Tíminn - 21.06.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1947, Blaðsíða 3
112. blað TfMBVN, lawgardagiim 21. juiií 1947 3 Ólík s/c í 133. tbl. Morgunblaðsips 1947 stendur skipun nýrra nefnda, og ráða, skylst mér helzt, að þar þurfi að ráða þekking og sam- vizkusemi, en ekki hlutdrægni, og er ekki nema gott um þessa yfirskrift að segja. En þegar ég les lengur, skilst mér, að mestur vandi, sem á ráðinu hvíli, sé út- hlutun gjaldeyrisins til vöru- og innflutnings til landsins, og kemur þá að hjarta Sjálfstæð- isflokksins, ef þessari nefnd eða ráði kæmi til hugar að úthluta samvinnufélögunum eftir höfða tölu félagsmanna. Það finnst Morgunblaðinu aldeilis fráleitt, að þá komi til greina samvizku- semi ráðsins. Þar finnst mér undantekningarlaust að eigi að veita innflutning eftir höfðatölu skrásettra samvinnumanna; og ég get ekki séð, að þar sé neitt athugavert við, því flestir, sem hafa verzlað við kaupfélögin, hafa reynt að venjulega selja þau vöru sína undir verði kaup- manna, og þar að auki greitt prósentur af þeirri upphæð, sem hver hefir verzlað fyrir. En það væri ekki skaði skeð- ur, þó eitthvað af þessu skrif- stofu- og búðarfólki úr kaup- stöðunum hyrfi til framleiðslu- starfa, til lands eða sjávar, sem öll afkoma þjóðarinnar byggist á, því eftir því sem eru fleiri versjanir, eftir því meiri dýrtíð, því allir verða að leggja á vör- una. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir barizt fyrir hlutfallskosning- um. Ef sú aðferð væri tekin upp viðvíkjandi höfðatölu sam- vinnumanna, mundu þeir bæta við sig innflutningi. Það hefir oft komið fram í ræðum og rit- um, að þjóðin þurfi að spara, sem ekki er nema gott um að segja, ef hugur fylgdi máli. En mér berst oft annað til eyrna. Þegar útvarp er opnað, skilst mér, að það sé einstakt áróð- urstæki fyrir alla eyðslu og leikaraskap, og það hefir oft komið fyrir, að fréttir hafa kom- ið á allt öðrum tíma en þulur hefir tilkynnt, og geta útvarps- notendur ekki krafizt minna.en þulur sé stundvís, þvi ekki er út- varpið svo gefið. Þegar eru tónleikar, knatt- spyrna eða leikfimi, er líkast því, að það sé brjálað fólk sam- an komið, af skellum og hávaða, og þetta skeður á þeim stað, sem flestar menntastofnanir lands- ins eru samankomnar. Eitt er það, sem nýja ráðið þarf að athuga: Það er af- greiðsla á pósthúsunutn. Það eru er á kýrnar og mjólkurtöflur þeirra og afraksturinn borinn saman við vinnuaflið á heimil- inu, þá kemst maður að raun um, að þetta er ekki svo slæleg- ur búrekstur, og beitilandið er líka fært um að gefa bóndanum lífvænlega uppskeru. Kýrnar eru fallegar. En við slíka búfjárrækt er mikið komið undir kyngæðum búpeningsins. Hið svarskjöld- ótta nautgripakyn Hollendinga er og heimskunnugt. Það er talið eitt hið bezta mjólkurkyn í heimi. Feiti mjólkurinnar er að vísu ekki afar mikil, en mjólkur magnið er að líkindum meira en nokkurs annars kúakyns. Beztu kýrnar eru í Frieslandi. Þæv eru stór, vel sköpuð og fall- eg dýr, sem geta launað vel góða meðferð og gott fóður. Að því er kúaræktarráðu- nautur einn sagði okkur, er, nú meðal mjólkurhæð kúa í Hol- landi 3700 kg. á ári og meðalfita 3,25%. Framhald. marmib t. d. dagblöð, sem sett eru á póst en koma þó ekki fyr en eftir 2— 5 daga, þó að 2—3 ferðir falli á dag þangað, sem þau eiga að fara. 18. júní 1947. Vilhjálmur Jónsson. Umdæmisstúkan nr. 1 Vorþing Umdæmisstúku Suð- urlands var haldið í Hafnarfirði dagana 31. maí og 1. júní s.l. Þingið sátu 122 fulltrúar. Um- dæmistemplar var endurkos- inn Sverrir Jónsson. Aðrir í framkvæmdanefpd eru Maríus Ólafsson, Guðrún Sigurðardótt- ir, Sigurður Guðmundsson, Páll Kolbeins, Páll Jónsson, Felix Guðmundsson, Oddur Jónsson, Kristjana Benediktsdóttir, Sig- urður Guðgeirsson, allir úr Reykjavík og Björn Sigurbjörns- son, Selfossi. Mælt var með Sig- urgeir Gíslasyni, Hafnarfirði, sem umboðsmanni stórtemplars. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: að krefjast þess, að lögreglan í landinu framfylgi ákveðnar því ákvæði áfengislaganna, að börnum og unglingum séu ekki veittir og seldir áfengir drykkir, og láti hvern þann, er það gerir, sæta fyllstu refsingu, eins og lög mæla fyrir. að lýsa ánægju sinni á við- leitni hinna ýmsu félaga í land- inu, sem gert hafa samtök um að vinna á móti áfengisbölinu í ræðu og'riti, og þakkar öllum þeim sem lagt hafa málþtað Góðtemplara lið bæði á Alþingi og utan þess. að í framhaldi af þeirri byrj- un, sem þegar er hafin, sé komið upp í Reykjavík öflugri upplýs- inga- og hjálparstöð, sem veitt geti aðstandendum drykkju- manna og þeim sjálfum hina fyrstu aðstoð. að komið verði á fót spitala- deild, eins og einn af hinum sér- fróðu læknum bæjarins, Alfi.ed Gíslason, hefir lagt til, er geti tekið á móti 25—30 áfengissýkr- um mönnum til lækninga áður en þeir yrðu vistaðir á drykkju- mannahæli. að mótmæla harðlega þeirri meðferð, sem þingsályktunartil- lagan um framkvæmd héraða- banrja hlaut á nýafstöðnu Al- þingi, og telur hana móðgun við stuðningsmenn málsins á Al- þingi og blndindismenn al- mennt, og krefst þess, að málið verði tekið fyrir strax á næsta Alþingi og fái þar fullnaðar af- greiðslu. að frumvarp það, sem kom fram á nýafstöðnu Alþingi, sem heimilar ráðherra að leyfa veit- ingahúsum áfengisveitingar, sé beinlínis til að auka drykkju- skapfhn í landinu bæði opin- berlega og leynilega. Skorar þingið alvarlega á hæstvirt Al- þingi, að fella hverja tillögu sem fer í líka átt. Þakkarávarp Alúðar þakkir og kveðjur færi ég öllum þeim, vinum og vanda- mönnum í Reykjavík, sem sýndu mér vináttu og gestrisni, meðan ég dvaldi þar i vor. Ferð þessi hefir glatt mig innilega. Geymi ég minninguna um alla hina góðu vini mína og vandamenn, fyrir hinar ríkmannlegu viðtök- ur og vináttu, í þakklátum huga. Hafið öll kærar þakkir fyrir hlýji»na sem lagði á móti mér, hvar sem ég kom. Kaupmannahöfn, 7. júni 1947 Þorfinnur Kristjánsson. Gunnar Widegren: Rábskonan á Grund NÍTJÁNDI KAFLI. Hjartans engillinn minn! Þú ráðleggur mér að hætta öllum vangaveltum — forðast skýringar og afsakanir, segja upp vistinni og láta rétt eins og hann hefði gert smáskúr. Jú — það gengur svo sem á með skúrum, en þær skúrir koma úr augunum á mér, sem fljóta í tárum, hvenær sem ég slaka á taumhaldinu við sjálfa mig. Þess á milli kemur svo þessi svokallaða samvizka, rekur framan í mig vísifingurinn og segir: — Hverju spáði ég ekki? Hvaða erindi áttir þú hing- að? Þú hefðir átt að hlýða foreldrum þínum. Já, auðvitað hefði ég átt að gera það — nei, hvað þýðir að hugsa um það, hvað ég hefði átt að gera? Ég hefi að minnsta kosti lifað yndislegasta sumar ævi minnar — vikur, sem ég mun aldrei gleyma og alltaf trega. Það verður mikið vatn runnið til sjávar, þegar ég get sagt,frá Grundarævintýrinu í klíkunni okkar með þeim galsa, sem þar ríkir. Mér mun áreiðanlega vökna um augu í hvert skipti sem hugurinn leitar hingað. Ég hefi verið skapvond og viðskotaill síðustu dag- ana, og vesalings Hildigerður hefir sannarlega ekki farið varhluta af því. í gær hnakkrifumst við meira að segja. Hildigerður hafði misst smá-sápustykki á gólfið, og mér skrikaði á því fótur, svo að ég datt kylliflöt;' Ég var á leiðinni niður í kjallarann með fulla skál af ljúffengum á- vaxtagraut, sem átti að kæla þar. Skálin fór i þúsund mola, og heitur grautur ýrðist yfir blessaða brauð- fæturna á mér. Mér gramdist þetta, því að þessi skál er hið eina, sem ég hefi brotið hér, og auk þess getur þú ímyndað þér, hvernig manni er innanbrjósts, þegar heitur ávaxtagrautur er að síast gegnum gervisilki- sokkana. — Hana-nú, hrópaði Hildigerður upp yfir sig. í þetta skipti var það þó ekik ég Þetta gramdist mér enn meira, og svo kom spreng- ingin. — Þegiðu, jússan þín! æpti ég. Hvað eiga þessi öskur að þýða? Þú ert ekki alltaf svo gætin sjálf. Þú snýrð sundur þurrkurnar og brýtur postulínið, svo að ekki sé minnzt á venjuleg vatnsglös. Eða þá öll eggin, sem þú hefir brotið, því að ekkert stenzt þessar klöppur, sem þú hefir í handa stað. Eða allar pönnukökurnar, sem þú hefir misst í gólfið, svo að ég hefi orðið að búa til nýtt jukk á svipstundu — eða þegar þú settir krít í kökudeigið í stað mjöls! Þú gazt ekki litið utan á pokann, og séð, að þar stóð skýrum stöfum Svens- sons-efnagerð, uglan þin, enda var Arthúr að koma upp trjágöngin með vörur frá Svensson, og það var meira en þú þoldir, nautið þitt .... Það var ekki hægt að segja, að ég væri beinlínis á- stúðleg, en mér var fró að því að láta allt fjúka, sem mér flaug 1 hug. Mér var alveg sama, hvað á eftir kom — aðalatriðið var, að mér létti talsvert. Hugsaðu þér, hvað karlmenn eiga gott — að mega bölva og ragna eins og þá lystir! — Já-há, drundi Hildigerður, sótsvört af bræðl — og spú-attan! Það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast. Þú öfundar mig náttúrlega af Arthúri. Þú hefir alltaf vérið hringa-vitlaus, síðan við opinber- uðum, en þú gerir svo vel að láta unnusta minn 1 friði — nú varð röddin því nær að öskri, svo var ham- ingjunni fyrir að þakka, að húsbóndinn var ekki heima — hann er allt, allt of góður handa brókarsjúkri kaupstaðarstelpu eins og þér. Þú þóttist of góð handa Jóhanni í Stórholti, þegar hann var svo heimskur að biðja þín, en þú ert vitlaus í Arthúri, þó að ég sé heit- bundin unnusta hans, og svo geturðu þurrkað upp eftir þig, ef þú ætlar ekki að sitja þarna í ávaxta- grautnum í allan dag, óláns Sígóna-gæsin þín, ef þú vilt endilega heyra það! — Gæs getur þú sjálf verið, hvæsti ég. Og i guðs bænum — nefndu ekki Arthúr. Þú mátt fara með hann á heimsenda. Ég myndi ekki einu sinin þola, að sú hengilmæna og kvennasnápur hyggi 1 eldinn handa mér, þó að þú vildir troða honum upp á mig. Og ég barði í kringum mig með þeim sokknum, sem ég var komin úr, svo þrifalegur sem hann var, til þess að gera orð mín sem kröftugust og safaríkust. En hann lenti til allrar óhamingju á Hildigerði og vafð- ist utan um hálsinn á henni, eins langur og hann — Leggurðu lika hönd á mig, óræstið þitt? argaði Hildigerður. Þú skalt ekki þurfa að hræðast það, að Arthúr verði á hælunum á þér meðan ég á hann, og ég skal eiga hann meðan hann tyggur smérið, því að hann er drengur, sem hefir vit á kvenfólki. En þessa grautarsokka þína máttu sjálf eiga. Hildigerður slengdi sokknum af miklum fítonskrafti beint framan i mig. Hviss — buldi í kinninni á mér. Bamm — buldi í hurðinni, þegar Hildigerður skellti henni á eftir sér. Bú-hú-hú — hrein í mér. Ég hló af reiði. Ég var fokvond við Hildigerði, ég var fokvond txæxtxœttttttxtxttxxmttttuxætxmz ! tixinntiuxintiitittiuiixttt Innheimta landssímans í Reykjavík verður frá 20. júnl til 15. september opln kl. 9— 16Vá alla virka daga nema laugardaga, þá aðeins opín kl. 9—12. Hús til niðurrifs Hesthús bæjarins hjá Hringbraut 56 er til sölu til nlðurrifs nú þegar. Tilboð merkt: „Hesthús,“ sendlst fyrlr hádegi föstu- daginn 27. þ. m. til skrifstofu bæjarverkfræðlngs, sem gefur nánari upplýsingar. Borgarstjóriim. Stúlka óskast í eldhúsið á Vífilsstöðum í snmar. Upplýsiiigar hjá ráðskonuuni, sími 5611, og skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765. Stúlka óskast til Kleppjárnsreykjahælisins í Borgarfirði. Upplýs- ingar hjá skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.