Tíminn - 13.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1947, Blaðsíða 3
107. hlað TfMIW. föstmlagiim 13. júní 1947 3 MIMWGAEORÐ: Jórunn Jóns frá Oxl í Þingi ir í dag verður góð og merk kona borin til moldar, Jórunn Jónsdóttir frá Öxl í Þingi, er lézt eftir uppskurð á spítala Hvítabandsins 7. þ. m. Jórunn var fædd að Öxl í Þingi 2. maí 1899. Foreldrar hennar voru Stefanía Guð- mundsdóttir, sem var náskyld Jósef Skaptasyni, hinum kunna lækni og höfðingja Húnvetn- inga, og Jón Jónsson frá Stóru- Giljá. Áttu þau Jón og Stefanía mörg börn, sem flest komust til fullorðinsára og urðu hin merk- ustu. Jórunn dvaldi lengstum hjá foreldrum sínum fram að þrítugsaldri, að því ffátöldu, er hún var við nám í kvennaskól- anum á Blönduósi og lærði hannyrðir og orgelleik í Reykja- vík. Árið 1928 fluttist hún til Reykjavíkur og þar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Þor- bergi Ólafssyni rakara, haustið 1932. Þeim varð þriggja barna auðið, Stefaníu, sem fermdist í vor, og Hafsteins og Sigríðar, sem eru nokkru yngri. Sá, sem þetta ritar, kynnt- ist Jórunni heit. og heimili hennar lítillega á síðastl. vetri, en þó nóg til þess að komast að raun um, að þar var merk kona á ferð. Það er áreiðanlega ekki hallað á neinn, þótt sagt sé, að fáar konur hafi sinnt heimili sínu af meiri alúð og skyldu- rækni, reynst manni sínum meiri stoð og börnum sínum betri móðir en hún. Það var og fljótt fundið, að hún hafði mjög heilsteypta skapgerð, var hreinlynd og trygglynd og föst fyrir, ef því var að skipta. Fórnarlund hennar kom víðar fram en í heimilisstörfunum og má ekki sízt róma, hve hún var hlý og góð öllu því, sem ungt var eða þurfti umönnunar við. Það er sárt fyrir eigiiimann, börn og ástvini að sjá á bak slík- um konum. En við fráfall þeirra mega þau orð skáldsins vera nokkjur huggunarorð, að sú sé hamingja góðra manna, að blessunin af sj;örfum þeirra verði mest, er þeir falla frá. Þegar erfiðleikarnir steðja að og mest reynir á, stendur minn- ing þeirra við hlið manns og vís- ar veginn. Og vissulega fær eng- inn betra yeganesti en minning- una um góða móður, heilræði hennar og fordæmi. Þórarinn Þórarinsson. Einn dagur í Haukadal (Framhald af 2. síSu) að nota til hins ítrasta veganesti það, sem honum hafði hlotnazt við skólanámið hjá Buck og miðla því svo sem föng voru á til annarra æskumanna ,sem ekki áttu þess kost að hljóta langa skólavist, en höfðu samt áhuga á að tileinka sér gildi í- þróttanna, ef ástæður leyfðu. Lét Sigurður ekki sitja við orðin ein. Og með litlum efnum en eldlegum áhuga tókst honum svo giftusamlega að framkvæma hinar háleitu hugsjónir, að þegar á næsta ári hefur hann í- þróttaskólastarf sitt í nýrri byggingu, sem hann reisti þá um sumarið. Nemendur skólans voru þann vetur 12, og starfaði skól- inn til 15. febrúar. Það hefir hann gert jafnan siðan. Vin- sældir skólans urðu miklar með- al æskumanna, þegar í upphafi. Hvaðanæfa af landinu óskuðu piltar eftir skólavist. Varð því óhjákvæmilegt að auka við húsakost skólans. Enda mun það hafa verið ætlun Sigurðar, eftir því sem ástæður og efni leyfðu. 1929 reisir Sigurður fim- leikasal, 7X13 m. að stærð, og sundlaug steinsteypta sama ár, 7X20 m. að stærð. Áður var notuð laug hlaðin úr torfi. 1935 er skólinn enn stækkaður. Byggt er heimavist fyrir 15—20 nem- endur og stór kennslustofa. Stærsta átakið í byggingarmál- um skólans, er svo hin glæsi- lega steinbygging, sem reist var 1945—1946. í henni er nýtízku íþróttasalur, 8X13 m. með 5 m. vegghæð, ræsti- -og búnings- herbergjum. Þar er einnig íbúð Sigurðar og herbergi fyrir nokkra nemendur. Þessi síðasta bygging, sem er 8X33 m. að stærð, kom í stað hinnar svo- köllúðu „Vesturálmu“ skólans, byggð 1927, en er nú búið að rífa. Það, sem sagt er hér að fram- an, er í stórum dráttum saga íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar — hið ytra —. Hinn þáttur skólastarfsins — sem inn á við snýr — verður ekki gerður að umtalsefni hér, enda of yfir- gripsmikill til að gerð séu verð- ug skil að þessu sinni. En það eitt er víst, að þær framkvæmd- ir, sem unnar hafa verið i Haukadal s. 1. 20 ár, og það mannræktarstarf, sem þar hefir farið fram, á skilið þökk al- þjóðar. Sigurður Greipsson getur nú á þessum merku tímamótum í starfssögu skólans, litið með á- nægju yfir farinn veg. Sá grund- völlur, sem þegar er fenginn, er traustur og mun reynast ör- uggur fyrir framtiðarstarfið að býggja á. Hið glæsilega skóla- hús og hinar limríku reynivið- arhríslur sunnan við það, er tákn þeirrar ræktunar „lands og lýðs“, sem hann hófst handa með á æskustöðvum sínum vlð Geysi fyrir 20 árum. 1. júní 1947. Til kaupenda Tímans Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnframt að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Gunnar Widegren: RáBskonan á Grund ljómaði og hljóp um allt himinlifandi, því að hann fékk fulla skál af indælli sósu, sólin ljómaði og ég ijómaði — en það var bara ytya borðið, og þó varla það. Því að á laugardaginn greiddi pósturinn mér rot- höggið — bréf frá mömmu, sem flutti mér þær hræðilegu fréttir, að mér hefði hlotnazt staða. Ég á að koma heim innan þriggja vikna og taka að mér stjórn matreiðslunámskeiða meðal atvinnulausra verksmiðjustúlkna. Við þetta á ég að vera framundir jól, og síðan á ég að fara fyrirlestraferð út um sveitir og boða sveitakonunum, sem sjálfsagt eru betur að sér á því sviði heldur en stelpa með húsmæðrakennslu- konuprófi, hagsýni og nýtni við störf sín. Ég get ekki hafnað svona boði — sízt af öllu vegna þess, hve mamma sárbað telpuna sína að koma nú aftur heim. Henni hefir þótt svo tómlegt í sumar. En telpan snýr áreiðanlega heim döpur í huga, því að hún hefir þegar skotið rótum hér á Grund. Hún er þess vegna öldungis í öngum sínum. og henni veitist erfitt að ganga með jafn glöðu bragði og áður að þeim margvíslegu störfum, sem vinna verður á Grund, áður en vetur gehgur í garð. Hefði öðru vísi staðið á, myndi hún hafa komizt í sjöunda himin, þegar faðir Hildigerðar, sem er þúsund þjala smiður, eins og sönnum hjáleigubónda á Smálandi sæmir, vakti máls á því, eftir að staðið hafði verið upp frá borðum, að litla lindin, sem rennur hérna utan við garðinn, væri nægjanlega vatnsmikil til þess að mynda litla tjörn, ef rétt væri að farið. Hólm greip þessa hugmynd á lofti og fullkomnaði hana af óþrjótandi ímyndunarafli sínu. Hér átti að koma lítil tjörn með hvítum og gulurn vatnarósum, og syndandi smáfiskum, og úti í henni miðri lítil stein- skál, þar sem gular og fjólubláar sverðliljur munu vaggast í sumarblænum. Hún hafði líka slegizt i förina, þegar húsbóndinn arkaði út í garðinn, logandi af áhuga og rauðhærðari en nokkru sinni fyrr, með stikur og málbönd til þess að mæla fyrir hinu væntanlega tjarnarstæði, og lýsti yfir því, að hann myndi byrja að grafa það í sept- ember, ef útlit yrði fyrir, að haustið yrði eins þurr- viðrasamt og sumarið hefði verið. En nú er Anna Andersson dæmd til dauða og tor- timingar eins og Jerúsalemsborg forðum, og nú er hlátur hennar hljómvana og hugmyndir hennar og uppástungur lágfleygar, því að hún veit, að gleym- mér-eiarnar við tjörnina muni aldrei brosa framan í hana og hún mun aldrei fleygja þurrum brauðmolum til fiskanna, sem þar verða á sundi. En hún reyndi af fremsta megni að gera sér upp kæti, þótt hjarta hennar blæddi, þegar hún spurði sjálfa sig, hver horfa myndi á flugurnar fljúga suðandi milli sverðliljanna í sólskininu næsta sumar. En ástin hafði því miður gert Hildigerði skarp- skyggnari en venjulega. Þegar gestirnir voru farnir og við vorum byrjaðar á diskaþvottinum, sagði hún — hún verður ævinlega svo spurul og kumpánleg, þegar hún er komin að uppþvottinum: — Þú hefir ekki verið eins kát í dag og þú átt að þér, Anna. — Sýnist þér það? sagði ég og leit undan, svo að hún sæi ekki, hve sólbrennt andlitið á mér sótroðn- aði. — Já — mér sýnist það, og mér finnst það ekkert skemmtilegt, því að þetta er minn heiðursdagur, og þá vil ég, að allir séu glaðir. — Ég er eins kát og þú sjálf, sagði ég tvístígandi. Ég gat alls ekki staðið kyrr. Ég hafði verið hnuggin fyrir, en orð Hildigerðar voru éins og salt í opið sár. — Nei — þú ert það ekki, svaraði Hildigerður þráa- lega, hræðilega hátíðleg á svipinn. Nú vil ég, að allt sé hreint okkar á milli, og þess vegna spyr ég þig og vona, að þú svarir hreinskilnislega: Ertu í raun og veru afbrýðisöm, vegna þess að Arthúr tók mig, en ekki þig? Svaraðu mér afdráttarlaust, því þá fer ég héðan strax í kvöld. Það kemur hvort eð er í sama stað niður, hvenær ég fer, og ég vil ekki gera þér gramt í geði með nærveru minni. Ég var henni meira en lítið þakklát fyrir þessi sköruT legu orð, því að n úbráði talsvert af mér. Ég komst í hversdagsskap og gat svarað: — Þú getur verið róleg, Hildigerður — ég syrgi ekki Arthúr. Ég hefi sagt þér það hundrað sinnum, að það hefir aldrei verið neitt á milli okkar Arthúrs. En ég verð samt hnuggin, þegar ég hugsa um trúlpfun þína — ég get ekki að því gert. Hún leiðir það auðvitað af sér, að við verðum að skilja innan skamms. Jæja — það er að visu ekki vegna trúlofunar henn- ar, sem við verðum að skilja innan fárra daga. En það kom út á eitt. — Ó — elsku hjartans barnið mitt! sagði Hildigerð- ur af ósegjanlegri hjartans viðkvæmni. Hún faðmaði mig að sér og sló stóru grautarsleif- inni, sem hún hafði verið að þurrka, hvað eftir ann- að í bakhlutann á mér. Augu hennar stóðu full af skærum tárum, og hún var svo hrærð, að ég fór öll Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýndan kærleika og vin- arþel við andlát og jarðarför dóttur minnar, Guðríðar Þorgerðar Þorvarðsdóttur. Sérstaklega viljum við þakka hinum mörgu, sem sýnt hafa hlýhug með því að stofna og styrkja sjóð þann, er stofnaður var í minningu um hina látnu. Guð launi ykkur öllum. Fyrir hönd aðstandenda, ANNA STEFÁNSDÓTTIR. Viljið þér ekki hjálpa HRINGNUM til að koma upp barnaspítala? — Ef svo er, þá hringið í síma 3146 — 3680 — 4224 — 4218 — 4283, eða gangið inn í Soffíubúð og gerist styrktarfélagar barnaspítalasjóðs Hringsins. — 100 kr. á ári í þrjú ár. — ♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦« *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« FLUGFERÐIR I ♦♦ ♦♦ ♦♦ milli Reykjavíkur og New York | á 10 klukkust. á vegum Air France | •♦♦ eftir |bví sem rúm leyfii*. Tekið á móti \\ pöntimum framvegis á skrifstofu AIR FRANCE fulltrúi NOIJÉ Rauðarárstíg 3. Sínai 1788. | :: !: :: « H ;: :: 8 8 ii ♦♦ »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.««♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«•♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ tylfjtutatfi'éttii' Þessi mynd er af æfingum danska hersins í Suður-Sjálandi í vetur, þeg- ar frosthörkurnar voru sem mestar og sundin öll ísi lögð. j- J Kinverskir stúdentar þjálf aðir til herþjónustu á sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.