Tíminn - 21.06.1947, Side 1

Tíminn - 21.06.1947, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKTJRINN Símar 2353 og 4373 PRKNTSMIÐJAN EDDA hj. 31. árg. Reykjavík, laugardagmn 21. júní 1947 : ITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargöw 9A Siml 2323 112. blað ERLENT YFIRLIT: Úgnarstjórnin í Ungverjalandi Eússar auka yfirgangjiim í Iiersctnu löndunum Þeir atburðir, sem hafa gerzt í Ungverjalandi seinustu vikurnar, gefa gi$kgt til kynna, að Rússar gera nú sitt ítrasta til að tryggja áframhaldandi völd kommúnista í hersetnu löndimum eftir að rússneski herinn er farinn þaðan. Til þess að fullnægja þessum filgangi er öllum hugsanlegum brögðum og ofbeldi beitt. Misbeiting lögregluvaldsins. Hér í blaðinu hefir það verið rakið nýlega, hvernig kommún- istar notuðu sér yfirráðin yfir ungversku lögreglunni til að lama smábændaflokkinn, er fékk hreinan meirihluta í þing- kosningunum 1945. Einstakir forráðamenn hans voru ákærðir fyrir samsæristilraunir og flokksstjórnin neyddist til að vísa þeim úr flokkhum. Smá saman færði lögreglan sig upp á skaftið og lét fangtelsa ýmsa þessara manna. Hámarki náðu þessar ofsóknir, þegar Nagy for- sætisráðherra var ákærður fyrir hlutdeild í samsæristilraun meðan hann dvaldi í fríi í Sviss og það tilefni var síðah notað til að knýja fram stjórnarskiptin, sem urðu þar fyrir skömmu. Fyrirætlanir nýju stjórnarinnar. Hin nýja stjórn hefir þegar sýnt það ljóslega, hvert hlutverk henni er ætlað. Hún hefir þegar látið undirbúa kosningalög, er koma til með að svipta mjög marga andstæðinga hennar kosningarétti. Jafnframt hafa verið hafin málaferli gegn mörgum tugum ungverskra stjórnmálamanna. Að loknum þessum aðgerðum hyggst stjórn- in að e&ia til nýrra þingkosn- inga á komandi hausti, því að þá þykir líklegt, að andstöðu- flokkarrjjr verði orðnir svo beygðir, að þeir muni ekki fá mikið fylgi. Kommúnistar myndu þá eftir það geta ráðið lögum og lofum í landinu, þótt rússneski herinn færi brott. í hinni nýju stjórn eiga sæti fulltrúar kommúnista, jafnað- armanng. og þess hluta smá- bændaflokksins, er hallast hefir að kommúnit5,tum. Jafnaðar- mannaflokkurinn hefir aldrei virzt annað en leppflokkur kommúnista. Kommúnistar eru því raunverulega alls ráðandi í þessari flokkasamsteypu, sem vafalaust mun koma fram sem ein heild í næstu kosningum. Afskipti stórveldanna. Strax eftir stjórnarskiptin, kröfðust stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands nánari skýringa á aðdraganda þeirra, og Banda- ríkjastjórn lét bera fram mót- mæli við rússnesku hernáms- stjórnina, sem hafði haft hér hönd í bagga. Samkvæmt samn- ingum stórveldanna hafa þau sameiginlegt eftirlitsráð í Ung- verjalandi, en fulltrúar Banda- ríkjanna og Bretlands í- því fengu ekkert að vita um stjórn- arskiptin fyrirfram og hafa ekki fengið aðgang að orðsendingum, ERLENDAR FRETTIR Málgagn dönsku ríkisstjórn- arinnar, Köbenhavn, hefir lýst yfir því, að Danir muni ekki fall- ast á tilmæli Bandaríkjanna um leigu herstöðva á Grænlandi. Danir muni ekki framselja öðr- um herstöðvar þar en bandalagi sameinuðu þjóðanna. Leopold Belgíukonungur hefir verið sýicnaður af öllum áburði á hendur honum fyrir fram- komu hans á stríðsárunum. Það er sérstök þingnefnd, sem fékk þetta mál til athugunar, er hefir fellt þennan úrskurð. sem áður höfðu farið fram milli ungverskra stjórnarvalda og rússnesku hernámsstjórnarinn- arinnar. Eiga þeir þó skýlausan rétt til þess samkvæmt fyrri samningum stórveldanna. En Rússar hafa neitað þeim um allar slíkar upplýsingar og byggt synjun sína á því, að slíkt væri óeðlileg íhlutun um einkamál Ungverj^! Bandinríkjastjórn hefir lýst yfir því, að hún áskilji sér allan rétt til afskipta af þessum mál- um síðar, þar sem gerðir samn- ingar hafi ekki verið haldnir. Afstöðu sína hefir hún m. a. látið í ljós með því að bjóða Nagy fyrrv. forsætisráðhcrra til Bandaríkjanna. Hetjule^ framkoma. Sú frelsisbarátta, sem nú er háð gegn ofríki Rússa og fylgi- sveina þeirra í Ungverjalandi, hefir þegar eignast djarfa for- ustumenn, er ekki munu gleym- ast, þótt þeir falli máske fljót- lega fyrir hrammi ofbeldisins. Einn þessara manna er Sulyck, sem er leiðtogi frelsisflokksins. Hann var upphaflega 1 Smá- bændaflokknum, en var einn þeirra 18 þingmanna, sem fyrst- ir voru reknir úr flokknum vegna gagnrýni sinnar á komm- únistum. Sulyck flutti nýlega langa ræðu í ungverska þinginu, er um margt minnir á hina frægu ræðu Matteotti. Hann lýsti þar glögglega, að raunveru- lega ríkti fyllsta ofbeldisstjórn í Ungverjalandi og ekkert væri fjarstæðara en að tala um mál- og ritfrelsi í landinu. Funda- frelsið væri afnumið með þeim hætti, að kommúnistar létu stormsveitir sínar hleypa upp fundum andstæðinganna. Kommúnistar sönnuðu þetta líka í þinginu með því að reyna að trufla ræðu Sulyck með óp- (Framhald á 4. síðu) Kirkjuvígslan að Melstað Sunnudaginn 8. júní vígði biskupinn yfir íslandi, herra |Sigurgeir Sigurðsson, nýja ! kirkju að Melstað í Miðfirði. Viðstaddir kirkjuvígsluna voru 8 prestar, sóknarpresturinn séra Jóhann Kr. Briem á Melstað, prófasturinn séra Björn Stef- ánsson á Auðkúlu, séra Sigurð- ur J. Norland í Hindisvík, séra Gunnar Árnason á Æsustöðum, séra Pétur Ingjaldsson á Hösk- juldsstöðum, séra Þorsteinn B. jGíslason í Steinnesi, séra Jón Guðnason á Prestsbakka og séra Halldór Kolbeins í Vestmanna- eyjum. Biskupinn vigði kirkjuna og afhenti hana söfnuðinum, sókn- arpresturinn, séra Jóhann Kr. Briem, prédikaði, og prófastur, séra Björn Stefánsson, flutti ræðu. Einn af sóknarnefndar- mönnunum, Sveinbjörn Jónsson bóndi á Syðri-Völlum, sagði sögu kirkjubyggingarinnar, en séra Jóhann Kr. Briem skýrði frá gjöfum, sem kirkjunni höfðu borizt. Kirkjan var fagurlega skreytt blómum og ljósum. Að lokinni messu afhenti bisk- upinn sóknarprestinum, séra (Framhald á 4. slðu) Gjaldeyriseyðslan var 1300 miljónir króna á 27 mánuðum SÝNINGAR FlXi\L4XI)SFARA.\XA Finnlandsfarar Ármanns hafa tvær íþróttasýningar í íþróttahúsinu við Há- logaland í dag. Verður önnur þeirra kl. 4, en hin kl. 9. — Sýningunum verður þannig háttað, að fyrst sýnir kvenflokkurinn leikfimi, síðan verðrn- sýnd glíma og bændaglíma og loks sýnir karlaflokkurinn leikfimi. Eftir seinni sýninguna verður dansleikur. AHur ágóðinn rennur í fararsjóð Finnlandsfaranna, sem munu auka hróður þjóðarinnar á erlendum vett- vangi. Þeir, sem sækja þessar sýningar, munu vinna það tvennt í einu, að fá góða skemmtun og styðja jafnframt gott málefni. Bílferjan á Hvalfiröi mun spara hálfs annars klukkutíma akstur Unnið er nii uð vegagerð og lendingarbótum í sainbamli við ferjjuna. Eins og kunnugt er, festi Akranesbær í fyrra kaup á tveimur ínnrásarskipum í Englandi, með það fyrir augum að nota þau við hafnarframkvæmdirnar þar, og síðar meir sem bílferjur á Hvalfjörð. Mál þetta er nú það vel á veg komið, að sérstök fjár- veiting hefir verið ákveðin til ferjunnar og er nú verið að vinna að vegagerð og hafnarbótum í sambandi við hana. Tíðindamaður blaðáins hefir snúið sér til Axels Sveinssonar vitamálastjóra, sem hefir umsjón með þessum framkvæmdum og spurzt fyrir um þær. Þar af fór aðeins tæpur fjórðungur til kaupa á nýsköpunarvörum Morgunblaðið birti nýlega allmikla langlokugrein, sem átti að sanna, að Tíminn hefði farið með rangfærslur um gjaldeyris- eyðsluna í tíð fyrrv. stjóypar. Forðazt var þó að nefna, hverjar þessar rangfærslur væru, eða að nefna nokkrar tölur um gjald- eyristekjur og gjaldeyriseyðsluna í tíð fyrrv. stjórnar. Á'stæðan var einfaldlega sú, að hefði Mbl. farið inn á þá braut, hefði það aðeins orðið staðfesting á frásögn Tímans. Þess vegna hefir Mbl. valið sér þá leið að fara aðeins með brigzl og þvætting, sem ekki er á neinum rökum byggður. Merkur heilsufræð- ingur kominn hingað 11 ann mim flytja hér marga fyrirlestra. Are Waerland, hinn kunni sænski heilsufræðingur, kom til íslands flugleiðis frá Eng- landi sl. miðvikudagskvöld. Hann er hér á vegum Nátt- úrulækningafélags íslands og mun flytja fyrirlestra hér í Reykjavík og víðs vegar um landið. í Reykjavík flytur Waerland 3 fyrirlestra, sem hann nefnir svo: 1. Úr viðjum sjúkdóm- anna. 2. Útrýming sjúkdóm- anna. 3. Hvernig á ég að lifa í dag? Vprða tveir fyrstu fyrir- lestrarhir sunnud. 29. júní og 1. júlí, en hinn þriðji síðar í júlímánuði. Úti um land verður víðast aðeins 1 fyrirlestur á hverjum stað. Waerland flytur fyrirlestra sína á islenzku, og hefir hann á rúmum tveimur mánuðum náð fullu valdi á framburði ís- lenzkrar tungu. Waerland er mörgum kunnur hér á landi af tveimur bókum (Framhald á 4. síðu) Framkvæmdir voru hafnar i fyrrahaust. Var þá byrjað á því að leggja veg frá Lambhaga- melum, þar sem vegirnir koma saman, er liggja fyrir Hvalfjörð út á Akranes og upp í Borgar- fjörð, og að Katanesi á Hval- f j arðarströnd, þar sem ferj urnar eiga að koma að landi að norð- anverðu. Er þeirri vegargerð nú langt komið, en vegur þessi verð- ur 2—3 km. í Katanesi á að gera lendingarbætur fyrir ferjurnar, og er verið að steypa 4 stein- kassa á Akranesi, sem nota á fyrir bryggjur þar og innan við Hvaleyrina, þar sem ferjurnar koma að landi að sunnanverðu. Ætlunin er, að þessir kassar verði alls 8, en til að byrja með verður xeynt að notast við 4. Eiga þeir að mynda bryggju, ■sem ferjurnar geta legið við. Ferjuskipin eru þannig úr garði gerð, að auðvelt er að renna þeim á grunn öðru hvoru megin við bryggjurnar, eftir vindáttinni, og hleypa niður (Framhald á 4. síðu) En í tilefni af þessum skrif-Q um Mbl. þykir rétt að rifja upp enn einu sinni helztu stað- reyndirnar í þessu máli: Þegar fyrrv. stjórn kom til valda eða 1. nóv. 1944, nam gjaldeyrisinneign bankanna 575 millj. kr. Þann tíma, sem hún sat að völdum, eða frá 1. nóv. 1944 til 1. febrúar 1947, námu gjaldeyristekjur bankanna 718.7 millj. kr. Alls hafði stjórnin því til umráða 1293.7 millj. kr. af erlendum gjaldeyri. Þegar stjórnin lét af völdum eða 1. febrúar 1947, var erlend inneign bankanna talin 192.5 millj. kr., þar af 126 millj. kr. á nýbyggingareikningi. í stjórn- artíð hennar höfðu þannig rúm- ar 1100 millj. kr. erlends gjald- eyris farið í súginn. Þetta er þó ekki öll sagan, því að ný- byggingaráð og viðskiptaráð voru búin, þegar stjórnin lét af völdum, að veita leyfi út á allan þann gjaldeyri, sem bank- arnir voru taldir eiga erlendis 1. febrúar 1947, og raunar meira til. Stjórnin hafði þannig eytt raunverulega meira en 1300 millj. kr. af erlendum gjaldeyri í valdatíð sinni og þegar hún lét af völdum, var óráðstafaður gjaldeyrir þjóðar- innar minna en ekki neitt. Öll raunasaga gjaldeyrismál- (Framhald á 4. síðu) VörusalaFramáNorð- f irði nam 2,7 milj. kr. á síðastliðnu ári Aðalíundur Kaupfélagsins Fram á Norðfirði var nýlega haldinn. Hagur félagsins er góður. Vörusala seinasta árs hafði aukizt um hálfa milljón nam 2,7 milljónum króna og frá því árið áður. Sjóðseignir höfðu aukizt um 80 þús. kr. Félagsmönnum verður greidd- ur 6% arður af ágóðaskyldri vöruúttekt. Félagið á nú í smíðum stórt jg vandað verzlunarhús við að- algötu bæjarins, skammt frá núverandi verzlunarhúsi félags- ins. í húsi þessu verða sölubúð- ir, skrifstofur og vörugeymslur. Kaupfélagsstjóri er Guðröður Jónsson. Fimmtugur Kristján Jónsson oddviti og sýslunefndarmaður að Dals- mynni í Eyjarhreppi verður fimmtugur á sunnudaginn kemur. Umferðaslys á Akureyri % í gærdag vildi það hörmulega slys til á Akureyri, að lítill drengur ’varð fyrir bíl og beið samstundis bana. Slysið vildi til í Aðalstræti, og var það vöru- flutningabifreið, sem ók yfir litla drenginn. ískyggilegar tölur t seinustu hagtíðindum birt- ast nokkrar tölur úr rcikningum bankanna, sem sýna glöggt, hve ískyggilegt fjármálaástandið er. Samkvæmt þeim námu innlög í bankana í apríllok síðastl. 528.5 millj. kr., en útlán bankanna námu á sama tíma 545.4 millj. kr. Má bezt á þessu marka, aff geta bankanna til útlána er svo til þrotin. Á sama tíina í fyrra námu innlög í bankana 589.6 millj. kr., en útlán þeirra námu þá ekki nema 373.2 millj. kr. í apríllok í fyrra námu inn- eignir bankanna erl. 398 millj. kr., en í apríllok síðastl. 113.5 millj. kr. En allri þessari inn- eign hefir þegar veriff ráffstaf- aff meff leyfisveitingum og raun- ar miklu meira. 1 Þing Kvenfélagasamb. íslands Sjöunda landsþing Kvenfélagasambands íslands var sett í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur miðvikudaginn 18. júní, kl. 8,30 síðdegis. Mættir voru 33 fulltrúar úr flestum sýslum landsins, auk sendi- kennara sambandsins. — Væntanlegir eru nokkrir fulltrúar hingað til bæjarins næstu daga. Við setningu þingsins flutti I forseti þingsins, frú Ragnhildurl Pétursdóttir ræðu. Minntist hún nokkurra merkiskvenna, sem | látist hafa s.l. ár. Fundarkonur I risu úr sætum og vottuðu hin- um látnu virðingu sina. Á þessum fundi voru lögö fram kjörbréf fulltrúanna og kosið í fastar nefndir. Fundur hófst í fyrradag kl. 10 í Húsmæðraskólanum. Fram- kvæmdastjóri Sambandsins frú Svava Þorleifsdóttir lagði fram starfsskýrlu sambandsins ásamt reikningum frá árunum 1945— 1946. Skýrslan bar með sér, að starf sambandsins er i örum vexti, enda eru samtök þessi fastar skipulögð en þau áður voru. Að loknum hádegisverði hófst fundur í fyrstu kennslustofu Háskólans. Þar var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár ásamt greinargerð. Eftir nokkrar umræður var málinu síðan vísað til fjárhagsnefndar. Þá lagði frú Hulda Stefáns- (Framhald á 4. síðu) DýrasýrLLngLn í Örfirisey Mynd þessi er af einum apanum, sem er á dýrasýningunni í Örfirisey, Hann er lánaffur hingað úr dýragarffi í Edinborg. Api þessi er einkennilegur mjög í háttum sínum og skemmtir vel sýningargestum. Hann er hér aff naga gulrófusneið og er svo aff sjá, sem honum þyki hún góff. Dýrasýn- ingin í Örfirisey er haldin til ágóffa fyrir dvalarheimili aldraffra sjómanna, og er opin daglega. (Ljósm.: Guffni ÞórSarson).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.