Tíminn - 14.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1947, Blaðsíða 3
108. blað TÍMEVN, laagardaglnn 14. jání 1947 3 Tilkynning frá Við- skiptamálar áöuneytin u I Að gefnu tilefni óskar viðskiptamálaráðuneytið að taka fram eftirfarandi: % Um síðustu mánaðamót höfðu verið veitt gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrstu fimm mánuði ársins samtals að fjárhæð rúmar 350 miljónir króna til vörukaupa. í þessari fjárhæð eru meðtalin þau leyfi frá fyrra ári, sem ónotuð voru um síðustu áramót og hafa verið endurnýjuð. Af þessum endurnýjuðu leyfum var þó verulegur hluti aðeins innflutnings- leyfi, þar sem greiðslur höfðu þegar farið fram. Gjaldeyrisyfirfærslur bankanna hafa á sama tíma numið 187 miljónum króna í frjálsum gjaldeyri og 8 miljónum króna í clearingsgjaldeyri eða samtals 195 miljónir, enda mun þá vera greitt megnið af « þeim erlendu innheimtum, sem bönkunum hafa !;j: borizt og gjaldeyrisleyfi eru til fyrir. Af þessari fjár- ;| hæð hafa 79 miljónir króna verið yfirfærðar síðustu jí; tvo mánuði. Verðmæti útfluttrar vöru hefir numið til maíloka um áttatíu miljónum króna, og hefir jjj verið tekið gjaldeyrislán að upphæð 26 miljónir « króna, til þess að hægt væri að ljúka aðkallandi |: greiðslum af tekjum ársins og innstæðum, sem fyrir jjj; hendi voru. Hins vegar munu liggja hér í bönkum jjjj mjög margar innheimtur fyrir vörur, sem fluttar jj:j hafa verið til landsins án þess að leyfi væru fyrir | hendi, og hefir enn engin ákvörðun verið tekin um, « hvort eða hvenær þær verða greiddar. « Vill ráðuneytið nota þetta tækifæri til að vara menn jjjj mjög eindregið við slíkum innflutningi. « 13. júní 1947. jjjj Viðskiptamálaráðuneytið 555555$55$Í35553S5S5SSÍ5$$$$$$$$S$$$Í44$Í$5$$$$SS$5S$$$$$$$4S$$$$5S$4S$$$$S5$$5 S JOTUGIJR: Einar Gíslason bóndl, Urriðafossi. Einn af kunnustu bændum um neðanverða Árnessýslu, Ein- ar Gíslason, Urriðafossi, verður sjötugur í dag. Hann er fæddur að Egilsstöðum í Villingaholts- hreppi 14. júni 1877, sonur Gísla Guðmundssonar bónda þar og Gu(ðrúnar E^inarsdóttúr. Elnar stundaði snemma útróður frá verstöðvunum við Suðurlands- undirlendið, jafnhliða sveita- störfum. Fór í Flensborgarskól- ann um aldamótin og dvaldi þar í þrjá vetur. Eftir það stundaði hann barnakennslu í 7 vetur. Árið 1909 kvæntist hann Rann- veigu Gísladóttur frá Kolsholti í Villingaholtshreppi og hófu þau sama ár búskap að Urriða- fossi, þar sem þau hafa síðan búið myndarbúi i tæp 40 ár. Þau hafa eignast sex börn, en þrjú þeirra eru látin. k* lífi eru þrír synir þeirra. Einar á Urriðafossi 'hefir gegnt flestum trúnaðarstörfum, sem til eru í einu sveitarfélagi. Hann hefir setið í hreppsnefnd 35 ár og lengst af oddviti henn- ar, formaður skólanefndar um langan tíma, sýslunefndarmað- ur, sjúkrasamlagsformaður og þannig mætti lengi telja. Einar er karlmenni mikið og dugandi maður til allra starfa og hefir því ekki komizt hjá því að taka að sér margvisleg trúnaðarstörf samferðamannanna, enda hefir hann átt traust þeirra og álit. Hann er viðsýnn umbótamað- ur, sem alltaf hefir verið reiðu- búinn að leggja framfaramál- unum lið á hvaða vettvangi sem nauðsyn krafði. Hefir hann þá einarðlega stutt þann mál- stað, sem vinnur að bættum at- vinnu- og menningarskilyrðum sveitanna. Margir samstarfsmenn og vinir mun minnast hans í dag með þakklæti og árnaðaróskum. X. Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund sKærum tárum, og hún var svo hrærð, að ég fór öl\ hjá mér. — Ó — elsku hjartans barnið mitt, endurtók hún. Þú skalt ekki setja það fyrir þig. Við Arthúr giftum okkur ekki fyrr en 1. apríl að ári — hann vill ekki hlaupa í hjónabandið undirbúningslaust —, og þang- að til verð ég hér, því að Arthúr segir, að ég geti lært svo margt af þér. En þegar ég fer, skaltu reyna að fá stúlku, sem er eins dugleg og ég, því að annars er ég hrædd um, að störfin hérna. verði þér nokkuð erfið. En samt sem áður ægir skilnaðarstundin mér, og eina nóttina flaug mér í hug hræðileg heimska. Ég skil ekki, hvernig ég gat verið svona ægilegur bjáni. Ég ákvað sem sé að hlaupast úr vistinni, án þess að kveðja nokkurn mann. Mér fannst ég ekki geta kvatt Grundarheimilið ógrátandi, en þess konar harmleik má vinnustúlka ekki leika, þótt hún hafi vistaskipti eftir fárra mánaða dvöl. En ég heyktist á þessu — L. S. G.! — Nú hefi ég af- ráðið að horfast í augu við örlög mín, eins og hug- prúðri konu sæmir. Ég var samt búin að skipuleggja allt. Ég hafði tekið saman föggur mínar og farið hægt og gætilega að öllu, svo að ekkert hljóð heyrðist, og það allra nauðsynlegasta hafði ég látið í lítinn kassa, sem ég ætlaði að binda á bögglaberann á hjólinu mínu. Svo ætlaði ég að leggja af stað nokkru fyrir dögun og ná lestinni í stöðinni, sem næst er kaupstaðnum — það er fjögra mílna leið — og komast heim með morgun- lestinni. Það var aðeins vinur minn Arthúr, sem mér stóð stuggur af — hann mundi leggja af stað um átta- leytið frá búðinni og hringsóla fram og aftur um sveitina á sömu vegunum og ég varð að fara. En ég treysti því, að góðar vættir myndu halda yfir mér verndarhendi — í þetta skipti, eins og svo oft áður á þessu dásamlega sumri. Ég skrifaði húsbóndanum bréf og grét yfir því mörg- um söltum og beiskum tárum. Þar ljóstaði ég upp öll- um þeim brögðum, sem ég hafði beitt — sagði hon- um í hreinskilni, að þetta hefði verið yndislegt sumar og lét í ljós þá von, að ég hefði þrátt fyrir allt innt störf mín sæmilega af hendi, svo að honum veittist ekki allt of erfitt að fyrirgefa mér þetta glannalega uppátæki. Virðingarfyllst — og svo framvegis. Vesalings Hildigerður mín átti líka að fá bréf, sem kostaði ennþá stórfenglegra táraflóð — í það skiptið fossaði úr augunum á mér eins og þakrennum — og loks klykkti ég með fáeinum orðum til Arthúrs, sem ég bað að sjá um, að föggur mínar kæmust einhvern tíma í mínar hendur. Undirrituð hét að borga flutn- ingskostnaðinn. Ég vakti alla nóttina yfir bréfunum, skrifaði og beit á vörina, beit á vörina og skrifaði. Mér fannst tortím- ingin ein bíða mín. Það var kominn dagur á loft, þeg- ar þessu var öllu lokið, og nú var ekki annað eftir en leggja af stað. Ég læddist á sokkaleistunum niður stig- ann, tróð mér í skóna, lét bréfin til húsbóndans og Hildigerðar á spegilhilluna i fordyrinu og brosti dap- urlega við tilhugsunina um allt það fjaðrafok, sem yrði, þegar Hildigerður læsi kveðjuorð mín tíl hennar. Hvað húsbóndanum viðvék, þá var ég sannfærð um, að hann myndi aðeins segja: — E-há og einmitt! Bréfið til Arthúrs ætlaði ég að láta í póst í járn- brautarstöðinni. Það var því í handtöskunni minni. Ég klappaði speglinum og kastaði kossi í áttina til eldhúsdyranna, næturríkis Hildigerðar. Siðan opnaði ég svaladyrnar eins gætilega og mér var unnt og læddist út .... Það var mjög skuggsýnt úti, en inni í svartasta skugganum í króknum undir síðu þakskegginu grillti ég þó í einhverjar verur. Það reyndust vera — Arthúr og Hildigerður! Þau lágu þar í faðmlögum og kysstust lengi og innilega, en hrukku upp eins og bitin af nöðru, þegar hurðin féll að stöf- um á eftir mér. Þetta kom samt ekki að sök fyrir mig, því að mér flaug undir eins smellið ráð i hug — eins og endranær. Ég gætti þess að láta mér ekki bregða né horfa of mikið í kringum mig, heldur gekk hægt og hátíðlega yfir svalirnar, niður þrepin og út i garð- inn, þar sem ég þræddi grasbekkina, svo að fótatak mitt heyrðist ekki inn og vekti húsbóndann. Þá heyrði ég Hildigerði hvísla — það er að segja stynja hásri bassaröddu: — Hún gengur í svefni! — Já, hvíslaði Arthúr. — Við megum ekki vekja hana, þvi að þá getur hún orðið vitlaus! — Hvers vegna heldurðu það? — Ég hefi lesið það í framhaldssögunni I blaðlnu. — Nú-já. — Við skulum læðast á eftir henni, því hún getur dottjð í brunninn eða gengið í vatnið eða gert ein- hvurn skollann. — Já, stundi Arthúr. Ég stikaði aulalega i kringum eplatrén, káfaði á eplunum, sem héngu á greinunum, rauð og höfug — Allir ættu að hjálpa til að safna styrktarfélögum barna- spítalasjóðs HRINGSINS, — 100 kr. á ári í 3 ár eða 300 kr. í eitt skipti fyrir öll. Þá væri barnaspítalanum borgið. Hringið í sína 3146 — 3680 — 4218 — 4224 — 4283, eða gangið inn í Soffíubúð, þar sitja Hringskonur og taka á móti styrktarfélögum. fSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSS 13 bindi fyrir kr. 423.50 Hin nýja útgáfa íslendingasagna, ein, býður yður allar íslendinga sögurnar. Þar eru 33 sögur og þættir, sem ekki eru í fyrri heildarútgáfu og af þeim hafa 8 aldrei verið prentaðar áður. Því aðeins eignist þér allar íslendinga sögurnar, að þér kaupið þessa útgáfu. Gerist strax áskrifendur og vitjið bókanna í bókaverzl- un Finns Einarssonar, Austurstræti 1. Islendingasagnaútgáfan Pósthólf 73, Reykjavík. ::nn Almennur kvennafundur Að tilhlutun kvenfélaga í Reykjavík verður haldinn al- mennur kvennafundur í Iðnó mánudaginn 16. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fumlarcfnl: Slysahætta barna á götum bæjarins, og ráðstafanir gegn því að börn séu eftirlitslaus á almanna- færi. Konur, fjölmennið á fundinn! Undlrbúningsnefndin. Vefnaðarvömr Útvegum frá Tékkóslóvakíu, alls konar álnavörur frá: EAST BOHEIMIAN COTTON MELLS, NATINAL CORPORATION, CZECHOSLOVAKIA. Daglega berast ný sýnlshorn. Einkaumboðsmenn: Jóh. Karlsson & Co. Dýrasýningin í Örfirisey verður opin í dag og framvegis Sjómannadagsráðið SSSSSSSÍS4SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS$SSSSSS*SSSSSSSSSSSSSSSSSS4S4 Hljóðfæri nr gleri. í Þýzkalandi var farið að gera hljóðfæri úr gleri rétt fyrir síðustu styrjöld. Þau voru gerð af sveigjan- legu og selgu gleri og talin mjög góð. í glerverksmiðju einni hafði starfs- fólkið myndað sína eigln hljómsveit, og var þar. eingöngu leikið á gagnsæ hljóðfæri. Glnggar, sem drepa flugur. í Bretlandi er búið að finna upp gler, sem drepur flugur. Skordýraeit- ur og flygnaveiðarar verða brátt al- gerlega úr sögunni, þvl að senn munu allir gluggar verða gerðir af slíku gleri. Flugumar drepast af geisla- myndun frá glrrúðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.