Tíminn - 14.06.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1947, Blaðsíða 2
2 TfMIW. laugardagimi 14. jiiiit 1947 108. blað Laufiardagur 14. jjúní Falsháttur komm- únista Þjóðviljinn viðurkennir í gær, að það sé rétt stefna hjá Tíman- um, að í dýrtíðarmálunum þurfi „róttæk úrræði, sem byggist á þeirri meginstefnu, að þeir beri mestar byrðarnar, sem mesta hafa getuna og mest hafa grætt á dýrtíðinni“. Jafnframt bætir Þjóðviljinn því við, að enginn flokkur standi heill að þessari stefnu, nema Sósíalistaflokkur- inn. Oft hefir Þjóðviljinn komizt langt í þvi að segja öfugmæli, en aldrei lengra en i þetta skipti. Sósíalistaflokkurinn hefir ný- lokið tveggja ára þátttöku í rík- isstjórn. Aldrei hefir setið að völdum ríkisstjórn, er meira hefir hlúð að þeim, sem mesta höfðu getuna. í skjóli vaxandi verðbólgu þutu þá upp fleiri milljónamæringar hér á landi en dæmi eru um fyrr og síðar. Á einum 27 mánuðum var þá eytt 1300 millj. kr. af erlendum gjaldeyri, svo að heildsalarnir gætu hrifsað til sín sem mest- an verzlunargróða. En á sama tíma og heildsalar og aðrir milli- liðir söfnuðu þannig of fjár, voru kjör verkalýðsins þrengd með falsaðri visitölu. Það er sannasta lýsingin á stefnu þess- arar stjórnar, sem sósíalistar tóku þátt í, að hún gerði þá ríku rikari og þá fátæku fátæk- ari. Það var þó síður en svo, að forsprakkar Sósíalistaflokksins yndu þessari stjórn illa. Þeir gerðu aldrei neinn ágreining innan hennar vegna stefnunnar í dýrtíðar7 og fjárhagsmálun- um. Það var ekki vegna ágrein- ings um þau, sem ráðherrar sóslalista báðust lausnar í fyrra, heldur vegna átaka um utan- ríkismál. í þeim viðtölum, sem síðar áttu sér stað um endur- holdgun þessarar stjórnar, kom það líka glöggt fram, að for- sprakkar sósíalista voru reiðu- búnir til að fylgja óbreyttri fjármálastefnu áfram, ef þeir fengju að ráða meira um utan- ríkismálin. Þeir voru reiðubúnir til að leggja blessun sína áfram yfir vaxandi auðsöfnun stór- gróðavaldsins og aukna vísitölu- fölsun og kjaraskerðingu verka- manna, ef þeir gætu sveigt ut- anríkismálastefnuna meira í austurátt. Þá eins og endranær, voru það erlend sjónarmið, en ekki hagsmunir verkalýðsins, er réðu gerðum þeirra. Þegar þeir voru svo oltnir úr ríkisstjórninni, gripu þeir tæki- færið til að espa verkamenn gegn vísitölufölsuninni, sem þeir höfðu hins vegar ekki falið neitt athugaverða meðan þeir gátu hreiðrað um sig í ráðherrastól- unum, ausið þaðan beinum og bitlingum og látið ríkissjóðinn kosta pólitísk ferðalög sín. En ekki notuðu þeir þetta tækifæri samt til að koma „byrðunum á þá, sem mesta hafa getuna“, þ. e. á milliliðina og braskaralýðinn i þjóðfélaginu. Þeir létu verka- menn ekki krefjast þess, að heildsalagróðinn yrði skertur, húsaieiguokrið stöðvað og aðr- ar slíkar ráðstafanir gerðar til raunhæfra kjarabóta. Nei, þeir létu verkamenn krefjast kaup- hækkana, sem munu leiða til kjaraskerðingar fyrir verka- menn, vegna vaxandi dýrtíðar og minnkandi atvinnu, en auka Hugleiöingar um útrýmingu á sel Það hefir verið allalmennt álit og trú manna um langt skeið, að selur eyldi mjög laxi úr veiðiám. Þó mun þessi skoðun nú ekki cins almenn og áður. í þessari grein ræðir kunnugur maður þetta mál og skýrir frá reynslu sinni við eina stærstu veiðiá landsins. Það hefir verið trú manna núna undanfarna áratugi, að selur væri hinn mesti vargur í allri laxveiði. Þessl trú hefir jafnvel gengið svo langt, að ég heyrði mann segja, að selurinn æti þrjár þyngdir sínar af laxi á sólarhring. Ég hefi ekki enn þá séð þessari skoðun (eða trú) mótmælt á opinberum vett- vangi nema þá óbeinlínis í sambandi við ýmsa röskun, sem mennirnir gera oft á náttúrunni sér til óbætanlegs tjóns. Aldrei hefi ég heyrt nokkurn mann geta fært minnstu rök fyrir því, að selur lifði mikið á laxi, nema þá, ef selur kemst á að eta úr netum, vill hann verða nokkuð stöðugur veiðiþjófur, þar til skotið er á hann. Nú getur hver maður, sem þekkir hvað selur er vitur og aðgætin skepna, ímyndað sér hver fjarstæða það er, að selurinn mundi fara að leggja sig í þessa hættu, að liggja við net, sem hann annars óttast mjög, ef hann næði ótak- mörkuðum laxi í ánni. Það er talið, að hið mannmarga land, Indland, myndi vera mannlaust með öllu, ef öll tígrisdýr þar væru mannætur. En nú vill svo vel til, að aðeins örlítill hluti allra tígrisdýra í landinu fær þá ónáttúru í sig að vilja h elzt ekki lifa á annarri fæðu en manna- kjöti. Ef skógarbjörn vaknar úr hýði sinu að vetri til, getur hann orðið ákaflega skæður bú- peningi bænda. Getur ekki ver- ið eitthvað líkt með selinn eins og þessi tvö rándýr, sem ég tók til dæmis að bregða út af vana sínum undir annarlegum kring- umstæðum. Ég fyrir mitt leyti held, að það sé hin mesta fjarstæða, að selur spilli veiði í ám, líeldur hið gagnstæða, og vil ég nú færa nokkur rök fyrir máli mínu. Þegar fyrstu landnemarnir stigu fæti sínum á þetta land, voru allar ár fullar af fiski. Ætli þessar sömu ár hafi þá ekki verið fullar af sel líka? Eða halda menn kannske, að selnum hafi farið að fjölga í ánum þegar landsmenn komust upp á að hins vegar milliliðagróðann, eins og vaxancíji verðbólga jafnan gerir. Þetta er heldur ekkert undarlegt, því að kommúnistar vilja ekkert frekar en að efna- skiptingin sé sem ójöfnust og ranglátust, því að þá er enn auðveldara að æsa þá fáNæku til byltingar á tímum fjárhags- vandræða og atvinnuleysis. Er> þótt forkólfar Sósíalista- flokksins hafi þannig svikið þá stefnu að leggja byrðarnar á þá ríku, eins fullkomlega og hægt er, er það engin málsbót fyrir aðra flokka að gera það sama. Kommúnistar verða ekki sigrað- ir þannig.að andstæðingar þeirra geri sig seka um sama athæfið. Það einmitt styrkir afstöðu þeirra. Þeir verða ekki sigraðir með öðru en því, að andstæð- ingar þeirra sameinist um rót- tæka og réttláta stjórnarstefnu og leysi dýrtíðarmálið á . þeim grundvelli, að þeir beri megin- byrðarnar, sem mest hafa grætt á dýrtíðinni. Verði unnið á þeim grundvelli, munu kommúnistar og aðrir æsingamenn fljótt missa þau áhrif, sem þeir hafa nú í verkalýðssamtökum lands- ins. veiða hann, og sú sé ástæðan fyrir fækkun á vatnafiski! Ég þekki vel lifnaðarháttu selsins. Þegar hann kemur upp í árnar á vorin upp úr sumar- málum, þá er 4—6 cm. þykkt spiklag á honum. Hann kemur upp í árnar til þess að eiga ör- uggt athvarf til þess að fæða kópans og ala þá upp. Þegar komið er.fram í september, þá er selurinn orðinn svo magur, að varla sést ljós tægja á kroppn- um á honum, nema kópnum, sem lifir á móðurmjólkinni. Halda menn nú, að selurinn myndi leggja svo af, ef önnur eins kjarnfæða og lax, væri hans aðalfæða yfir sumarið? En á hverju lifir þá selurinn í án- um yfir sumarið?, munu menn spyrja. Á hverju lifir björninn í híði sínu yfir veturinn? mætti líka spyrja. Selurinn sefur á eyrum í ánni eða á skerjum við sjóinn mestan hluta sumars. Ég hefi séð sömu hópana sofandi með sömu tölu á sömu eyrunum svo dögum skipti, ef hann verður ekki fyrir styggð. Maður gæti hugsað, að slíkt hóglífi myndi ekki skapa mikla orkueyðslu fyrir líkam- ann, svo niðurstaðan verður sú, að maður hugsar að selurinn lifi á spikinu á sér yfir sumarið, eins og björninn lifir á spiki sínu yfir veturinn í híðinu. Ef maður sér lax í göngu, getur maður séð hvílík ofsa ferð er oft á honum. Sel má gera upp- gefinn á 10—15 mínútum með því að elta hann á illa gengum trillubát. Getur nokkur maður með fullri skynsemi hugsað sér, að selur, sem má gera uppgef- inn á 10—15 mínútum, geti náð jafn ferðmiklum fiski og lax er? Ég hefi verið við að drepa og flá nokkur hundruð seli bæði unga 'og gamla, bæði 'um vor, sumar og haust. Aldrei hefi ég orðið var við minnstu matar- leifar í innýflum hans. Það má nærri geta, hvort ekki sæjust a. Sunnudaginn 18. ágúst 1946 söfnuðust ungmennafélagar úr Hraunhreppi saman að eyðibýl- inu Haga við Hagahraun. Veður var bjart og svalt. Það hafði ver- ið ákveðið að ganga á Skóga- fjall þenna dag. Þegar áð hafði verið um stund, var haldið sem leið liggur yfir Hítará og upp að fjallinu. Þrír bæir eru við fjallsræturnar: Ytri og Syðri-Skógar og Mold- brekka. Bóndinn í Syðri-Skóg- um lánaði girðingu til að geyma hestana í, svo að ekki þurfti að hafa áhyggjur af því, að þeir týndust á meðan. Var nú búizt til göngu og haldið austur hlíðina og upp í Egilsskarð. Skarð þetta er all- hátt uppi og skilur að nokkru Grettisbæli frá Skógafjalli. Grettisbæli er móbergsfell, 426 metrar á hæð. Uppi í tindinum á því er talið að Grettir Ás- m. k. leifar af beinum í sels- maga, ef um mikla laxátu væri að ræða (að m. k. 3 selþyngdir). Gísli Gíslason silfursmiður, nú búsettur í Reykjavík, bjó einu sinni í Óseyrarnesi. Hann er mjög greindur maður og aðgæt- inn og var með slyngustu lax- veiðimönnum. Þau ár, sem hann bjó í Óseyrarnesi, drap hann um 900 seli, og fann ekki leifar af laxi eða silungi í neinum. Ég þykist nú hafa fært nokk- ur rök fyrir því, að lax muni ekki verða selnum að bráð yfir sumartímann, og komum við nú að þeirri spurningu, hvert hlut- verk náttúran ætli selnum. Það er nú mál, sem er með öllu ó- rannsakað, og verður því ekki stuðzt við annað en líkur. Af þeim getgátum, sem ég hefi heyrt, er þó ein líklegust. Ég hitti mann í fyrrasumar, sem var nýkominn heim frá Noregi. Hann sagði, að Norðmenn væru farnir að halda því fram, að selur væri hin mesta þarfa- skepna allri laxveiði, og styddu þá skoðun sína með því, að sel- urinn eyddi ýmsum ránfiskum, sem væru við árósana og væru mjög hættulegir laxasílunum, þegar þau eru að leita til sjávar.! Þetta kemur einmitt heim við þá staðreynd, að selurinn fitnar mest síðari hluta vetrar, eða um það leyti, sem vatnafiskurinn er að leita til sjávar. Finnst mönn- um þetta ekki vera dásamleg tilhögun hjá náttúrunni, ef mennirnir í fávizku sinni færu ekki að taka fram fyrir hend- urnar á henni og eyða selnum, í staðinn fyrir að friða hann. Fyrir einum áratug var stofn- að veiðifélag í á einni sunnan- lands. Fyrsta sporið til ræktunar á laxi í ánni var náttúrlega að útrýma selnum. Það var gert vel og dyggilega, svo að nú er enginn selur í henni. Samt er varið stórfé til þess árlega að halda þessum „vargi“ í skefj- um. Eitt árið var m. a. veitt 16 þús. króna til þessara hluta, en seiðum fyrir þetta fé? Nú skyldi árið. Með öðrum orðum, það kostaði tæpar 1000 kr. að drepa hvern sel. Hvað hefði mátt mundarson hafi hafzt við um skeið á útlegðarárum sínum. Ég kygg, að enginn þeirra, sem upp í skarðið fóru þenna dag, hefðu treyst sér til að halda á tveimur hrútum á herðum sér, krækt- um saman á hornunum, eins og Grettir gerði á sínum tíma, því allbrött er hlíðin. Þarna uppi í skarðinu sáust engin spor eftir Gretti, þó hefir hann eflaust oft farið þar um. Enda hefir móbergið molnað og blásið burt, sem greinilegast má sjá af basalt-bríkum allháum, sem upp úr standa. Þessar bríkur eru allmargar og einkennilegar, og stinga mjög í stúf við dökkt móbergið. Þær liggja flestar samhliða, en misbreitt er bilið milli þeirra. Bríkur þessar eða veggir eru eins og þær væru steyptar í móti. Þær eru lóðréttar og þráðbeinar, 4—5 metrar á hæð þær hæstu Gengið á Fagraskógarfjall í þessari grein er sagt frá skemmtiferð ungs sveitafólks. Það fer ríðandi á góðum hestum og gengur síðan á hátt fjall. Slíkum ferðum mun nú óðum að fækka hér á landi á þessari bifreiðaöld. En á heimleiðinni mætir fjallgöngufólkið öðru skemmtiferðafólki á öðru farartæki með Bakkus í för. í greininni felst athyglisverð- ur og lærdómsríkur samanburður um skemmtiferðir ungs fólks á íslandi. „SÓLSKINIÐ Á GANGSTÉTTINNI LJÓMAR“. Það er bjart sólskin þessa dagana, að minnsta kosti hér í Reykja- vík og líklega um allt land. Fólkið, sem maður mætir á götunni, er að verða sólbrúnt, og endurvarp sól- skinsins frá gangstéttinni er svo sterkt, að maöur verður að setja upp sólbirtu- gleraugu. Það hefir verið logn og hiti undanfarna daga, en það er annars fremur fátítt sumarveður hér í Rvík. Oftast er gola af hafi,.og hún er svöl. En þótt veðurblíðan sé dásamleg, hef- ir hún ekki eintóma blessun í för með sér. Göturykið á þeim götum, sem ekki er búið að malbika í bænum — en þær eru því miður nokkuð margar, eins og við vitum, — ætlar alveg að kæfa mann. Bílarnir þeyta rykmekk- inum framan í fólkið, svo að það sezt í kokið og gerir mann ráman og setur sorgarbauga undir augun. En annars eiga að vera til vatnsbílar í borginni, og hlutverk þeirra á að vera það að bleyta göturnar og hemja rykið. Ef til vill er það verkfallinu að kenna, að þeir sjást ekki á ferli þessa þurru og heitu sólskinsdaga. GARÐARNIR BLÓMGAST. Garð- arnir eru að komast í fegursta sumar- skrúða. Trén eru allaufguð, blómin springa út og grasið þýtur upp. Á kvöldin má víða sjá menn vera að slá blettina sína í kvöldblíðunni. Þeir ganga að þessu snöggklæddir og á- nægðir. Sumir hafa orf og ljá „upp á gamla móðinn", en aðrir hafa einhvers konar sláttuvél, sem þeir ýta á undan sér. Ef til vill er þetta annar eða þriðji sláttur, og þætti það gott í sveit svo snemma sumars. En göturykið frá bílunum er illur gestur í görðunum. Trén verða grá og laufið drúpir grátt áður en varir. BÍLUNUM FÆKKAR Á GÖTUN- UM. En annars er bílunum tekið að fækka á götunum, og líkur til'að þeim fækki enn meir á næstunni. Þeir eru að verða bensínlausir hver um annan þveran. Nú mætir maður virðulegum bíleigendum kjagandi á tveimur jafn- fljótum. Sumir menn eru þannig gerðir, að það þarf kraftaverk — eða verkfall, — til þess að fá þá til þess að taka sér göngu í sólskininu. Stræt- isvagnarnir hafa líka fækkað ferðum. og hætt þeim á skemmri leiðunum. Það eru aðeins þeir, sem hefir tekizt að „hamstra" eitthvað, sem geta haldið hjólatíkunum gangandi eitthvað fyrst um sinn. Mér er ekki grunlaust um, að ýmsir séu farnir að hlakka til þess, ef bærinn yrði bílalaus. Þeim verður ef til vill hugsað til nokkurra daga um jólaleytið hér í Reykjavík fyrir ein- um 8 eða 10 árum. Þá var einhvers konar bifreiðaverkfall og engin bifreið sást á götunum. Þá gátu menn sprangað og spigsporað um göturnar þverar og endilangar, án þess að þurfa að líta til hægri né vinstri eða ótt- ast nokkurn skapaðan hlut. Það voru dýrðardagar. Borgin varð svo hljóð og hátíðleg, að margir urðu skáld úti á miðju stræti. Ég býst vð, að Reykja- vík mundi eignast fleiri skáld, ef bílar væru hér engir til. Ef borgin yrði nú bílalaus aftur gætum við haft það, eins og sagt var um íslendinga í Kaup- mannahöfn fyrr á árum. Það var sagt að íslendingar þar þekktust á því, að þeir gengju ævinlega eftir miðjum götunum. v LANDBÚNAÐARSÝNING f NÁND. Senn líður að því, að hin gagnmerka landbúnaðarsýning verður opnuð. Án efa verður þar margt merklegt og at- hyglisvert að sjá, því að hún hefir verið undirbúin af mikilli elju og fyrir- hyggju. Það er búizt við, að fjöldi fólks komi hingað til borgarinnar ut- an af land, þótt aðstæður sveitafólks- ins til þess að bregða sér frá búum, séu ekki sem beztar. Er vonandi, að Reykjavík taki vel á móti aðkomufólk- inu, sem leggur á sig langar og erf- iöar ferðir, til þes að komast á sýn- inguna. Einhver gamansamur maður hefir sagt, að hlutur Reykjavíkur í landbúnaðarsýningunni eigi að verða sá að sýna farartæki þau, sem kölluð hafa verð „landbúnaðarjeppar" og töluvert virðist vera til af í Rey’kja- vík. Eigi þeir að aka fram hjá sýn- irigargestum í röðum og . verður það vafalaust fögur og mikil skrúðfylking!! Krummi. kaupa margar þúsundir af laxa- seiðum fyrir þetta fé? Nú skyldi maður halda, að lax hefði stór- aukizt í nefndri á við þessar að- gerðir, þar sem öllum sel er út- rýmt og áin friðuð að neðan vegna stangarveiði, og örlítillar netaveiði á einum stað. Við skul- um láta staðreyndirnar tala. Fyrir friðunina þá nam arður- inn á sæmilegum veiðijörðum við ána, 6—£ þús. kr. eða með núverandi verðlagi um 50,000 kr. En nú er mér sagt, að stjórn fiskiræktarfélagsins hafi leigt ána til 10 ára fyrir kr. 50,000 á ári, eða álíka og eitt býli mundi gefa af sér með sömu veiði og fyrir friðuijina. (Framhald d 4. síöu) og 20—30 m. langar eða meira. Svo hverfa þær inn í fellið þar sem það hækkar. En þykktin er ekki nema um 1 fet. Mjög eru þessir veggir sprungnir og þvi líkast, sem á þá væri breitt stórriðið net. Þó var ekki að sjá, að þeir mundu hrynja bráðlega. Vel getur svo farið eftir nokkra tugi eða hundruð ára, að skarðið lækki, vegna þess að norðanstormur- inn er búinn að mynda allmikla kvos eða helli inn í móbergið, þar sem skarðið er lægst. Nú varð leiðin brattari og tor- sóttari. Tvö klettabelti þurfti að klífa, en enginn leit aftur og allt gekk vel. Og að lokum var ferðafólkið komið þar, sem Skógafjall er hæst. Þar höfðu landmælinga- menn hlaðið grjótvörðu, og er hún í 644 metra hæð yfir sjó. Þarna, af efstu brúnum Fagraskógarfjalls, er víð útsýn og fögur. Faxaflóaundirlendið sést allt, en Snæfellsnes og Reykjanes yzt til hægri og vinstri. Hið næsta, sem sést, er Haga- hraun að sunnan og austan en Barnaborgarhraun að vestan. Hraun þessi eru gróin að nokkru. í Hagahrauni er fallegur og þroskamikili skógur. Ferðafólkið var statt þarna í einS konar „Hliðskjálf“, en þaðan „sér of heim allan“. Hvergi er loftið eins tært eins og uppi á fjallatindunum. Hvergi er maður eins frjáls og þar. Hvergi er lundin léttari né hreyfingarnar auðveldari. Hvergi sér maður betur tign og fegurð landsins. En það er ekki hollt fyrir göngumóða að sitja lengi í svöl- um vindi. Því var bráðlega lagt til niðurgöngu og gekk ferðin slysalaúst, þó að víða væri bratt og hætta á grjóthruni. Á bæjunum naut ferðafólkið gestrisni húsbændanna. Því- næst var lagt á hestana og hald- ið heim á leið. Var nú farið"yfir mýrar og gamlar hraungötur unz komið var á þjóðveginn. Ekki var langt farið eftir brautinni, þegar bifreið kom á fleygiferð á móti hópnum. Bif- reiðin stanzaði, og út úr henni stigu tveir ungir menn. Annar þeirra var með tóma flösku i hendinni. Lýsti hann því með stórum orðum, að komið hefði gat á botninn á flöskunni og innihaldið lekið niður í bílsætið, að þeir væru á leið á skemmti- samkomu, og að dagurinn væri þeim glataður úr því svona fór með flöskuna. Piltar þessir voru svo ölvaðir, að þeir áttu erfitt (Framhald á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.