Tíminn - 20.06.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1947, Blaðsíða 4
FRAMSOKNARMENN! Muníð að koma í ftokksskrifstofuna IŒYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksin ser í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 20. JtiWÍ 1947 111. blað ll L œnum í nótt. Næturakstur fellur niður vegna bensín&korts. Næturlæknlr er í lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður •r 1 Laugavegs Apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Préttir. 20.30 Útvarpssagan: „Grafinn lifandi“, eftir Arnold Ben- nett, VI .(Magnús Jónsson prófesor). 21.00 Strokkvartet útvarpsins: Kvart- ett í Es-dúr eítir Haydn. 21.15 Er- indi: Um skyldusparnað barna (Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri). 21.40 Tónleikar: Prægar söngkonur (plöt- ur). 33.00 Préttir. 22.55 Symfóníutón- leikar (plötur): a) Violakonsert eftir Walton. b) Symfónia nr. 2 eftir Pi- ston. 23.00 Dagskrárlok. Til nauðstaddra í Evrópu, frá J. J. J. kr. 100.00. Hjónaband. Síðastliðinn fimmtudag voru gefin saman í hjónaband af sr. Jakobi Jónssyni, Ingrid Viola Thörnblad, Stockholm og Sigfús Jónsson frá Neðri-Miðbæ, Norðfirði. Leiðrétting, í Vettvangi æskunnar 17. júní s. 1. var sagt, að Ólafur Halldórsson, höf- undur greinarinnar „Minni Jóns Sig- urðssonar", væri stud. jur., en það er ekki rétt. Hann. er stud mag., og leið- réttist þetta hér með. Bæjarstjórnarkosn- ingar á Sauðárkróki Fyrstu bæj arstj órnarkosnmg- ar á Sauðárkróki fara fram þann 6. júlí n. k. — Fram hafa komið fjórir listar. Efstu menn listanna eru: A-listi, listi Alþýðuflokksins, þeir Magnús Bjarnason, Krist- inn Gunnlaugsson og Erlendur Hansen. B-listi, listi Framsókn- arflokksins, á honum eru: Guð- mundur Sveinsson, Friðrik Han- sen og Þórður Sighvats. C-liti, listi sósíalista: Skafti Magnús- son, Hólmar Magnússon og Hólmfríður Jónsdóttir. Listi Sjálfstæðismanna verður D-list- inn og eru framboðsmenn hans: Eysteinn Bjamason, Guðjón Sigurðsson og Sigurður Þ. Jónsson. Hreppsnefnd var skipuð tveim Alþýðuflokksmönnum, einum Framsóknarmanni, einum sósí- alista og þrem Sjálfstæðis- mönnum. Gistihús brennur Á sjötta tímanum síðastl. mánudagsmorgun kom upp eld- ur 1 gistihúsinu á Hofsósi og brann það til ösku á röskum klukkutíma. Gistihússsbyggingin var þrí- lyft, járnklætt timburhús, eign Ingimars R. Ingimarssonar, héðan úr Reykjavík. Er menn urðu varir við eld- inn, vöktu þeir upp í húsinu og bjargaðist fólkið nauðulega út. Eftri sljanima stund var húsið orðið alelda og var ekki viðlit að bjarga neinu úr þvi. Aðeins nokkrir stólar, sem voru á fyrstu hæð þess, björguðust. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Happdrætti templara Dregið var i happdrætti templ- ara sl. mánudagskvöld. Vinning- ar voru fimm fólksbifreiðar. Eigandi happdrættismiða nr. 30372 hlaut Morris-bifreið, eig- andi nr. 49686 Peugeul-biíreið, nr. 24336 Skoda-bifreið, nr. 37036 Renault-bifreið og nr. 33000 hlaut Tatra-bifreið. Tilraiinir kommún- ista. (Framhald af 1. síðu) Norðfirðinga, hafa ekki treyst sér til að tilkynna samúðar- vinnustöðvun þá, sem Alþýðu- sambandsstjórnin fór fram á, að þau tilkynntu, heldur hafa þau látið sér nægja að stöðva afgreiðslu á vörum, sem eru 1 banni Dagsbrúnar. Félög, sem hafa mótmælt samúðarverkfalli. Þau félög, sem hafa svarað tilmælum Alþýðusambands- stjórnarinnar um samúðar- vinnustöðvun eindregið neit- andi, eru þessi: Verkamannafélagið á Akra*. nesi, Verkamannafélagið Baldur á ísafirði, Verkalýðsfélag Borðeyrar, Verkamannafélag Sauðár- króks, Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði, Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar, Verkalýðsfélag Fáskrúðs- fjarðar. Vera má að fleiri félög hafi þegar svarað tilmælunum um samúðarvinnustöðvun neitandi, en langflest hafa félögin ekki virt Alþýðusambandsstjórnina svars og látið halda áfram vinnu eins og ekkert hafi í skorizt. Mesti ósigur kommúnista. Síðan kommúnistar hófust til valda í Alþýðusambandinu, hafa þeir aldrei hlotið jafn daufar undirtektir meðal verkamanna og að þessu sinni.Markmið þeirra hefir bersýnilega verið það að koma á samúðarverkföllum, sem næðu til landsins alls, en það hefir fullkomlega brugðizt. Það sýnir bezt, að verkamenn eru að öðlast fullan skilning á tilgangi kommúnista og starfsháttum og ætla ekki að Játa þá leiða sig áfram á þeirri braut, sem liggur til aukinnar verðbólgu og at- vinnulejpis. Þeim verkamönnum mun hér eftir fara sífjölgandi, er snúa baki við kommúnistum, en fylkja sér um þá stefnu að lækka beri dýrtíðina og tryggja þannig næga atvinnu og góð lífskjör. Rafgirðingin Bygging Hallveigar- staða. (Framhald af 1. síðu) Sérstakur snyrtiklefi verður fyr- ir börnin, nálægt lesstofu. Aft- ur á móti er suðurálman, er snýr að Túngötu, vinnusalur fyrir frí- stundanám og hannyrðir. Er inngangur í vinnuskólann frá Túngötu. Aðalanddyri hússins veit að Garðastræti. Eru veitinga- og fundasalirnir þá á vinstri hönd, en beint á móti er gengið upp til gisti- og námsmeyjaherbergj- anna, 40 að tölu. Á þeim hæðum eru og íbúðir húsfreyju Hall- veigarstaða og matselju, svo og starfsfólksins. Verða öll þessi herbergi búin þægindum að ný- tízkusniði. í framkvæmdastjórn heimilis- ins eiga sæti: frú Steinunn Bjarnason (form.), frú Laufey Vilhjálmsdóttir, frú Kristín Ól- afsdóttir, frú Rannveig Krist- jánsdóttir, ungfrú Rannveig Þorsteinsdóttir og frú Guðrún Jónasson. í byggingarsjóði eru nú 800 þús. kr., en fjársöfnun heldur áfram og verður fastur fjársöfn- unardagur 24. júní. Heimilinu hafa þegar borizt allmargar höfðinglegar gjafir frá ýmsum aðilum . Frumkvöðull þessara fram- kvæmda var Bandalag kvenna, en að því standa öll kvenfélög bæjarins. Er vonandi, að fjársöfnun og bygging Hallveigarstaða gangi að öllu leyti greiðlega, því að hér er um merkilegt menning- armál að ræða. (jatnla Síé er sparneytnasta og ódýrasta varzla fyrir stórgripi. — Ómissandi við alla beitirækt. Viðurkennd að gerð og gæð- um eftir 8 ára reynslu á tugum þúsunda bændabýla á Norðurlöndum. Bændur! Verjið garða ykkar með STÖD rafgirðíngum! Gangið frá pöntunum nú þegar hjá kaupfélögunum! Samband ísl. samvinnuf élaga HREÐAVATNSSKÁU Vegna margendurtekins misskilnings, skal tekið fram, að ég rek Hreðavatnsskála, en aðrir reka Hótel Hreðavatn og yfirleitt þá dansleiki, sem auglýstir eru á Hreðavátni. Eins og jafnan áður óska ég ekki eftir viðskiptum við ölvaða menn. En glatt og heilbrigt æskufólk vona ég að heimsæki mig i sumarleyfi sínu nú eins og svo oft áður. Þó að verði sungið og dansað í húsum minum, mun ég ekki selja aðgang að þeim með okurverði. Tjaldstæði í fögrum skógarbrekkum ókeypis. Ágætar ferðir frá og til Reykjavíkur um Akranes alla laga. Vigfús Guðmundsson. Stúlka óskast i eldhúsið á Vifilsstöðum í sumar. Upplýsingar hjá ráðskonunni, simi 5611, og skrifstofu rikisspitalanna, srjj 1765. CSSÍSÍÍSÍÍÍÍSÍÍSÍÍSSÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍSÍÍÍSÍÍÍÍÍSSÍSÍSÍSÍÍÍÍSSÍÍSÍSSÍÍ^^ Stúlka óskast til Kleppjárnsreykjahælisins í Borgarfirði. Upplýs- ingar hjá skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765. linnnm&t iLuidar i/orrar uiÉ iandiL ^JdeitiÍ d oCandyrœ Íd iu&jóL Jdhripðtopa -Jdiapparitty 29. Vinnitf ötullega ftjrir Tímann. Auglýsið í Timanum. Prestskosning Prestskosning í Grímsey fór fram 7. júní s. 1. Einn umsækj- andi var um brauðið, var það séra Robert Jack. Talning at- kvæða fór fram í gær í skrif- stofu biskups. Á kjörskrá voru 50 kjósendur en 36 greildu atkv., og hlaut umsækjandi þau öll. Kosning er þvi lögmæt. Vandaðir gúmmískór til sölu. Sigurgeir G. Áskelsson Ægissíðu við Kleppsveg, Reykjavik. Af ströndum. (Framhald af 2. síðu) fara út fyrir hreppsmörkin. Menn hafa frekar kynni af ná- grannahreppunum. Áætlunar- bílferðum er haldið út til Hólma- víkur á sumrum, og Árnes- hreppur hefir sínar síldarverk- smiðjur starfandi, sem draga alltaf að sér nokkurt fólk. — Hreppurinn nær frá Selá, sem fellur í norðurhorn Steingríms- fjarðar út með firðinum — Sel- ströndin — umhverfis nesið milli Bjarnarfjarðar og Stein- grímsfjarðar. Um Bjarnarfjörð norður í Kaldbaksvík, að innri mörkum Árneshrepps. Bæirnir út Selströndina standa allir með sjó fram. Þar á nesinu er sjóþorpið Drangsnes. Er þar útgerð nokkur og hraðfrystihús. Hefir þar verið gert nokkuð að lendingarbótum. Framhald. Kvennastrið (Keep your Powder Dry) Amerísk Metro Goldwln Mayer kvikmynd. Laraine Day Susan Peters Lana Turner Sýnd kl. 5, 7 og 9. tyja Síi (við Shúlnnötu) TANGIER Spennandl og viðburðarík njósnaramynd, frá Norður-Af- ríku. Aðalhlutverk: Maria Montea og Sabu Bobert Paige. Bönnuð yngri en 16 ára. Aukamynd: Nágrannar Báðstjórnarríkjanna Sýnd kl. 7 og 9. HART Á MÓTI HÖRÐU Hin sprenghlægilega Abbott og Costello gamanmynd. Sýnd kl. 5 Innheimtu- menn Tímans Munið að senda greiðslu sem allra fyrst. Tjarharbíé UNAÐSÓMAR (A Song to Bemember) Chaplin myndin fræga Sýnd kl. 7 og 9. Blesi (Hands Across the Border) Boy Bogers og hstur hans. Sýnd kl. 5. INNILEGT HJARTANS ÞAKKLÆTI til barna okkar, systkina, tnegdafólks, frændfólks og vina, sem glöddu okk- ur með heimsóknum, sendingum, rausnarlegum gjöfum og hlýjum orðum á silfurbrúðkaupsdegi okkar, 7. júní s. 1.' Biðjum guð að blessa ykkur á komandi tímum. Skorhaga, 10. júní 1947. INGVELDUR BALDVINSDÓTTIR JÚLÍUS ÞÓRÐARSON Mínar hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á 60 ára afmæli mínu 12/6. ’47, með heim- sónkum, heillaskeytum og gjöfum. KRISTJÁN LOFTSSON FELLI. INNILEGUSTU ÞAKKIR færi ég öllum þeim, sem auð- ■ sýndu mér vinarhug á 60 ára afmæli mínu 14. maí s. 1. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. SIGURÐUR SIGURÐSSON, Borgartúni. ÞAKKARÁVARP. Systkinum mínum, börnum, tengdabörnum og öðrum vinum mínum, sem heiðruðu mig með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á sjötugsafmælinu 27. maí s. 1. og gerðu mér daginn ánægjulegan, votta ég mitt innileg- asta þakklæti. JÓN JÓNSSON, Þjórsárholti. issísswæswsísíííííísíísísísííííssssísísísiíííísíssæssísísíísísíííssssísííiííí Síldarstúlkur Nokkrar stúlkur, helzt vanar síldarsöltun, óskast í sumar til Söltunarstöðvarinnar Sunnu, Siglufirði. Fríar feröir og gott húsnæði. — Upplýsingar hjá Ingvari Vilhjálms- syni, Hafnarhvoli, Reykjavik. Vefnaðarvörur Útvegum frá Tékkóslóvakíu, alls konar álnavörur frá: EAST BOHEMIAN COTTON MILLS, NATIONAL CORPORATION, CZECHOSLOVAKIA. Daglega berast ný sýnishorn. Einkaumboðsmenn: Jóh. Karlsson & Co. >♦♦♦♦< o o O (» (I (» (> (I (I (> > > (> < > ( • (> (»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.