Tíminn - 24.06.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.06.1947, Blaðsíða 1
í RITSTJÓRI: \ \ ÞÓRAKINN ÞÓRARINSSON | ' ) \ ÚTGKPANDI: * { FRAMSÓKNARFLOKKTJRINN Sfmar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hS. 31. árg. Kcykjavík, þriðjudaginn 24. jiíní 1947 : .ITSTJÓRASKREPSTOPUR: EDDTJHÚSI. Llndargötu 9 A Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINaASKRIPSTOPA: EDDXTHÚSI, Lindargöw ÐA Slml 2323 113. lilao' Skaftfellingar munu senda sinn eigin fulltrúa á þing Framsóknarmenn í Vestur-Skaftafellssýslu hafa valið sér fram- bjóðanda við aukakosninguna, sem fram á að fara 13. júlí n. k. Þeir hafa ekki sótt fulltrúaefni sitt til Reykjavíkur eins og allir hinir flokkarnir, heldur valið til framboðs traustan og nýtan bónda úr sýslunni. Þeir hafa valið mann, sem þeir þekktu og treystu, mann, sem búið hefir myndarbúi í sýslunni um langt skeið, leyst af höndum fjölmörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og sýslJi með frábærum dugnaði og giftu og vaxið í áliti af hverju starfi. Jón Gíslason er fæddur í Norðurhjáleigu i Álftaveri 11. febr. 1895 og þar tók hann við búi eftir föður sinn. Hann er kvæntur Þórunni PáLsdóttur frá Holti í Álftaveri. Þau hafa átt 13 mannvænleg börn og eru 12 þeirra á lífi og hafa alizt upp heima. Jón hefir verið athafna- samur bóndi og bætt jörð sína að húsum og landi á margan hátt, og meðal annars ráðizt í umfangsmikla sandgræðslu í fé- lagi við tvo nábúa sína. En auk búskaparannanna hefir hann orðið að gegna hinum margvis- legustu félagsmálastörfum fyrir sveit sína og sýslu. Það sýnir ljóslega, hve mikla áherzlu Skaftfellingar leggja á að senda fulltrúa sinn, Jón Gíslason, á þing, að átta samsýslungar, allir meðal forvígismanna í félagsmálum sýslunnar, leggja kosn- ingu hans lið sitt með því að rita greinar um kosninguna og birtast þær á öðrum stað í blaðinu í dag. Þau þingmannsefni munu fá, sem hafa átt jafnörtiggri fylgd kjósenda sinna að fagna, og það sýnir betur en allt annað, að Skaftfellinga/- eru fullráðnir í að felajimboð sitt á Alþingi eigin fulltrúa en selja það ekki í hendur kaupmannavaldsins og Morg- unblaðsmannanna í Beykjavík. Vörusala Sambands ísL samvinnuf élaga jokst um 41 miljón kr. á síðastliðnu ári Álagning S.Í.S. var mun lægri en hin lög- leyfða álagning verðlagsyfirvaldanna Formabur oq forstjóri S.I.S. Aðalfundur Kaupfélags Skaftfellinga Aðalfundur Kaupfélags Skaftfellinga var haldinn í Vík 31. maí s.l. Var þetta 40. aðalfundur félagsins. Fundinn sátu 18 fulltrúar frá 9 félagsdeildum. Ennfremur félagsstjórnin, kaupfélagsstjór- inn og báðir endurskoðendur, auk nokkurra gesta. Myndir þessar eru af tveim helztu forvígismönnuin Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Einari Árnasyni, formanna félagsstjórnar, ogr Vilhjálmi Þór forstjóra. Þeir fluttu aSalræðurnar um starfsemi S. í. S. á aðalfundi þess, sem hófst á Þingvöllum í gær. Fiskkaup Rússa fara eftir því, hvað mikið þeir fá af síldarlýsi Viðskiptasamningar við Svía og Rússa undirritaðir Nýlega hefir verið gengið frá verzlunarsamningum við Ráð- stjórnarríkin og Sviþjóð, en samningar þessir hafa lengi verið á döfinni. Hefir verið samið um allmikla sölu á síldarafurðum til þessara landa, en Ráðstjdrnarríkin munu selja okkur kol, sement og timbur í staðinn, en Svíar timbur og ýmsar timburvörur. Þá hafa Rússar Iofað að kaupa nokkuð af fiski, en magnið fer eftir því, hve mikið þeir fá af síldarolíu. Er þetta svipað ákvæði og i brezku samningunum. Sést á þessu, að fisksala okkar byggist orðið alveg á sílt^rframleiðslunni og er því ekki undarlegt, þótt kommúnistar vilji gera allt til að stöðva hana, svo að þeir geti skapað það hrun, sem þeir telja beztan jarðveg fyrir byltingar- stefnu sína. Vörusala Sambands íslenzkra samvinnufélaga nam 139 milj. kr. á árinu 1946 og varð því 41 milj. kr. meiri en árið áður. Eftir vöruflokkum skiptist salan þannig, að erlendar vörur voru seldar fyrlr 63 milj. kr., innlendar iðnaðarvörur frá eigin fyrirtækjum 'fyrir 12 milj. kr., innlendar framleiðsluvörur fyrir 62 milj. kr. og l'órúr til eigin þarfa 2 milj. kr. Aukningin stafaði að langmestu •eyti af aukinni vörusölu, en ekki nema að litlu leyti af hækkuðu vöruverði. Samanlögð vörusala kaupfélaganna í S. f. S., en þau voru 55 með 27.125 félagsmönnum í seinustu árslok, nam alls á árinu 202 milj." kr., eða rúraum 42 milj. kr. meira en árið áður. Sala erlendra vara jókst um 26 milj. kr., en sala innlendra vara um 16 milj. kr. ? Úr reikningum félagsins fyrir árið 1946, sem lagðir voru fyrir fundinn og úrskurðaðir voru þar, skulu hér tilfærðar nokkr- ar niðurstöður: Vörusala ársins nam kr. 2.412.916.00 og hafði aukist á árinu um 253.825.00] miðað við fyrra ár. Sameignar- j sjóðir námu 389.308.00 (aukning , kr. 72.407.00). Stofnsjóður fé-j lagsmanna nam 189.239.00 (aukning kr. 34.661.00). Inn- stæður viðskiptamanna í reikn. námu 1.438.849.00 (aukning kr. 205.754.00). Innstæður í Inn- lánsdeild námu 1.233.058.00 (aukning kr. 100.064.00). Félagið skuldar ekkert út á við. Innstæður viðskiptamanna þess í reikningum, Innlánsdeild og Stofnsjóður eru skuldir þess inn á við. Þegar þessar skuldir eru dregnar frá eignum félags- ins telst það eiga nálægt 400 þúsund kjóna hreina eign. Á aðalfundinum var sam- þykkjt að endurgreiða félags- mönnum 8% af verði ágóða- skyldra vara, keyptra á árinu 1946. Af því gengur 3% í stofn- sjóð, en 5% í viðskiptareikninga til útborgunar. Á árinu byggði félagið allstórt verkstæðishús í Vík. Átti félagið þó annað minna fyrir. Á árinu voru reist tvö vöru- skýli, annað á Meðajlandi, en hitt í Álftaveri. Félagið rak, eins og að undanförnu útibú á Kirkjubæjarklaustri og pöntun- ardeild i Öræfum. Á árinu tóku tíl starfa þrjár pöntunardeildir, í Skaftártungu, Meðallandi og Álftaveri. / Félagið á 12 vörubifreiðir í förum, enda eru allar vörur á félagssvæðið og um það fluttar^ landj^iðina frá Reykjavík, nema til pöntunardeildarinnar 1 Ör- æfum er flutt sjóleiðina. Auk (Framhald á 4. síðu) I Sjómenn andvígir verkföllunum Það hefir komið næsta greini- lega í ljós, að sjómenn eru mjög mótfallnir verkföllunum, sem kommúnistar létu hefjast á síldveiðiflotanum á nokkrum stöðum 20 þ. m. í Vestmannaeyjum hafa síó- menn ekki haft verkfallið að neinu, heldur haldið áfram við að búa skipin á veiðar, eins og ekkert hafi 1 skorist. í Borgarnesi hafa sjómenn tekið til sinna ráða og gert samninga við atvinnurekendur eftir að félagsfundur hafði tekið samningsumboðið af Alþýðu- sambandinu. Samningaumleitanir hófust um helgina við verkalýðsfélög þau, sem eiga í kaupdeilum og verkföllum við síldarverksmiðj - urnar, að Þrótti á Siglufirði undanskildum. Bíður það fé- lagsdóms að úrskurða, hvort verkfall Þróttar sé löglegt. • í Dagsbrúnardeilunni hafa engar viðræður farið fram, síð- an miðlunartillaga sáttasemjara var fejld. ....».,*<- Hér fer á eftir tilkynning rik- isstjórnarinnar um rússneska viðskiptasamninginn: í febrúarmánuði sl. sendi rík- isstjórnin sendinefnd til Ráð- stjórnarríkjanna til viðræðna um ýms viðskiptamál. Nefndina skipuðu: Pétur Benediktsson sendiherra, og var hann formaður nefndarinnar, Pétur Thorsteinson sendiráðs- ritari, varaformaður nefndar- innar, Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, Helgi Pétursson fram- kvæmdastjóri, Erlendur Þor- steinsson • framkvæmdástjóri, Ársæll Sigurðsson framkvæmda- stjóri, og ráðunautur nefndar- innar Sveinn Jónsson útgerðar- maðuj". Árangurinn af sendiförinni var sá, að hinn 21. þ. m. voru undirritaðir kaup- og sölusamn- ingar milli íslands og Sovét- ríkjanna. Var samið um sölu á verulegu magni af síldarlýsis- framleiðslu íslendinga supiarið 1947 og á tilteknu magni af hraðfrystum fiski. Endanlegt magn hans verður þó ekki á- kveðið og fiskinum ekki afskip- að fyrr en sýnt er, hversu. mikið magn af lýsi fellur í hlut Ráð- stjórnarríkjanna af sumarfram- leiðslunni. Ennfremur var samið um sölu á verulegu magni af saltsíld og þorskalýsi. Frá Ráðstjórnarríkjunum munu íslendingar kaupa kol, sement, timbur og lítilsháttar af krossvið og salti. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um sænska samninginn hljóðar & þessa leið: Fimmtudaginn 19. júní undir- rituðu Bjarni Benediktsson ut- anríkisráðherra og Claes König sendifulltrúi Svía samkomulag um viðskipti milli íslands og Svíþjóðar, sem byggt er á við- ræðum milli fclenzkrar og sænlkrar- nefndar í Reykjavík, dagana 30. apr:íl til 21. maí. Samkomulag þetta gildir frá undirskriftardegi og til 31. marz 1948. í erindum, sem fylgja við- skiptasamkomulaginu, eru á- kveðnir útflutningskvótar frá Svíþjóð fyrir símastaurujn og stajirum til rafveitu, girðinga- staurum, söguðu og he/luðu timbri og síldartunnum. Hins vegar skuldbinda íslenzk stjórn- arvöld sig til að ve*ta útflutn- ingsj,eyfi til Svíþjóðar fyrir á- kveðnu magnl af sarteíld og dilka- og ærkjöti. Tilmælum Svía um sérstök hlunnindi fyrir sænsk síldveiði- skip hér við land var svarað á þá leið, að íslendingar gætu 'ekki veitt nein réttindi, sem væru ó- samræmanleg fiskveiðilöggjöf- inni. Valur vann með 2:1 Fimmti leikur knattspyrnu- móts íslands fór fram í gær- kvöldi á : íþróttavellinum í Reykjavík. Áttust þá við Valur. og Víkingur. Fóru leikar svo, að Valur sigraði með 2 mörkum gegn einu. Framkvæmdir S. í. S. aldrei meiri en á síðastl. ári. Upplýsingar þessar gaf Vil- hjálmur Þór, forstjóri S. í. S. á aðalfundi Sambandsins, er hófst á Þingvöllum í gær og mun halda áfram í dag og á morgun. Gaf hann þar ítarlegt yfirlit um starfsemi og afkomu S. í. S. Það yfirlit sýndi, að~viðskipti S. í. S. hafa ekki aðeins orðið meiri en nokkru sinni fyrr á síðastl. ári, heldur hafa framkvæmdir á vegum þess orðið miklu meiri og glæsilegri, jafnframt og aðrar stórframkvæmdir eru fyrirhug- aða^ og undirbúnar. Ræða for- stjórans bar þess einnig glöggan vott, að samfara stórrjugnum, er gætt fullrar fyrirhyggju. í næsta blaði verður nansr sagt frá hinum miklu framkvæmd- um, sem S. í. S. hefir hafizt handa um á síðastl. ári eða hefir í undirbúningi. Verðlækkanir S. í. S. í ræðu sinni upplýsti Vilhjálm- ur, _að þrátt fyrir stóraukna sölu S. í. S. á útlendum vörum (sú aukning nam 12 milj. kr.) hefði hagnaðurinn af sölu þeirra orð- ið minni en árið áður. Ástæðan væri sú, að S. f. S. hefði tvisvar sinnum lækkað álagninguna á vörum sínum og hefði selt þær | með mun lægri álagningu en! verðlagsyfirvöldin höfðu leyft.! S. í. S. hefði talið sér skylt að gera þetta til að reyna að draga úr hinni sívaxandi dýrtíð í land- inu. Jafnframt hefði það skorað á kaupfélögin að reyna að gera slíkt hið sama. Þá skýrði Vilhjálmur frá því, að gerður hefði verið saman- burður á verðlagi hjá kaup- mönjíium og kaupfélögum á ýmsum stöðum og hefði hann yfirleitt sýnt, að verðlag kaup- félaganna væri lægra. Þessar upplýsingar sanna það fullkomlega, að kaupfélögin eru bezta verðlagseftirlitið og ör- uggasta trygging neytenda fyrir sanngjarnri og heilbrigðri verzl- un. í i Starfslið S. f. S. og i keppinautanna. Vilhjálmur sýndi fram á í ræðu sinni,^að örðugleikar inn- | flutningsverzlunarinnar hefðu verið mjög miklir á síðastl. ári jvegna hess, hve erfitt væri að I fá margar vörur og afgreiðsla iþeirra tæki langan tíma. Hefði jþetta staðið auknum viðskipt- jum S. í. S. fyrir þrifum, eins :og fleiri fyrirtækja. Annars myndi óhætt að fullyrða það um ! innflutningsverzlun S. í. S., áð | hún hefði yfirleitt staðið keppi- I nautum sínum Vel á sporði, þótt , kannske mætti benda á einstaka jtilfelli, þar sem þeim kynni að ihafa tekizt betur. Slíkt þyrfti 'heldur ekki að undra, þar sem einstaklingsfyrirtækin, sem kepptu við S. í. S., myndu senni- lega vera á þriðja hundrað og hefðu mörg fjölda starfsmanna. S. í. S. þyrfti að keppa eitt gegn þeim öllum og allt starfsfólk þess við verzlun og skrifstofu- störf hefði verið um 90 manns í seinustu árslok, eða 14 fnenn erlendis og 78 menn hér heima. Dréyfing vörunnar. Vilhjálmur gat þess, að S. í. S. hefði mjög reynt að beita sér fyrir því,^ að vörurnar yrðu fluttar beint frá útlöndum til hinna ýmsu staða um landið. Með því móti væri hægt að tryggja neytendum þar miklu hagstæðari verzlun. Nokkuð hefir áunnist í þessum efnum, (1 ramhald á 4. siðu) BALLETTSYNINGIN Ballett-dansflokkur frá Kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn hafði fyrstu sýn- ingu sína i Iðnó. siðastl. mið- vikudagskvöld, fyrir fullu húsi og við fádæma hrifningu áhorf- enda. í dansflokki þessum eru þrír ungir og efnilegir dansarar, sem getið hafa sér gott orð við Kon- unglega leikhusið. Flokkurinn er vel þjálfaður, svo að unun er að horfa á dans hans. Það er að heita má alger nýjung, að Reyk- vikingar eigi kost á að sjá fuil- komna ballett-sýningu slíka sem þessa. Önnur sýning flokksins verður í kvöld og er það næst-síðasta sýning er flokkurinn hefir sér í Reykjavík, en í ráði er að flokkurinn fari til Akureyrar og sýni þar og ef til vill víðar. Myndin hér að ofan er af ballett danskonunni Inge Sand, sem er einn af meðlimum flokksins sem hér er í heim- sókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.