Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.06.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNÁRMENN! 4 Mimið að koma í fLokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Slmi 6066 12. JtiNÍ 1947 106. blað Tilkynning um breytingar á ferðum Strætisvagna Reykjavíkur vegna benzínskorts, frá og með miðvikudeginum 11. júní 1947: 1. Ferðir á Njálsgötu — Gunnarsbraut og Sólvelli falla alveg niður. 2. Á öllum öðrum leiðum falla ferðir niður frá kl. 10—12, 13,30—18 og öllum akstrj hætt kl. 20. Ekið verður því aðeins á þessum tímum: kl. 7—10, 12—13,30 og 18—20. Glæsilegur árangur í kúluvarpi Á innanfélagsmóti KR náði Vilhjálmur Vilmundarson glæsi- legum árangri í kúluvarpi, kast- aði 14,46 m. og hefir aðein§ einn maður, Gunnar Huseby, náð betri árangri í þessari íþrótta- grein hér á landi. — Vilhjálmur er aðeins 18 ára gamall. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) lauk, birtu íhaldsmenn nýja stefnuskrá í atvinnumálum, sem er að mörgu leyti frjálslyndari og róttækari en fyrri stefnu- skrár flokksins. Tilgangurinn með þessari nýju stefnuskrá er einkum talinn sá, að reyna að vinna liðsmenn frjálslynda flokksins til fylgis við sig. í frjálslyndu blöðunum er yfir- leitt hent gaman að þessari liðs- bón. Hins vegar hafa jafnaðar- menn hlakkað yfir því, að íhaldsmenn lýsa því hér yfir, að þeir myndu ekki hrófla við þjóðnýtingu Englandsbanka, kolanámanna og járnbrautanna, þótt þeir kæmust til valda, enda þótt þeir séu nýlega búnir að heyja harða baráttu gegn þjóð- nýtingu þessara fyrirtækja. Landbiinaðarsýmngin (Framhald af 1. síðu) mjólkurfræðing og danskan arkitekt frá teiknistofu land- búnaðarins, Arne Hoffman- Möller að nafni. Er mikill fengur að starfi hans, enda hefir hann unnið að undirbúningi margra sýninga í Danmörku. Sýningarnefndin er nú að láta prenta stóra sýningatskrá, sem verður um 200 blaðsíðna bók, en auk þess koma út um það leiti, sem sýningin verður haViin, nokkrir smábæklingar um landbúnaðarmál, sem ýmist eru gefnir út af Búnaðariélagi íslands eða sýningunni. Mikill áhugi ríkir meðal fólks víða um land fyrir því að sækja þessa einstæðu sýningu, stærstu og veglegustu sýningu, sem haldin hefir verið hér á landi. Er þegar séð, að aðsókn að sýn- ingunni verður mikil og vitað er um, að hún verður líka sótt úr fjarlægustu héruðum lands- ins. ítvarpsrjiðstefna (Framhald af 1. síðu) uðu þar iðjuver og menningar- stofnanir. Áður en Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri fór til Helsingfors, hafði hann dvalist í Englandi og Sviþjóð, m. a. í erindum menntamálaráðuneytisins, en það fól honum í samráði við þj óðmihjavörð s. 1. vetur að rannsaka og ná samningum um gerð á grammqfónplötum, í því skyni að koma upp sérstakri deild í hinu nýja húsi þjóð- minjasafnsins, þar sem geymd- ar yrðu á plötum raddir merkra manna, lýsingar á merkum at- Miimingarorð (Framhald af 3. síðu) samstarfs um góð málefni í í sveit sinni og annars staðar. Aðalbjörg er nú horfin yfir landamærin, en eftir lifir minn- ingin um mæta konu og þakkir fyrir hennar mörgu mannúðar- verk. Ungar stúlkur, sem kvarta um kulda í bílum og óþægileg sæti, hefðu gott af að minnast ungu stúlkunnar, sem klæddist ullar- sokkum og íslenzkum skóm, og gekk norðan af Sléttu til Akur- eyrar.í rosatíð og slæmri færð um hávetur, og var þó eins fín- leg yfirlitum og glæsileg eins og nokkur þeirra, því hún sannaði flestum fremur ljóðlínur Matt- híasar: „mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst“. Pétur Siggeirsson. Um Hannes Guðmnndsson (Framhald af 3. síðu) að dæma, hefir efnahagur Hannesar þá verið fremur góð- ur. Jafnan telja sóknarprest- arnir líka gnægð bóka hjá Hannesi, er þeir húsvitja hjá honum. Fyrsta árið, sém hann var á Hannesarstöðum, galt hann til sveitar. En um ómegð hans er það að segja, að jafnan er margt í heimili hjá honum og var þá mestur hluti heimilis- fólksins börn innan við ferm- ingaraldur. Stundum hjuggu sjúkdómar stór skörð í þennan barnahóp og eitt árið misstu þau Hannes og Herdís fjögur börn úr baínaveiki. Það ár hefir Her- dís, þessi unga en lífsreynda kona, stigið þyngri spor en margur gæti gert sér í hugar- lund. Eins og áður er getið, urðu það örlög Hannesar Guðmundssonar að verða að lokum sveitarlimur, svo ömurlegt sem það var á hans tíð. Eftir að hafa verið búinn að vinna baki brotnu alla ævi og koma upp þessum fjölmenna barnahóp, voru það eftirlaunin. Nútíðin hefði skapað honum annað hlutskipti. Og sem betur fer, hefir þjóðin mjakazt það nær því, að geta boðið þegnum sínum mannsæmandi samfélag, að börn Hannesar, þau sem lét- ust í æsku, hefðu án efa hlotið lengri ævidag nú, á tuttugustu öld. Helgi Kristinsson. burðum í þjóðlífinu og þjóðleg tónlist. Útvarpsstjóri kynnti sér þessi mál, bæði í Englandi og Svíþjóð, og eru horfur á því að hægt sé að fá þetta gert með ágætum árangri og tiltölulega litlum kostnaði. Kaupfélög! Höfum fyrirliggjandi og eigum von á á næstunni alls- konar verkfærum til garð- og jarðyrkju, svo sem: stuiigukvíslar, arfasköfur, garðhrifur, fjölyrkjar, skóflur, kvíslar, járnkarlar, hakar. Allar nánari upplýsingar gefur: Samband ísl. samvinnufálaga Ráðskona óskast til að lcysa af í sumarfríi í jiilí og ágúst. Lpplýsingar í skrifstofu ríkis- spítalaima, sími 1765. ♦ ♦ jj Nylón-kápur Verð kr. 171.50. j: LITIR: Blár, ljósgrænn, dökkgrænn og rauður. STÆRÐIR: 40—42—44. Plastic-kápur glærar, verð kr. 131.00. STÆRÐIR: 38—40—42—44—46. Símið eða skrifið. Munið að tilkynna númer og lit. Sendum hvert á land sem er í póstkröfu. Verzl. Hof h.f. :: :: Laugaveg 4, P. O. Box 152, Reykjavík. — Sími 6764. (jatnla Síé Ibjja Síí (viíS Shúlntjötu) KvciuiastrítS (Keep your Powder Dry) Amerísk Metro Goldwln Mayer kvikmynd. Laraine Day Susan Peters Lana Turner Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mmnlslausi maöiiriiin („Somewhere in the Night“) Spennandi og viðburðarík stór- mynd. Aðalhlutverk: John Hodiak Nancy Guild Lloyd Nolan Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ~Tjathatkíc Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. ( ^ - \ Flekkuð fortið (Pardon My Past) Amerísk gamanmynd. Fred MacMurray Marguerite Chapman Akim Tamiroíf Sýning kl. 5, 7 og 9. Faðir okkar Hjálmur Þorstcinsson, fyrrum bóndi á Hofstöðum í Stafholtstungum, andaðist í Landakotsspítala 11. júní. BÖRN HINS LÁTNA. Setuliðshús til sölu Hefi til sölu hermannaskála úr galvaniseruðu járni, ýmsar stærðir. Skálarnir eru við Vogastapa og á Hafna- heiði, Reykjanesi. — Þeir eru mjög hentugir bæði sem gripahús og hlöður. - Hefi ennfremur til sölu galvaniserað þakjárn. Jens Eyjólfsson, til viðtals Baldursgötu 6, Keflavík, kl. 12—1 og 7—10 daglega. Frá Hollandi og Belgíu M.s. Grebbcstroom frá Amsterdam 20. þ. m. frá Antwerpen 23. þ. m. EINARSSON, ZOÉGA & CO. h.f. Hafnarhúsinu, sími 6697 og 7797. Mýrelælingar . . . (Fravihald af 2. síðu) stórmannlegu göfuglund, biðj- um við Eyfellingar þann guð, sem hrífa mun sveit okkar og hérað frá þeim dauðans og eyði- leggingar hrammi, sem gripið hefir það um stund, að launa Mýrdælingum með hagsæld og blessun sinni. Hann blessi ykk- ar frjósama hérað og láti tvö grös gróa, þar sem áður var eitt. Og umfram allt láti hann börn ykkar og niðja erfa í ríkum mæli það hjartaþel, sem þið hafið nú sýnt. Austur-Eyfellingur. «::«:K««::::::«::::««::::«::««««:««««««««:«::::m)u::::::«:::j::K:«««««««««««::««:::::««::::««««:«::«««««::| A. O. A. A. O. A. Orðsending til íslendinga frá A. 0. A. Undanfarið hefir orðið vart nokkurs misskilnings í sambandi við flugþjónustu A.O.A. á íslandi. * * Við höfum hins vegar gert það, sem í okkar valdi stendur, til að hafa hana eins góða og mögulégt er og því til sönnunar vildum við mega benda á: Á tímabilinu frá 17. marz til 9 júní hefir félagið haft samtals 2652 sætum á að skipa í flugferðum um ísland. Þar af hafa 823 sæti verið notuð af fólki, sem verið hefir að koma til eða fara frá íslandi. 90% eru íslenzkir ríkisborgarar. Þetta er nærri einn þriðji hluti þeirra farþega, 'sem fluttir hafa verið á þessari leið á vegum A.O.A. og þess verður að gæta, að einnig verður að taká tillit til farþega frá Bandaríkjunum, Nýfundnalandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku á þessum áætlunarferðum. Okkur er ánægja að því, að geta enn orðið við óskum íslendinga og þörfum með því að auka tölu þeirra sæta, sem þeim eru ætluð með vélum vorum til og frá íslandi. Aukaflugferð verður í dag um ísland og fara 25 íslendingar í kvöld frá Keflavíkur- flugvellinum áleiðis til Norðurlanda með A.O.A.-flugvél. Það er ekki unnt að byggja upp fullkomna millilandaflugþjónustu á einum degi — við munum gera okkar ítrasta og við vonumst til að flestir vinir okkar á íslandi skilji það. . AMERICAN OVERSEAS AIRLINES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.