Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARENN ÞÓRARINSSON > ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. ..ITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargöw 9A Siml 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 19. júni 1947 110. blað Glæsilegt íslandsmet sett á 17. júní mótinu Finnbjörn. I»orvaldsson rann 100 m. skeiðið á 10.7 sek. Tvö ný íslandsmet og eitt drengjamet voru sett á frjálsíþrótta- móti í. S. í., sem haldið var í fyrradag. Finnbjörn Þorvaldsson hljóp 100 m. á 10.7 sek., en gamla metið, sem Finnbjörn setti í fyrra, var 10.8 sek. A-sveit í. R. hljóp 1000 m. boðhlaup á 2.02.5 mín., en gamla metið, sem sveit úr í. R. setti 1945, var 2.04.1 mín. Drengjametið setti Haukur Clausen, sem hljóp 100 m. á 11.0 sek., en Haukur er ekki nema 18 ára gamall. Þrír íþróttaflokkar úr Árraanni fara til Helsingfors Þrír íþróttaflokkar úr Ar- manni eða rúmlega 40 njanns, munu taka þátt í hinu mikla í- þróttamóti, sem haldið verður í Helsingfors í sumar og hefst 29. þ. m. Mót þetta mun standa í rúman mánuð og hefir 26 þjóð- um verið boðin þátttaka í því. Gert er ráð fyrir, að þátttakend- ur verði um 70 þús. og verður þetta eitthve rt stærsta íþrótta- mót, sem haldið hefir verið. Þegar boðið barst hingað síð- astliðinn vetur, ákvað í. S. í., að fimleikamenn úr Ármanni skyldu mæta þar fyrir íslend- inga. Síðar bauð Glímusamband Finnlands Ármanni að senda þangað glímuflokka. Það verða þrír flokkar úr Ármanni, leik- fimisflokkur kvenna, leikfimis- flokkur karla og glímumanna- ÖBeztu íþróttamennirnir. Met Finnbjarnar í 100 m. hlaupinu var bezti árangurinn á mótinu og hlaut hann því kon- ungsbikarinn, sem er jafnan veittur þeim, er nær bezta ár- ■■ angrinum á 17. júní mótinu. Met 1 hans gaf 934 stig. Næstbezta árangrinum náðu Huseby í kúlu- varpi og Haukur Clausen í 100 m. hlaupi. Auk þeirra íþróttamanna ,sem áður eru kunnir orðnir, vöktu þeir Haukur og Örn Clausens- bræður og Hjálmar Torfason sérstaka athygli. Haukur og Örn, sem eru tvíburar, eru að- eins 18 ára gamlir og eru sér- staklega glæsileg íþróttamanns- efni. Hjálmar er ungur Þingey- ingur, sem bar sigur úr býtum í spjótkastinu. Skemmtilegar keppnir Sú keppni, sem áhorfendum þótti einna mest spennandi, var viðureign þeirra Óskars Jóns- sonar og Kjartans Jóhannesson- ar í 800 m. hlaupi. Kjartan hefir um skeið borið af keppinautum sínum á þessari vegalengd, flokkur, sem fara héðan á mótið. unz Óskari tókst að setja þar Munu þeir fara héðan í næstu nýtt met í fyrra.Óskar varð hlut viku með Skymastervélinni skarpari nú, en mjóu munaði. Heklu. Glímuförin til Noregs Glímuflokkur Ungmennafélags Reykjavikur, sem fór til Noregs, kom heim síðastl. laugardag. Flokkurinn hafði fimm sýning- ar í Noregi, þar af 3 í Bergen, og fékk jafnan mikla aðsókn og beztu undirtektir. Þeír, sem voru í förinni, róma mjög móttökur Norðmanna. Fararstjóri var séra Eiríkur J. Eiríksson, en glímu- stjóri Lárus Salómonsson. Auk glímumannanna voru nokkrir ungmenftafélagar utan af landi með í förinni. Kann það að hafa ráðið nokkru, að Kjartan hefir verið veikur nýlega. Keppnin í 5000 m. hlaupi var einnig mjög hörð. Þórður Þor- geirsson leiddi fyrst hlaupið, en síðan fór Sigurgeir Ársælsson fram úr honum. Leiddi hann síðan hlaupið, unz Þórður reif sig fram úr honum í seinustu umferðinni. Var lokasprettur beggja harður og skemmtilegur. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum urðu þessi: 100 m. hlaup: Finnbjörn Þor- valdsson (ÍR) 10,7, Haukur Clausen (ÍR) 11.0, Örn Clausen (ÍR) 11.3. 800 m. hlaup: Óskar Jónsson (Framhald á 4. siðu) Frægir sænskir íþróttamenn keppa hér um mánaðamótin Þrír sænskir íþróttamenn munu taka þátt í afmælis- móti íþróttafélags Reykjavík- ur, sem haldið verffur um næstu mánaðamót. Eru þaff þeir Anton Bolinder, Olaf Læsker og Roland Nilson. Einnig er von á Roland Sun- din og Olle Lindén. Þetta eru allt mjög góðir i- þróttamenn og standa í fremstu röð í Evrópu. Bolinder varð Ev- rópumeistari í fyrra í hástökki á 1,99 m., en í ár hefir hann stokk- ið 1^4. Læsker varð Evrópu- meistari í langstökki í fyrra. Hefir hlaupið 100 m. á 10,6 sek. og 200 á 21,7. Roland Nilsson varð að lúta í lægra haldi fyrir Huseby á Evrópumeistaramót- inu, en héfir þó náð jafngóðum árangri í kúluvarpi og hann, 15,69 m. — Sundin hefir hlauplð 1500 m. á 3,50 mín., 3000 m. á 8.16,0 mín. og 5000 m. á 14.20 mín. Olle Lindén er sá hinn sami er kom hingað s. 1. sumar. HATIÐAHÖLDIN 17. JUNI Hátíðahöldin 17. júní í Reykjavík fóru fram eins og gert hafði verið ráð fyrir og eftir þeirri dagskrá, sem birt var hér i blaðinu. — Hátíðahöldin hófust skömmu eftir hádegi með skrúðgöngu frá háskólanum á Austur- völl. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti guðsþjónustu i dómkirkj- unni. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, talaði af svöium Alþingis- hússins og lagði blómsveig á fótstall líkneskis Jóns Sigurðssonar. Frú Alda Möller kom fram á svalir Alþingishússins í gervi Fjallkonunnar. Að lokum talaði Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra af svölum Alþingis- hússins. — íþróttamót var haldið, sem sagt er frá á öðrum stað í blað- inu. — Um kvöldið voru hátíðahöld í Hljómskálagarðinum og að lokum dansað á Fríkirkjuveginum til kl. 2 um nóttina. — Myndin er af forseta íslands, er hann leggur blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar. — (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Fréttlr frá Skagaströnd: Vörusala Kaupfél. Skagstrend- inga nam 24 milj. kr. á síöastl. ári Nýtt félag' hefur íitgerð tveggja báta. Affalfundur Kaupfélags Skagstrendinga var haldinn 7. júní. Sala félagsins s. 1. ár á erlendum vörum nam iy2 millj. kr., en crlendra og innlendra vara samtals um kr. 2.400.000,00. íslandsmótiÖ í knattspyrnu Á sunnudaginn var kepptu Valur og Akurnesingar. Bar Val- ur sigur af hólmi með fjórum mörkum gegn engu. í gærkvöldi kepptu K. R. og Víkingur og lauk leiknum með sigri K. R., tvö mörk gegn einu. Allmargt fólk var á vellinum að vanda og veður með bezta móti. Leikurinn var allfjörugur og töluvert harður, en oft skipt- ust á góð upphlaup. Fundurinn samþykkti að end- urgreiða til félagsmanna af á- góðaskyldri úttekt 6%, er greið- ist út og 3%, er gangi til stofn- sjóðs. Þá ákvað fundurinn að kaupa hluti í nýstofnuðu útgerðarfé- lagi Höfðakaupstaðar, fyrir kr. 15.000,00. Á síðastliðnu ári kom félagið upp brauð- og kökugerð, ásamt brauðbúð, er það starfrækir. Þá reisti það vöruskemmu um 1600 rúmmetra að stærð. í tilefni af 40 ára afmæli, sem félagið á nú á þessu ári, kaus aðalfundur Ólaf Björnsson, bónda á Árbakka, sem heiðurs- félaga, en Ólafur var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og lengi í stjórn þess, og ávallt ó- trauður stuðningsmaður. Úr stjórn félagsins átti að ganga Björn Þorleifsson, og var hann endurkosinn. Endurskoð- andi til 2ja ára var endurkosinn Guðmundur Guðlaugsson, bóndi Árbakka. Ilangindum tryggingalaganna mótmælt. Fundurinn samþykkti eftir- farandi tillögu, snertandi lög um almannatryggingar: „Fundurinn mótmælir ein- dregið atvinnurekandaskatti þeim, sem 112. gr. hinna nýju tryggingarlaga leggur á alla einstaklinga og félög, sem menn hafa i vinnu, og skorar fastlega á Alþingi að fella niður um- rædda grein nefndra laga. Jafnframt skorar fundurinn á Ti;yggingarstofnun ríkisins, að innheimta ekki skattinn á þessu ári“. Útgerffarfélag Höfffakaup- ■ staðar stofnaff. I Nú fyrir stuttu hefir verið stofnað í Höfðakaupstað félag er nefnist Útgreðarfélag Höfða- kaupstaðar h.f. Svo sem nafnið I (Framhald á 4. síðu) Rifsnes hefir ekki orð ið síldarvart enn Vélskipið Rifsnes hefir að undanförnu verið í rannsókn- arleiðan,gri fyrir Norðurlandi og leitað síldar. Samkvæmt fréttum sem Tímanum hafa borizt frá skipinu, var það i gær statt á Seyðisfirði og beið betra veðurs til að halda áfram síldarleitinni sem ennþá hefir ekki borið neinn árangur. Rannsakað hefir verið allt svæðið frá Horni til Kolbeins- eyjar og þaðan til Tjörnes Hefir komið í ljós, að á svæði þessu er töluvert mikil rauðáta og virðist fara vaxandi. Sjávar- hiti hefir verið 6—7 stig á þessu svæði. Rannsökuð var öll leiðin frá Maríueyjuín, 50 mílur norð ur af Sléttu, og til Langaness. Þá var rannsökuð grunnleiðin til Seyðisfjarðar. Var þar mjög lítil rauðáta og sjávarhiti 5—6 stig. Vegna veðurs hefir ekki verið hægt að rannsaka djúpt út af Austurlandi. Á öllu þessu svæði hefir engin síld sést og engin fengizt í rek- net. Áðgerðaleysi fyrv.stjórn- ar í fisksötumálunum. vítt Frá aðalf. söluiniðsloðvar hraðfryslihiisaiuia. Affalfundur sölumiffstöffvar hrafffrystihúsanna var haldinn hér í bænum 11.—13. þ. m. Auk venjulegra affalfundarstarfa og skýrslna, sem erindrekar sölumiffstöðvarinnar fluttu, voru gerðar jar ýmsar samþykktir um málefni útvegsins. Alveg sérstaklega var lögff áhersla á betri undirbúning viffskiptasamninga en átt hefffi sér stað á síffastl. vetri. Nokkrar helztu ályktanir fundarins fara hér á eftir: Viffskiptasamningar við 0 önnur lönd. „Fundurinn álítur mjög ó- heppilegt að samningar við önn- j ur lönd um sölu á útflutnings- vöru hvers árs séu hafnir eins seint og gert var um afurðir yf- irstandandi árs. Fundurinn skorar þess vegna á ríkisstjórnina að hefja samn- inga um sölu afurðanna i fram- tíðinni mun fyrr en nú var gert. Fundurinn tekur undir þá samþykkt nýafstaðins aðalfund- ar L. í. Ú., að nauðsynlegt sé að tryggja, að unnið sé að afurða- sölumálunum á skipulagsbund- inn hátt allt árið, og að sölu- samningar við önnur ríki megi ekki tefjast vegna pólitískra flokkadrátta innanlands". Viðskipti viff Spán og Ítalíu. „Fundurinn beindi því til rík- isstjórnar íslands, að gera sem fyrst verzlunarsamninga við Spán og önnur þau lönd, sem líkleg eru til þess að kaupa ís- lenzkar sjávarafurðir. Auk þess beinir fundurinn því að ríkisstjórninni, að hvers kon- ar verzlunarupplýsingar frá sendiráðum okkar erlendis verði auknar að mun. Ennfremur að ríkisstjórnin sendi sem fyrst verzlunarfróð- an fulltrúa til Þýzkalands eins og Norðurlöndin hafa gert“. „Fundurinn telur nauðsynlegt, að notfærðir séu að fullu þeir möguleikar, sem fyrir hendi kunna að vera á vöruskiptum við Ítalíu“. Markaffsleitir fyrir sjávarafurðir. „Fundurinn lýsir því mjög eindregið yfir, að hann telur eitt af mestu nauðsynjamálum frystihúsanna, að varið verði miklu fé til auglýsinga á fram- leiðsluvörum þeirra á erlendum mörkuðum. í þessu sambandi skorar fund- urinn á stjórn Fiskimálasjóðs og ríkisstjórn, að leggja fram (Framhald á 4. síðu) FJALLKONAN Mynd þessi eraf Fjallkonunni, frú Öldu Möller. Er hún tekin í Alþingis- hússgarðinum 17. júní, er hún kom niður af svölum Alþingisliússins, eftir að hafa ávarpað mannfjöldann. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Frá Kvenréttinda- félagi íslands Þriðji fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags íslands var haldinn i Reykjavík dagana 14. —16. júní síðastl. Á fundinum voru mættir fulltrúar -úr öllum fjórðungum landsins, nema Vestfirðingafjórðungi. Voru gerðar samþykktir varðandi ýms Voðaskot Það slys vildi til á Húsavík síðastl. mánudagskvöld, að ung- ur maður beið bana af voðaskoti. M^ður þessi hét Karl Valdi- mar Parmesson. Hann var að koma af sjó með tveim drengj- um og hafði byssu meðferðis. Rétt í lendingunni hljóp skot úr byssunni og fór kúlan í höf- uð mannsins. Hann lézt sam- stundis. Þing Kvenfélaga- sambandsins Þing Kvenfélagasambands ís- lands var sett hér í bænum í gærkvöldi. Þingið sækja um 40 fulltrúar víðs vegar að af land- inu. Ýms mikilvæg mál verða til umræðu. Þingið stendur til 25. þ. m. Fundir þess eru haldn- ir í háskólanum og hefjast dag- réttinda- og áhugamál kvenna, lega kl. 13.30. Ollum konum er svo sem atvinnumál og útgáfu heimill aðgangur meðan húsrúm (Framhald á 4. síðu) leyfir. Listsýning Nínu Sæmundsson Listsýning ungfrú Nínu Sæ- mundsson var opnuð í Sýning- arskála myndlistarmanna kl. 5 á mánudaginn var. Biskupinn, herra Sigurgir Sigurðsson, opn- aði sýninguna með ræðu og bauð listakonuna velkomna til ætt- landsins. Á sýningunni eru 29 málverk og 29 höggmyndir, en þó er það aðeins lítill hluti af verkum listakonunnar. Flest þeirra eru í New York og Los Angeles, enda eru mörg þeirra i því formi, að erfitt er að flytja þau yfir hafið til sýningar. Uppsögn Mennta- skólans í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var sagt upp 16. þ. m. Pálmi Hannesson rektor flutti þar snjalla ræðu að vanda. Að þessu sinni útskrifaði skólinn 72 stud- enta, 40 úr máladeill, 30 úr stærðfræðideild og 2 utanskóla. Rúmlega 40 nemendur stund- uðu nám við skólann í vetur. Undir inntökupróf gegngu 156 og stóðust 133 þeirra prófið. Við skólauppsögn afhenti Sig- urjón Jónsson skólanum mál- verk af Halldóri Frðirikssyni yfirkennara, sem 50 ára stúd- entar gáfu skólanum, og Thor Thors afhenti málverk af Jóni Ófeigssyni yfirkennara, sem 25 ára stúdentar gáfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.