finnbogi Guðmunds- son, útgerðarmaður, Gerðum Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála- ráðherra og Finnur Jónsson, alþingismaður. Landbúnaðarsýningin, sem verður stærsta sýning, sem haldin hefir verið hér á Iandi, verður opnuð eftir réttan hálfan mánuð, eða fimmtudaginn 26. júní kl. 2.30 e. h. Tíðindamaður blaðsins sneri sér því til Kristjóns Kristjónssonar framkvæmdastjóra sýningarinnar og spurðist fyrir um tilhögun íennar. Landbúnaðarsýningin verður i mörgum deildum og sýna yfir 100 fyrirtæki innlend og erlend þar vörur sínar í sérstökum sýn- ingarskápum og , sérstökum byggingum. Sýning Sambands ísl. samvinnufélaga verður langsamlega stærst og hefir það látið reisa stóran skála til að sýna vörur sínar í, auk þess sem bifreiðar og &tórar landbúnaðar- vélar verða sýndar úti. Tvö önn- ur fyrirtæki hafa einnig sér- stök hús, sem þó eru miklu minni, eru það Orka og heild- verzlunin Hekla. Aðalsýningarskálinn er 270 ferm. að stærð og er meginhluti sýningarinnar í honum, skipt niður í margar deildir. Þegar komið er inn í sýningar- skálann verður fyrst fyrir fólki framhlið á nýtízku sveitabæ, en síðan er gengið inn í breiðan gang. Meðfram honum er komið fyrir sýningarskápum ein- stakra fyrirtækja og sýningar- svæðin sjálf til hægri handar. Verður þar margt fróðlegt að sjá svo sem margs konar landbún- aðartæki gömul og ný, teikning- ar og myndir af sveitabæjum í gömlum og nýjum stíl. Fyrir gafli hins stóra sýningarskála verður á stóru svæði komið fyr- ir gróðri og sýnishorni af ís- lenzku landslagi. Fellur foss niður milli hamraveggja, sem þarna hafa verið búnir til, og rennur vatnsstraumurinn um lækjarfarveg í stöðuvatn. Á sýningunni verður m. a. mjólkurbú og allar þær vélar, sem tilheyra og er þegar búið að koma þeim fyrir. Fjöldi línurita og talna vprða á sýningunni varðandi íslenzkan landbúnað og myndskreytingar, sem þeir Stefán Jónsson og Jörundur Páfsson hafa aðallega gert. Á sýningunni verða einnig ís- lenzkar afurðir og sýningar- gestum gefinn kostur á að neyta þeirra. Verður hægt að fá ýmis konar kjötrétti, grænmet- isrétti og mjólk og mjólkun-étti. Úti á sýningarsvæðinu, sem er um 30 þús. ferm. að stærð, verða gripasýningar. Hefir verið kom- ið upp húsum yfir kýr, kindur, hesta og refi, en auk þess verða gripirnir að einhverju leyti til sýnis úti á sérstöku svæði. Reist- ur hefir verið stór skáli á sýn- ingajisvæðinu, sem rúma mun um 200 manns í sæti. Verða þeir sýndar daglega kvikmyndir um íslenzkaji og erlendan land- búnað. Eins og áður er sagt miðar undirbúningi sýningarinnar vel áfram, og er nú komið svo langt, að verið er að koma fyrir miklu af sýnjagarmununum. Það er Búnaðarfélag íslands, sem gengst fyrir því að Land- búnaðarsýning þessi er haldin. Var á síðastl. hausti skipað 24 manna sýningarráð og er Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráð- herra formaður ráðsins, en Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri er framkvæmda- stjóri þess. Um seinustu áramót var Kristjón Kristjónsson ráð- inn framkvæmdastjóri sýning- arinnar og hefir hann haft sér til aðstoðar þá Svein Tryggvason (Framhald á 4. síðu) Íslandsglíman veröur háð á sunnudaginn Íslandsglíman verður aust- ur í Haukadal að þessu sinni. Verður hún háð þar á sunnu- daginn kemur og hefst kl. 2 síðdegis. Keppendur verða tólf og kama þar fram allir fræknustu glímumenn lands- ins. Kennpendur verða .þessir: Guðmundur Ágústsson glímu- kongur, Guðmundur Guð- mundsson, Gunnlaugur Ingason, Kristján Sigurðsson og Steinn Guðmundsson (allir frá Ár- manni), Sigurjón Guðmunds- son, sem vann Ármannsskjöld- inn í vetur (frá u. m. f. Vöku), Ágúst Steindórsson, Aðalsteinn Eríksson, Friðrik Guðmundsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Davíð Hálfdánarson og Ólafur Jónsson (állir frá K.R.). Ef dærha má eftir skjaldar- glímu Ármanns í vetur, verður þetta einhver skemmtilegasta og mest spennandi Íslandsglíma, sem lengi hefir verið háð. Knattspyrnumót íslands Knattspyrnumót íslands hefst annað kvöld og taka Akurnes- ingar þátt í því, auk Reykjavík- urfélaganna fjögurra. Fyrsti leikur mótsins verður milli Fram og Víkings. Á sunnu- daginn fer svo fram annar leik- ur mótsins, og keppa þá Valur og Akurnesingar. Bretar sigruðu úrvalsliöið meö 6:1 Síðasti kappleikur Queens Park Rangers fór fram í gær- kvöldi á íþróttavellinum í Reykjavík. Leiknum lauk með sigri Bretanna, 6:1. Fyrra hálfleik lauk með 3:0, Bretum í vil. Snemma í seinni hálfleik tókst úrvalsliðinu að skora mark, og við það færðist allmikið líf í liðið. Var leikur þess mun þróttugri þann hálf- leik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.