Tíminn - 17.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKXJRINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA hS.
.ITST JÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGRETÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÍJSI, Lindargöw 9A
Sími 2323
31. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 17. júní 1947
109. blað
íslendingar eignast fyrstu flug-
vélina til millilandaferða
Skymaster-vél Loftleiða kom á sunnudaginn
var.
Merkur atburður gerðist í samgöngumálum íslendinga síðast-
liðinn laugardag, þegar skymaster-flugvél Loftleiða settist á
Reykjavíkurflugvöllinn í fyrsta sinn. Hún er fyrsta flugvélin,
sem íslendingar eignast til millilandaflugs, en það hlýtur að
\era þjóðinni bæði metnaðarmál og sjálfstæðismál að annast
sjálf þá flutninga sem mest.
• Koma flugvélarinnar.
Þess hafði verið vænzt, að
flugvélin settist á völlinn kl.
2y2 e. h. og byrjaði fólk strax að
streyma þangað um tvöleytið%
Var komið mikið margmenni að*
flugturninum, þegar flugvélin
settist þar rétt fyrir kl. 3, eftir
að hafa flogið nokkra hringi yf-
ir bæinn.
Þegar farþegarnir höfðu stigið
út úr flugvélinni, flutti formað-
ur Loftleiða h. f., Kristján Jó-
hann Kristjánsson, ræðu. Rakti
hann aðdraganda þess, að Loft-
leiðir hefðu ráðizt í þessi flug-
vélakaup og þakkaði þeim, sem
hefðu veitt félaginu stuðning
sinn. Að ræðu hans lokinni
mælti Emil Jónsson samgöngu-
málaráðherra nokkur orð. Þegar
tollskoðuninni var lokið, gafst
mónnum tækifæri til að skoða
vélina.
Flugvélin lagði af stað frá
New York með nokkra farþega
á fimmtudaginn og fór þá til
Winnipeg. Taldi stjórn Loftleiða
rétt, að vélin heimsækti aðal-
borg Vestur-íslendinga í þessari
fyrstu ferð sinni og gæfi nokkr-
um þeirra kost á að komast
hingað heim með henni. Á föstu-
' daginn var flogið til Gonder á
Nýfundnalandi. Ferðin þaðan til
Reykjavíkur tók um 10 klst.
Ferðin gekk öll að óskum og láta
farþegarnir hið bezta af vél-
inni.
Tildrög flugvélakaupanna.
Forgöngumönnum Loftleiða
hefir frá ,öndverðu verið ljós
nauðsyn^ þess, að íslendingar
eignuðust sjálfir fullkomnar
flugíélar til að halda uppi milli-
landaflugi. Var ákveðið, að fé-
lagið reyndi að eignast Sky-
master flugvél, en með þeirri
ráðstöfun taldi félagið, að það
myiídi verða fyllilega sam-
keppnisfært við erlend flugfé-
lög, enda metnaðarmál íslend-
inga, að fyrsta íslenzka farþega-
vélin, sem eingöngu er ætluð til
* millilandaflugs, sé af hinni full-
komnustu gerð slíkral* farar-
tækja.
Kaupin ákveðin. -^
í fyrravor festi félagið kaup á
Skymaster flugvél í Bandaríkj-
unum, en á þeim tíma voru
miklir erfiðleikar á slíkum kaup-
um vegna þess hve vélar þessar
eru eftirsóttar. Flugvél þessi
hafði áður verið lítið eitt notuð
til flutninga á hermönnum og
þurft^. því að innrétta hana að
nýju til farþegaflugs, og gera á
henni nokkrar breytingar til
samræmis við ströngustu kröfur
flugvélaeftirlits Bandaríkjanna.
Upphaflega var svo ráð fyrir
gert, að vélin yrði fullbúin á
s. 1. sumri, en af óviðráðanlegum
ástæðum gat það ekki orðið fyr
en nú. Töf þessi orsakaðist að-
allega af örðugleikum á að út-
vega ýms nýtízku tæki, sem nú
er krafizt í Bandaríkjunum.
Stærð vélarinnar og áhöfn.
Skymaster flugvélin er með 4
1350 hestafla Pratt & Wit-
ney hreyflum. Vængjahaf henn-
ar er 118 fet, lengd 94 fet. Mesti
þungi flugvélarinnar fullhlað-
innar, má vera 33 smálestir.
Meðalhraði vélarinnar eru 200
mílur á klukkustund. Sæti eru í
vélinni fyrir 46 farþega, auk
geymslu fyrir póst og farangur.
Áhöfn vélarinnar eru 2 flug-
menn, vélamaður, siglingafræð-
ingur, loftskeytamaður og tvær
flugþernur. Félaginu er það
metnaðarmál, að áhöfn flugvél-
arinnar verði alíslenzk svo fljótt.
sem tiltækilegt er. Félagið mun
þó fyrst og fremst kappkosta,
að þeir einir stjórni vélinni, sem
örugt má telja að hafi til þess
fullkomna kunnáttu og reynslu.
Áhöfn vélarinnar verður nú
bandarísk, að undanteknum
öðrum flugmanni, en það verða
til skiptis elztu og reyndustu
flugmenn félagsins, þeir Krist-
inn Ólsen, Sigurður Olafsson og
Alfred ?jíasson. Tvær íslenzkar
flugþernur verða í vélinni. Flug-
kapteinn verður Byron More.
Hann varð ungur flugmaður
1923 og hefir stundað þá atvinnu
síðan. Hann er þrautreyndur á
(Framhald a 4. síðu)
Kvennaskóiinn
aoVarmaiandi
Skólinn var vígður sl. laugardag aðf viðstöddu
fjölmenni — 30 námsnieyjar útskrifuðust
Hinn nýi og glæsilegi húsmæðraskóli Borgfirðinga að Varma-
landi í Borgarfirði, sem tók til starfa á síðastl. hausti, var vígður
siöastl. laugardag. Fór sú athöfn vel og virðulega fram og kom
f.iöldi fólks víðs vegar að úr héraðinu til að skoða hin glæsilegu
húsakynni þessa veglega menntaseturs, og vera viðstatt vígsluna.
Áðúr en vígsluathöfnin hófst
var gestum boðið til miðdegis-
verðar, þar sem framreiddir
voru hinir prýðilegustu réttir af
mikilli rausn og myndarskap.
sem bar greinilega vott uffi
kunnáttu og hæfni skólastyr-
unnar, Vigdísar Jónsdóttuv og
nemenda hennar.
Saga skólamálsins.
Undir borðum voru haldnar
nokkrar ræður. Fyrst tók til
máls frú Geirlaug Jónsdóttir,
sem ersformaður skólanefndar.
Bauð hún gesti velkomna og
rakti í stuttu máli sögu skóla-
byggingarinnar.
Það voru ungmennafélagr í
héraðinu, sem fyrst vöktu máls
á því að húsmæðraskóli þyrfti
að risa í héraðinu, en síðar tók
Samband borgfirskra kvenna
málið í sínar hendur og fleytti
því áfram. Er það forgöngu þess
(Framhald á 3. síðu)
Eftir tvö hallærissumur hjá útvegsmönnum og
sjómönnum, ætla kommúnistar aö stööva
HÚSMÆDRASKÓLINN A YARMALArVDI
Þetta er mynd af hinum glæsilega húsmæðraskóla Borgfirðinga að Varma-
Iandi. Hann var vígður s. I. laugardag, sbr. grein á öðrum stað í blaðinu.
Ljósm.: Guöni Þórðarson.
síldveiðarnar .
Siglfirzkir verkamenn fá ekki ao' vinna fyrir
frekju reykvískra kommunista, sem hafa láíio
Þrótt fyrirskipa ólöglegt verkfall
frá 20. þ. m.
Nú þegar stjórn Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði hefir
tekið þá afstöðu að lýsa yfir ólöglegu verkfalli við Síldarverk-
smiðjur ríkisins á Siglufirði frá 20. þ. m., þykir rétt að rifja hér
upp að nokkru gang kaupgjaldsmálanna á Siglufirði s. 1. vor og
fram til þess.
Niöurgreiðslurnar iækka
vísitöluna um 55 stig
Ríkisstjórnin hefir sent blöðunum svohljóðandi greinargerð
lim niðurgreiðslur ríkissjóðs á vöruverði innanlands:
Niðurgreiðslur á vöruverði tiln
að halda vísitölunni í 310 stig-
um, hafa að tilhlutun ríkis-
stjórnarinnar verið gerðar eins
og hér segir:
1. marz s. 1. var verð á kjöti
lækkað um kr. 1.00 pr. kg. og
verð á kartöflum um kr. 0.30 pr.
kg. Verðlækkun þessi svarar til
6.3 vísitölustiga.
1. apríl var verð á kjöti lækk-
að um kr. 1.00 pr. kg. Þessi
verðlækkun svarar til 3.7 vísi-
tölustiga.
¦ 1. júní var verð á smjöri út á
skömmtunarseðla lækkað um kr.
4.00 pr. kg., verð á smjörlíki um
kr. 2.50 pr. kg. og verð á kar-
töflum' um kr. 0.15 pr. kg., eem
samtals svarar til 6 vísitölu-
stiga.
Samtals nema þessar niður-
greiðslur því 16 vísitölustigum,
og mundi því vísitalan nú vera
326 stig, ef þær hefðu ekki kom-
ið til framkvæmda.
Auk ]pess var kjöt, mjólk og
kartöflur áður greitt niður sem
svaraði 33.4 vísitölustigum.
Þá hefir loks verið keypt ís-
lenzkt smjör til afhendingar
gegn skömmtunarseðlum á sama
verði Qg áður. Svarar sú niður-
greiðsla til 5.6 vísitölustiga.
Samtals nema þessar niður-
greiðslur því, að vísitalan lækk-
ar um 55 stig, mundi vera 365
stig, ef ekki væri að gert.
Allur kostnaður við niður-
greiðsluna er greiddur úr ríkis-
sjóði.
~~—-—"t
Síld fyrir Aust-
urlandi
Seinustu dagana hafa borizt
margar fregnir um, að síld hafi
sézt vaða víða fyrir Austfjörð-
um, og fiskur, sem hefir veiðst
þar, hefir verið fullur af sild.
íslandsglíman
Gnðm. Agústsson varð
glímukóngur.
íslandsglíman fór fram að
Haukadal í Biskupstungum á
sunnudaginn var.
Keppendur voru átta, og fóru
leikar þannig, að Guðmundur Á-
gústsson varð hlutskarpastur,
lagði alla andstæðinga sípa og
hlaut þar með sæmdarheitið:
Glímukóngur fslands.
Guðmundur Guðmundsson
varð annar með 6 vinninga, en
þriðji varð Friðrik Guðmunds-
son með 3+2 vinninga. Urðu
fyrst fjórir keppendur að glíma
um þriðju verðlaun, en síðan
þrír og varð Priðrik þá hlut-
skarpastur.
Sigurjón Guðmundsson, sem
varð skjaldarhafi Ármanns, varð
nú lægstur að vinningum, fékk
aðeirts einn vinning. Glimdi
hann þó vel, en var óheppinn.
Yfirburðir Guðmundar glímu-
kóngs voru miklir og hefír hann
sjaldan glímt betur.
Áhorfendur voru fast að 300,
flestir úr nágrenninu. Dómarar
voru Þorsteinn Einarsson, Bjarni
Bjarnason og Sigurður Greips-
son.
Forsetina kominn
heim
Forseti íslands kom heim með
flugvél frá Kaupmannahöfn á
laugardagskvöldið var.
Forsetinn fór utan seint í ap-
ríl til að vera viðstaddur jarð-
arför'Kristjáns konungs, en síð-
an vai* hann til lækninga í Sví-
þjóð. Forsetinn hefir nú fengið
fulla bót meina sinna.
Allmikið hefir að vísu verið
ritað um mál þetta, og fram-
koma komm.únistanna í máli
þessu er orðinn landskunn, en
þar sem málsmeðferð þeirra er
með þeim emdemum, sem raun
er á, verður gefið hér glöggt
yfirlit yfir deiluna frá því, að
verkamannafélagið Þróttur
sagði upp kaupgjaldssamning-
við S.R. og þar til stríðsyfirlýs-
ing kommúnista á hendur síld-
ariðnaðinum birtist.
Lítill áhugi á Siglufirði fyrir
uppsögn samninga.
Þann 14. febrúar s.l. tilkynnti
verkamannafélagið Þróttur á
Siglufirði Síldarverksmiðjum
ríkisins á Siglufirði, að það hafi
samþykkt að segja upp þágild-
andi verkakaupasamningum,
e? gilda skyldu til 15. apríl
þ. á. Verkamannafélagið hafði
boðað til leynilegrar atkvæða-
greiðslu um málið, eh þátttaka
í þeirri atkvæðagreiðslu var lítil.
Um 150 meðlimir greiddu at-
kvæði af rúmum 600, sem í
Þrótti eru, og var langt frá þvi,
að Þróttármeðlimir væru þar
á eitt sáttir, því að uppsögn
kaupgjaldssamninga var sam-
þykkt með um 20 atkvæða
meiri hluta.
. Sú deyfð, sem ríkti í atkvæða-
greiðslu þessari, stafaði af því
að meiri hluti Siglfirskra verka-
manna töldu ekki ástæðu til, né
heillavænlegt að hækka kaup
og auka með því dýrtíðina.
Þeim litla meiri hluta, sem
kommúnistar náðu í þessari
fyrstu atkvæðagreiðslu Þróttar-
meðlima á þessu ári, náðu þ<jir
með því að hafa í frammi mik-
inn áróður að þeirra hætti.
[ Afstaða kommúnista til grunn-
kaupshækkunar, meðan Áki
var í ríkisstjórn.
Það er vert að athuga það við
birtingu hinnar ólöglegu verk-
fallstilkynningu kommúnista,
að í vetur flutti einn meðlimur
í Þrótti tillögu um 10 aura
grunnkaupshækkun. Kommún-
istar áttu ekki nógu sterk orð
þá til þess að lýsa andúð sinni
á þessu brölti og felldu tillög-
una. Þá var það af einskærri
þjóðhollustu, og ef til vill fyrir
áeggjan Brynjólfs og Áka, sem
enn sátu í mjúkum ráðherra-
stólum og áttu fastlega von á
framlengingu sem slíkir. Það
ber ekki allt upp á sama daginn.
Fulltrúar frá stjórn S. R. og
Þróttar ræðast við.
Eftir að stjórn S.R. hafði
borist tilkynning um uppsögn
samningsins við Þrótt, hófust
viðræður milli stjórnar Þróttar
og stjórnar S.R. um kaupgjalds-
málin. Ákveðið var af aðilum
þessum, að fulltrúar frá hvor-
um aðila tækju upp samninga-
tilraunir, og hófust þær 11.
marz og stóðu nokkra daga.
Samþykkt var þá að fresta
frekari samningaumleitunum
þar til i fyrri hluta aprílmán-
aðar.
Þó tókst ekki í byrjun apríl
a0 heíja samningaumleitanir,
þar sem verksmiðjustjórn 'var
önnum kafin á fundum í
Reykjavík í sambandi við bygg-
ingamál verksmiðjanna og af-
urðasölumálin, en 21. -apríl
hefjast viðræður samninga-
nefndanna á ný og standa yfir
í tæpa viku.
Samkomulag næst.
Þann 26. apríl skeður svo það
að fullt samkomulag næst um
deiluatriðin milli fulltrúa Þrótt-
ar og fulltrúa verksmiðjustjórn-
ar (þá var línan ekki komin frá
Reykjavik).
í upphafi samkomulags, sem
fulltrúar beggja aðila undirrita,
segir svo:
„Undirritaðir fulltrúar verka-
mannafélagsins Þróttar, Siglu-
firði og fulltrúar frá stjóm
Síldarverksmiðja ríkisins höfum
orðið sammála um að leggja
fyrir* til úrskurðar hverjir fyrir
sinn umbjóðanda eftirfarandi
breytingar á verkakaupssamn-
ingi þeim milli nefndra aðila,
sem gilti frá 1. marz 1946 til 15.
apríl s.l."
Hér kemur 'fram eindreginn
vilji samninganefndarmanna
beggja aðila og hann er sá, að
(Framhald á 4. síðu)
Verkamenn taka
ráðin af komm-
únistnm
Kommúnistar hafa beðið mik-
inn ósigur hjá verkamönnum í
Borgarnesi. Stjórn verkamanna-
félagsins þar, sem er skipuð
kommúnistum, hafði fyrirskipað
samúðarverkfall vegna Dags-
brúnardeilunnar að félagsmönn-
um forspurðum. Margir félags-
manna mótmæltu þessum að-
förum og var haldinn fundur í
félaginu á sunnudaginn. Fund-
urinn stóð í f imm klst. og sendi
Alþýðusambandið félagsstjórn-
inni mann til aðstoðar. Það kom
fyrir ekki, og var samþykkt með
48:8 atkv. að lýsa vantrausti á
félagsstjórnina og taka ekki
\\ þátt í samúðarverkfalli.
5; Þá hefir verkamannafélagið
j? Fram á Sauðárkróki samþyffkt
* með 52:1 atkv. svohljóðandi á-
lyktun:
„Fundurinn lítur svo á, að til
( þessarar kaupdeilu sé ekki stofn-
að vegna félagslegra og sam-
eiginlegra stéttarhagsmuna
fyrir launþegana og alþýðuna í
þessu landi. og getur þar af leið-
andi ekki fallizt á, að félagið
gangi út í samúðarverkfall á
þessu stigi málsins."
Sveinafélag járnsmiða á Ak-
ureyri hefir einnig neitað að
taka þátt í samúðarverkfalli.
Áður hefir verið sagt frá slíkum
ákvörðunum verkamannafélag-
anna á Akranesi, ísafirði, Seyð-
isfirði og Fáskrúðsfirði.
\