Tíminn - 20.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1947, Blaðsíða 1
V RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Simar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. I „ITST JÓR ASKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI. Llndargðtu 9 A öím&r 2353 og 4373 AFGRECÐSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÖSI, Llndargöu ÐA Simi 2323 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. júní 1947 111. blað ERLENT YFIRLIT. Bandaríkin og endurreisn Evrópu Reyna Rússar að koma í veg fyrir, að Randa- ríkin veiti Evrópuþjóðnnnm aukna aðstoð? Það alþjoðamál, sem nú er einna efst á baugi, er yfirlysing Marshalls utanríkismálaráðherra um framlag Bandaríkjanna til endurreisnarinnar í Evrópu. í ræðu, sem Marshall hélt nýlega í Harvardháskóla, lýsti hann yfir því, að Bandarikin væru fús til þess að leggja stórum meira af mörkum til endurreisnarinnar i Evrópu, en þeir hafa gert hingað til. Hann hefir síðan endurtek- ið þessa yfirlýsingu sína, en bætt því við, að Evrópuþjóðirnar þyrftu að ákveða það sem mest sjálfar, hvernig aðstoð Banda- ríkjanna skyldi háttað, og tryggja það þannig, að hún kæmi að sem mestum notum. í Bandaríkjunum hefir þess- ari yfirlýsingu Marshalls yfir- leitt verið vel tekið. Flest blöðin hafa lýst fylgi sínu við hana og foringi republikana i utan- ríkismálum, Vandenberg öld- MARSHALL utanríkismálaráðh. Bandaríkjanna. ungadeildarmaður, hefir tjáð henni fylgi sitt. Sú skoðun ryður sér til rúms í Banda- ríkjunum, að lýðræðisstefnan sé i mikilli hættu í Evrópu, ef ekki takist fljótlega að rétta við fjár- haginn og atvinnuvegina, en hvort tveggja er þar víðast í kaldakoli eftir styrjöldina. — Einkum séu Frakkland og ítalía í mikilli hættu í þessum efnum. Pari svo, að lýðræðisskipulagið r.resti í þessum löndum, getur 1 að skapað aukna stríðshættu c~ ko^tað Bandaríkin miklu j -iri útgjöld síðar en sú aðstoð »• -ndi kosta, sem þarf til að > *;ta við efnahag þessara landa. i að séu þvi ekki síður hags- ERLENDAR FRETTIR Palistínunefnd Sameinuðu þjóðanna hefir byrjað starf sitt. Æðsta ráð Araba í Palestínu hefir neitað allri samvinnu við nefndina og fyrirskipað sólar- hrings verkfall til að mótmæla henni, feggar hún hóf starf sitt. Telja Arabar, að ofmikið tillit hafi verið tekið til Gyðinga við skipun nefndarinnar. Sjómannaverkfalinu, sem hófst í Bandaríkjunum fyrir nokkru, er nýlokið. Var samið um nokkura kauphækkun. Truman forseti hefir neitað að staðfesta lög, sem þingið samþykkti nýlega, um skatta- lækkun. Nicola, forseti ítalíu, hefir á- kveðið að biðjast lausnar. ítalska þingið hefir nýlega samþykkt að fresta þingkosn- ingum, sem áttu að fara fram i haust, til næsta árs. Mikil vatnsflóð í miðfylkjum Bandaríkjanna hafa valdið miklum skemmdum á uppskeru. Tvö stór flugslys urðu í Banda- ríkjunum um seinustu helgi. Farþegaflugvél með fimmtíu manns rakst á fjall og fórust allir. Risaflugvirki fórst með 12 manna áhöfn. Tilraunir kommúnista til aö koma á samúð- arverkföllum hafa misheppnast aö mestu FYRSTA ÍSLErVZKA SKYMASTERFLUGVÉLIÍV munir Bandaríkjanna sjálfra en þessara landa, að þeim sé veitt hjálp til að koma fjármálum sínum á réttan kjöl. Það kann og að ráða afstöðu sumra Bandaríkjamanna, að framleiðsla þeirra er orðin svo mikil i ýmsum greinum, að heimamarkaðurinn nægir þeim ekki lengur, en Evrópuþjóðirn- ar, sem vildu kaupa þessar vör- ur geta ekki keypt þær vegna gj aldeyrisskorts. Aðstoð Banda- ríkjanna við þessar þjóðir myndi greiða fyrir aukinni sölu á ameríckum vörum í Evrópu. Llklegt þykir, að það hafi ýtt undir yfirlýsingu Marshalls, að eitt af forsetaefnum republik- ana, Stassen, bar fram þá til- lögu eftir Evrópuferð sina í vetur, a"ð Bandaríkin lánuðu öðrum þjóðum til. viðreisnar- starfseminnar upphæð, er svar- aði til 10% af þjóðartekjum þeirra næstu árin. Þessi lán yrðu endurgreidd á löngum tíma og að meira eða minna leytl með vörum. í Evrópu hefir yfirlýsingu Marshalls yfirleitt verið vel tek- ið. Einkum hafa Bretar fagnað henni og hafið undirbúning þess, að Evrópuþjóðirnar gerðu tillögur um, hvernig aðstoð Bandaríkjanna skyldi háttað. Bevin fór í þessum erindagerð- um til Parísar í byrjun þessarar viku og ræddi þar við Bidault um þessi mál. Er talið að þeim hafi komið saman um að senda Rússum orðsendingu þess efnis, að Bretar, Frakkar og Rússar boðuðu sameinglega til ráð- stefnu, þar sem þessi mál væru rædd. í rússneskum blöðum hefir yfirlýsingu Marshalls verið tek- ið með allmikilli tortryggni. Óttast ýmsir, að Rússar muni reyna að spilla fyrir því, að Evrópuþjóðirnar þiggi þessa að- stoð. Bretar og Frakkar munu þó telja rétt að gefa Rússum kost á því að vera með í ráðum, svo að þeir geti ekki kennt því um síðar, að þeir hafi verið sniðgengnir. En ólíklegt er, að Rússum verði sýndir miklir eftirgangsmunir, og Bandaríkin muni þá binda aðstoð sína við Vestur-Evrópu, ef Rússar reyna að koma einhverjum brögðum við til að hindra heildarráð- stafanir, sem nái til Evrópu allrar. Ótti Rússa virðist einkum stafa af þvi, að aukist sam- bönd Bandaríkjamanna við þjóðir Austur-Evrópu, kunni það að draga úr áhrifum þeirra sjálfra þar. Nýr togari Fyrir nokkrum dögum kom til landsins einn af þeim nýju togurum, sem smíðaðlr eru fyrir íslendinga i Englandi. Heitir hann Egill Skallagrímsson, og er eign Kveldúlfs. Hann er af sömu gerð og Kaldbakur, sem síðast kom, nema hvað innrétt- ing á hásetaklefa er nokkuð með öðru sniði. Á næstunni eru væntanleglr Mynd þessi var tekln af Heklu, Skymasterflugvél Loftleiða, rétt eftir afi hún settist á Reykjavíkurflugvöllinn í fyrsta sinn síðastl. sunnudag. — Hekla fór fyrstu ferff sína til Kaupmannahafnar á þriðjudaginn og kom heim ai'tur í fyrradag. Hún var sjii kist. á leiðinni til Kaupmannahafnar. Hún mun fara aðra Kaupmannahafnarför sína f dag. ' (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Stærsti ósigur þeirra síðan þeir náðu yöldum í Alþýðusambandinu Þann 4. þ. m. sendi stjórn Alþýðusambands íslands þau tilmæli til allra verkalýðsfélaga á landinu, að „félagið boði Vinnuveit- cndafélagi íslands, Skipaútgerð ríkisins, olíufélögunum og Reykjavíkurbæ nú þegar samúðarvinnustöðvun eftir því, sem til- efni gæfist til, frá og með 14. júní n. k., ef þá hafa eigi tekizt samningar (þ. e. við Dagsbrún)". Áður í þessari orðsendingu Alþýðusambandsstjórnarinnar hafði verið mælzt til þess viS fé- lögin, að þau „sjái um, að á félagssvæðinu verði ekki afgreiddar vörur eða flutningatæki í banni Dagsbrúnar", en slíkt telst ekki samúðarvinnustöðvun. Það eitt telst samúðarvinnustöðvun, þeg- ar vinna er alveg Iögð niður, eins og járnsmiðir f Reykjavík hafa nú gert. Bygging Hallveigarstaða verður hafin bráðlega Byggingarnefnd Hallveigarstaða kallaði blaðamenn á fund sinn í gær, sýndi þeim og skýrði fyrir þeim uppdrætti að Hall- veigarstöðum. Eru uppdrættir nú fullgerðir, og hyggst nefndin að hefja framkvæmdir svo fljótt sem kostur er á. " ° Eins og kunnugt er, eiga ís- lenzkar konur hina ágætu lóð við Túngötu, Garðastræti og Öldugötu, hér í bæ, og hið glæsi- lega hús verður sannnefnd bæj- arprjíði, þegar það er komið upp. Að teikningum hafa unnið þeir húsameistararnir Sig- mundur Halldórsson og Sig- valdi Thordarson. Eru konurnar mjög ánægðar með fyrirkomu- lag hussins og útlit. Skal nú húslnu lýst í aðaldráttum: Sam- komu- og veitingasalir eru á tveim hæðum neðsV Túngötu- megin, en eldhús Hallveigar- staða og brauðgerðarherbergi eru á baklóð vestanverðri. Verða þar, meðal annars, útbúnir ým- isskonar réttir mátar, nestis- pakkar og kaffibrauð til sölu í frambúri, er snýr að Garða- stræti. Þar verður og hið ilmandi „Hallveigarstaðakaffi" fram- reitt, seint og snemma. Við Garðastræti og Öldugötu verða nokkrar leigubúðir, og er vissara að tryggija sér þær i tíma, því að staðúrinn er góður, svona nærri almennri umferð. Á annarri hæð eru félaga- heimilin og upplýsingarstöð kvennaheimilisins. Þarna mun Kvenfélagasamband fslands, Kstenréttindafélagið, Mæðra- styrksnefndin og Lestrarfélag kvenna hafa bækistöð sína. í norðurálmunni, út að Öldugötu og Garðastræti verðuí bókasafn og lestrarsalur, en litil barna- lesstofa í norðvesturhlutanum með sérinngangi frá öldugötu. (Framhald á 4. slðu) Minnisvarði um Stef- án Stefánsson skóla- meistara Nokkrir gamlir nemendur Stefáhs heitins Stefánssonar skólameistara hafa nýlega gengizt fyrir því, að reist verði líkneski af honum í skólagarðinum á Akureyri, fyrir framan menntaskólann. Áttu þeir Palmi Hannesson og Fritz Bentsen, sem kosnir hafa verið í nefnd í þessu skyni, viðtal við blaðamenn í gær. í haust eru liðin 60 ár frá því að Stefán hóf kennslu við ' Möðruvallaskólann og munu jfjölmargir nemendur hans, sem dreifðir eru víðs vegar um land- ið, gjarnan vilja minnast hinn- ar haldgóðu leiðsagnar hans með þvi að leggja eitthvað af mörkum til að reisa þetta minnismerki. Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ari hefir gert myndina, sem af kunnugum er talin mjög lík og vel gerð. Er nú verið að gera af- steypu af henni í Kaupmanna- höfn, og er hún væntanleg hing- að til lands seint i sumar. Er ætlunin að reyna að koma myndinni upp fyrir skólasetn- inguna í haust. Þeir gamlir nemendur Stef- áns skólameistara, er styðja vildu að þessu máli, eru vin- samlega beðnir að setja sig í samband við einhvern þeirra, sem í nefndinni eru, en það eru Pálmi Hannesson, rektor, Fritz Bentsen, kaupmaður, Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari, Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, Jó- hanna Knudsen, frú, Einar Þor- grimsson og Sigurður Sigurðs- son, berklayfirlæknir. Reynt að breiða yfir ósigurinn. Svo litlar undirtektir hafa þessi tilmæli fengið, að stjóm Alþýðusambandsins reynir nú að halda því fram ,að hún hafi ekki farið fram á, að félögin gerðu samúðarverkfall. Birtist yfirklór þess efnis frá henni í blöðunum í gær. Yfirklór þetta er hins veg- ar fyllsta markleysa, eins og gleggst sést á því orðalagi úr til- mælum hennar til félaganna, sem greint er hér á undan. Þessar undirtektir verkalýðs- félaganna sýnir bezt, hve litils fylgis verkfallsbrölt kommún- ista nýtur meðaF verkamanna landsins, og hve vaxandi sá skilningur þeirra er, að kaup- hækkun nú myndi aðeins hafa aukná dýrtíð og atvinnuleysi í för með sér. Félögin, sem hafa boðað samúðarverkfall. Þau verkamannafélög, sem hafa orðið við tilmælum Alþýðu- sambandsstjórnarinnar og til- kynnt Vinnuveitandafélagi ís- lands samúðarverkfall, eru þessi: Félag járnsmiða í Reykjavík, sem boðaði samúðarverkfall frá 16. þ. m. og hefir verið í verk- falli síðan. Félag vörubilstjóra í Reykja- vík, sem boðaði samúðarverkfall frá 18. þ. m. og hefir haldið uppi verkfalli frá þeim tíma. Félag bifvélavirkja í Reykja- vík, sem hefir boðað samúðar- verkfall frá óg með 20. þ. m. Verkalýðs- og sjómannafélag Miðnesshrepps, sem hefir boðað samúðarverkfall Jrá og með 20. þ. m. * Verkamannafélag Akureyrar, sem hefir boðað samúðarverk- fall frá og með 20. þ. m. Verkamannafélag Glæsibæj- arhrepps, sem hefir boðað sam- úðarverkfall frá og með 20. þ. mán. Verkamannafélag Raufarhafn- ar, sem boðaði samúðarverkfall frá og með 17. þ. m., en hefir ekki látið það koma til fram- kvæmda. Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði, sem boðaði samúðar- verkfall frá og með 17. þ. m., en hefir ekki látið það koma til framkvæmda. Þá hafði eitt félag, Verka- mannafélag Patreksf jarðar, boð- að samúðarverkfall, en breytti því síðar í það að afgreiða ekki vörur, sem eru í banni Dags- brúnar. Þó eru undanþegnar banninu þær vörur, sem ejga að fara til Patreksfjarðar, svo að arverkfall. Meira að segja félög, ist heldur haldlítil. Þá hafði stjórn verkamanna- félagsins í Borgarnesi tilkynnt samúðarverkfall frá 17. þ. m., en verkamenn þar tóku slðar völdin af stjórninni, eins og kunnugt er. Önnur félög hafa ekki orðið við þeirri áskorun Alþýðusam- bandsstjórnarinnar að tilkynna Vinnuveitendafélaginu samúð- arstöðvun, Meira að segja félög, þar sem kommúnistar hafa ráð- ið lögum og lofum, eins og Hlif í Hafnarfirði og Verkalýðsfélag (Framhald á 4. síðu) Fram vann Akurnes- inga með 2:1 Fjórði leikur knattspyrnu- móts íslands fór fram á íþrótta- vellinum í gær. Kepptu þá Fram og Akurnesingar. Lelkar fóru þannig, að Fram vann með 2 mörkum gegn 1. Segja má að leikurinn hafi yfirleitt verið togari Norðfirðinga, sem á að nokkuð jafn. Eiga Akurnesingar heita Eiríkur rauði og togari nokkra efnilega knattspyrnu- Vestmannaeyja, sem heita á menn, sem myndu verða góðir, Elliðaey. ef þeir fengju meiri æfingu. Verkföll hjá síldveiðiflotanum og síldarverksmiðjum ríkisins f nótt hðfst verkfall, sem sjö verkalýðs- og sjomannafé- lög höfðu boðað á sildveiðiflotanum. Verkfall þetta er haf- ið að frumkvæði kommúnista í stjórn Alþýðusambandsins. Láta mun nærri, að verkfallið nái til % hluta síldveiðiflot- ans. Á síðastl. vetri reyndu kom- múnistar að fá sjómannafélögin til að segja upp síldveiðisamn- ingum. Þessu var hafnað af öll- um félögunum, nema þeim, sem kommúnistar veita forstöðu. Þau félög hafa nú efnt til verkfalls eftir að samningaum- leitanir hafa reynzt árangurs- lausar. Þessi félög eru: Sjó- mannafélagið Jötunn, Vest- mannaeyjum, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerða- og Mið- neshrepps, Verkalýðsfélag Borg- arness, Verkamannafélagið Þróttur, Siglufirði, Sjómanna- félag Akureyrar, Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Neskaupstað og Vélstjórafélagið Gerpir, Nes- kaupstað. Þá hefst og í dag verkfall við Síldarverksmiðjur ríkisíns á Skagaströnd og Raufarhöfn, sem verkamannafélögin á )t>ess- um stöðum hafa boðað til vegna ágreinings um kaupsamninga. Loks á svo að hefjast í dag hið ólöglega verkfall Þróttar við Ríkisverksmiðjurnar á Siglu- firði. Stjórn ríkisverksmiðjanna hefir visað því máli til úrskurð- ar Félagsdóms, sem mun taká það til meðferðar eftir helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.