Tíminn - 20.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1947, Blaðsíða 3
111. blað TÍmrVX. föstndaginn 30. |uní 1947 3 Bókmenntafélagið Mál og menning 10 ára Bókmenntafélagið Mál og menning átti 10 ára starfsaf- mæli nýlega. Félagið var stofnað 17. júní 1937, og fyrstu bækur félagsins komu út þá um haustið. Undirtektir almennings fóru strax langt fram úr vonum stofnenda, því að eftir tvö ár voru félagsmenn orðnir yfir 4000 og eru nú hátt á sjöunda þús. Tilgangur félagsins var frá upphafi að gefa öllum almenn- ingi kost á að eignast góðar bækur fyrir kostnaðarverð, sem færi lækkandi að sama skapi sem kaupendahópurinn yxi. Ár- gjald félagsins var 10 kr. fyrstu fjögur árin, en fór hækkandi á stríðsárunum sakir vaxandi út- gáfukostnaðar, og varð loks 50 kr. árið 1946. Á fyrstu tiu árum félagsins hafa félagsmenn feng- ið 34 bækur (sé hver árgangur Tímaritsins talinn ein bók) fyr- ir árgjöld sín, sem eru samtals 205 kr., og verða það ekki talin dýr bókakaup. Félagið hefir einnig haft nokkra bókaútgáfu með hönd- um utan félagsbóka, bæði með sérstökum áskriftum og á ann- an hátt. Árið 1944 eignaðist fé- lagið bókaútgáfuna Heims- kringlu og hefir síðan gefið út flestar aukabækur sínar á nafni þess fyrirtækis. Af bókum félagsins er sérstök ástspða til að nefna Arf íslend- inga, en fyrsta bindi þessa stór- virkis, íslenzk menning I eftir Sigurð Nordal, kom út 1942, og annað bindið er væntanlegt á næstunni. Félagsbækurnar hafa verið jöfnum höndum frumsam- in rit íslenzk og þýðingar er- lendra úrvalsrita. Af íslenzkum bókum má t. d. nefna hinar vin- sælu minningabíSékur Eyjólfs Guðmundssonar á Hvoli, svo og útgáfur rita Jóhanns Sigurjóns- sonar og úrvalanna úr Andvök- um Stephans G. Stephanssonar og ljóðaþýðingum Magnúsar Ás- geirssonar. Meðal þýddra bóka má benda á skáldrit eftir Pearl Buck, Gorki, Hemmingway, Thomas Mann, Sillanpaa og Steinbeck og fræðiritið Undur veraldar, sem flestir félagsmenn gerðust áskrifendur að. Auk þess hefir félagið gefið út tímarit, sem birtir margs konar efni, en stundum verið beitt meira til framdráttar pólitískum sjónar- miðum, en telja verður heppi- legt og sæmandi trúverðugu bókmenntariti. Stjórn Máls og menningar skipa nú þessir menn: Kristinn E. Andrésson, sem verið hefir formaður frá upphafi, Jakob Benediktsson varaform., Halldór ■Kiljan Laxiiess, Ragnar Ólafs- son og Sigurður Nordal. hverrar tegundar sem er, ann- ars staðar en í björgum 'sem sigið er í og hafa afmörkuð veiðisvæði. Bændur, sem 'hag- nýta sér ítök í fuglabjörgum, hefðu átt að vera búnir að fá því framgengt með lögum að friða fuglinn fyrir skotum alls staðar á sjó kringum landið. í öðru lagi skyldi aldrei síga eftir eggjum oftar en einu sinni á _ 3—4 árum, á sama stað í bjarginu. ©g í þriðja lagi skyldi sá, sem hefir rétt til að hagnýta sér fuglabjörg, takmarka tölu eggja, sem tekin eru á ári, við einhverja ákveðna upphæð. Menn ættu að geta neitað sér um að hrifsa til sín allt, sem hendur ná til, hvort heldur er um egg eða fugl að ræða. Vel má ætla, að í framtíðinni komi einhverjum til hugar að búa út varpstaði handa bjarg- fugli, með því að hlaða upp háa grjótveggi gerða sem eftirlík- ingu af fuglabjargi. Gæti þá sennilega tekist að gera fuglinn gæfan, eins og æðarfugl, ef lán- aðist að fá hann til að verpa þarna. Bjargfugla, hverrar tegundar sem eru, má skoða sem eina grein á dýrastofni íslands, sem telst til hinna svo nefndu hlunn inda og rániðja landsmanna bitnar á. Er engin ástæða að imdanskilja þá vernd og eldi, sem hægt er að veita þessum fuglategundum eins og öðru því, sem reynt er að framleiða fólk- inu til lífsviðurværis. Hiíigað til hefir ekkert verið gert, svo vitað sé, til að tryggja viðkomu fuglsins, varðveita hann fyrir skotum, eða á nokk- vrn hátt gera tilraun til að fjölga honum. Menn ættu þó að skilja, að eftir því sem við- kcma bjargfuglanna eykst, vex arður veiðimannsins — bjargið gefur honum meiri björg. Góður gestur Hér í bænum dvelur nú Eng- lendingurinn Edwin C. Bolt. Hann er hér á vegum guðspeki- félagsins og flytur fyrirlestra um Jjina duldu hlið lífsins. Fyr- irlestrarnir eru haldhir í húsi Guðspekifélagsins við Ingólfs- stræti 22, kl 9 að kvöldi. Næstu fyrirlestur hans verður föstu- daginn 20. þ. m. og nefnist hann „Maðurinn og alheimurinn.“ Síðasta fyrirlesturinn flytur hann á mánudaginn 23. og nefnist hann „Launhelgaskól- arnir“. Mr. Bolt er mörgum íslend- ingum að góðu kunnur. Hann hefir komið hér nofckrum sinn- áður og flutt fyrirlestra, sem ætíð hafa verið vel sóttir. Á stríðsárunum var hann í þjón- ustu ensku ríkisstjórnarinnar og flutti fyrirlestra fyrir ensku hermennina, mun hann þá oft hafa talað um ísland og borið því og íbúum þess góða sögu. og verið þannig góður landkynn- ir. St. Stutt athugasemd í Tímanum 21. maí 1947, er smágrein um siglingavísur, undirskrifuð af S. Kr„ sem hann segir, að Vilhjálmur Þ. Gíslason hafi lesið upp í útvarpi fyrir nokkru síðan. Tilfærir hann tvær vísurnar, sem hann man þó ekki hverjum Vilhjálmur eignaði. Ég hlustaði ekki á þenn an upplestur og véit það ekki heldur. S. Kr. eignar þær Gísla Hann essyni frá, Tungu í, Hörðudal. Segir þær vera úr ljóðabréfi til Guðmundar bróður sins, og telur það ort um 1865—1868. Þetta er ekki rétt um aðra vísuna, þá seinni. Hún er ort af Magnúsi Jónssyni í Magnússkógum _árið 1823, eða nálægt því hálfum fimmta áratug áður en téð ljóðabréf. Vísan er í rímum af Bernódusi Borneyjarkappa, 58. vísa í níundu rímu, bls. 128, með mörgum fleiri bráðsnjöllum siglingavisum. 6. júní 1947. ®veinbjörn Einarsson, Heiðarbæ. Gu.nn.ar Widegren: Rábskonan á Grund Um hvaða leyti næturinnar hefði það þá svo sem átt að vera? — Það var rétt um það leyti, sem byrjaði að birta. — Nei, telpan mín, sagði ég hlæjandi. Ætlirðu að byrja daginn með einhverri gamansemi, þá verðurðu að láta þér detta í hug eitthvað, sem ég trúi betur. — Jæja, sagði Hildigerður, því að nú þykknaði í henni — þú trúir mér ekki? En spurðu Arthúr, ef þú trúir honum betur, því hann var með mér .... --— A-r-t-h-ú-r? sagði ég og lézt verða alveg forviða, Arthúr? Hvað var hann að gera hér svo síðla nætur? — Hann .... við .... hann og ég .... við spjölluð- um bara saman dálitla stund. — Dálitla stund? Allt má segja manni! Alla nóttina þar til birti af degi, og þú, sem sagðist ætla að fara að sofa klukkan níu í gærkvöldi! — Það kemur þér ekkert við, sagði Hildigerður með grátstafinn í kverkunum. Ég ræð ekki við það, þó hann sé ástfanginn af mér, en ekki þér. — Kemur þetta mér ekkert við? Hugsaðu þér, ef það fréttist hérna um sveitina, að stúlkurnar á Grund sitji með karlmönnum úti á svölum liðlanga nóttina, og svo yrði ég kannske orðuð við þetta. Þú veizt bezt, hvernig kjaftasögurnar ganga bæ frá bæ — þú, sem vakir yfir öllu, bæði því, sem gerist og ekki gerist. — Ne-ei — ég þakka fyrir þess háttar! Ég skal sjá um, að þetta endurtaki sig ekki. Ég segi húsbóndanum frá þessu. Og ég tók af mér eldhússvuntuna með vígamannleg- um tilburðum. — Anna, kveinaði Hildigerður, gerðu mér ekki þessa sköram. Ég hafði ekki séð Arthúr í tvo daga. — Jæja, sagði ég og hnýtti ferlegan rembihnút á svuntubandið — ég skal þá þegja. Núna að minnsta kosti. En ég set skilyrði: Þú verður að þegja yfir því, að ég hafi gengið í svefni, því að ég vil ekki, að neinn frétti það. Hvorki húsbóndinn né neinn annar — þú gerir svo vel að leggja þér það á minni. Ég hefi aldrei gengið í svefni fyrr, og ég ætla mér ekki heldur að gera það aftur. Þetta síðasta sagði ég í ógáti, en Hildigerður tók ekki eftir því — sem betur fór. — Þakka þér fyrir, elsku góða Anna, snökti Hildi-fl gerður. Ég skal þegja eins og steinn. En þetta heit sitt'hélt hún ekki lengi, því að nokkr- um mínútum seinna mætti hún húsbóndanum fyrir utan eldhúsgluggann og gat þá ekki á sér setið. Ég stóð fyrir innan og heyrði orðaskiptin. — Ég má eiginlega ekki minnast á það við Lúsbónd- ann — en Anna gengur í svefni, Anna gengur í svefni! Hún fór út í garð í nótt að tína epli. — E-há, og einmitt, tsagðl húsbóndinn. Hvernig xkomst Hildigerður að því? Sefur Hildigerður ekki á nóttunni? Þá steinþagnaði Hildigerður og hljóp burt. Stundu síðar köm hún aftur inn í eldhúsið, eldrauð eins og karfi. Hún hoppaði upp í loftið, þegar hún sá mig. — Jæja, sagði ég — svona efnirðu þá loforð þín. Ég Tiakka þér fyrir, Hildigerður. Hildigerður mælti ekki orð frá vörum, heldur grúfði sig yfir eldiviðarkassann. Ég hélt áfram: — Setjum nú svo, að húsbóndinn kærði sig ekki um að hafa svefngengil á heimilinu og segði mér UPP- Hvað á ég þá til bragðs að taka? — Þá fer ég lika, sagði Hildigerður undir eins. Við fylgjumst að, ef önnur hvor verður að fara. Við látum eitt yfir báðar ganga. — Á ég þá að fara héðan í vor, bara af því að þú ætlar að gifta þig? — Nei, væna mín — það geri ég alls ekki. — Já, en Anna — þá skiljum við af frjálsum — Hvernig á ég að skilja þetta? Varstu ekki að segja, að ....? — Jú, sjáðu til: í öðru tilfellinu er það þú, sem ferð, og ef þú ferð, þá fer ég, og í hinu tilfellinu er það ég, sem fer, og þegar ég fer, þá ferð þú ekki, því ég fer af annarri ástæð.u en þú ferð. Þetta er ósköp einfalt. Skilurðu þetta ekki? Þar með þreif Hildigerður eldiviðarkassann og rog- aðist út með han-n, en eftirlét mér að ráða kross- gátuna. Svona standa þá málin nú. Þetta næturævintýr hef- ir áorkað því, að geigur minn við skilnaðarstundina hefir fengið yfir sig rósrauðan hjúp, og kvíðhin er þó alténd þægilegri í þeim búningi. Hildigerður eyðir öllu móki og sinnuleysi. Það er andleg hressing að umgangast hana. Hvað á ég nú að gera? Á ég að segja sannleikann, áður en ég fer eða þegar ég fer? Skrifa bréf eftir á og biðja afsökunar eins og iðrandi syndari? Eða á ég bara að fara leiðar minnar og láta eins og ekkert sé? Leggðu mér nú holl ráð, þó að ég hafi þau sennilega að engu. Skrifaðu mér að minnsta kosti hið bráðasta. Vertu sæl! Þín dauðadæmda Anna Andersson. 55444555455555555555455555544555555455555555455555Í555555545V554555Í55555555555 TILKYNNING frá Alþýðusambandi fslands Vegna misskilnings og mistúlkunar á tilmælum Alþýðu- sambandsins varðandi vinnudeilu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem komið hefir fram í samþykktum ein- stakra sambandsfélaga utan Reykjavíkur, vill Alþýðusam- bandið taka þetta fram: Stjórn Alþýðusambandsins hefir ekki farið fram á við þessi félög, að þau gerðu samúðarverkfall með Dagsbrún, heldur aðeins að þau afgreiddu ekki skip, flutningatæki eða vörur í banni Dagsbrúnar, svo sem venja er til og skylt er, þegar sambandsfélag á í deilu, og tryggðu jafnframt með tilkynningum til atvinnurekenda með þeim fresti, sem tilskilinn er í lögum, óvéfengjanlegt lögmæti annarra þeirra samúðaraðgerða, sem kynnu að reynast nauðsyn- legar. Til frekari áréttingar því, sem hér hefir verið sagt, birt- um vér hér á eftir orðrétt áðurnefnd tilmæli Alþýðusam- bandsins, dags. 4. júní s.l., en þau hljóða þannig: „Þar sem Dagsbrún hefir boðað vinnustöðvun frá og með 7. þ. m„ ef þá hafa eigi tekizt samningar, viljum vér hér með fara þess á leit við félagið, að það sjái um, að á félagssvæðinu verði ekki afgreiddar vörur ,eða flutn- ingatæki í banni Dagsbrúnar frá áðurnefndum degi, ef til vinnustöðvunar kemur. Enn fremur, að félagið boði Vinnuveitendafélagi ís- lands, Skipaútgerð ríkisins, oliufélögunum og Reykja- víkurbæ nú þegar samúðarvinnustöðvun eftir því sem tilefni gefast til frá og með 14. júní n. k„ ef þá hafa eigi tekizt samningar. Þetta er ráðstöfun til að tryggja rétt til einstakra áð- gerða, ef á þyrfti að halda.“ Alþýðusamband íslands 5555545455555555545555555555555555455555555554455545445555555444555545554555554 Atvinna Tvo starfsmenn vantar að vistheimili Reykjavíkurbæjar í Arnarholti á Kjalarnesi frá 1. júlí n. k. — Annar þeirra þyrfti að hafa nokkra þekkingu á meðferð véla. Upplýsingar hjá forstöðumanninum, Gísla Jónssyni, og yfirframfærslufultrúanum, Magnúsi V. Jóhannessyni, Hafnarstræti 20, sími 7034. | Borgarstjóriim. 4444444444545444545445445444444454444444444454444444444444444454444444555444445 AÐALFUNDUR Flugfélags íslands, h. f. verðSur haldinn I Kaupþingssalnum í Reykjavík fwstu- daginn 27. júní n. k. kl. 2 e. h. Afliending aógöngu- og atkvæðamiða fer fram í skrifstofu félagsins í Lsekj- argötn 4, dagana 25. og 26. júní. n tt » tt »* ♦♦ :: s: ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ :: I Stjórnin ll n n ♦♦ s: :: ♦♦ ♦♦ n ts VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSHI TÍMANS I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.