Tíminn - 13.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMHJJAN EDDA h.í. 31. árg. T-rrSTJÓRASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A aímar 2353 og 4373 AFGRKtÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINaASKRrPKTOFA: EDDUHÚSI, Lindargöw 9A Siml 2323 Reykjavfk, föstudaginn 13. jjúní 1947 107. blað ERLENT YFIRLIT: Verður Hawaii bandaríkst fylki? Hawaiibúar vilja það sjálfir og frv. um það liggur nú fyrir þingi Bandaríkjanna Innan skamms tíma mun 49. stjarnan bætast í bandaríska íánann, ef að líkum lætur. Fyrlr Bandaríkjaþingi liggur nú frv. um að gera Hawaii að einu af sambandsfylgi Bandarikjanna og hefir það hlotið eindregin meðmæli Trumans forseta og inn- ímríkisráðherraiís, sem þessi mál heyra undir. Allar líkur benda því til, að frumvarpið verði samþykkt. Af hálfu Hawaiibúa sjálfra liggur það skýrt fyrir, að þeir óska eftir inngöngu í Banda- r^kin. Stjórnarfarsleg tengsl Hawaij við Bandaríkin hafa ver- ið mjög svipuð og Filippseyja áður en þær urðu sjálfstætt ríki. Bandaríkjamenn hafa boðið Hawaiibúum upp á skilnað, eins og Filippseyjamönnum, en þeir hafa í þess stað óskað, að Haw- aii yrði eitt af sambandsfylkj- um Bandaríkjanna. Var þessi vilji staðfestur af miklum meiri- hluta kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem fór fram 1940. Málið stöðvaðist þá vegna styrjaldarinnar, en hefir nú verið tekið upp aftur að frum- kvæði Hawaiimanna. Hawaiieyjar munu í augum flestra Norðurálfumanna vera heimkynni sólskins og sumars flestum öðrum stöðum fremur. Eyjarnar eru alls 20 talsins, en aðeins átta þeirra eru byggðar. Þar hafa oft verið mikil elds- umbrot -sg þar er eitt þekktasta eldfjall veraldar, Kilauea. Flest- ar eru eyjarnar hálendar og ná sumir tindarnir þar 4000 m. hæð. Þrátt fyrir hálendi er frjó- semi og gróður eyjanna meiri en víðast eru dæmi til. Þar vaxa :allar tegundir suðrænna ávaxta og jurta, auk mikilla skóga. Náttúrufegurð er þar slík, að Hawaiieyjar eru af mörgum taldar fegursti staður veraldar. Fyrir 170 árum var Hawaii ónumið land af hvítum mönn- um. Fyrsti hvíti maðurinn, sem steig þar á land svo vitað sé, var enski skipstjórinn Cook, sem kom þangað 1778. Cook áætlaði að þá væru um 100 þús. íbúar á eyjunum. Þeir nefndust Kana- kerar og voru fríðir menn og myndarlegir. Eyjarnar skipt- ust þá í mörg smáríki, en um þetta leyti var einn kon- ungurinn að brjótast til valda og tókst honum fám árum seinna að gera þær að einu ríki. Hanr> opnaði eyjarnar fyrir út- lendingum. Hinir innfæddu íbú- ar reyndust mjög menntunar- fúsir og sömdu sig fljótt að hátt- um aðkomumanna og blönduðu blóði við þá. Nú er svo komið, að hreinir Kanakerar eru ekki taldir nema 14 þús., en alls eru íbúarnir taldir um 450 þús. Þetta stafar ekki af því, að Kanaker- um hafi verið útrýmt, heldur hinu, að þeir hafa blandað blóði við aðkomumenn. Af íbúunum nú eru Japanir og afkomendur þeirra flestir eða um 160 þús. Næst koma Kínverjar, Koreu- menn og Filippseyingar. Aukin menntun Hawaiibúa hafði það í för með sér, að þeir kröfðust fljótt meira stjórnar- farslegs frelsis. Árið Í840 fengu þeir þingbundna konungsstjórn, en undu því ekki til lengdar. Árið 1894 gerðu þeir byltingu gegn þáverandi drottningu og steyptu henni af stóli. Hún hét Lilluokalani og var fræg fyrir að gera sönglagið Aloaho. Örfá næstu árin var Hawaii lýðveldi, en eftir spánsk-ameríska stríð- ið óskuðu íbúarnir ijangögnu í Bandaríkin. Því var jjafnað, en 1898 féllust Bandaríkjamenn á að gera eyjarnar að eins konar umdæmissvæði sínu. Stjórnarháttum Hawaiieyja er þannig háttað, að Banda- ríkjaforseti skipar landsstjóra, er annast framkvæmdavaldið að miklu leyti. Eyjaskeggjar hafa sérstakt löggjafarþing, en Bandaríklaþing hefir vald til að breyta lögum þess, en það hefir aldrei notað sér þetta' vald. Bandaríkjamenn hafa jafnan lýst því yfir, að það væri Haw- aiibúum frjálst að gerast sjálf- stæðir, ef þeir óskuðu þess, en þeir hafa jafnan óskað nánari tengsla við Bandaríkin. Me/mingarmál Hawaiibúa eru talin í góðu lagi 03 verklegar framfarir hafa verið ftar miklar. Næstum öll utanríkisviðskipti þeirra psu við Bandaríkin og ræður það kannske mestu um, að þeir óska að gerast eitt af sambándsfylkjum Bandaríkj- anna. BREZKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN ERLENDAR FRETTIR Verkfalli járnbrautarmanna i Frakklandi , lauk í fyrrinótt. Járnbrautarmennirnir fengu nokkra kauphækkun, en þó mun minni en þeir höfðu krafizt. Lausn deilunnar erjnjög þökkuð Ramadier forsætisráðherra. Bandaríkjastjórn hefir nú af- hent rússnesku stjórninni mót- mæli sín yegna stjórnarskipt- anna í Ungverjalandi. Telur hún að Rússar hafi með afskiptum sínum í Ungverjalandi brotið Jaltasamfcykktina og fleiri gefin loforð. Akurnesingar taka ekki þátt í samúðar- verkfalli Fjölmennur fundur í Verka- lýðsfélagi Akráness, haldinn á þr ið j udagskvöldið, samþykkti með 49 atkvæðum gegn 14 eftir- farandi tillögu: Út af tilmælum Alþýðusam- bands íslands varðandi samúð- arverkfall til stuðnings verka- mannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík, sem nú á í deilu við atvinnurekendur þar, og þar sem sú deila er háð vegna tolla- laga þeirra, er samþykkt voru á síðasta alþingi, samþykkir fund- ur í Verkalýðsfélagi Akraness, haldinn 10. júní 1947, eftirfar- andi: » Þar sem vitað er, að dýrtíð sú, sem ríkir í landinu, er stór- hættuleg fyrir allt atvinnulíf bæði til lands og sjávar, og get- ur orðið valdandi atvinnuleysi og kreppu, og þannig gert að engu þær vonir, sem verkamenn og J<o frekast sjómenn, hafa bundið við þau stórtæku vinnu- tæki, sem nú þegar eru komin til landsins, eða koma bráðlega, þá tjáir fundurinn sig mótfall- inn því, að efna til viðtækra vinnustöðvana til þess að knýja fram grunnkaupshækkanir um land allt, svo sem stjórn Alþýðu- sambands íslands hefir hvatt til undanfarið. Og í beinu fram- (Framhald a 4. stOu) ingin í Örfirisey var opnuð í gær Þar verða m. a. til sýnis apar, sæljón, skógar- birnir, selir, fiskar og útlendir og innlendir f uglar Dýrasýningin í Örfirisey, sem Sjómannadagsráðið gengst fyrir í>ð haldin er þar, var opnuð í gærkvöldi kl. 8. Á sýninguna eru ekki komnar nema tvær dýrategundir, af þeim, sem þar á að sýna, þ. e. apar og sæljón. Það munu einmitt vera þau dýr, sem flest- um þykir einna mest gaman að sjá. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða sýninguna, áður en hún var opnuð fyrir almenning. Mynd þessi var tekin af brezku konungsfjölskyldunni nokkru eftir að hún kom úr för sinni t(J, Suður-Afríku. Hringkonur hefja nýja fjársöfn- un fyrir barnahælissjóðinn Kvenfélagið Hringurinn hefir lengi unnið að því mikla nauð- synjamáli að koma*upp barnaspítala. Þegar hafa safnazt rúmar 1.3 millj. kr. í þessu skyni eða um helmingur væntanlegs bygging- arkostnaðar. Hringkonur ætla þó ekki að láta hér staðar num- ið, heldur eru nú að hefja nýja fjársöfnun, sem vonandi fær almenna þátttöku. Segir svo um þessa fjársöfnun i ávarpi, sem stjórn Hringsins hefir sent félagskonum: — Samkv. reikningum félags-0 ins, sem lagðir voru fram á að- alfundi þ. 19. þ. m. er Barna- spítalasjóður Hringsins orðinn 1.237.000 þus. kr., en auk þess hefir hann nýlega fengið loforð fyrir rúmum 100.000 kr., sem enn eru óinnkomnar. Búast má við, að þar með sé fengið fram undir helmingur af byggingar- kostnaði barnaspitalans og meg- um við því gera ráð fyrir, að bráðlega verði hafizt handa um bygginguna. En þó nú sé svo komið, að horfur séu á, að brátt verði byrjað á byggingu barna- spítlans, þá er ekki ætlun Hringsins að leggja hendur í skaut, heldur þvert á móti að herða róðurinn og reyna nú að gera stórt átak til þess að efla barnaspítalasjóðinn, og auka þar með að mun framlag hans til barnaspítalans, því takmark Hringsins hefir ávalt verið, að framlag hans til barnaspítalans yrði sem allra mest. Það eru nú orðin töluverð vandkvæði á því að stofna til íslendingar hafa eignast. Mun hún verða látin fljúga til Norð- urlanda fyrst um sinn. Skymastervél Loft- leiða kemur á laug- ardaginn Hin nýja Skymasterflugvél Loftleiða er væntanleg hing- að til lands eftir hádegi á laugardaginn. Mun hún lenda á Reykjavíkurflugvellinum. Flugvélin lagði af stað frá New York til Winnipeg í gær, en þt.r átti hún að taka 15—20 Vestur-íslendinga, sem ætla að koma hingað. Einnig mun hún koma með farþega frá New York. Á vélinni er erlend áhöfn, að öðru leyti en því, að Alfreð Elíasson er annar flugmaður. Mun þessi áhöfn verða á flug- vélinni áfram. Þetta er stærsta flugvél, sem Þetta mun vera í fyrsta sinnp sem dýrasýning, slík sem þessi, er haldin hér á landi. Gefst mönnum nú kostur á að sjá dýr, sem fæstir íslendingar hafa nokkurn tíma augum litið, og um leið gefst mönnum tækifæri til að skoða og virða fyrtr sér nokkur íslenzk dýr, betur en kostur er á úti í náttúrunni. Sjómanriadagsráðið á því þakkir skilið fyrir að koma þessari sýn- ingu á fót og auðga með því hið fábreytta skemmtanalíf bæjar- búa, yfir sumartímann. Á dýrasýningunni verða apar, sæljón, bjarndýr, páfagaukar, selir og flestar tegundir ís- lenzkra fiska, og ef til vill ís- lenzkir fuglar. Eins og áður er sagt, eru ap- arnir og sæljónin einu dýrin, sem komin eru til sýningar. Aparnir eru fyrir nokkru komn- ir hingað til landsins. Eru þeir 9 talsins, tvær tegundir Afríku- apa. Hefir forstjóri dýragarðs- ins í Edinborg sýnt Sjómanna- dagsráðinu þá vinsemd, að lána dýrin hingað til sýningar. Apar þessir eru hinir fjörugustu og einkennilegir mjög í háttum sínum. Er þeim komið fyrir í sérstöku húsi á eynni, en einn veggur þess er úr neti svo auð- velt er að horfa á dýrin. Sæljónin eru fengin hingað alla leið frá Kaliforníu í Banda- ríkjunum og hefir sýningar- nefndin keypt þau til sýningar- innar. Komu þau til landsins með skipi, fyrir nokkrum dög- um. Dýrin eru tvö talsins og hef- ir þeim verið komið fyrir í sér- stökum steinsteyptum þróm, þar sem ferskum sjó er dælt inn til þeirra alltaf öðru hvoru. Sæljón þessi eru ungar og að stærð á við miðlungs stóran fullorðinn sel. Sæljón verða allt að fimm sinnum stærri, þegar þau eru orðin fullvaxta. Sæljónin lifa á fiski. Hefir þeim verið gefinn smáþorskur og síld. Dýr þessi eru hin skemmtilegustu og synda forkunnar vel. (Framhald a 4. síðu) skemmtana, hlutaveltu eða happdrættis í fjáröflunarskyni. Bæði- er nú orðið svo mikið um slíkt, að vafi getur verið um árangur, og líka er það orðið miklum erfiðleikum bundið a$ koma slíku á stað, og svo lendir það oftast þungt á tiltölulega mjög fáum félagskonum. Fyrir því hefir okkur - hugkvæmst að reyna nú nýja leið til fjáröflun- ar, lei^, sem hefir þann kost, að allar félagskonur geta lagt sinn skerf þar til, án mikillar fyrir- hafnar, en sem getur hins vegar leitt til mjög mikils árangurs og orðið til þess að efla Barna- spítalasjóðinn að miklum mun, ef allar Hringkonur vilja leggj- ast á eitt. Hringkonur munu minnast l>ess, að síðastliðið ár var stofn- aður félagsskapur, sem nefnist „Styrktarfélagar Barnaspítala- sjóðs Hringsins." Þessi félags- skapur er aðeins fóiginn i því, að hver félagi leggur til 100 kr. árs- tillag í þrjú ár. Þó má greiða (Framhald á 4. síðu) f,*+******^+**^«**^*^^'4r+l~+^-*»*+***-**^>****+**« ~? Ósannindum hnekkt Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi yfirlýsing frá ríkisstjórn- inni: — Því hefir verið haldið fram í dagrblaðinu „Þjóðviljinn", að stjórn verkamannafélagsins Dagsbrúnar hafi 12. febrúar sl. boðið ríkisstjórninni að fram- longja samning félagsins með óbreyttu kaupgjaldi til sex mán- affa, ef stjórnin vildi lýsa yfir því, að ekki yrðu gerðar ráð- stafanir, sem rýrðu kjör Dags- brúnarmanna á þessu tímabili, en að rikisstjórnin hafi ekki viljað taka þessu tilboði. Ut af þessari frásögn viU rik- isstjórnin lýsa yfir því, að hún hefir aldrei, hvorki 12. febrúar né endranær, fengið þetta til- boð, og hefir þvi af þeim ástæð'- um aldrei hafnað slíku tilboði. Kommúnistar boða verkfall á síld- veiðiskipum Stjórn Alþyðusambandsins hefir tilkynnt Landssambandi ísl. útvegsmanna, að sjómanna- félögin í Vestmannaeyjum, á Akureyri og í Neskaupstað muni hefja verkfall á síldveiðiskipum 20. þ. m., ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Von mun á slíku verkfalli á fleiri stöðum. Kommúnistar fyrirskipi^Su í vetur öllum sjómannaféQögum að segja upp samningum um síldveiðikjör, og sést á því, að þeir hafa þá strax ætlað að stöðva síldvelðarnar ef ekki yrði fallizt á kröfur þeirra um aukna dýrtíð. Félög, sem ná til 60% af síldveiðiflotanum, neituðu að hlýða þessari fyrirskipun. Hátíðahöldin 17. júní Undirbúningsnefnd 17. júní hátíðahaldanna í Reykjavík, hefir komið sér saman um til- högun á hátíðahöldum dags- ins í bænum. Eru þau í aðalatriðum ákveðin á þann veg, að kl. 1 e. h. hefst skrúðganga frá Háskólanum að Austurvelli. Þá verður messa. 1 dómkirkjunni, séra Bjarni pre- dikar. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson leggur blóm- svei á fótstall minnismerkis Jóns Sigurðssonar á Austurvelli en Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur þjóðsönginn. Fjallkonan, sem að þessu sinni verður ungfrú Alda Möller, leikkona, kemur fram á svalir Alþingishússins. Farið verður í skrúðgöngu suð- ur á íþEóttavöll, þar sem háð verður frjálsíþróttamót. Um kvöldið verða svo væntan- lega hátíðahöld og dans í Hljómskálagarðinum og á Sól- eyjargötunni. Tundurdufl grandar enskum tog- ara fyrir Austurlandi Allir skip^verjar, nema einn, björguðust í fyrrakvöld vildi það slys til, að enskur togari frá Hull, Loch Hope, sökk fyrir Austurlandi eftir að hafa fengið tundurdufl í vörpuna. Duflið sprakk við skipshlið, einn maður beið bana, en fimm særðust hættulega. Atburður þessi átti sér stað rétt eftir hádegið i fyrradag. Togarinn var á veiðum sunnan Reyðarfjarðardýpis, er skipverj- ar tóku eftir því, að tundurdufl hafði komið í botnvörpuna. Sprakk það við skipshlið, án þess að nokkuð fengtst að gert, og tók ski!pið þegar að sökkva. Við sprenginguna beið einn maður bana, en fimm særðust hættu- lega, auk þess sem allmargir hlutu minni háttar meiðsli. Á sömu slóðum og „Loch Hope" hafði verið að veiðum, var brezki togarinn „Urka." Er skipverjar á þeim togara sáu, hvað skeð hafði, sigldu þeir þeg- ar á slysstaðinn, en „Loch Hope" var sokkinn er hinn kom á vett- vang. Tókst að bjarga öllum mönnunum, sem ýmist héldu sér uppi á sundi eða á braki úr skip- inu. Er öllum mönnunum hafði verið bjargað, var haldið til Seyðisfjarðar og komið þangað um nóttina. Mennirnir, sem mest voru slasaðir, voru fluttir í sjúkrahúsið og þar gert að meiðslum þeirra. Líðan sklp- verja er eftir atvikum góð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.