Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 2
2 Tmi\rV, fiimiiÉudaginii 12. júní 1947 106. blað F»mmtudagur 12. júní Hvað tefur aðgerðir í dýrtíðarmálinu ? Það efar vafalaust enginn, að sú staðhæfing aðalfundar sam- bands ísl. útvegsmanna hafi við fyllstu rök að styðjast, að út- gerðin geti ekki risið undir dýr- tíðinni lengur. Þó er nú greitt á ábyrgð ríkisins stórum hærra verð fyrir hraðfrysta fiskinn og saltfiskinn en fæst fyrir þessar afurðir erlendis. Um verðlag ís- fisksins, sem hefir verið hag- stætt fram að þessu, er allt í ó- vissu, en útlit fyrir, að það verði lágt í sumar. Löndunarleyfi tog- aranna í Englandi renna út 31. ágúst og verður litlu spáð um það, sem tekur við eftir þann tíma. Þetta viðhorf ætti vissulega að sanna mönnum, að raunhæfar aðgerðir í dýrtíðarmálunum má ekki draga á langinn, — þótt enn sé sæmilegt verð á síldar- afurðum, — ef ekki á að verða hér allsherjar hrun á næsta hausti, því að ríkisábyrgðar- leiðin verður þá ekki lengur fær. Þegar þessar staðreyndir eru athugaðar, er það sannarlega ekki ofmælt, að það gangi glæfr- um næst, að verkamönnum skuli hafa verið att út í verkfall til að krefjast kauphækkana. En þess ber samt vel að gæta, að verkfallið á sér fleiri orsakir en undirróður kommúnista. Meðan Áki og Brynjólfur sátu í ríkis- stjórninni, var hafin víðtæk fölsun visitölunnar og núv. rík- isstjórn hefir orðið að viðhalda þeim arfi, svo að hækkun vísi- tölunnar yrði ekki atvinnuveg- unum um megn. Br^njólfur og Áki skildu því þannig við, að verkamenn höfðu vissulega orð- ið Jjörf fyrir kjarabætur, þótt þessir herrar þættust ekki taka eftir því meðan þeir gátu hag- rætt sér í ráðherrastólunum. Hins vegar er það ekki leiðin til kjarabóta að hækka kaupið, því að það leiðir aðeins til áfram- haldandi verðbólgu og dýrtíðar, sem fer verst með verkalýðinn. En kommúnistar hafa notað tækifærið til að beina verka- mönnum inn á þá leið, því að þeir sjá, að það er vísasti veg- urinn til öngþveitis, sem er óskadraumur þeirra. Hin eina færa leið verka- manna til kjarabóta, er sama leiðin og leið útvegsins til ör- uggrar rekstrarafkomu. Það er að ráðast gegn dýrtíðinni og færa hana niður. Það er eina leiðin út úr ógöngunum. Núverandi ríkisstjórn setti það í málefnasamning sinn, að hún vildi vinna að lausn dýrtíðar- málsins og myndi m. a. í því augnamiði kveðja saman ráð- stefnu stéttasamtakanna, ef verða mætti til þess, að þannig fengist frjálst samkomulag um ráðstafanir gegn verðbólgunni. Illu heilli hefir stjórnin enn ekk- ert aðhafzt til þess að kveðja þessa ráðstefnu saman. Það gefur óneitanlega þann blæ, að hún sé ekki eins áhugasöm um þessi mál sem skyldi, og gefur kommúnistum tækifæri til að tortryggja hana meðal verka- manna. Þess verður fastlega að vænta, að ekki verði lengur dregið að hefja undirbúning raunhæfra aðgerða í dýrtíðarmálinu. Þær ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, að haída vísitölunni niðri og lækka verzlunarálagninguna, er vissulega mikil framför frá Úr Rangárvallasýslu t Grein þessi lýsir að nokkru ástæðum í Rangárvallasýslu, eink- um í Fljótshlíð og á Rangárvöllum nú í vor. En rétt er að hafa það í huga, að greinin er rituð í síðari hluta marzmánaðar. Mýrdælingar reynast hjálp arhella Eyfellinga Ennþá er komið vor, en frem- ur er kuldálegt um að litast, oftast austannæðingar og frost öðruhvoru og gróðurlítið, enda er það vanalegt um þetta leyti, sjaldan þarf að búast við mikl- um gróðri fyr en seint í maí, og nú hamlar vikur og aska gróðri á öllu öskufallssvæðinu að mikl- um mun. Hinn nýliðni' vetur hefir hér á Suðurlandi verið # með þeim snjóaléttustu og spakviðrasömustu, en mjög mik- ið er búið að gefa af heyjum, þó góð væru, og sérlega mikinn fóð- urbæti síðan Hekla gaus, svo að á öskufallssvæðinu mun það skipta hundruðum og þúsundum króna á hverju einasta býli, sem bændur hafa látið fyrir aukin fóðurbætiskaup bara vegna þess, og er það út af fyrir sig smámunir svo framajlega, sem fénaður lifir yfir sumarið, en því miður er hætta á, að vanhöld verði til muna í sauðfé, og er þegar farið. að verða þess vart, að ær séu farnar að tína tölu. Þó er ekki langt liðið á vor enn- þá. — Margt hefir verið ritað og rætt um Heklugosið, sem nú stendur yfir, og er það mjög eðlilegt, því það markar djúp spor í afkomumöguleika þeirra manna, sem búa á öskufalls- svæðinu. Aðeins er búið að sjá upphaf en ekki afleiðingar, sem hætt er við að verði nokkuð þungar á metunum. Mér er nokkuð kunnugt um, hvernig er í Fljótshlíðinni. Þar eru rúmlega hækkunarstefnu fyrrv. stjórnar, en þó ekki nema skammvinn bráðabirgðaúrræði. Það, sem þarf, eru róttæk úrræði, sem byggjast á þeirri meginstefnu, að þeir beri mestar byrðarnar, sem mesta hafa getuna og mest hafa grætt á dýrtíðinni. Finni hinar vinnandi stéttir, að unnið séxá þeim grundvelli, mun hvorki kommúnistum né öðrum æs- ingamönnum auðnast til lengd- ar að spana þær til hermdar- verka. 20 jarðir, sem hafa nokkuð mik- ið skemmst, og það svo, að hag- ar verða á þeim öllum meira og minna skemmdir og eyðilagðir að minnsta kosti þetta sumar. Þó vitanlega sé langsamlega verst í innanverðri hlíðinni. Þar er allt orpið ösku og vikri. Enn- fremur er afréttur Fljótshlíð- inga með öllu ónothæfur. Ann- ars er að heyra á ýmsum mönn- um og blaðagreinum, að þetta sé orðum aukið og ekki rétt með farið, en ég segi við hina sömu: Farið sjálfir og skoðið hagana hjá hlutaðeigandi búendum. Þá, og þá fyrst, getið þið farið með rétt mál. Mér barst af tilviljun í hendur 14. tölubl. ísafoldar frá 9. apríl sl. Þar eru meðal ann- ars athyglisverðar greinar, sem sýnast vera skrifaðar af lítilli þekkingu og enn minni sann- girni eða góðsemi. Ein greinin nefnist „Æðrumst ekki“. Þar er sumt rangt með farið. Meðal annars það, að oddviti Fljóts- hlíðarhrepps hefði stýrt fund- inum í Múlakoti. Lítið sagt en logið þó. Oddviti var alls ekki á fundinum, var forfallaður. í sömu grein er það vítt með gleiðgosalegum orðum, áð mönn- um skyldi detta í hug að slátra ánum, sem áttu ekki eftir nema nokkrar vikur til burðar, en dettur nokkrum heilvita manni í hug, að bs^pdur geri það að gamni sínu að slátra fénaði að vetrarlokum? Það er síður en svo. Ég þekki bændur of vel til þess, að mér detti í hug að trúa því, að einn einasti fjáreigandi geri það nema í neyð, en sem betur fer eru þeir yfirleitt þann- ig skapi farnir, að þeir vilja heldur lóga skepnum sínum á hvaða tíma sem er en sjá þær fara í hungur og hordauða. Ég held það sé ömurlegast af öllu, og íslendingar ættu að vera búnir að fá nóg af slíku. Líklegt er, að greinarhöfundur þessi þekki lítið til hvernig háttað er almennt með fénað, þó öðruvísi sé ástatt en nú, og trúlegast að hann viti aðeins hvernig er að éta kjöt* en meira ekki. Þá er í sama blaði grein er nefnist „Fljótshlíðin getur batnað furðu fljótt‘“, skrifuð af Á. G. E. Um það efast enginn, að Hlíðin kemur til með að spretta, en mjög mikið verður eyðimörk, að minnsta kostí í sumar, og ég er viss um, að það þarf langan tíma til þess, að hún rísi öll iðjagræn úr ösku og vikri. Þessi greinarhöf. hefir það eftir Klemens Kr. Krist- jánssyni á Sámsstöðum, að hundrað ráð séu fyrir hendi önnur en að slátra fénaðinum. Það er gott og blessað, en má ég spyrja, hvaða ráð eru það? þegar helzt má enga kind fara með út úr hreppnum og hagar ekki um of, þó engin aska eða eyðilegging sé hjá Fljótshlíð- ingum. Ekki má láta fé á Þórs- mörk og í engan nærliggjandi hrepp; með öðrum orðum e^kki í Árnes- eða Rangárvallasýslu. Ég held það sé algerlega bann- að að flytja fé af garnaveiki- svæði á þá staði, sem hætta get- ur stafað af því, sem er mjög eðlilegt, væri um það að ræða, að fé úr Fljótshlíð mætti flytja á garnaveikisvæði í Árnessýslu, þá gæti átt sér stað, að það tap- aðist þaðan og leitaði til átt- haganna. Mætti því láta sér detta í hug, að það lenti á Rangárvöllum, en þar er talið að ósýkt sé ennþá af garnaveiki. Eitt bjargráð sér Á. G. E., og það er að lengja veginn inn að Barkarstöðum eða lengra, — það út af fyrir sig er ágætt, en fáir munu hafa trú á því, að sauðfé lifi á vegavinnu, en vegir geta verið góðir fyrir því, og senni- lega vakir fyrir greinarhöfundi, að hann sjálfur geti í sumarfrí- um sínum farið þennan fyrir- hugaða veg. Þá telur Á. G. E. vikur og öskufall „dýrðaróð lífsins“, og eftír svona áföll muni verða tvö höfuð á. hverju kvik- indi. Enn fremur talar hann um uppgjöf og vonleysi, en það er ekki uppgjöf þó óhug slái á menn, að sjá allt fara í auðn á fáum klukkustundum. Margt fleira er í áminnstri grein, sem ekki er svaravert, og bezt að lofa höfundi óáreittum að hafa heið- (Framhald á 3. síðu) Það hefir oft verið sett í blöð og útvarp þegar fljótt og drengi- lega hefir verið hlaupið undir bagga hjá einstaklingum og sveitarfélögum, þó válegir at- burðir ske. Þykir mér sæma, að við Austur-Eyfellingar gerum alþjóð kunnugt, með hverjum vinarhug og höfðingslund Mýr- dælingar réttu okkur höndina í vetur, þegar vikurfallið af völd- um Heklugossins breytti okkar gróðursælu og byggilegu sveit í svarta eyðimörk, og ekki var sýnilegt þá, að nokkurri skepnu yrði lífvænt á jörð, og þótt hey væru mikil hjá öllum þorra bænda, var sýnilegt, að inni- stöðutími fénaðar yrði það langur, að full óvissa ríkti um, hvað nóg yrði. Þá var það, sem Mýrdælingar sýndu þann mann- dóm, sem seint mun gleymast Eyfellingum og færast ætti af- dráttarlaust í þann annál, sem ritaður verður um Heklugosið 1947, til verðugs lofs þeim ágæt- ismönnum, er þá voru uppi í vesturhluta Skaftafellssýslu (Hvanqj^- og Dyrhólahrepp- um). Þá var það, sem bændur í þessum hreppum lögðu fram að- stoð sína með því að taka á gjöf og hagagöngu mikið á annað hundrað hross af Austur-Eyfell- ingum, og geta þeir, sem vita, hvað slíkur hópuf hrossa þarf mikið í fullri innistöðu, sett sig inn í það, hve stórkostlega hjálp var hér um að ræða fyrir A.- Eyjafjallasveit. — Um flutning á öðrum fénaði var ekki að ræða, þar sem bann- að er að flytja sauðfé og naut- pening austur yfir Jökulsá á Sólheíftiasandi, vegna sýkingar- hættu af völdum mæði- og garnaveiki, sem báðar hafa bor- izt í Rangárþing, og þótt þær plágur hafi ekki herjað okkur Fjallamenn enn, þá er það ef til vill aðeins tímaspursmál, hve sá friður varir lengi. Annars mátti fyllilega heyra það á Mýr- dælingum, að þeir hörmuðu það að-geta ekki bjargað bæði kúm og sauðfé okkar Eyfellinga og fullvíst er það, að á því hefði ekki staðið frá þeirra hendi, ef áðurgreind hætta hefði ekki verið til staðar. En eitt er víst og hiklaust ó- hætt að undirstrika, að það var fjarri þeim að nota sína sterku aðstöðu til þess að falast eftir hrossum okkar til kaups fyrir „slikk“!!! Þessi ^stórmannlega hjálp á- samt þeirri göfugmannlegu hluttekningu og bróðurlega hugsuharhætti, hefði maður getað búizt við að flestir hefðu þótzt vera búnir að gera vel, en svo var ekki með þá Mýrdæl- inga, þegar farið var að vitja þessara hrossa (sem fóðruð höfðu verið með þeim ágætum, að $um þeirra máttu teljast alin) og áttu nú að rekast út í Holt til vor- og sumarbeitar, bjóða Péturseyingar — Nikhóls- og Eyjarhóla-bændur fram land á jörðum sínum til þess að hafa mikinn fjölda þessaja hrossa á í sumar. Aðeins þurftum við að girða landið, sem þá var gert með góðri aðstoð þessara manna. Auk þess hafa ýmsir aðrir bændur þar í Mýrdal hross í sínum högum fram eftir sumr- inu. — Þegar til þess kom að við Fjallamenn ætluðum að fara að borga fóður hrossanna, þá var svar Mýrdæjlinga þetta: „Þið eigið ekkert að borga“. Þetta, sem fram hefir verið tekið, talar sinu máli, að þarna í Mýrdaln- um býr ekki fólk með þrönga sérhagsmunahyggju. Þarna búa menn og konur, sem eiga í rík- um mæli þá göfugmannlegu kennd að kasta sínum eigin hagsmunum fyrir borð til þess að bjarga og hjálpa jneðbræðr- um sínum. Og þó það sé fjarri mér að gera lítlð úr eða vantreysta okk- ur Eyfellingum, þá verð ég að draga í efa, að við hefðum bor- ið gæfu til eða verið þess um- komnir að taka jafn höfðing- lega á málum sem þessu hefðu Mýrdælingar þurft á slíkri hjálp að halda. Fyrir þess miklu hjálp, og (Framhald á 4. síðu) Helgi Kristinsson: Um Hannes Guðmundsson og niðja hans Niðurlag. Með Þuríði, miðkonu sinni, átti Hannes þrjú börn. Eitt þeirra, Guðlaugur, andaðist fárra vikna gamall, en systurn- ar voru tvær, Guðrún fædd 1844 og Guðlaug fædd 1845. Urðu þæf mjög gæfulitlar og skal nú greint nánar frá því. Sigurður Hinrikssson, móðurafi þeirra, dró saman mikil efni með frá- munalegri harðneskju og var því mjög vel efnum búinn er hann lést árið 1852; Þuríður dóttir hans var einbirni og fóru því allar eignirnar til hennar. Mun auðurinn hvorki hafa aukizt eða minnkað í höndum hennar," og er hún lézt, komu til skifta á milli systranna, dætra Þuríðar, eftirtaldar jarðir: Hjalli, Lækur, Bjarnastaðir, Móakot og Bakki, samtals metnar á 1500 ríkisdali. Svo mjög hvarf þeim systrum þessi auður fljótt, að hann kom þeim aldrei að varanlegum not- um. Guðrún giftist Hannesi Jóns- syni úr Ölfusi og byrjuðu þau búskap að Reykjum í Mosfells- sveit, en fóru þaðan upp á Kjal- arnes og slitu þar samvistum eftir fárra ára hjónaband. Hafði þá sá hjúskapur geýsam- lega eytt efnum þeirra. Af börn- um þeirra komst ein dóttir til fullorðinsára og er hún enn á lífi. Er það Þuríður móðir Ól- afs P. Ólafssonar veitinga- manns, sem starfrsekir kaffi- söluna í húsinu nr. 16 við Hafn- arstræti. Yngri systirin, Guðlaug, gift- ist Jóhannesi Jónssyni úr Borg- arfirði, og hófu þau búskap að Læk í Ölfusi, en fluttu þaðan út í Selvog. Eyddust þeim efnin mjög fljótt og varð fátækt þeirra svo mikil, að heimilið var leyst upp og börnin sett niður. Kom- ust þau þó aftur í nokkrar álnir þannig, að þau urðu sjálfbjarga. Voru þau síðast í Reykjavík og létust hér um aldamótin. Synir þeirra tveir urðu nafnkunnir menn. Annar þeirra er skáldið og mannvinurinn Sigurður Júlí- us læknir í Canada. Hinn var Jóhann kaupsýslumaður í Reykjavík, sá er gaf ríkissjóði 100 þús. kr. til byggingar elli- heimilis. Um Jóhann hafa dóm- ar manna verið harla misjafnir. Var hann harðdrægur í við- skiptum, en hins vegar mjög rausnarlegur við þá, sem hjálp- arþurfi voru. Fékkst hann nokk- uð við bókaútgáfu og eru sum- ar af bókum þeim, er hann gaf út, einhverjar þær smekklegustu sem hér á landi hafa verið prentaðar. — Fleiri börn áttu þau Jóhannes og Guðlaug og fóru sum þeírra til Vesturheims. Af börnum Hannesar með síð- ustu konu hans, Herdísi, var Helgi elztur, fæddur 1850. Bjó hann lengi á Álftanesi og átti þar afkomendur. Þá var Guðlaugur næstelstur af bræðrunum sem upp komust. Hann var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, dóttur-dóttur Skáld-Rósu. Bjuggu þau að Gerðakoti í Ölfusi og áttu fjölda barna. Yngstur af bræðrunum var Sigurður og var hann einnig yngstur af þeim börnum Hann- esar, sem upp komust.. Hann var fæddur árið 1870. Bjó hann á Strönd á Stokkseyri og var hann faðir Hansínu konu Jóns Símonarsonar bakara. Af systrunum var Halldóra elzt. Er hún eih á lífi af börn- um Hannesar, 93 ára gömul. Sökum elliglapa er hún nú orðin utan við þennan heim, en í barndómsskrafi sínu talar hún um Hjalla og bernskuheimili sitt. Halldóra hefir aldrei gifzt. Þá var Herdís, fædd 1859. Hún giftist Guðmundi Jónssyni og bjuggu þau lengst af í Selvogi. Voru þau foreldrar Hannesar, sem lengi bjó á Bakka í Ölfusi og Herdísar konu Axel Ström prentara. Yngst af systrunum var Ólöf. Hún giftist aldrei, en dóttir hennar er Herdís kennslukona í Reykjavík. Hafa þá verið talin börn Hannesar með síðustu konu hans, þau sem upp komust, en alls áttu þau fimmtán börn en aðeins sex þeirra náðu fullorðins aldri. Þá átti Hannes barn með vinnukonu í Þorlákshöfn vorið 1842. Var það piltbarn, sem fæddist andvana. Það einkennir niðja Hann- esar hve farsælum hæfileik- um þeir hafa verið gæddir. Flestir þeirra hafa verið þjóð- hollt og dugandi fólk. En það er mynd af heilbrjgðisástandi íslendinga á síðustu öld, að rúmur helmingur þessa barna- hóps komst á fullorðins ár. Hin létust öll í æsku. En 46 ára aldursmunur var á elzta og. ypgsta barni hans. Enn eru á lífi menn, sem muna eftir Hannesi á elliárum hans og kunna þeir nokkuð frá honum a§ segja. Lýsa þeir hon- um svo, að hann hafi verið með- almaður á vöxt og samsvarað sér áð gildleika. Þeir segja hann hafa verði ljósap á hár og skegg og gengið lotinn. Fremur telja þeir hann hafa verið skapstirðan mann og nöldrunarsaman nágranna. Efnahagur hans mun jafnan hafa verið sæmilegur eftir þeirr- ar tíðar mælikvarða og skortur ekki meiri í búi hans en ann- arra. Og þó Hannes háfi orðið sveitarlimur síðustu ár ævinnar,, varð, það ástæðum seinna, þvíi einstakt má það heita, að hann skyldi jafnan meðan heilsa hans var sæmileg, hafa haft nóg fyr- ir sig að leggja, þar sem ómegð. hans var svo mikil. Þegar Hannes skildi við Þur- íði, miðkonu sína, galt hann. henni allt sem hún hafði kom- ið með til búsins og þar að auki var búinu skipt til helminga á milli þeirra. Eftir þeim skiptum (Framhald á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.